Morgunblaðið - 11.02.2008, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2008 23
SVO lengi sem elstu menn muna
hefur landsbyggðinni verið stillt
upp gegn höfuðborgarsvæðinu og
öfugt: Þorskur, mal-
arvegir, flugvellir,
jarðgöng, hafnir,
flutningabílar, op-
inberir starfsmenn,
gömul hús, ný hús,
stjórnvöld, lambakjöt,
lax, minkur, refur,
fjöll, jarðhiti, fossar,
ál og nú síðast olía –
hafa verið uppspretta
núnings innan landa-
mæra Íslands. Alþing-
ismenn hafa barist
fyrir sínum kjör-
dæmum með kjafti og
klóm með þeim afleiðingum að erf-
itt er að sjá heildarmyndina svo
nokkru nemur. Það er ekki hægt
að segja að byggðastefna hafi verið
rekin með markvissum hætti á Ís-
landi frá stofnun lýðveldisins.
Kannski er byggðastefnan bara
óheppilegt orð sem minnir um of á
tilraunir í Sovét og allar þeirra 5
ára áætlanir.
Verkefni ríkisvaldsins á hverjum
tíma er að tryggja að grunngerð
samfélagsins sé í lagi og að allir
íbúar landsins njóti sambærilegra
lífsgæða. Grunngerðin sam-
anstendur af: samgöngum, fjar-
skiptum, flutningi raf-
orku,
heilbrigðisþjónustu,
félagsþjónustu, lög-
gæslu, fjölbreyttum
möguleikum til mennt-
unar, að nýta auðlind-
ir á sjálfbæran hátt,
menningu og auðvitað
samfélagi manna. Hér
er einföld formúla sem
ætti að vera auðvelt
að vinna eftir en því
miður er það barnsleg
trú að halda að það
takist. Hugsanlega er
vandamálið við útfærslu byggða-
stefnunnar á hverjum tíma hin úr-
elta kjördæmaskipan sem enn er
við lýði. Þingmenn og ráðherrar
keppast við að rétta hlut sinna
kjördæma og hampa sínu fólki úr
sinni sveit þegar kostur gefst.
Þessi uppbygging lýðræðisins á Ís-
landi hefur einna helst skilað sér í
afar ómarkvissum aðgerðum og
glórulausum framkvæmdum þar
sem forgangsröðunin hefur verið
kolröng. Þetta hefur síðan aukið á
tortryggni á milli höfuðborgarinnar
og landsbyggðarinnar svo um mun-
ar. Skynsamlegasta leiðin er oftar
en ekki hunsuð vegna nepótismans
í stjórnsýslunni og endalauss
hreppapots.
Verkefni sveitarstjórna eru af
öðrum toga en þó tengd. Í fyrsta
lagi að tryggja að íbúarnir njóti
þeirrar þjónustu sem er lögbundin.
Í öðru lagi að bregðast við efna-
hagsástandi hvers tíma með að-
gerðum sem tryggja viðgang
byggðarinnar – sem er auðvitað
best gert út frá hugmyndafræði
sjálfbærrar þróunar. Í þriðja lagi
er það skylda sveitarstjórna og
landsvæða að móta sér stefnu til
skamms og langs tíma sem öllum
er ljós og unnið er eftir. Það er
gríðarlega mikilvægt að framtíð-
arsýnin sé klár og ekki sé stöðugt
verið að skipta um klár úti í miðri
á. Sveitarstjórnarmönnum eru mis-
lagðar hendur við þetta og mý-
mörg dæmi á síðustu áratugum
sanna það. Það er ekki bara hægt
að kenna ríkisvaldinu um ófarir
sínar – ábyrgðin er auðvitað líka
heima í héraði. Vegna ólíkrar stöðu
sveitarfélaganna í landinu er mis-
jafnt hvernig til tekst við að sinna
verkefnunum.
Ábyrgð stjórnvalda gagnvart
landsbyggðinni er ljós. Hana hafa
þau vanrækt með afgerandi hætti
sl. áratugi. Frændhyglin og hei-
móttarskapurinn hafa þar ráðið
för. Útdeiling fjármuna vegna svo-
kallaðra mótvægisaðgerða og úr
jöfnunarsjóði sveitarfélaga síðustu
vikurnar er dæmi um þessi klíku-
stjórnmál. Fjölgun starfsmanna á
vegum landbúnaðarráðuneytisins á
Suðurlandi í tíð síðustu rík-
isstjórnar er annað rakið dæmi um
þessa ömurlegu stjórnarhætti.
