Morgunblaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 35
þeim nýju. Það hafa verið byggðar blokkir á undanförnum árum þar sem eru tugir íbúða með á annað hundrað ofnum, sameiginlegt hita- kerfi í öllu húsinu. Ef einhverju þarf að breyta í einni íbúð verður að loka fyrir allt kerfið. Ef einn íbúð- areigandi vill endurbyggja eldhúsið eða baðið kemur það sama í ljós, það verður að loka fyir heitt og kalt vatn í allri blokkinni meðan vatns- lögnum er breytt. Þó að þetta sé miklu minni sambýli, segjum sex til tíu íbúðir, getur þetta samt verið til mikilla óþæginda. Þarf þetta að vera svona, er ekki hægt að hafa þetta eins og með rafmagnið, að loka fyrir í hveri íbúð? Það er svo sannarlega hægt að hafa þetta þannig en það er yfirleitt ekki gert. Enn er verið að byggja sambýlishús með þessu gamla lagi, eitt sameig- inlegt hitakerfi í fjölmörgum íbúð- um, það kerfi er ekki hægt að stilla nema komast í allar íbúðirnar í einu, það er aðeins hægt að loka fyrir heitt og kalt vatn í inntaks- klefum. Og hver er ástæðan? Ástæðan er sú að þannig var þetta hannað í gær og fyrradag, í fyrra og fyrir tugum ára, þannig er það hannað í dag og verður líklega á morgun. Þarna er tregðulögmálið í gangi eða eigum við að segja hugs- analeti. Það væri vel hægt að hanna lagnakerfi í fjölbýlishús þannig að hægt væri að loka fyrir öll lagna- kerfi innan hverrar íbúðar og reyndar má túlka bygging- arreglugerðina frá 1998 þannig að þetta sé skylda en því miður er hún ekki nógu afgerandi í orðalagi. Reyndar virðist vera það ljós í myrkrinu að þar sem gólfhitakerfi eru hönnuð og lögð í fjölbýlishús þá sé þetta nánast sjálfgefið; að hægt sé að loka fyrir gólfhitakerfi hverr- ar íbúðar og stilla gólfhitakerifð sem sjálfstætt kerfi án þess að það hafi áhrif í öðrum íbúðum. Þá þarf að fylgja því eftir að þannig sé það einnig með heitt og kalt neysluvatn, það á einnig að vera hægt að loka fyir þau lagnakerfi í heild á einum stað í hverri íbúð. Lílega má segja hönnuðum það til afsökunar að þeir séu oft undir hælnum á húsbyggj- andanum sem telur oft, án þess að hafa skoðað það nánar, að það hleypi upp kostaði að gera hlutina öðruvísi í dag en gert hefur verið áður. Ef menn settust niður og skoðuðu málið kæmust þeir líklega að þeirri niðurstöðu að svo þarf alls ekki að vera. En það eru einnig til hönnuðir sem hafa tekið upp þá reglu að hanna lagnakerfi þannig að hægt sé að loka fyrir lagnakerfi í hverri íbúð, en þetta ætti að verða regla allra. Og kaupendur nýrra íbúða, þið eigið að vera hnýsnari og kröfuharðari. Spyrjið fleiri spurn- inga eins og þessarar; er hægt að loka fyir öll lagnakerfi inni í íbúð- inni? Það er mikill plús, það gagn- stæða mjög neikvætt. Höfundur er pípulagningameistari MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 F 35 Sími 575 8500 - fax 575 8505Síðumúla 11, 2. hæð • 108 Reykjavík Sverrir Kristjánsson lögg. fast.sali Þór Þorgeirsson lögg. fast.sali Brynjar Fransson lögg. fast.sali Brynjar Baldursson sölumaður Sverrir B. Pálmason viðskiptalögfr. Ingi Björn Albertsson Sölumaður Pálmi Almarsson lögg. fast.saliFasteignamiðlun var stofnsett árið 1979 af Sverri Kristjánssyni www.fasteignamidlun.is Opið mánudaga til fimmtudaga 09:00-18:00, föstudaga 09:00-16:30 Sérhæðir AUSTURBRÚN - SÉRHÆÐ 123,20 fm 5 herbergja íbúð á 1. hæð, neðri sér- hæð með sérinngangi í þríbýlishúsi ásamt 27,30 fm bílskúr