Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2008, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2008, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2008 2 LesbókSKOÐANIR E ftir atburði síðustu vikna hefur mynd- ast gríðarlegt tómarúm, ekki bara inni í bönkum og í hjörtum þeirra sem hafa tapað peningum, heldur einnig í hug- myndalífi okkar. Ekki er ólíklegt að einmitt þetta hug- myndafræðilega tómarúm verði helsta um- fjöllunarefni sagnfræðinga þegar fram líða stundir og gjörningaveðrið verður gert upp. Peningatapið gleymist tiltölulega fljótt. Hin efnislega kreppa sömuleiðis. En við munum verða lengi að vinna úr þeim hugmynda- fræðilegu tímamótum sem orðið hafa. Að vísu eru ekki allir sammála um að krepp- an marki hugmyndasöguleg tímamót, að við stöndum á viðlíka tímamótum og árið 1989 þegar múrinn féll. En ef við gefum okkur – og mér þykir það satt að segja engin goðgá – að tími frjáls- hyggjunnar sé liðinn þá þýðir það að hinn burðarbitinn í hugmyndafræði tuttugustu ald- arinnar sé fallinn. Hver á svo sem eftir að sam- þykkja hömlulaust markaðsfrelsi úr þessu? Hver mun ekki vilja setja nýjar leikreglur? Rétt eins og Ísland hefur verið tilraunastofa hinna vígreifu útrásarvíkinga má búast við því að landið verði nú tilraunastofa fyrir nýja skip- an hlutanna. Nýja Ísland er í burðarliðnum. Spurningin er bara: Hvað kemur í staðinn fyrir hið gamla? Afar forvitnilegt hefur verið að fylgjast með skipunum í æðstu stöður Nýja Landsbankans og Nýja Glitnis. Konur eru nú æðstu yfirmenn í bönkunum tveimur. Skilaboðin þarfnast engra útlegginga. En þessi gjörningur hefur kannski meiri þýðingu en virðist við fyrstu sýn. Og hann hef- ur kannski forspárgildi. Að minnsta kosti er ljóst að nú er lag fyrir konur að koma með nýj- ar áherslur. Tími verðbréfagutta og fyr- irhyggjulausra gróðapunga er liðinn. Hvað sem gerist mun menningarlífið end- urspegla þessa deiglu. Að öllum líkindum fær listin aukið vægi í þjóðlífinu. Í það minnsta væri hollt fyrir þetta sam- félag að huga nú að öðrum og varanlegri gild- um. Í góðærinu hefur menningin látið fara vel um sig og vissulega þrifist ágætlega í fjár- streyminu. En þegar kreppir að setur menn- ingin sig í aðrar stellingar, hún verður ekki jafn áberandi í fínu boðunum en þeim mun fyr- irferðarmeiri þar sem hennar hefur síður verið von, svo sem í sölum þeirra sem ráða. Eða það skulum við vona. throstur@mbl.is VITINN ÞRÖSTUR HELGASON Fyrirhyggja Fréttir herma að Auður Capital, sem er fjármálafyrirtæki rekið af konum, standi vel í öllu fárinu. Er kvenleg fyrirhyggja það sem koma skal? Nýja Ísland Að minnsta kosti er ljóst að nú er lag fyrir konur að koma með nýjar áherslur Þ etta er búið. Eða byrjað. Annaðhvort. Líklega hvort tveggja. Jón Trausti Reynisson skrifaði merkilegan leiðara í DV föstudaginn 10. október. Þetta var í lok þjóðnýtingarvik- unnar miklu árið 2008. Í leiðara sínum fjallar Jón Trausti um ábyrgð fjölmiðla í hruninu. Hann rekur ágætlega hvernig ráðamenn réð- ust gegn þeim sem gagnrýndu kerfið. Jón Trausti segir meðal annars: „Það eru ekki lygasjúkir stjórnmála- og viðskiptamenn sem eru rót vandræða okkar, heldur fjölmiðlarnir sem endurómuðu lygina gagnrýnislaust. Þetta snýst ekki um einhver æðri gildi, eins og að sannleikurinn hafi gildi í sjálfum sér. Þetta snýst um hreina hagsmuni almennings og varðar öryggi hans og lífsafkomu.