Þegjandi og hljóðalaust fjölgaði op-
inberum starfsmönnum í heimahér-
aði ráðherrans um á annað hundr-
að á meðan ekkert gerðist á öðrum
svæðum. Skipulögð vinnubrögð og
áætlanir þar sem verkefnin eru
sett í forgangsröð eru algjör for-
senda fyrir árangri. Þetta verður
núverandi ríkisstjórn að taka með í
reikninginn.
Vonir manna um að Samfylk-
ingin kæmi fersk inn og tæki á
þessari einkavinavæðingu í stóru
jafnt sem smáu hefur ekki styrkst
með mörgum þeirra ákvarðana
sem teknar hafa verið sl. misseri –
svo ekki sé talað um furðulegar
ákvarðanir fjármálaráðherra sem
samstarfsflokkurinn reynir að tala
sem minnst um og vonar að falli í
gleymskunnar dá sem fyrst.
Næstu mánuðir verða án efa at-
hyglisverðir. Búið er að end-
urskipuleggja ráðuneyti byggða-
mála svo um munar. Það er ekki
víst að breyting verði en ljóst er að
margir binda vonir við þessar
breytingar og að þær skili sér í
gegnsærri leikreglum og ákvarð-
anatöku. Eigi byggð í landinu að
blómstra sem aldrei fyrr – hvort
sem um er að ræða í höfuðborg
eða á Melrakkasléttu – þarf að
taka upp nýjar aðferðir.
Byggðastefna við Austurvöll og í dreifbýli
Grímur Atlason skrifar
um byggðastefnu » Skynsamlegastaleiðin er oftar en
ekki hunsuð vegna nep-
ótismans í stjórnsýsl-
unni og endalauss
hreppapots.
Grímur Atlason
Höfundur er bæjarstjóri Bolung-
arvíkur.
ÁRIÐ 1975 var Reykjanesfólkv-
angur formlega stofnaður, en
skömmu áður hafði sérstakur fólk-
vangur verið stofn-
aður um skíðaaðstöð-
una í Bláfjöllum.
Reyndar var það
hugmyndin í upphafi,
að það svæði tilheyrði
Reykjanesfólkvangi
og frumkvöðlarnir
sáu fyrir sér samfellt
útivistarsvæði fyrir
almenning frá Heið-
mörk til Krýsuvík-
urbergs.
Merkir
brautryðjendur
Þegar sagan að
baki er skoðuð, vekur
athygli hversu margir
þjóðþekktir ein-
staklingar komu hér
við sögu og hversu
hlutur Reykjavík-
urborgar var stór.
Upphafið má rekja til
tímamótaerindis Sig-
urðar Þórarinssonar jarðfræðings
um náttúruvernd á fundi Hins ís-
lenska náttúrufræðifélags haustið
1949, þar sem Sigurður lýsti dap-
urlegri umgengni við Grænavatn í
Krýsuvík. Í framhaldinu stóð þá-
verandi menntamálaráðherra, Ey-
steinn Jónsson fyrir því, að fá Sig-
urð til að hafa forystu um setningu
fyrstu laga um náttúruvernd á Ís-
landi. Síðar áttu leiðir þeirra eftir
að liggja saman, þegar Eysteinn
var formaður Náttúruverndarráðs.
1968 var stofnuð Samstarfsnefnd
náttúruverndarnefnda á höf-
uðborgarsvæðinu og í framhaldi af
því samþykkti borgarstjórn
Reykjavíkur árið 1969, að svæðið
sunnan frá Elliðaárdal og Elliða-
vatni til Krýsuvíkurbergs, verði
gert að almenningssvæði (fólk-
vangi). Á þessum tíma er Geir
Hallgrímsson borgarstjóri og Birg-
ir Kjaran formaður Náttúruvernd-
arráðs og í náttúruverndarnefnd
Reykjavíkur sátu: Sturla Frið-
riksson, Sverrir Scheving Thor-
steinsson og Kristján Eldjárn. Það
kemur svo einkum í hlut Páls Lín-
dal borgarlögmanns og Elínar
Pálmadóttur blaðamanns, þá for-
manns náttúruverndarnefndar í
Rvk, að fylgja málum eftir. Það
var því sannkallað einvala lið, sem
ruddi brautina fyrir stofnun
Reykjanesfólkvangs.
Þetta óskabarn frumkvöðlanna,
Reykjanesfólkvangur
hefur hins vegar
lengst af verið hálfgert
olnbogabarn, þrátt
fyrir aðild flestra
sveitarfélaga á höf-
uðborgarsvæðinu og á
Suðurnesjum.
