Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2008, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2008 Lesbók 5
legri. En þetta er víst bæði úthverft og inn-
hverft og allt þar á milli, það væri beinlínis vill-
andi ef ég færi að reyna að greina þetta sjálfur.“
Óstýrilæti
Iðulega hefur verið talað um þig sem skáld sögu
og fortíðar en samtíminn er alls staðar nálægur
í þessari bók. Þér líst vissulega ekkert á hann.
„Skáld sögu og fortíðar, margt hefur verið of-
sagt í því efni! Meginkjarninn er alltaf ljóðmæl-
andinn sjálfur í samtímanum, hvert sem hann
annars kann að leita fanga. Ég hef sjálfsagt oft
leitað í söguna og eldri bókmenntir ýmsar, en
það hefur þá verið í því skyni að skerpa á ein-
hverju í mínum eigin samtíma. Og víst er sam-
tíminn nálægur í þessari bók. Ef þér finnst að
hún vitni um tortryggni gagnvart samtímanum
svara ég því til að það væri nú meiri geðleysing-
inn sem léti sér allt lynda sem fram fer í veröld-
inni! Slíkt svar þarf ég vonandi ekki að rök-
styðja. Lífið er hreinasta undur, við erum
þakklát hverri þeirri farsæld sem við fáum að
njóta, góðu atlæti, vinum og vandamönnum, en
það kemur væntanlega ekki í veg fyrir að öll
rangindin, misréttið, hégómadýrðin, auð-
hyggjusukkið og blóðfórnirnar renni okkur til
rifja.“
Þú talar um samleið um „náttmyrk var-
hugavöð“ og að við skyldum ekki andvarpa
„þótt unglingslegur/umbrotaþeyr líði hjá“.
„Já, í ljóðinu Veghús tala ég sem oftar um
tímann sem persónu, ég vitna til þess að hafa átt
einhverskonar „samleið“ með honum „um nátt-
myrk varhugavöð“, sem er ekki annað en lífið
sjálft með sínum ásköpuðu tálgröfum. Ég segi
að tíminn hafi þá notað orðið „landaljósin“ um
ákveðin verðmæti, menningarleg verðmæti,
þau sem vísa þjóðunum veginn. Ég kveðst hafa
svarað honum með orðinu „eykyndlar“, sem
væntanlega skilst í íslensku samhengi.
„Umbrotaþeyrinn“ er svo í öðru kvæði,
Trúarljóði um tímann, og gæti til að mynda leitt
hugann að hinni lífsnauðsynlegu innspýtingu á
öllum tímum, uppreisnarhneigðinni og hinni
ungbornu tíð; en líka að einhverju óstýrilæti
sem kann að líða um hug manns sem ein-
staklings.“
Sá boðskapur er reyndar gegnumgangandi í
ljóðum þínum að við þurfum að finna samhengið
í tímanum, jafnvægið á milli nútíðar og fortíðar.
Finnst þér hafa orðið einhvers konar rof núna?
„Þessi rof hafa raunar verið mörg á ör-
skömmum tíma í okkar samtíð, sem ekki er að
furða. Þau koma til af ýmsu sem við eigum mik-
ið að þakka í framförum og félagslegum umbót-
um, en líka mörgu miður frýnilegu. Þau eru í
öllu, atvinnuháttum, þjóðlífi, hugsunarhætti, og
þar af leiðandi líka í tungumálinu. Í rauninni er
gleymskan einn hættulegasti fylgifiskur þess-
ara tíma. Í henni týnast svo mörg holl og nauð-
synleg viðmið, tilfinning fyrir uppruna og sam-
hengi.“
Hver eru skilaboð þín til hundspottanna há-
tignuðu?
„Þau lægju fyrir nú þegar, ef ég kynni að
orða slík tilmæli svo að gagni kæmi.“
Reyni að vera raunsær
Þú treystir ekki á stórar hugmyndir, endanleg
svör.
„Ég bara reyni að vera raunsær! Endanleg
svör hafa óneitanlega verið skæð með að ganga
úr sér, og góðar hugmyndir umhverfst í and-
stæðu sína.“
Þú treystir heldur ekki á vitneskju sem menn
væðast og brynja sig með um þessar mundir.
Menn tala í sífellu um nýja og ferska vinda,
helst að utan en þú bendir á undur og furður
sem verða jafnvel heima hjá okkur. Ertu
þreyttur á þessum eilífa trekk að utan? Þú seg-
ist reyndar nema annað en þessa nýju vinda,
eitthvað sem þú getur tæplega fundið orð um,
„síferska nýjung:/mér vitnast/aldrei, aldrei
hvað undir býr.“
„Þarna held ég að þú sért kannski að oftúlka,
gera mér eitthvað upp. Þú ert að tala um Vísu
um vindinn og annað. Hvað ætti ég að hafa á
móti ferskum vindum að utan? Hér kem ég
hinsvegar inn á að menn leita stundum langt yf-
ir skammt; margt af því sem segist vera nýtt af
nálinni, séð „í nýju ljósi“, er oftar en ekki ofur
venjuleg tugga, samanborið við eitthvað óskil-
greint, eitthvað frjótt sem kemur að innan og
stendur manni nær.“
Í lok bókar birtirðu tíu vísur um sakleysið.
