Morgunblaðið - 11.02.2008, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.02.2008, Qupperneq 2
2 MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is HREIN eign lífeyrissjóðanna var 1.647 milljarðar króna í lok des- ember sl. og jókst á árinu um 146 milljarða króna. Þetta er 9,7% aukning samanborið við 23,1% aukningu árið á undan. Árið 2006 jukust eignir lífeyrissjóðanna um 281 milljarð króna. Þessar upp- lýsingar koma fram í tölum sem Seðlabankinn birtir. Lækkun á verði hlutabréfa í lok ársins kom illa við lífeyrissjóðina. Í nóvember og desember lækkuðu verðbréf með breytilegum tekjum, þ.e. hlutabréf og eignir í sjóðum sem fjárfesta í hlutabréf- um og skuldabréfum, um 58 millj- arða. Þrátt fyrir þessa miklu lækkun hækkaði eign lífeyrissjóð- anna af þessum verðbréfum um 32 milljarða á árinu. Á árinu 2006 hækkaði eign lífeyrissjóðanna af þessum bréfum um 209 milljarða. Erlendar eignir lífeyrissjóðanna hækkuðu um 14 milljarða í fyrra en 145 milljarða árið 2006. Í nóvember lækkuðu heildar- eignir lífeyrissjóðanna um 32 milljarða, en það er mesta lækkun í einum mánuði síðan Seðlabank- inn fór að taka saman tölur um eignir sjóðanna. Þessi lækkun hélt ekki áfram í desember því að í þeim mánuði hækkaði eignin um 145 milljónir. Á síðustu mánuðum hafa lífeyrissjóðirnir einbeitt sér að því að fjárfesta í skuldabréf- um. Eignir lífeyrissjóðanna hækkuðu um 9,7% í fyrra Hlutabréfaeign sjóðanna lækkaði um 58 milljarða króna undir lok ársins Árvakur/Golli Aukning Hrein eign lífeyrissjóðanna jókst um 146 milljarða í fyrra. Ólafsvík | Ærnar sex sem hafa hafst við í Ólafsvíkurenni síðan í haust, og hafa verið í sjálfheldu, komust í manna hendur í gær. Eftir að eigandinn Guðmundur Jörundsson hafði samband við björgunarsveitina Lífsbjörg í Snæfellsbæ, fóru félagar í sveit- inni í skoðunarferð á sunnudags- morgun til þess að meta að- stæður. Skömmu eftir hádegi fóru björgunarmenn af stað á Ennið ásamt Guðmundi og félaga hans til þess að freista þess að ná í ærnar. Davíð Óli Axelsson for- maður Lífsbjargar sagði í sam- tali við Morgunblaðið að þetta hefðu verið erfiðar aðstæður og mikið rok á fjallinu, „en þetta heppnaðist og er ég mjög ánægður með hvernig til tókst við þessa björgunaraðgerð og gott að þetta er yfirstaðið“. Dav- íð Óli segir ennfremur að ærnar hafi verið mjög styggar, ,,og þegar við vorum búnir að reka þær niður úr Ólafsvíkurenni, þá reyndu ærnar að taka á sprett aftur upp á ennið, en sem betur fer tókst okkur að koma í veg fyrir það“. Komið var með ærnar niður um sexleytið í gærdag. Guðmundur Jörundsson sagði að björgunarferð lokinni að björg- unarsveitarmenn væru hetjur. ,,Mér er mikið létt og var í raun búinn að afskrifa að fá ærnar aftur í hús, það er búið að vera leiðindaveður undanfarnar vikur og því átti ég ekki von á að fá ærnar í hendur aftur.“ Guð- mundur segir að ærnar séu í mjög góðum holdum og því hafi þær haft nóg að éta á fjallinu þessa mánuði. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Sex ær heimtar úr helju Ær voru í sjálfheldu í Ólafsvíkurenni mánuðum saman LÖGMENN sjö ára gamallar filippseyskrar stúlku, sem sögð er vera dóttir Bobbys Fischers, segjast ætla að freista þess að ná sátt um skipt- ingu dánarbús skák- meistarans við aðra sem gera kröfur í búið. Filippseyski skák- fréttavefurinn Chess Plaza Weekender segir, að lögmenn stúlkunnar Jinky Young hafi safnað og lagt mat á gögn, sem styðja kröfu hennar um arf eftir Fischer. Lögmaðurinn Samuel Estimo segir að hann sé að reyna að ná sambandi við Miyoko Watai til að ræða við hana um hugsanlegt samkomulag þannig að ekki þurfi að koma til málaferla. Watai giftist Fischer í Japan árið 2004. Þá sagði Estimo, að mágur Fischers og tveir synir hans gætu ekki gert kröfur um