Eldfjallagarður –
hugmynd Land-
verndar
Nú hafa samtökin
Landvernd sett fram
hugmyndir um stofnun
sérstaks eldfjallagarðs
á Reykjanesskaga,
sem nái frá Þingvalla-
vatni að Eldey með
Reykjanesfólkvang
sem e.k. miðju. Hug-
myndin er að skapa
samstöðu um fjóra
meginþætti: útivist,
ferðamennsku, nátt-
úruvernd og orku-
vinnslu og jarðefnavinnslu. Jarð-
fræði Reykjanesskagans er einstök
á margan hátt. Hér gengur neð-
ansjávarhryggur á land í orðsins
fyllstu merkingu, plötuskilin milli
Evrópu og Ameríku mjög sýnileg
með stöðugri gliðnun, eldstöðvar
og hraun af öllum mögulegum
gerðum og margbreytileg mó-
bergsfjöll um allt. Hvergi á jarð-
skorpunni finnst sambærileg fjöl-
breytni. Allt svæðið er einstakt
fyrir rannsóknir og náttúruskoðun.
Þá er atvinnusaga svæðisins til
lands og sjávar nánast skráð í
landslagið með ótölulegum fjölda
fornminja og í Húshólma eru
ómetanlegar minjar um byggð sem
fór undir hraun fyrir 8-9 hundruð
árum – kannski elstu mannvist-
arminjar á landinu. Litadýrðin á
jarðhitasvæðunum gleður alls stað-
ar augað og undir kraumar orkan.
Strandlengjan er svo enn einn
heimurinn með öllum sínum fugla-
björgum og fornu verstöðvum. Svo
má finna ósnortin víðerni eins og í
Brennisteinsfjöllum og stöðugt eru
að finnast nýir og nýir hellar með
öllum sínum dropasteinum og af-
kimum. Stórfenglegastur er Þrí-
hnúkagígur, þar sem dýptin er um
200 metrar og ummál hvelfingar
inni í gígnum ótrúlegt.
Svæði fyrir milljón
ferðamenn
Stutt verður í að Suðurstrand-
arvegur milli Þorlákshafnar og
Grindavíkur klárist með bundnu
slitlagi og þá opnast afbragðs
hringleið kringum skagann. Í
miðju þessarar leiðar er Krýsuvík.
Þar er kjörin miðstöð þjóð- og
auðlindagarðs sem bæri nafnið eld-
fjallagarður eða hliðstætt heiti. Í
Krýsuvík hóf Sigurður Þórarinsson
hina formlegu baráttu fyrir löggjöf
um náttúruvernd á Íslandi og eng-
inn staður því betri sem mið-
punktur eldfjallagarðs til heiðurs
Sigurði og öðrum frumkvöðlum
jarðvísinda hér á landi.
Það styttist í erlendan ferða-
mann númer ein milljón á ári. Fyr-
ir allan þennan hóp bjóðast ótal
önnur tækifæri á Reykjanesskag-
anum en Bláa lónið. Tilvist þess
sýnir hvað hægt er að gera. Á
jöðrunum er svo allt þéttbýlið –
höfuðborgarsvæðið og Suðurnesin
sem kallar á stöðugt fleiri tækifæri
til margbreytilegrar útivistar og
afþreyingar.
Í kjölfar
Vatnajökulsþjóðgarðs
Frumkvöðlarnir að stofnun fólk-
vanganna á Reykjanesskaganum
unnu gagnmerkt starf. Nú er kom-
ið að næsta stóra skrefi. Að baki
er hinn nýi Vatnajökulsþjóðgarður
og kjörið að bjóða íbúunum á suð-
vesturhluta landsins upp á raun-
verulegan þjóðgarð. Hin glæsilegu
orkufyrirtæki Orkuveita Reykja-
víkur og Hitaveita Suðurnesja eiga
að taka þessum hugmyndum fagn-
andi og mynda sátt um leið, sem
allir geta hagnast á.
1968 voru stofnuð samtök nátt-
úruverndarnefnda á höfuðborg-
arsvæðinu. Nú, 40 árum síðar er
kannski komið að því að stofna
samtök um stofnun eldfjallagarðs á
Reykjanesskaganum. Það myndi
áreiðanlega gleðja mjög frum-
kvöðlana sem stofnuðu Reykjanes-
fólkvang á sinni tíð.
Eldfjallagarður á
Reykjanesskaga
Reynir Ingibjartsson leggur til
að eldfjallagarður á Reykjanes-
skaga verði næsta stórverkefni
á eftir Vatnajökulsþjóðgarði
Reynir Ingibjartsson
» Litadýrðin á
jarðhita-
svæðunum gleð-
ur alls staðar
augað og undir
kraumar orkan.
Höfundur er í stjórn
Reykjanesfólkvangs.
ÞAÐ eru tímamót hjá fjölskyldum
þegar barn byrjar í grunnskóla.
Framundan er 10 ára skólaganga
sem mun hafa varanleg
áhrif á líf barna. Það er
því mikið í húfi að barn-
ið aðlagist skóla-
samfélaginu vel, barna,
foreldra og samfélags-
ins alls vegna.
