Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2008, Side 6
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2008
6 LesbókKVIKMYNDIR
Þ
ýsk kvikmyndagerð hefur á und-
anförnum árum beint sjónum að hinni
stormasömu sögu Þýskalands á 20. öld
og tekist þar á við hvert tabúið á fætur
öðru. Hér er skemmst að minnast Fallsins (Der
Untergang), kvikmyndar um síðustu daga
Adolfs Hitlers og Þriðja ríkisins sem vakti at-
hygli fyrir að bregða upp þrívíðri mynd af Hit-
ler í stað þess að draga upp hefðbundnari mynd
af honum sem einhliða skrímsli. Myndin fór sig-
urför um heiminn og má kannski segja að hún
hafi rutt veginn á alþjóðlegum markaði fyrir
metnaðarfullar þýskar sögulegar kvikmyndir.
Líf annarra (Das Leben der Anderen) fylgdi að
mörgu leyti í fótspor Fallsins, en sú mynd tekst
á við njósnir og kúgun Stasi í Þýskalandi austan
járntjaldsins. Þó svo að sitt sýnist hverjum um
framsetningu myndanna á sögulegum veru-
leika, sem enn er hápólitískur í dag, einkennast
báðar af tilraunum til endurmats sem reynir að
takast á við þjóðartabú án undanbragða.
Der Baader Meinhof Komplex (Baader Mein-
hof-samtökin) í leikstjórn Uli Edel er nýjasta
viðleitnin til þess að taka fyrir sársaukafullt
tímabil í sögu þýsku þjóðarinnar í dramatískri
kvikmynd. Myndin hefur þegar verið frumsýnd
í Þýskalandi og fleiri löndum og er á dagskrá
Kvikmyndahátíðarinnar í London (London
Film Festival) sem stendur nú yfir. Eins og
nafn myndarinnar gefur til kynna fjallar hún
um þýsku hryðjuverkasamtökin RAF (Rote Ar-
mee Fraktion), hóp ungs fólks sem beitti
hryðjuverkum, mannránum og morðum í bar-
áttu gegn því sem þau álitu vera upphafið að
nýju fasísku tímabili í vesturþýsku samfélagi
sem einkenndist af auðvaldshyggju, valdníðslu
og stuðningi við heimsvaldastefnu Bandaríkj-
anna. Í fjölmiðlum hlutu samtökin heitið Baader
Meinhof-hópurinn, en í þeirri nafngift var vísað
til tveggja leiðtoga hópsins, blaðamannsins Ul-
riku Meinhof og róttæklingsins Andreas Baa-
der sem var leiðandi í hópnum ásamt unnustu
sinni Gudrun Ensslin.
Kvikmyndin er byggð á samnefndri bók um
samtökin sem kom út árið 1985, skrifuð af Stef-
an Aust, fyrrverandi ritstjóra tímaritsins Der
Spiegel. Bók Aust vakti athygli á sínum tíma
fyrir það að tefla hreinskiptinni sýn á ofbeld-
isverk Baader Meinhof gegn tilhneigingu til
rómantískrar upphafningar á samtökunum sem
hreyfingar ungs fólks í anda 68 kynslóðarinnar.
Í kvikmyndinni er þeirri nálgunarleið bók-
til þess að heimsækja, skotinn til bana í aðgerð-
unum. Í kjölfarið voru RAF-samtökin formlega
stofnuð og hlutu félagar þeirra m.a. þjálfun hjá
palestínsku Fatah-samtökunum í Jórdaníu.
Kvikmyndin rekur feril samtakanna frá stofnun
og lýsir m.a. því hvernig Ulrika Meinhof,
tveggja barna móðir á vel stæðu heimili, ákvað
að grípa til skotvopna auk pennans og ganga til
liðs við RAF. Umfjöllun myndarinnar lýkur
„þýska haustið“ árið 1977, þegar rán samtak-
anna á farþegaflugvél Lufthansa átti sér stað og
næsta kynslóð Baader Meinhof var að taka við
en samtökin störfuðu í ýmsum myndum allt
fram til ársins 1998.
Sem lýsing á ferli Baader Meinhof er kvik-
myndin gríðarlega kraftmikil, en þar tekst að
draga upp mynd af þeim stálhörðu öflum sem
tókust á í þýsku samfélagi: Kaldrifjað kerfisvald
sem mætt var með trylltu og blóðugu andófi.