arf. Bobby Fischer Vilja sátt um dánarbú Fischers KARLMAÐUR á þrítugsaldri er talinn hafa sloppið ótrúlega vel úr alvarlegu sundlaugarslysi á Flúðum á laugardag. Hann stakk sér út í grynnri enda laug- arinnar og hlaut hálsbrot og var fluttur á Landspítalann eftir að hafa verið skoð- aður á sjúkrahúsi á Selfossi. Læknir á slysadeild, sem tók á móti sjúklingnum, segir manninn hafa sloppið við lömun en hann var lagður inn á sjúkra- húsið. Ekki var þó þörf á innlögn á gjör- gæsludeild enda gáfu áverkarnir ekki til- efni til þess. Mjög er hætt við lömun þegar fólk lend- ir í slysum og hálsbrotnar. Hálsbrotnaði í sundlaugarslysi „ÞETTA gengur nokkuð vel allt saman. Í gær [laugardag] settum við saman vinnuskjal vegna samninga við Starfsgreinasambandið og Flóa- bandalagið. Það er eiginlega grund- vallarskjal, sem hægt er svo að vinna út frá. Svo fæðast sams konar skjöl fyrir aðra hópa, einn af öðrum. Svo þarf eitthvað að stoppa í þetta eins og gengur, en þetta er allt á jákvæð- um nótum,“ segir Vilhjálmur Egils- son, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins um gang kjarasamninga. Vilhjálmur segir að gangi allt vel gætu samningar náðst í þessari viku, en áfram verður fundað í dag. Þá ræða SA við Alþýðusambandið, Sam- iðn og Rafiðnaðarsambandið. Hann segir að jafnframt þurfi að ræða aðkomu stjórnvalda að samningunum. Hún sé nauðsyn- leg. Þar megi nefna nokkur at- riði eins og að hið opinbera hækki ekki laun starfs- manna sinna um- fram það sem gerist í almennum kjarasamningum. „Ef ríkið fer langt fram úr okkur, brýtur það niður allt sem við erum að gera. Þá skiptir vaxta- og peningastefnan miklu máli, en það verður að segjast eins og er að eins og þessi stefna er nú, nær hún því ekki einu sinni að geta talizt slæmur brandari. Með því að halda vöxtum svona háum án þess að það skili nokkrum árangri erum við að stimpla okkur sem hálfgerða vand- ræðaþjóð. Vextirnir eru alltof háir og algjör óþarfi að halda þeim svona uppi. Vaxtahækkanirnar byrjuðu 2004 og nú fjórum árum seinna hafa þær nánast engu skilað. Verðbólga er til dæmis mjög svipuð nú og þá, en vextir nærri 10 prósentustigum hærri,“ segir Vilhjálmur. Hann nefnir einnig atvinnumálin. Atvinnuástand gæti orðið erfitt næsta haust og þá sé nauðsynlegt að stjórnvöld verði tilbúin með aðgerðir til að svara því. Þá sé einnig nauð- synlegt að greiða fyrir fjárfestingum í stóriðju. Kjarasamningar gætu náðst í þessari viku Vilhjálmur Egilsson segir aðkomu stjórnvalda mikilvæga Vilhjálmur Egilsson ÞORGERÐUR Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra tók á laugardag fyrstu skóflustunguna að 4. áfanga nýbygginga Háskólans á Akureyri. Í viðbyggingunni verða hátíðarsalur og fyrirlestrarsalur, auk smærri kennslurýma. Einnig er gert ráð fyrir bílastæðum og há- skólatorgi. Auk ráðherra tóku til máls Þorsteinn Gunnarsson rektor og Reynir Albert Þórólfsson for- maður Félags stúdenta. Skóflustunga Þorsteinn Gunnarsson rektor, Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir ráðherra og Reynir A. Þórólfsson, formaður Félags stúdenta. Skóflustunga við HA Á ANNAÐ hundrað bæjarbúa í danska bænum Havndal, heimabæ Ívars Jörg- enssonar, 18 ára íslensks pilts, tók þátt í leitinni að Ívari um helgina en hans hefur verið saknað í rúma viku. Lögreglan hefur hvarf hans til rannsóknar. Að sögn móður Ívars hafa borist vís- bendingar í málinu sem verið er að vinna eftir, en ekki er unnt að ræða þær nánar að svo komnu máli. Bíll Ívars fannst fljótlega eftir að leit hófst í síðustu viku en bíllinn var eldsneyt- islaus og lyklarnir enn í kveikjulásnum. Telur faðir Ívars líklegast að hann hafi villst og ætlað að ganga til næsta bæjar. Íslenski pilturinn enn ófundinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.