Grunnskólalögin
kveða á um þá skyldu
grunnskólans, í sam-
vinnu við heimilin, að
búa nemendur undir líf
og starf í lýðræðisþjóð-
félagi sem er í sífelldri
þróun og að grunnskól-
inn stuðli að góðu sam-
starfi aðila. Þessar
skyldur kalla á náið
samstarf heimila og
skóla.
Skólastefnu Ak-
ureyrarbæjar er ætlað
að efla sjálfstæði skóla
og draga fram eft-
irsóknarverða þætti í
skólastarfi. Akureyr-
arbær leggur áherslu á
að gefa foreldrum/
forráðamönnum kost á
að velja skóla fyrir börn sín. Því er
mikilvægt að foreldrar fái tækifæri
til að kynna sér starfsemi skólanna
vel og hvað þeir hafa að bjóða.
Hornsteinar í metnaðarfullri
skólastefnu Akureyrarbæjar eru
þekking – leikni – virðing – vellíðan.
Áhersla er lögð á að jafnt sé lögð
rækt við bókvit, verksvit og siðvit.
Þannig er litið á menntun sem heild-
stæða reynslu sem spannar alla ævi
og fæst við skilning og hagnýtingu en
leggur auk þess áherslu á líðan og
stöðu hvers og eins í samfélaginu.
Nokkrir punktar um grunnskóla
Akureyrarbæjar. Við alla grunn-
skólana eru starfrækt skólamötu-
neyti þar sem boðið er upp á heitar
máltíðir í hádeginu.
Nemendum í 1.-4. bekk stendur til
boða dvöl í frístund eftir að skóla lýk-
ur á daginn og þá daga sem foreldra-,
starfsdagar, jóla- og páskafrí eru í
skólum. Síðastliðið haust hófst til-
raunaverkefni sem kallast Fjöl-
greinafjör sem er samstarf, skóla-,
íþrótta-, samfélags- og mannrétt-
indadeildar og Íþróttabandalags Ak-
ureyrar. Verkefnið felst í því að sam-
þætta íþrótta- og tómstundastarf og
frístund í grunnskólum Akureyrar.
Þar er öllum börnum sem fædd eru
árið 2000 boðið upp á mismunandi
hreyfingu og tómstundir tvisvar sinn-
um í viku. Mun framhald verkefnisins
ráðast af því hvernig til
hefur tekist.
PMT (parent ma-
nagement training) –
foreldrafærni, er þjón-
usta við börn, foreldra
og skóla sem hefur það
meginmarkmið að fyr-
irbyggja alvarlega
hegðunarerfiðleika og
taka markvisst á hegð-
un barna. SMT – skóla-
færni er hliðstæð aðferð
og PMT þar sem lögð
er áhersla á að koma í
veg fyrir og draga úr
hegðunarvanda með því
m.a. að kenna og þjálfa
félagsfærni, hvetja
æskilega hegðun og
samræma viðbrögð
starfsfólks gagnvart
nemendum sem sýna
óæskilega hegðun. Að
þessu verkefni koma
skóladeild, fjöl-
skyldudeild og heilsu-
gæsla og hafa 46 fag-
aðilar hlotið PMT
grunnmenntun.
Niðurstöður PISA rannsókn-
arinnar 2006 leiða í ljós að grunnskól-
arnir á Akureyri eru vel yfir með-
altali Íslands í öllum greinum, sem
könnuð voru að þessu sinni, þ.e. les-
skilningi, stærðfræði og náttúrufræði
og að árangri nemenda á Akureyri
hefur ekki hrakað eins og fram hefur
komið í fréttum af árangri Íslands í
heild. Nemendur í grunnskólum Ak-
ureyrarbæjar standa sig best í stærð-
fræði og er árangurinn vel yfir með-
altali, en í lesskilningi og
náttúrufræði liggur árangurinn við
eða yfir meðaltali OECD ríkjanna.
Þessu ber að fagna en jafnframt að
nýta niðurstöður til enn frekari dáða.
Kynningarfundur um val á grunn-
skóla verður í Brekkuskóla miðviku-
daginn 13. febrúar og vil ég hvetja
foreldra/forráðmenn barna sem eru
að hefja skólagöngu að mæta á fund-
inn og kynna sér sérstöðu og
áherslur skólanna.
Skólaval hjá
Akureyrarbæ
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
skrifar um grunnskóla
á Akureyri
» Akureyr-
arbær legg-
ur áherslu á að
gefa foreldrum/
forráðamönnum
kost á að
velja skóla
fyrir börn sín.
Elín Margrét
Hallgrímsdóttir
Höfundur er formaður
skólanefndar Akureyrarbæjar.