Höfum við glatað sakleysinu?
„Um það reyni ég ekki að dæma. Manneskjan
hefur lengst af blendin verið. En þessi litli ljóða-
flokkur í síðari hlutanum, Vísur um sakleysið,
kom til mín eins og í minningarskyni um æsk-
una, unglingsárin, gelgjurökkrið, þetta er eins-
konar visio eða leiðsla aftur á bak, kannski vitn-
ar hún um að ég hafi fyrst og fremst góðs að
minnast úr þeim stað.“
leið með
Morgunblaðið/Kristinn
Hvenær dags yrkirðu helst? Og hvar?
„Það getur verið hvenær sem er, en morgn-
arnir reynast mér best til bóklegrar vinnu.
Hérna áður fyrr átti ég til að vaka yfir þessu
fram eftir nóttum, en það er að mestu liðin tíð.
Drög að kveðskap mínum geta orðið til hvar sem
ég er staddur en ég vinn helst úr þeim heima hjá
mér.“
Verður auðveldara að yrkja með aldrinum?
„Það er mér engan veginn ljóst. Mér finnst
reyndar að ég leggi meiri vinnu í yrkingarnar á
síðari árum. Það gerist gjarnan í lotum. Þetta
liggur stundum niðri svo langtímum skiptir og
þá er ég dálítið eins og úti í vindinum. En ég læt
mig auðvitað hafa það.“
Hvenær ákvaðstu að verða skáld?
„Ég var kornungur, strax sem unglingi fannst
mér að ég ætti eftir að leggja þetta fyrir mig.
Annað kom eiginlega ekki til greina, ég hóf að
vísu nám í Kennaraskólanum en hætti þar í
miðjum klíðum.“
Ræðirðu efni ljóða þinna við einhvern?
„Nei, ekki geri ég mikið að því. Yfirleitt er mér
eiginlega þvert um geð að skrafa mikið um
skáldskaparviðleitni mína. Það má kalla gott að
þér skuli hafa tekist að hafa eitthvað upp úr mér
um þetta núna.“
Hver er staða skáldsins í samtímanum?
„Nú þykir mér óvægilega spurt, og engin von
um skýr svör svona í fljótu bragði. Oft er skrafað
um skort á þjóðfélagslegri aðild skáldskaparins,
en þá koma upp spurningar um gildi og gild-
ismat. Ég sagði við þig einhvern tíma að ef til vill
væri skáldskapurinn það sem raunverulega færi
fram í þjóðfélaginu, ásamt hinu daglega brauði.
Kannski var ég ekkert að ýkja. Skáldskapur og
aðrar listgreinar fara sinna ferða meðal manna
á aðra lund en önnur starfsemi. Einu gildir þótt
þær virðist kannski ekki njóta mikillar almennr-
ar hylli á yfirborðinu. Orðstef úr bók, til dæmis,
getur undrafljótt komist á hvers manns varir án
tillits til sölu og dreifingar! Það er sama hvert
litið er þessi árin, markaðshyggjan hefur alls
staðar verið að villa mönnum sýn. Hver staða
skálds er í samtímanum, það er nokkuð sem
ekki er svo gott að greina fyrr en litið er yfir far-
inn veg, svona eftir á.“
S&S
Þegar Þorsteinn frá Hamri er spurður hvort
einhver átján bóka hans sé í sérstöku uppá-
haldi hjá honum svarar hann að sér fari lík-
lega sem fleirum að þykja það nýjasta skást.
„En Eiríkur Guðmundsson spurði mig að
þessu sama í vor, og ég get svarað þér eins
og honum: stundum finnst mér bókin Það
talar í trjánum, sem út kom 1995, koma oftar
upp í hug mér en aðrar. Ég veit ekki af hverju.
Þar eru meðal annars nokkur ljóð sem ég
kallaði Strokudrengi I-VI, og líka fáein ljóð
frá Krít.“
Ljóðin sem Þorsteinn nefnir fjalla um
mann sem lifir aðeins hálfu lífi: „Einhvers
staðar er hin helftin./Tröllum gefin og týnd.“
Maðurinn hefur strok-
ið en við vitum ekki
frá hverju. Hugs-
anlega ástinni. Hann
sættir sig illa við að hafa
týnt hinum helmingnum: „Nei!
Gleymd, fryst, geymd/ung er mér sagt hún
sofi.“ Vísað er til Þyrnirósar en spurningin er
hvort Strokudrengurinn þekki sinn vitj-
unartíma. Hann þráir að verða heill á ný,
þannig verður hann að mæta dauðanum.
Óhætt er að taka undir það með Þorsteini
að Það talar í trjánum sé ein hans besta bók,
en Hvert orð er atvik er sannarlega ein kraft-
mesta bók skáldsins til þessa.
UPPÁHALDSBÓK
ÞAÐ TALAR Í TRJÁNUM