eða samtals 150,50 fm Íbúðin skiptist m.a. í rúmgóða stofu og borðstofu með útgangi út á suðursvalir, þrjú svefnherbergi, rúmgott eld- hús, baðherbergi o.fl. Búið er að endurnýja allar miðstöðvarlagnir að miðstöðvarofnum. Einnig er búið að endurnýja járn á þaki og rennur. Verð 36,0 millj. NESVEGUR - BÍLSKÚR Falleg og töluvert endurnýjuð neðri sérhæð í þrí- býlishúsi við Nesveg í Reykjavík. Eignin skiptist þannig að hæðin er 107,5 fm, herbergi í kjallara er 8,5 fm og bílskúr er 18 fm eða samtals 134 fm Íbúðin skiptist í 3-4 herbergi, rúmgóða stofu með suðursvölum út af og útsýni upp að Bessastöð- um, eldhús með nýrri innréttingu að hluta og ný- uppgert baðherbergi. Gólfefni eru flest nýleg og húsið er steniklætt að utan. V. 45,5 m. 4ra herbergja LJÓSHEIMAR - LAUS - LYFTUHÚS Í einkasölu 3ja-4ra herb. 110 fm íbúð á 4. hæð í lyftuhúsi með útsýni. Íbúðin skiptist m.a. í stofu og borðstofu með útgangi út á vestursvalir, tvö svefnherb., rúmgott eldhús, flísalagt baðherbergi o.fl. Húsið er allt klætt að utan. Búið er að endur- nýja dren- og skólplagnir hússins. Tvennar svalir. Íbúðin er laus við kaupsamning. Þetta er mjög góð staðsetning í barnvænu hverfi, stutt í alla þjónustu, skóla og útivistarsvæði. Verð 25,9 millj. HRÍSRIMI - ENDURNÝJUÐ Falleg og töluvert endurnýjuð 3-4 herb. 95 fm íbúð á 3.h. ( efstu ) í fjölbýli við Hrísrima í Grafar- vogi. Íbúðin skiptist í 2-3 svefnherb með nýju parketi á gólfi, flísalagt baðherb. með baðkari og innréttingu, eldhús með nýjum flísum á gólfi ásamt fallegri innréttingu, stofan er með nýju parketi á gólfi og svölum út af og sérgeymsla í kjallara. Hús nýlega tekið í gegn að utan og þak yfirfarið. Stutt í alla þjónustu. Áhv. 8,4 m. V. 24,5 DALSEL - LAUS FLJÓTLEGA Vorum að fá i einkasölu fallega og mikið endur- nýjaða 109 fm, 4ra herb. íbúð á tveimur hæðum ásamt stæði í bílgeymslu. Nýtt baðherbergi, nýr stigi milli hæð, ný gólfefni og hurðir. Húsið er klætt að utan. Íbúðin er laus fyrir jól. Áhv. 10,7 millj. lán frá Íbúðalánasjóði. Verð 24,9 millj. 3ja herbergja RJÚPNASALIR - BÍLSKÚR Falleg 3ja. herb. 95,6 fm íbúð á jarðhæð í litlu fjöl- býli (byggt 2003) ásamt 30 fm bílskúr eða samtals 125,6 fm Sérinngangur er í íbúðina sem skiptist annars í flísalagða forstofu, tölvuherbergi, 2 svefnherb. flísalagt þvottaherb., rúmgóða parket- lagða stofu með útgang út á stóra skjólgóða ver- önd, eldhús með fallegri innréttingu og góðum tækjum og flísalagt baðherb. með baðkari. Sér- geymsla á hæðinni og bílskúr við hliðina á húsi. Áhv. 13,5 m. V. 30,7 m. SKIPASUND Falleg og töluvert endurnýjuð 3ja herb. 68,4 fm íbúð í tvíbýlishúsi. Íbúðin er lítið niðurgrafin kjall- araíbúð sem skiptist í rúmgott hol með plastpark- eti á gólfi, nýuppgert flísalagt baðherb. með bað- kari og innréttingu, 2 herb. með plastparketi á gólfi, eldhús með fallegri innréttingu og tækjum og stofu með plastparketi á gólfi. Á hæðinni eru 2 sérgeymslur og sam. þvottaherbergi. Áhv. 6,0 m. V. 21,0 m. LAUGATEIGUR Í einkasölu mikið endurnýjuð 2ja herbergja 84 fm kjallaraíbúð í tvíbýlishúsi með sérinngangi á þessum vinsæla stað í nágrenni Laugardalsins. Íbúðin skiptist m.a. í anddyri, hol, stofu með út- gangi út á hellulagða vesturverönd, svefnherb., eldhús með nýrri viðarinnréttingu, endurnýjað baðherbergi o.fl. Parket og flísar á gólfum. Þetta er mjög góð staðsetning í barnvænu hverfi, stutt í alla