Baader Meinhof-samtökin mun vera dýrasta
kvikmynd sem gerð hefur verið í Þýskalandi og
ber hún þess merki að stefna á sömu mið hvað
alþjóðlega dreifingu varðar og Fallið og Líf ann-
arra. Kvikmyndin nálgast þó á köflum þá gryfju
að upphefja hina ungu, svölu og sexí uppreisn-
arseggi enda er myndin talsvert útlitsmeðvituð
og greinilega ætlað að verða stórmynd á þýskan
mælikvarða. Myndin hefur verið gagnrýnd fyrir
það að vera ofbeldisfull, en ekkert er dregið
undan í framsetningu á sprengjutilræðum og
byssuárásum RAF, en alls féllu tugir borgara,
hermanna og lögreglumanna fyrir hendi sam-
takanna, sem einnig misstu marga úr sínum
röðum. Gagnrýnin á ofbeldi í myndinni kemur
reyndar á óvart, þar sem gagnrýninn fókus
myndarinnar beinist fyrst og fremst að ofbeld-
isverkum Baader Meinhof. En að sama skapi er
leitast við að sýna hvað knúði meðlimi samtak-
anna áfram og hvaða hugsjónir leiddu þau að
þeirri niðurstöðu að starfsemi þeirra kallaði á
ofbeldisfullar andófsaðgerðir. heida@mbl.is
Samfélag í stríði við sjálft sig
MYNDIR VIKUNNAR
HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR
Der Baader Meinhof Komplex | Uli Edel
Kraftmikil
Sem lýsing á ferli Baader
Meinhof er kvikmyndin
gríðarlega kraftmikil
arinnar fylgt að draga upp skýra og óvægna
mynd af starfsemi Baader Meinhof-samtakanna
án þess þó að láta fordæmingartón eða varn-
arræðu drottna yfir umfjölluninni.
Samtökin létu fyrst til sín taka árið 1968, en
þá stóðu þau að íkveikju í stórverslun í mót-
mælaskyni við harkaleg viðbrögð lögreglu við
mótmælum námsmanna gegn opinberri heim-
sókn shahsins í Persíu. Lögregla réðst að mót-
mælendum með ofbeldi og skaut námsmann til
bana. Baader og Ensslin voru dæmd í þriggja
ára fangelsi fyrir íkveikjuna en létu sig hverfa
meðan á málaferlunum stóð og mynduðu neð-
anjarðarhreyfingu. Þegar Baader var síðar
handtekinn var hann frelsaður úr haldi lögreglu
með hjálp Ulriku Meinhof og var starfsmaður
útgáfufélags, sem Baader fékk brottfararleyfi
U
m daginn var ég hvött til að skrifa Fart-
+Hot Tub í leitargluggann á YouTube.
Snoturt fólk birtist ofan í heitum potti,
brosandi þangað til brún leðja flæddi
yfir vatnsflötinn svo þrennt flúði öskrandi en
eftir sat kona hnípin í eigin saur. Hún er ekki
það pínlegasta á netinu. Sjálf fæ ég iðrakveisu
við að sjá Ísland til sölu á uppboðssíðunni Ebay-
.com. Loftslagið er gott og Íslandshestarnir eru
á sínum stað, samkvæmt glaðhlakkalegum selj-
andanum, en efnahagurinn ergilega ótraustur.
Það er vitnað í hann í einni af fjölmörgum grein-
um um Ísland á fréttasíðu Dagens Nyheter, til
dæmis skrifar greinarhöfundur nokkur: Hvern-
ig gat nútímalegt land eins og Ísland hafnað í
aðstæðum þar sem þjóðargjaldþrot er í raun og
veru mögulegt? Svarið felst í þjóðernishyggju,
pólitísku getuleysi og græðgi.
Svona er tónninn í fjölmiðlamönnum heims-
ins, landkynningin í boði alþjóðasamfélagsins
með Breta í fararbroddi. Iðrin ólga við að lesa
um rænuleysi landans svo maður skimar eftir
blórabögglum. Áfellist fjárfesta, fasteigna-
braskara og lagasetningar í fjármálageiranum í
Bandaríkjunum jafnt sem geðveikina í Bush að
þurrausa bandaríska efnahagskerfið svoleiðis
með innrásinni í Írak að Bin Laden dansar
gleðidans. Ýmislegt rifjast upp við að horfa á
myndbrot með bandarískum þjóðfélagsrýnum á
YouTube en þó er nærri lagi að rifja upp viðtöl
við íslenska útrásarmenn og pólitíkusa. Þau
vantar bara átakanlega á netið, samanber
spjallþáttinn sem systir mín hefur dálæti á:
Halldór Ásgrímsson réttlætir innrás í Írak með
þeim rökum að konum sé nauðgað þar en Ingi-
björg Sólrún segir: Konum er líka nauðgað í
Dúfnafelli.