“ Jón Trausti hittir naglann á höfuðið. Ef við eigum sem þjóð að draga einhvern lærdóm af þessu skelfilega ástandi sem skapast hefur þá er það að við verðum að vera virk í lýð- ræðinu. Þeir eru ófáir, stjórnmálamenn, fjöl- miðlafólk, starfsmenn fjármálafyrirtækja og almenningur sem finnast þeir hafa verið hafðir að fíflum, sviknir. Og ólíkt því sem gerist þegar náttúruhamfarir ríða yfir og þjappa þjóðinni saman í óttablandinni virð- ingu fyrir krafti og miskunnarleysi náttúr- unnar, þá stöndum við nú frammi fyrir manngerðum hamförum. Reiðin beinist jafnt inn á við sem út á við. Á þessum síðum hef ég skrifað pistla um það hversu fréttaformið hefur reynst aumt í alvarlegum málum. Hin hlutlausa frétt gerir sannleika og lygi jafnhátt undir höfði. Af- stöðuleysið verður afstaða. Tómhyggja af- stöðuleysisins hefur leitt okkur í þá stöðu sem við erum í nú: fjárhagslegt og siðferði- legt gjaldþrot. Stórkostlegir hagsmunir í pólitík og við- skiptum hafa gert það að verkum að menn gengu hart fram í því að vernda hagsmuni sína, oft á kostnað hagsmuna almennings. Með ofbeldi hafa gagnrýnisraddir verið þaggaðar niður. Í virkjanamálum kristallast allir helstu lestir umræðunnar. Náttúrufræðingar, verk- fræðingar, jarðfræðingar og fleiri sérfræð- ingar á ýmsum sviðum hafa þagað af ótta við að missa vinnu, missa tækifæri til vinnu: eins og í slæmum eineltismálum hafa ráðandi öfl- in skapað ótta sem leitt hefur til þöggunar, hlýðni. Ráðist hefur verið gegn þeim sér- fræðingum sem tjáð hafa sig um virkj- anakosti, bæði opinberlega og prívat. Fólk hefur verið sakað um „annarleg sjónarmið“. Það hefur ekki verið neitt rými fyrir ólíkar skoðanir. Hagsmunirnir hafa verið of miklir. Í frasanum „annarleg sjónarmið“ felst að fólki er ekki sjálfrátt ef það er á annarri skoðun: það er handbendi. Á sama tíma og margir virðast loksins sjá þörfina fyrir sjálfstæða gagnrýna fjölmiðla þá sameinast útgáfur tveggja stærstu dag- blaðanna undir merki Árvakurs og í eina sæng ganga tætlurnar af viðskiptaveldum Baugsmanna og Björgólfanna. Morgunblaðið, fyrrverandi málgagn Sjálfstæðisflokksins er orðið systurblað Fréttablaðsins þar sem fremstur í flokki fer ritstjórinn Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og for- maður Sjálfstæðisflokksins. Á síðustu vikum höfum við séð að eigendur skipta máli. Nú reynir á útgefandann Árvak- ur. Átta stjórnendur Árvakurs sig á þeirri gríðarlegu lýðræðislegu ábyrgð sem fylgir þessari stöðu að vera eigendur langstærstu dagblaða landsins? Verða stjórnendur Árvak- urs ekki að leggja fram stefnu sína og sýna ábyrgð? Hvernig sjá þeir fyrir sér samspil blaðanna í lýðræðislegri umræðu á Íslandi? Nú renna upp erfiðir tímar fyrir íslensku þjóðina þar sem eitt helsta viðfangsefnið er að byggja upp traust meðal þjóðarinnar og rannsaka ítarlega hvernig stóð á því að mánudaginn 6. október klukkan 16.05 lýsti forsætisráðherra landsins því yfir að verk- efni næstu daga væri að forða íslensku þjóð- inni frá gjaldþroti. Hvernig komumst við þangað? Í þessu verkefni leika fjölmiðlar stórt hlutverk. Hvernig ætla þeir að rækja það? Og ég held að þjóðin verði að fá svar. sigtryggur@naiv.is Hin annarlegu sjónarmið Morgunblaðið/Golli Nú reynir á „Átta stjórnendur Árvakurs sig á þeirri gríðarlegu lýðræðislegu ábyrgð sem fylgir þessari stöðu að vera eigendur langstærstu dagblaða landsins?