Morgunblaðið - 11.02.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.02.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2008 25 ✝ Fjóla Bjarna-dóttir fæddist á Grund á Kjalarnesi 9. mars 1921. Hún lést á St. Jós- efsspítala í Hafn- arfirði 3. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Bjarni Árnason sjómaður, f. 21. nóvember 1883, d. 7. febrúar 1925, og kona hans, Helga Finns- dóttir, f. 25. des- ember 1891, d. 11. mars 1967, sem þá voru búsett á Grund á Kjalarnesi. Alsystkin Fjólu í ald- ursröð eru þessi: Ásta Friðmey, f. 30.12. 1912, d. 30.3. 1913; Sig- urður Árni, f. 15.12. 1913, d. 17.9. 1992; Guðríður, f. 19.9. 1914, d. sama dag; Stefán, f. 18.10. 1915, d. 18.6. 1977; Mar- grét Fanney, f. 27.7. 1917, d. 28.3. 1989; Sigríður, f. 1.7. 1919, d. 4.4. 1998; Ólafur, f. 13.5. 1923, d. 7.11. 2004, og Ágúst, f. 10.8. 1924, d. 1.1. 2008. Sam- mæðra systir er Bjarney Guð- jónsdóttir, f. 28.2. 1933. Bjarni, faðir Fjólu, fórst með tog- aranum Robertson í Halaveðrinu 1925 og fór hún þá í fóstur í Reykjavík, til Þorkels Jónssonar frá Bala á Kjalarnesi og Sigríð- ar Þorkelsdóttur frá Glóru og Jónsdóttir, f. 10.2. 1956. Dætur þeirra eru Ragnheiður Lilja, f. 5.4. 1990, og Bryndís, f. 22.10. 1991. Áður átti Guðmundur: a) Þórhildi Rún, f. 9.7. 1975, maki Kristinn Helgason, f. 13.4. 1975, börn þeirra eru Ágúst Unnar, f. 28.12. 2001, og Sandra Diljá, f. 8.4. 2004, og b) Kittý, f. 4.7. 1978, sambýlismaður Jakob Símon Jakobsson, f. 20.2. 1975, dóttir þeirra er Elísa Dögg, f. 25.9. 1999. Ingibjörg átti áður Guðrúnu, f. 27.6. 1978, dóttir hennar er Ingibjörg Jóna, f. 16.3. 1998, og Erlu Björk, f. 11.8. 1982, sonur hennar er Sindri Snær, f. 3.7. 1999. Að lokinni skólagöngu vann Fjóla á Hótel Borg, við gesta- móttöku og sem aðstoðarmaður hótelstjórans, Jóhannesar Jós- epssonar, en þau voru miklir vin- ir. Síðar fór hún til Skotlands þar sem hún var barnfóstra hjá ræðismanni Íslands í Edinborg og gætti þar Magnúsar heitins Magnússonar, þess kunna fræða- þular og útvarpsmanns. Eftir að þau Oddbergur settust að í Njarðvík var hún í nokkur ár deildarstjóri á flughótelinu á Keflavíkurflugvelli en síðar við verslunar- og skrifstofustörf í mörg ár. Fjóla lét félagsmál til sín taka, m.a. hjá Kvenfélagi Njarðvíkur, og var hún kjörin heiðursfélagi þess á áttræð- isafmæli sínu 2001. Fjóla verður jarðsungin frá Ytri- Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Álfsnesi á Kjal- arnesi. Fjóla giftist 8. júní 1946 Oddbergi Eiríkssyni skipa- smið, f. 15.9. 1923. Foreldrar hans voru þau Eiríkur Helga- son, prestur í Sand- felli í Öræfum og í Bjarnanesi í Horna- firði og síðar pró- fastur þar, og Anna Elín Oddbergs- dóttir. Börn þeirra Oddbergs og Fjólu eru: 1) Kolbrún, f. 4.3. 1948, maki Sveinn Sigurðsson. Eiga þau þrjú börn: a) Guðrún Hall- dóra, f. 14.1. 1965, maki Ólafur Jóhannsson, f. 20.4. 1965, sonur þeirra Axel, f. 28.10. 2002. Áður átti Guðrún Kolbrúnu Fjólu, f. 28.1. 1989, Steinunni Láru, f. 23.1. 1990, d. 4.2. 1990, og Auði Ingu, f. 30.7. 1990, Rúnars- dætur. b) Vigdís Fjóla, f. 29.6. 1967, d. 24.8. 1969. c) Agnes Sigríður, f. 24.1. 1972, maki Ulf Möller, f. 11.2. 1973, dóttir þeirra er Alma Ingibjörg Möll- er, f. 18.5. 2002. Áður átti Agnes Svein Magnús Hrafnsson, f. 15.4. 1991. d) Oddbergur, f. 6.2. 1980, unnusta Margrét Jónsdóttir, f. 31.3. 1981, d. 21.12. 2005. 2) Guðmundur, f. 22.12. 