þjónustu, skóla og útivistarsvæði. Verð 22,9 millj. KAMBASEL - LAUS Í einkasölu 2ja herb 67 fm endaíbúð á 2. hæð sem skiptist í m.a. stofu með útgangi út á suðvestur- svalir, hjónaherbergi, eldhús með nýrri innrétt- ingu, baðherbergi o.fl. Þvottaherbergi í íbúð. Íbúðin er laus. Þetta er mjög góð staðsetning í barnvænu hverfi, stutt í alla þjónustu, skóla og útivistarsvæði. Verð 16,7 millj. LANGHOLTSVEGUR - LAUS Vorum að fá í einkasölu mjög bjarta og mikið endurnýjaða 2ja herbergja íbúð á 3. hæð í fjölbýl- ishúsi, með sérinngangi frá svalagangi. Eldhús er nýtt svo og baðherbergi. Parket og flísar á gólf- um. Mjög rúmgóðar suðursvalir og glæsilegt út- sýni. Íbúðin er ný máluð og til afhendingar við kaupsamning. Verð 16,7 millj. Nýbyggingar TRÖLLAKÓR - KÓP. Til sölu 3ja og 4ra herb íbúðir í nýju 21 íbúða lyftuhúsi við Tröllakór í Kópavogi ásamt 21 stæða bílgeymsluhúsi. Afhending í mars 2008. Íbúðirnar afhendast fullbúnar að innan án gólfefna en það verða flísar á bað- og þvottaherbergi. Verð á 3ja herb. 102 fm íbúðum frá kr. 25,0 millj. ásamt stæði í bílgeymslu og 4ra herb. 136 fm íbúðum frá kr. 32,9 millj. ásamt stæði í bílgeymslu. Byggingarað- ili er byggingarfélagið Gustur ehf. Atvinnuhúsnæði SMIÐJUVEGUR - KÓP. Gott 745,7 fm iðnaðar- og atvinnuhúsnæði á góð- um stað við Smiðjuveg. Eignin skiptist í 3 eignar- hluta. Miklir möguleikar, gott verð. STÓRHÖFÐI Til leigu 876 fm gott iðnaðar og lagerhúsnæði við Stórhöfða. Góð lofthæð, innkeyrsludyr og ca 500 fm útsvæði. Laust við samning. Atvinnuhúsnæði til Atvinnuhúsn. til leigu Lóðir BRATTAHLÍÐ - MOSFELLSBÆ Höfum fengið til sölu 945 fm einbýlishúsalóð í grónu hverfi. Lóðin er í enda á lokuðum botnlanga og má byggja á henni 250 fm einbýlishús á einni hæð með bílskúr. Verð miðast við að gatnagerðagjöld séu greidd en ekki bygg- ingaréttargjald. Nánari upplýsingar á skrif- stofu Fasteignamiðlunar. Verð 20 millj. TIL LEIGU - TIL LEIGU 213 fm skrifstofuhúsnæði í Síðumúla. Laust. 152 fm skrifstofuhúsnæði á Viðarhöfða. Laust 1.173 fm lager og iðnaðarhúsnæði við Stór- höfða. Laust. 303 fm skrifstofuhæð í Skeifunni. Laust. 94 fm skrifstofuhúsnæði við Klapparstíg. Laust. 680 fm skrifstofu- lager- og iðnaðarhúsnæði í Skeifunni. Losnar fljótlega. 550 fm skrifstofuhúsnæði við Skógarhlíð. Laust 143 fm skrifstofuhúsnæði við Hlíðasmára í Kóp. Laust. LAUTASMÁRI Falleg og velskipulögð 3ja herb. 84 fm íbúð á 2.h. í fjórbýli við Lautasmára í Kópavogi. Íbúðin skiptist í flísalagt anddyri með skápum, rúmgóða parket- lagða stofu með suðursvölum út af, eldhús með góðri innréttingu og tækjum, þvottaherb./búr, tvö parketlögð herbergi og flísalagt baðherb. með baðkari og innréttingu. Sérgeymsla í kjallara V. 24,2 m. 2ja herbergja ÞÓRÐARSVEIGUR - LYFTUHÚS 2ja herb. 51 fm íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi. Íbúðin skiptist m.a. í anddyri, stofu með útgangi út á rúm- góðar vestursvalir, svefnherbergi, eldhús, flísa- lagt baðherbergið o.fl. Verð 17,8 millj. LAUGAVEGUR - LAUS Í einkasölu 2ja herbergja 45,0 fm íbúð á 1. hæð (miðhæð) í þríbýlishúsi ásamt 9,0 fm geymslu í geymsluskúr eða samtals 54,0 fm Íbúðin skiptist m.a. í stofu, svefnherb., eldhús, baðherb. o.fl. Íbúðin þarfnast lagfæringar að innan. Íbúðin er laus. Verð 13,9 millj. FJÖLDI ANNARRA EIGNA Á SKRÁ, SJÁ HEIMASÍÐU OKKAR, www.fasteignamidlun.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.