Morgunblaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 44
44 F MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Kaupendur  Þinglýsing – Nauðsynlegt er að þinglýsa kaupsamningi strax hjá við- komandi sýslumannsembætti. Það er mikilvægt öryggisatriði. Á kaup- samninga v/eigna í Hafnarfirði þarf áritun bæjaryfirvalda áður en þeim er þinglýst.  Greiðslustaður kaupverðs – Al- gengast er að kaupandi greiði afborg- anir skv. kaupsamningi inn á banka- reikning seljanda og skal hann tilgreindur í söluumboði.  Greiðslur – Inna skal allar greiðslur af hendi á gjalddaga. Selj- anda er heimilt að reikna dráttarvexti strax frá gjalddaga. Hér gildir ekki 15 daga greiðslufrestur.  Lánayfirtaka – Tilkynna ber lán- veitendum um yfirtöku lána.  Lántökur– Skynsamlegt er að gefa sér góðan tíma fyrir lántökur. Það getur verið tímafrekt að afla til- skilinna gagna s. s. veðbókarvott- orðs, brunabótsmats og veðleyfa.  Afsal – Ef skjöl, sem þinglýsa á, hafa verið undirrituð samkvæmt um- boði, verður umboðið einnig að fylgja með til þinglýsingar. Ef eign er háð ákvæðum laga um byggingarsam- vinnufélög, þarf áritun byggingarsam- vinnufélagsins á afsal fyrir þinglýs- ingu þess og víða utan Reykjavíkur þarf áritun bæjar/sveitarfélags einn- ig á afsal fyrir þinglýsingu þess.  Samþykki maka – Samþykki maka þinglýsts eiganda þarf fyrir sölu og veðsetningu fasteignar, ef fjöl- skyldan býr í eigninni.  Gallar – Ef leyndir gallar á eigninni koma í ljós eftir afhendingu, ber að tilkynna seljanda slíkt strax. Að öðr- um kosti getur kaupandi fyrirgert hugsanlegum bótarétti sakir tómlæt- is. Gjaldtaka  Þinglýsing – Þinglýsingargjald hvers þinglýsts skjals er nú 1.350 kr.  Stimpilgjald– Það greiðir kaup- andi af kaupsamningum og afsölum um leið og þau eru lögð inn til þing- lýsingar. Ef kaupsamningi er þinglýst, þarf ekki að greiða stimpilgjald af af- salinu. Stimpilgjald kaupsamnings eða afsals er 0,4% af fasteignamati húss og lóðar, þ. e. 4.000 kr. af hverri milljón.  Skuldabréf – Stimpilgjald skulda- bréfa er 1,5% af höfuðstóli (heildar- upphæð) bréfanna eða 1.500 kr. af hverjum 100.000 kr. Kaupandi greið- ir þinglýsingar- og stimpilgjald útgef- inna skuldabréfa vegna kaupanna, en seljandi lætur þinglýsa bréfunum.  Stimpilsektir– Stimpilskyld skjöl, sem ekki eru stimpluð innan 2ja mánaða frá útgáfudegi, fá á sig stimpilsekt. Hún er 10% af stimp- ilgjaldi fyrir hverja byrjaða viku. Sektin fer þó aldrei yfir 50%.  Skipulagsgjald – Skipulagsgjald er greitt af nýreistum húsum. Af hverri byggingu, sem reist er, skal greiða 3‰ (þrjú pro mille) í eitt sinn af brunabótavirðingu hverrar hús- eignar. Nýbygging telst hvert nýreist hús, sem virt er til brunabóta svo og viðbyggingar við eldri hús, ef virðing- arverð hinnar nýju viðbyggingar nem- ur 1/5 af verði eldra hússins. Þetta á einnig við um endurbætur, sem hækka brunabótavirðingu um 1/5. Húsbyggjendur  Lóðaumsókn – Eftir birtingu aug- lýsingar um ný byggingarsvæði geta væntanlegir umsækjendur kynnt sér þau hverfi og lóðir sem til úthlutunar eru á hverjum tíma hjá byggingaryf- irvöldum í viðkomandi bæjar- eða sveitarfélögum – í Reykjavík á skrif- stofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2. Skilmálar eru þar afhentir gegn gjaldi, ef tilbúnir eru. Umsækjendur skulu fylla út nákvæmlega þar til gert eyðublað og senda aftur til viðkom- andi skrifstofu. Minnisblað auglýsa íbúðir Búseturéttur á markaðsverði Þeim sem áhuga hafa er bent á að hafa samband við skrifstofu félagsins að Suðurlandsbraut 54 í síma 552-5644 milli 9-15, eða senda tölvupóst á netfangið bumenn@bumenn.is Blásalir 24 í Kópavogi Til sölu er búseturéttur í 2ja herbergja íbúð sem er um 77 fm að stærð. Íbúðin er á þriðju hæð í tíu hæða fjölbýlishúsi með tvær lyftur og bílastæði í bílakjallara. Ásett verð er 4 millj. og eru mánaðargjöldin nú um kr. 94.000.