Morgunblaðið - 11.02.2008, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2008 39
ER ÞESSI EINI AF
HVERJUM NÍU
SKYLDUR ÞÉR?
Á síðasta ári voru greiddir út 35.695 vinningar í Happdrætti Háskólans
sem þýðir að einn af hverjum níu Íslendingum hlaut vinning.
Verður þú í hópi vinningshafa í ár?
– Vertu með og fáðu þér miða á hhi.is eða hjá umboðsmanni.
ÞAÐ ER FÝLUSVIPUR á jussu-
legum snákafangaranum þar sem
hann pillar baneitraðar kobraslöng-
ur upp í pokaskjatta. Síðan skýtur
hann vatnakarfa með ör og boga og
gefur litlum dreng í soðið. Jafnvel
góðverk ná ekki að létta geð þessa
guma sem heldur síðan eins og
þrumuský til smiðju sinnar og
meitlar rauðglóandi stálið. Að því
loknu leggst mannvinurinn og þús-
undþjalasmiðurinn í vélaviðgerðir
og ferst það vel úr hendi sem ann-
að, en lífsleiðinn drýpur af honum
sem fyrr. Enda er þessi þungbúni
hlunkur með sitt staðnaða hippa-
yfirbragð enginn annar en John
Rambo (Stallone). Gamla eins-
mannsherdeildin enn á vappi í
frumskógum Austur-Indlandsskag-
ans eftir að við skildum við hann í
Rambo 3, fyrir 20 árum. Býr í bát
við fljótsbakka, Taílandsmegin við
landamæri Myanmar, sem kvik-
myndagerðarmennirnir kalla sínu
gamla nafni, Burma. Reikna sjálf-
sagt með að sauðsvartur almúginn
kveiki frekar á því og tengi innan-
landsátökunum sem geisað hafa í
stríðshrjáðu landinu svo lengi sem
elstu menn muna.
Skyndilega er friðurinn úti í þess-
ari huggulegu einkaparadís, það
birtast á árbakkanum mélkisulegir
friðarsinnar frá kristilegunm söfn-
uði í Kólóradó og biðja bátseigand-
ann að ferja sig móti straumnum til
Burma. Þar ríkir sem fyrr óöld
borgarastyrjaldar, Bandaríkja-
mennirnir eru með mat og meðöl í
farangrinum. Rambó bregst illa við
uns Sara (Benz), kvenmaðurinn í
hópnum telur karli hughvarf. Hann
skilar af sér hópnum handan landa-
mæranna og heldur til baka.
Nokkru síðar kemur annar kirkj-
unnar þjónn á fund Rambós og
grátbænir hann að flytja flokk
málaliða yfir í nágrannalandið, þeir
eiga að gera tilraun til að bjarga
hjálparstarfsmönnunum sem eru
lentir í fangabúðum hermanna
stjórnarinnar.
Þunglyndisdrunginn víkur fyrir
gömlum réttlætishugsjónum og
manndrápseðlið er ekki langt und-
an, hefur blundað í hárbandsp-
rýddri hetjunni sem drepur tífalt á
við hvern málaliða þegar allar flóð-
gáttir ofbeldis og djöfulskapar opn-
ast í frumskóginum. Stallone er
takmarkaður leikari en var liðtæk-
ur leikstjóri átakaatriða, en í vítinu
við landamærin missir hann mikið
til stjórn á atburðarásinni. Svo er
að sjá sem allir séu að stúta öllum,
erfitt að greina í sundur vini frá
óvinum á meðan líkin hrannast upp
eins og þarabunkar í landsynningi.
Þetta er ójafn leikur, Rambó og
tæpur tugur málaliða þurfa að
kljást við óvígan her trylltra, þung-
vopnaðra stríðsmanna til að frelsa
fangana, en það þarf ekki að spyrja
að leikslokum.
Stallone reynir sem fyrr að
plástra einfaldan friðarboðskap á
aftökurnar en það tekur hann eng-
inn alvarlega nema ef vera skyldi
höfundurinn sjálfur. Rambo er
framlenging á blóðidrifnum hetjuóð
drápsmaskínunnar, í rauninni hefur
ekkert breyst á 20 árum í þeirri
ýktu ofbeldisveröld annað en þung-
lamaleg aukakíló. Myndin er hvorki
verri né betri en obbinn af átaka-
myndum samtímans og vekur engar
vangaveltur aðrar en þær; Hvers
vegna beið Stallone í 20 ár með að
koma framlengingarsnúrunni í sam-
band?
Hvað sem því líður þá bendir
lokakaflinn eindregið til þess að
John Rambo standi ekki í frekari
stríðsrekstri, hvort sem bíógestir
líta á það sem sorgartíðindi eða
gleðifrétt.
Góði dátinn Rambó
Sæbjörn Valdimarsson
KVIKMYND
Laugarásbíó, Háskólabíó,
Borgarbíó Akureyri.
Leikstjóri: Sylvester Stallone. Aðalleik-
arar: Sylvester Stallone, Julie Benz, Paul
Schulze, Matthew Marsden, Graham
McTavish. 95 mín. Bandaríkin 2008.
Rambo
bbmnn
Hárbandsprýdda hetjan „Drepur tífalt á við hvern málaliða þegar allar
flóðgáttir ofbeldis og djöfulskapar opnast í frumskóginum.“