1952, maki Ingibjörg Til Fjólu Enn hafa árin safnast út í buskann eitthvað sem enginn veit. Oft hefir grasið í vanganum verið slegið rakað og hirt af þokkafullu ungu fólki og gefið þeim, sem það kunna að meta. Ennþá gjálfrar báran við tjarnarbakkann. Ennþá skrafar golan í sefinu. Ennþá merlar hin rósfingraða morgungyðja vatnsflötinn. En allt allt þetta fær skærari hljóm og skírara blik fyrir það að fyrir mörgum mörgum árum bar fundi okkar saman á þessum stað. Oddbergur. Á einum kaldasta degi ársins kvaddi mamma þetta jarðlíf. Síðustu árin voru bæði henni og aðstand- endum oft erfið vegna vaxandi veik- inda og það kom ekki á óvart að hún var á förum í þá ferð sem við förum öll að lokum. Mamma var fædd á Grund á Kjal- arnesi, ein af átta systkinum, sem komust á legg. Faðir hennar fórst í Halaveðrinu árið 1925 og þá varð móðir hennar ekkja með börnin sín öll, sjálf rétt um þrítugt. Eins og títt var á þessum árum var sumum barnanna komið í fóstur, þar á með- al mömmu, þá fjögurra ára. Fóstur- foreldrar hennar voru Þorkell Jóns- son húsgagnasmiður og Sigríður Þorkelsdóttir, kona hans, og ólst hún upp hjá þeim á Bárugötu 30A í Reykjavík. Mamma var sannkölluð Reykjavíkurmær, sem gekk í barnaskólann við Tjörnina og ólst upp í Vesturbænum. Eftir hefð- bundna skólagöngu vann hún á Hót- el Borg í gestamóttöku og sem að- stoðarmaður hótelstjórans, Jóhannesar Jósepssonar, og voru þau mamma miklir vinir. Mamma fékk berkla aðeins 18 ára gömul og höfðu veikindin mikil áhrif á hana. Þótt hún hafi jafnað sig smám sam- an af berklunum fylgdu þeir henni í einhverri mynd alla ævi. Mamma fór til Skotlands og var barnfóstra hjá ræðismanninum í Edinborg. Miklir kærleikar voru með mömmu og Magnúsi Magnússyni, síðar kunnum þáttagerðarmanni á BBC, sem þá var aðeins 4-5 ára snáði. Þessi ungi Íslendingur í Skotlandi gerði staðfasta kröfu um það, að mamma segði honum daglega sög- una, sem hún sjálf samdi um það þegar hann kæmi til Íslands, og það var að sjálfsögðu gert og aldrei neinu breytt. 24 ára gömul kynntist hún pabba og þau voru alltaf ást- fangin hvort af öðru. Þau giftu sig í júní árið 1946. Þau hófu búskap í Ytri-Njarðvík en þangað fluttust þau vegna atvinnu pabba en hann er skipasmiður og var ásamt öðrum að koma á fót Skipasmíðastöð Njarð- víkur. Fyrst í stað vann mamma sem deildarstjóri á flughótelinu á Keflavíkurflugvelli í nokkur ár eða þar til henni var fyrirvaralaust sagt þar upp störfum vegna pólitískrar stöðu og skoðana pabba. Eftir það vann hún við verslunarstörf og í fjölda ára á skrifstofu Skipasmíða- stöðvar Njarðvíkur. Mamma og pabbi eignuðust okkur tvö systk- inin, ekki með hefðbundnum hætti því við vorum bæði ættleidd. Við vorum börnin þeirra í einu og öllu, með þeirri gleði og amstri, sem því fylgir að eiga börn og koma þeim til manns. Þau byggðu sér hús á Grundarvegi 17 í Ytri-Njarðvík og ég var alltaf stolt af húsinu okkar og því menningarheimili sem þar var og kom þangað oft með vini mína, einnig eftir að ég fullorðnaðist og hafði sjálf eignast heimili. Heimili foreldra minna var ávallt opið gest- um og gangandi. Alltaf var tekið vel á móti fólki og alltaf var pláss fyrir næturgesti í lengri eða skemmri tíma. Bæði voru þau mjög virk í fé- lagsstarfi og tók mamma m.a. þátt í starfi Kvenfélags Njarðvíkur í mörg ár. Hún var gerð að heiðursfélaga í Kvenfélaginu á áttræðisafmælinu sínu árið 2001. Það ár fluttust mamma og pabbi úr Njarðvík eftir tæplega 60 ára búsetu til Reykja- víkur. Síðustu árin hafa þau búið í íbúð við hjúkrunarheimilið Eir í Graf- arvogi. Mamma var ákaflega fé- lagslynd og glaðvær kona og leið alltaf vel með vinum sínum og í góð- um félagsskap. Garðurinn hennar í Njarðvík ber vitni yndi hennar af garðyrkju og útsjónarsemi við að rækta garð við frekar erfiðar að- stæður. Hún hafði