- Tilboðsfrestur er til 17. mars n.k. Í mánaðargjaldinu er allt nema rafmagn samkvæmt mæli. Þeir sem áhuga hafa á að skoða íbúðirnar þurfa að panta tíma á skrifstofu Búmanna í síðasta lagi 10. mars n.k Grænlandsleið 22 í Grafarholti, Reykjavík Til sölu er búseturéttur í 3ja herbergja íbúð sem er um 94 fm að stærð. Íbúðin er á neðri hæð í tvíbýlishúsi og fylgir stæði í bílageymslu. Ásett verð er 8.0 millj. og eru mánaðargjöldin nú um 85.000 Tilboðsfrestur er til 17. mars n.k Í mánaðargjaldinu er allt nema rafmagn samkvæmt mæli. Þeir sem áhuga hafa á að skoða íbúðirnar þurfa að panta tíma á skrifstofu Búmanna í síðasta lagi 10. mars n.k Lindasíða 7 á Akureyri Til sölu er búseturéttur í 3ja herb. Íbúð ásamt bílskúr við Lindasíðu 7 á Akureyri. Íbúðin er um 95 fm og bílskúrinn um 33 fm. Um er að ræða endaíbúð í raðhúsi með samtals fjórum íbúðum. Ásett verð er 12 millj. og mánaðargjöldin eru nú um kr. 80.000.- Tilboðsfrestur er til 18. mars n.k Í mánaðargjaldinu er allt innifalið nema rafmagn og hiti samkvæmt mæli. Þeir sem áhuga hafa á að skoða íbúðirnar þurfa að panta tíma á skrifstofu Búmanna í síðasta lagi 10. mars n.k Stekkjargata 5 í Innri-Njarðvík, Reykjanesbæ Til sölu er búseturéttur í 3ja herbergja íbúð ásamt bílskúr og garðskála. Íbúðin er í parhúsi við Stekkjargötu 5 í Innri Njarðvík og er heildarflatarmál íbúðar og bílskúrs um 120 fm og garðskála um 14 fm. Ásett verð er 5.5 millj. og mánaðargjöldin eru nú um kr. 110.000.- Tilboðsfrestur er til 18. mars n.k Í mánaðargjaldinu er allt innifalið nema rafmagn og hiti samkvæmt mæli. Þeir sem áhuga hafa á að skoða íbúðirnar þurfa að panta tíma á skrifstofu Búmanna í síðasta lagi 10. mars n.k Bæði félagsmenn og utanfélagsmenn geta gefið tilboð í búseturéttinn. Réttur til kaupa miðast við 50 ára og eldri. Kári Fanndal Guðbrandsson, Sigrún Sigurpálsdóttir, lögg. fasteignasali. TRAUST ÞJÓNUSTA Í ÁRATUGI VANTAR ALLAR STÆRÐIR OG GERÐIR EIGNA Á SÖLUSKRÁ ARNARSMÁRI - BÍLSKÚR Höfum í einkasölu mjög fallega, bjarta og velskipulagða endaíbúð í þessu vel stað- setta fjölbýlishúsi. Eignin er samt. 132 fm, þ.e. íbúðin 104 fm og bílskúr 28 fm Íbúðin skiptist í stofu, 3 herbergi, eldhús, baðher- bergi, þvottaherbergi og hol. Hægt að stækka stofuna um eitt herbergi ef vill. Mikið og fallegt útsýni. Góðar svalir. Mjög gott að- gengi er að íbúðinni. Rúmgóður, breiður bíl- skúr. Verð 34,5 millj.LAUGARNESVEGUR - LAUS Tveggja herbergja íbúð á 2. hæð í þessu reisulega húsi. Eignin er 73,2 fm, þ.e. íbúð 53 fm og geymsla 20,2 fm. Ágæt íbúð á fín- um stað. LAUS. Verð 17,9 millj. SMYRLAHRAUN, HAFNARFIRÐI Höfum til sölu raðhús, tvær hæðir, 144 fm og 29,8 fm bílskúr. Á neðri hæð er stofa, eldhús, snyrting, þvottaherbergi, geymsla og forstofa. Uppi eru 4 svefnherbergi og baðherbergi. Stækkunarmöguleiki í risi. Verönd og svalir. Rólegur og góður staður. Gott hús. Frábær staðsetning fyrir barnafjölskyldur. Örstutt í leikskóla, íþróttahús o.fl. Verð: 38,5 millj. KAPLASKJÓLSVEGUR Stórglæsileg 2ja herbergja 58,8 fm íbúð á 3ju hæð. Íbúðin hefur verið endurinnréttuð á mjög smekklegan og vandaðan hátt. Sjón er sögu ríkari. EINITEIGUR – MOSFELLSBÆ FRÁBÆR STAÐSETNING Höfum í einkasölu parhús með innbyggðum bílskúr, samt. 197,5 fm. Skipulag er þannig að stofur og eldhús eru rúmir 44 fm. 3 rúm- góð herbergi, 13 til 15,5 fm, baðherbergi, snyrting, hol, þvottaherbergi o.fl. Mjög góð teikning. Húsið selst fokhelt, steinað utan, mahogni gluggar og útihurðir (gönguhurðir). Mjög vandaður frágangur. Húsið er innst í lokaðri götu. Rólegur staður og göngufæri í alla þjónustu. Mjög gott útsýni. Verð 39,8 millj. S. 562 1200 F. 562 1251 LAND Í MOSFELLSBÆ Höfum til sölu landspildu á frábærum útsýn- isstað í Mosfellsbæ. Spildan er rúmir 2,3 ha að stærð og er algjört draumaland fyr- ir nokkur lúxuseinbýlishús. Kannaðu mál- ið. SELVOGSGRUNN - SÉRHÆÐ Höfum í einkasölu efstu hæðina í þessu glæsilega þríbýlishúsi sem er á einum besta stað í borginni. Íbúðinni fylgir bíl- skúr og sólstofa, samt. 166.2 fm. Íbúðin skiptist í stofur, 3 svefnherbergi og bað- herbergi á sér gangi, eldhús og inn af því þvottaherbergi og búr. Einnig er sjónvarps- hol. Íbúð í mjög góðu lagi. Frábær stað- setning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.