Morgunblaðið - 17.02.2008, Page 4
4 B SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Verksvið og ábyrgð
Rafveitustjóri ber ábyrgð á uppbyggingu, endur-
nýjun og rekstri rafdreifikerfis álversins, bæði
háspennu- og miðspennukerfis, auk afriðlakerfis
og tilheyrandi hjálpar- og stjórnbúnaði. Hann er
faglegur umsagnaraðili um ýmislegt er snertir
lágspennuveitu álversins.
Rafveitustjóri sér um samskipti við
raforkufyrirtæki og Landsnet, birgja, ráðgjafa
og verktaka, auk þess að vera ábyrgðarmaður
veitunnar gagnvart opinbrum aðilum. Hann
ber ábyrgð á að þekking og kunnátta til
daglegs reksturs dreifikerfisins sé til staðar hjá
fyrirtækinu, svo og viðbúnaðaráætlun til að
bregðast við rekstrartruflunum, bæði í aðveitu
og dreifikerfi Norðuráls.
Hvaða kröfur gerum við?
Við leitum að rafmagnsverkfræðingi eða tækni-
fræðingi með nokkurra ára starfsreynslu, helst
í rekstrarumhverfi orkuveitna. Rafiðnfræðingur
með staðgóða þekkingu á rekstri sambærilegra
kerfa kemur einnig til greina.
Aðrar hæfniskröfur
● Metnaður
● Góð samskiptahæfni
● Hæfni til að kenna, leiðbeina og þjálfa
● Hæfni til að vinna sjálfstætt og í hóp
● Góð enskukunnátta, bæði á töluðu
og rituðu máli
Rafveitustjóri tilheyrir verkfræðideild Norðuráls
og heyrir starfið undir framkvæmdastjóra
tækni- og umhverfissviðs.
Nánari upplýsingar veita Óskar Jónsson,
framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs og
Rakel Heiðmarsdóttir, framkvæmdastjóri
stafsmannasviðs, í síma 430 1000.
Hvernig sækir þú um?
Vinsamlega sendu okkur umsókn þína fyrir
10. mars n.k. Þú getur sótt um á vef
fyrirtækisins, www.nordural.is, sent umsókn
þína á netfangið umsokn@nordural.is eða
póstlagt umsóknina merkta: Rafveitustjóri.
Jafnrétti
Við leggjum áherslu á jafna möguleika karla
og kvenna til starfa hjá Norðuráli.
Trúnaður
Við förum með umsókn þína sem trúnaðarmál.
Öllum umsóknum verður svarað.
Rafmagnsverkfræðingar - Rafmagnstæknifræðingar
Rafveitustjóri óskast til starfa
hjá Norðuráli á Grundartanga
Grundartanga • 301 Akranesi • Sími 430 1000 • Fax 430 1001 • nordural@nordural.is • www.nordural.is
Norðurál er eftirsóttur vinnustaður. Starfsmenn eru á fimmta hundrað talsins, verkefnin margvísleg og störfin fjölþætt. Hjá fyrirtækinu starfa m.a.
verkfræðingar, tæknifræðingar, viðskiptafræðingar, sálfræðingar, efnafræðingar, eðlisfræðingar, líffræðingar, tölvunarfræðingar, rafeindavirkjar, rafvirkjar,
vélvirkjar, vélstjórar & rafsuðumenn, auk ófaglærða starfsmanna sem öðlast dýrmæta sérhæfingu við störf sín og nám hjá fyrirtækinu.
Menntasvið
Laus störf:
● Skólaliði í 80% starf frá 1. mars.
● Sérkennari/kennari, þroskaþjálfi eða
atferlisþjálfi til að vinna með nemanda
með sérþarfir.
Upplýsingar veita Sigurlaug S. Svavarsdóttir aðs-
toðarskólastjóri (netfang: sigurlaugs@hamraskoli.is,
sími: 664 8201) og Yngvi Hagalínsson skólastjóri
(netfang: yngvih@hamraskoli.is, sími 664 8200).
Hamraskóli
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá
borginni. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu
Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf.
Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar um
þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn
sem þú þarft að ná í.
Naglafræðingur
Naglastofa á höfuðborgarsvæðinu óskar
eftir naglafræðingi til starfa.
Umsóknir sendist á box@mbl.is merktar
,,S-21220”.
Matreiðslumaður
karl eða kona
Við viljum ráða ungan og ferskan fagmann
til starfa. Leitum að skipulögðum, öflugum
og metnaðarfullum ungum fagmanni sem
á auðvelt með að stjórna fólki og hefur
útrásarþörf fyrir sköpunargáfu sína og
metnað fyrir nýungum.
Góð laun í boði fyrir réttann aðila.
Áhugasamir sendi umsóknir sínar á
box@mbl.is merkt: ,,M - 21215”.
Laust embætti héraðsdómara
Embætti héraðsdómara, sem dóms- og kirkju-
málaráðherra veitir, er laust til umsóknar.
Dómarinn mun eiga fast sæti við héraðsdóm
Reykjaness, sbr. 1. mgr. 15. gr. laga um
dómstóla nr. 15/1998. Embættið er veitt frá og
með 29. apríl 2008.
Umsóknir berist dóms- og kirkjumálaráðherra,
Skuggasundi 3, 150 Reykjavík, eigi síðar en 3.
mars nk.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
12. febrúar 2008.
Laus er staða
aðstoðar-
hjúkrunarstjóra
á lungnasviði á Reykjalundi.
Starfshlutfall er 80%.
Lungnaendurhæfing er meðferðarúrræði
fyrir fólk með skerðingu af völdum lang-
vinnra lungnasjúkdóma s.s. langvinnrar
lungateppu, astma og bandvefsjúkdóma í
lungum. Endurhæfing byggist á samvinnu
margra fagstétta og er sniðin að þörfum
hvers einstaklings. Markmiðið er að stuðla
að auknum lífsgæðum og aðlögun fólks
sjúkdómi sínum með því að bæta líkamlega
og félagslega færni og andlega líðan.
Hjúkrunarfræðingar á Reykjalundi eru
ráðnir á allar vaktir, en aðallega er um að
ræða morgunvaktir og kvöldvaktir.
Skipulagsform hjúkrunar á Reykjalundi er
einstaklingshæfð hjúkrun, sem felst í virkri
meðferðarvinnu, fræðslu og þátttöku í
teymisstarfi. Hjúkrunarskráning er á
tölvutæku formi og byggð á NANDA og
NIC, samkvæmt skráningarhandbók
Landlæknisembættisins.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og
ríkisins, en nánari útfærsla á starfskjörum
er samkvæmt stofnanasamningi
Reykjalundar og Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga.
Upplýsingar um starfið veita Lára M.
Sigurðardóttir hjúkrunarforstjóri eða
Jónína Sigurgeirsdóttir
hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 585
2000. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir
með tölvupósti: laras@reykjalundur.is
eða jonina@reykjalundur.is
Umsóknarfrestur er til
29. febrúar 2008
Atvinnuauglýsingar
sími 569 1100