gaman af ferða- lögum og voru margar hálendisferð- irnar farnar á jeppanum löngu áður en það varð tíska að fara slíkar ferð- ir. Ógleymanleg var ferðin til Afríku eða þegar þau sigldu á skútu fyrir Skotlandsströndum. Mamma og pabbi tóku afa- og ömmuhlutverkið af elsku og alvöru. Þau tóku virkan þátt í og höfðu lifandi áhuga á lífi og framgangi barnabarna og barna- barnabarna sinna og það var alltaf pláss hjá þeim þegar þörf var á. Nú er komið að leiðarlokum. Mamma er farin en eftir stendur minningin og gleðin yfir að hafa fengið að vera með henni öll árin. Ég bið algóðan Guð að blessa mömmu og pabba, sem nú á um svo sárt að binda. Kolbrún Oddbergsdóttir. Elsku amma mín, mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Þú varst svo stór hluti af lífi mínu og hjá þér og afa átti ég annað heimili allan minn uppvöxt. Ég man eftir mér lítilli í Keflavík- urrútunni á leið til ykkar í helg- arheimsókn í Njarðvíkurnar. Og þær voru ekki fáar helgarnar. Oft- ast þegar ég átti frí í skólanum, fór ég suður eftir til ömmu og afa og naut þess að vera hjá ykkur. Einnig fór ég oft með ykkur á sumrin í ógleymanleg ferðalög um landið. Amma mín var glæsileg og í mín- um augum heimskona. Hún hafði farið víðar en algengt var á þeim tíma og sagði lifandi frá. Ég man eftir sögunum frá uppvexti hennar á Bárugötunni, frá Skotlandi og þegar hún fór í sirkusinn. Ég undi mér löngum stundum við að skoða mál- verk sem er til af henni, fallega kjóla sem hún fékk frá útlöndum, sérstaka skartgripi, kuðunga frá Afríku og allar bækurnar. Elsku amma mín. Það voru for- réttindi að fá að vera dótturdóttir þín, þú hafðir alltaf tíma fyrir mig og það var gott að eiga þig að. Þú varst mikil spilakona og kenndir mér að spila og mér er minnisstætt að oft var spilað langt fram á kvöld enda fátt skemmtilegra en að taka í spil með þér. Þegar ég eltist og fór að búa kom ég með fjölskylduna í kaffi á sunnu- dögum og alltaf tókst þú einstaklega vel á móti okkur. Síðustu árin bjugguð þið afi í þjónustuíbúð í Hlíðarhúsum. Þar áttir þú heima fram á síðasta dag enda ekki þinn stíll að fara á elli- eða hjúkrunar- heimili. Ég votta afa mínum samúð mína, kveð ömmu með þakklæti og bið guð að blessa minningu hennar. Guðrún Halldóra Sveinsdóttir Elsku amma. Mikið er sárt að kveðja þig. Minningarnar um þig eru svo margar. Í morgun þegar ég var á leið í vinnu keyrði ég framhjá Grundar- veginum þar sem þú áttir heima og ég fór að hlæja. Minningin sem kom upp var um hana Karólínu kónguló sem átti heima í eldhúshorninu há ykkur afa. Alltaf þegar ég kom í heimsókn var sögð saga um hana Karólínu. Um hvað hún var stríðin en oftast um hvað hún var óþekk. Ég fékk nú reyndar aldrei að hitta hana Karólínu en þú sagðir alltaf að hún væri svo feimin. Mér var farið að þykja afar vænt um hana Karól- ínu kónguló. Minningarnar um okk- ur tvær í garðinum. Ég man að ég gat farið með þig um garðinn og spurt þig hvað þessar jurtir hétu og alltaf komstu með nafnið. Þú þekkt- ir hverja einustu jurt í garðinum þínum og alltaf þurfir þú að færa fallegu blómin þín og finna réttan stað fyrir þau til að þeim liði sem best. Það var alltaf gaman að koma heim á Grundarveginn, sitja með þér inni í eldhúsi og spila. Við gát- um spilað tímunum saman. Þetta var okkar stund. Það er svo margar hlýjar og góðar minningar um þig, elsku amma mín. Þú varst alltaf svo ljúf og góð og vildir allt fyrir mig gera. Elsku amma, ég veit að þér líður vel núna og hugsar vel um alla þá sem upp eru komnir. Bið að heilsa henni Lenu minni. Hún hefur örugglega stokkið í fangið þitt þeg- ar hún sá þig. En