Morgunblaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 F 5 FASTEIGNIR ÞETTA HELST … Velta á markaði  Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 22. febrúar til og með 28. febrúar 2008 var 97. Þar af voru 76 samningar um eignir í fjölbýli, 11 samningar um sérbýli og 10 samningar um annars konar eign- ir. Þetta kemur fram á vefsíðu Fast- eignamats ríkisins. Heildarveltan var 3.338 milljónir króna og með- alupphæð á samning 34,4 milljónir króna. Á sama tíma var 8 kaupsamn- ingum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 5 samningar um eignir í fjöl- býli, 1 samningur um sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 148 milljónir króna og meðalupphæð á samning 18,5 milljónir króna. Á sama tíma var 5 kaupsamn- ingum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af voru 3 samningar um sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 87 millj- ónir króna og meðalupphæð á samn- ing 17,4 milljónir króna. Rúmlega 80 íbúðir á melnum  Verið er að jafna við jörðu síðasta húsið sem mun víkja á Hrólfs- kálamel á Seltjarnarnesi fyrir nýrri íbúabyggð. Í umræddu húsnæði var áður verslun Bónus til húsa. Áður höfðu verið rifin hús sem á síðustu öld hýstu starfsemi frystihúss Ís- bjarnarins. Á melnum munu á næstu misserum rísa þrjú fjölbýlis- hús með bílakjöllurum. Hófust fram- kvæmdir við fyrsta húsið á síðasta ári. Fyrstu 26 íbúðirnar verða af- hentar í nóvember og gengur salan ágætlega samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdaaðila, Íslenskum aðalverktökum. Liðlega 80 íbúðir verða í húsunum þremur. Deili- skipulag við Hrólfskálamel á Sel- tjarnarnesi var samþykkt árið 2005 í kjölfar íbúakosninga um skipulag svæðisins. ÍAV keypti fasteignir á svæðinu til niðurrifs og byggingar nýrra. Frítt í strætó á Skaganum  Á fundi bæjarstjórnarAkraness á þriðjudag í síðustu viku var sam- þykkt samhljóða að frítt verði í strætó sem keyrir innanbæjar á Akranesi frá og með 1. mars. Sam- kvæmt samþykktinni er gert ráð fyrir viðbótarkostnaði á árinu sem nemur 2,3 milljónum króna. Í grein- argerð sem fylgdi tillögu meirihluta bæjarstjórnar segir að umferð hafi vaxið gífurlega síðustu tvö árin í bæjarfélaginu með aukinni bifreiða- eign og fjölgun í bæjarfélaginu. Reiknað er með að samþykktin muni draga úr þessarri miklu bílaumferð og minnka umferðarálag og slysa- hættu. Gagnrýna mislæg gatnamót  Íbúasamtök Háaleitis norður hafa sent borgarstjóra Reykjavíkur og fleiri borgarfulltrúum bréf vegna fyrirhugaðra mislægra gatnamóta við Kringlumýrar- og Miklubraut. Samtökin vilja að Miklabraut verði sett í lofthreinsuð jarðgöng frá Grensásvegi og í lokaðan lofthreins- aðan stokk framhjá íþróttasvæði Fram. Þá vilja þau að Kringlumýr- arbraut verði einnig sett í loft- hreinsaðan, lokaðan stokk frá gatnamótum Miklubrautur og a.m.k. niður fyrir gatnamót Kringlumýr- arbrautar og Háaleitisbrautar. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.