“ FJÖLMIÐLAR SIGTRYGGUR MAGNASON Verða stjórnendur Ár- vakurs ekki að leggja fram stefnu sína og sýna ábyrgð? Hvernig sjá þeir fyrir sér samspil blað- anna í lýðræðislegri um- ræðu á Íslandi? S íðasta vetur hlógu Íslend- ingar og grétu með Næturvaktinni á Stöð 2. Þrjár persónur urðu í einu vetfangi bestu vinir þjóð- arinnar, ekki síst nafni forsetans: Ólafur Ragnar, umboðs- maður og starfs- maður á plani. Það var því með nokkurri eft- irvæntingu sem Dag- vaktarinnar var beðið. Ragnar Bragason leikstjóri kann að velja leikarana til að vinna með. Með Dagvaktinni hefur hann tekið skref upp á annað svið í íslensku sjónvarpi. Hinar kómísku persón- ur sem kynntar voru til sögunnar í Næturvaktinni fá sterkan tragískan hljóm í Dagvaktinni. Persónusköpun í sjónvarpi hefur tekið stökk, stórt stökk. Pétur Jóhann Sigfússon sýnir það áfram að hann er gríðarlega hæfileikaríkur leikari. Það finnst hversu mikla umhyggju Jón Gnarr ber fyrir Georg Bjarnfreðarsyni. Jörundur hefur blik uppreisnarmannsins í augunum, mannsins sem er að sigrast á sjálfum sér. Ólafía Hrönn Jónsdóttir er kapítuli út af fyrir sig. Ólafía Hrönn klikkar aldrei. Hún er yndisleg. Guggan hennar fær mann til að hlæja þegar hún hellir sér yfir Georg en á sama tíma líður manni illa yfir því. Heilu fjöl- skyldurnar hlógu eins og hýenur með henni í hlát- ursköstum sveppabrjálæðisins í síðasta þætti. Á morgun er sunnudagur. Ég hlakka til. Ólafía Hrönn „Guggan hennar fær mann til að hlæja þegar hún hellir sér yfir Georg en á sama tíma líður manni illa yfir því.“ Sveppabrjálæði og fleira ÞETTA HELST Blóraböggull (The Hudsucker Proxy) er bandarísk bíómynd frá 1994, úr smiðju Cohen-bræðra. Myndin þykir reyndar ekki með bestu verkum bræðranna. Hún kom í kjölfarið á Barton Fink sem þeir slógu í gegn með 1991. Blóraböggull var gerð með tilstyrk framleiðendanna í Hollywood en skilaði hins vegar litlu í kassann. Myndin er hins vegar ekki jafnilla heppnuð og margir héldu fram á sín- um tíma. Að auki segir hún sögu sem á sannarlega vel við nú. Eftir að forstjóri iðnfyrirtækis styttir sér aldur ákveða stjórn- armenn að ráða fávita í hans stað í þeim tilgangi að græða rosalega sjálfir. Markmiðið er að hlutabréfin falli svo í verði að þeir geti hirt fyrirtækið fyrir smáaura. Sem forstjóra velja þeir Norville Barnes, hugsjónamann sem er nýbyrjaður hjá fyrirtækinu og vinnur við að flokka póst. Norville er nógu illa gefinn til að rústa hvaða fyrirtæki sem er en áður en langt um líður áttar blaðakonan Amy Archer sig á því að eitthvað er bogið við þessa ráðstöfun og fer að rannsaka málið. Leikstjóri: Joel Coen. Aðalhlutverk: Tim Robbins, Jennifer Jason Leigh, Paul Newman, Charles Durning og John Mahoney. throstur@mbl.is Blóraböggull Sjónvarpið, sunnudag kl. 21.10 MEÐMÆLIN Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.