ég elska þig og ég sakna þín svakalega mikið. En þú munt alltaf lifa, lifa að eilífu í mínu hjarta. Góða nótt, elsku amma mín. Augun þreyttu þurftu að hvíla sig. Það er stundum gott að fá að sofa. Armar drottins umlykja nú þig, okkar er að tilbiðja og lofa. Við þér tekur annað æðra stig, aftur birtir milli skýjarofa. Enginn nær flúið örlögin sín aldrei ég þér gleymi. Nú ert þú sofnuð amma mín sæl í öðrum heimi. Hlátra og hlýju brosin þín í hjarta mínu geymi. (Haraldur Haraldsson.) Þín Kittý. Elsku amma. Þeir sem deyja verða englar, segja börnin mín, og finnst mér það falleg hugsun sem hjálpar mér við að kveðja þig. Það er gott að rifja upp góðar minningar og mín sterk- asta minning um þig er sitjandi við eldhúsborðið á Grundarveginum með kaffibolla og spilastokk og ef ekki að spila við mig þá við að leggja kapal. Ég beið alltaf spennt að koma í helgarferðirnar mínar til ykkar afa á Grundarveginn því ég vissi að þú myndir spila við mig og sátum við oft langt fram eftir kvöldi við að spila og ræða öll heimsins hjartans mál. Það var alltaf svo gott að tala við þig og ég sagði þér marga hluti sem ég sagði ekki öðr- um, það voru litlu leyndarmálin okk- ar. Ég lærði marga kaplana af þér og legg ég þá marga í dag. Ég er líka farin að kenna Ágústi Unnari nokkra enda er hann mikill áhuga- maður um spil. Sandra Diljá lærir þá svo þegar hún hefur aldur til. En það var ekki alltaf spilað. Ég fékk alltaf að skoða það sem mig langaði hjá þér og var skartgripa- skrínið þitt í miklu uppáhaldi hjá mér. Mikið ofsalega fannst mér það sérstakt og auðvitað allt skartið sem þú áttir. Oftar en ekki fylgdi því ein- hver saga og auðvitað fékk ég að heyra hana. Ég mátti alltaf prófa og toppurinn var svo að fá að fara í fataskápinn og velja kjól og finna svo hatt við. Tískusýningin kom svo í lokin. Ef ég hugsa til þín við eldavélina þá kemur enginn annar matur upp í hugann en soðin ýsa með kart- öflum og tómatsósu. Þetta var uppáhaldsmaturinn minn og ég fékk hann alltaf þegar ég kom til ykkar afa. Þú spurðir mig samt alltaf hvað ég vildi fá að borða en þetta var það eina sem ég vildi og þó svo þér fyndist það skrítið þá varstu ánægð með það. Svo var alltaf til Sprite í ísskápnum. Þessi matur mun alltaf minna mig á þig. Þær eru svo ótalmargar minning- arnar um þig og svo margt sem ég gæti rifjað upp enda varstu alveg yndisleg og hjartahlý kona sem var ekki feimin við að tjá tilfinningar sínar né sýna þær í verki en ég læt þetta duga núna, annað eigum við fyrir okkur. Elsku amma, ég veit að þér líður vel núna og að þú unir þér vel, örugglega með nýlagt hárið, búin að finna þér eldhúsborð og komin með spilastokkinn í hendurnar. Sofðu rótt og hafðu það gott með hinum englunum. Þín Þórhildur. Fjóla Bjarnadóttir ✝ Bróðir okkar, mágur og frændi, HANNES JÓHANNSSON, áður Skúlagötu 70, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Fellsenda miðvikudaginn 16. janúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks Fellsenda fyrir alla umönnun og aðhlynningu. Sigurrós Jóhannsdóttir, Friðgeir Sigurgeirsson, Björn Jóhannsson, Efemía Halldórsdóttir, Jónína Jóhannsdóttir, Ingolf Ágústsson og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL V. DANÍELSSON viðskiptafræðingur, Hraunvangi 7, Hafnarfirði, sem lést sunnudaginn 3. febrúar verður jarðsung- inn miðvikudaginn 13. febrúar kl. 15.00 frá Víði- staðakirkju í Hafnarfirði. Guðrún Jónsdóttir, Vilborg Pálsdóttir, Þráinn Kristinsson, Katrín Pálsdóttir, Anna María Pálsdóttir, Per Landrö, Páll Gunnar Pálsson, Ólína Birgisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.