Ég segi frá þessu í nútíð því á YouTube er allt
í nútíð. Þar er ekki til þátíð. Allt gerist núna, aft-
ur og aftur. Gallinn er bara sá að samtalið vant-
ar á YouTube svo það átti sér ekki stað. Og
kannski ýkir systir mín. Kannski sagði Ingi-
björg að konum væri líka nauðgað á Íslandi.
Þetta með Dúfnafell er bara íslensk fyndni.
Eins og svo margt annað. Sem gerðist bara. Við
höfum látið svo margt gerast. Í lömuðu lýðræði
velmekta skiptum við meðvitundinni út fyrir
þægindi; við belgdum okkur út af kampavíni og
hamborgurum svo hvergi rúmaðist arða af
ábyrgðarkennd, við hlóðum hærri yfirdrætti en
hús og klóruðum stjórnmálamönnum bak við
eyrun, líka eftir að misháar raddir vöruðu við
heimskreppu. Og hvað næst? Hingað til höfum
við sett traust okkar á bandaríska ráðamenn. Ef
Sarah Palin hefði náð tangarhaldi á heiminum á
undan kreppunni værum við kannski búin að
kvitta upp á innrás í land þar sem fóstureyð-
ingar eru leyfðar og byrjuð að þjóðnýta konur
eins og í skáldsögu Margaret Atwood, The
Handmaid’s Tale, þegar hugsunarleysið hefur
fært íhaldssömum körlum völdin í Bandaríkj-
unum. Það borgar sig að hugsa – en við kusum
tapið.
Vonandi sjá lesendur fréttamiðlanna okkur
eins og ég sá konuna með magakveisuna.
Hugsa: Vitleysa að striplast með skitu í kast-
ljósinu en henni er ábyggilega eitthvað til lista
lagt, hún gæti verið sniðug, áhugaverð og góð,
þrátt fyrir þetta, þessi þjóð. audur@jonsdott-
ir.com
Við kusum tap
NETIÐ
Auður Jónsdóttir
Engin fortíð Á YouTube er allt í nútíð. Þar er ekki til
þátíð. Allt gerist núna, aftur og aftur.
Í lömuðu lýðræði velmekta skiptum við meðvitundinni út fyrir þægindi
V
íetnammyndir eru líklega sú undirgrein
bandarískra stríðsmynda sem maður hélt
að væri búið að leggja á hilluna. En þá
stígur gamla kempan Werner Herzog fram með
Rescue Dawn (Dögun), sannsögulega kvikmynd
sem byggð er á reynslu bandaríska herflug-
mannsins Dieters Denglers, en
hann var skotinn niður yfir Laos í
Víetnamstríðinu og tekinn til
fanga. Vistin í fangabúðunum var
hræðileg og að lokum skipulagði
Dengler djarfan flótta. Í Rescue
Dawn túlkar Christian Bale
stríðsfangann Dengler sem er
orðinn hrakinn og horaður þegar
hann leggur á flótta um djúpan
frumskóg þar sem óvinir eru á
hverju strái. Þetta er glæsileg kvikmynd sem
greinir sig skýrt frá bandarískum stríðsmyndum
hvað raunsæislega og jarðbundna nálgun varðar,
og sérstaklega eru samskipti Dieters við sam-
fanga sína einlæg og laus við þá karlrembu sem
oft vill loða við stríðsmyndir. Enginn leikstjóri
kann betur en Herzog að fanga
á myndrænan hátt manninn í
baráttu við náttúruöflin, og þá
ekki síst frumskóginn. Þess má
geta að árið 1996 gerði Herzog
heimildarmyndina Little Dieter
Needs to Fly, en hún fjallaði um
sama efni frá öðru sjónarhorni.
Rescue Dawn er væntanleg til
sýningar í íslenskum kvik-
myndahúsum.
Rescue Dawn | Werner Herzog
Djúpt í frumskóginum
A
nna Boden og Ryan Fleck hafa sent
frá sér nýja kvikmynd, sem nefnist
einfaldlega Sugar (Sykur).
Ástæða er til að fagna nýrri mynd
frá þeim Boden og Fleck, en síð-
asta kvikmyndaverkefni þeirra var
hin frábæra Half Nelson (2006)
með Ryan Gosling í aðalhlutverki
sem fjallar um gagnfræðaskóla-
kennara með eiturlyfjavanda. Sug-
ar er hins vegar íþróttamynd og er
einkar óhefðbundin sem slík. Þar
má segja að formgerð íþrótta-
myndarinnar verði tilefni
hugleiðinga um menn-
ingarlegan árekstur
og hið sígilda minni
um ameríska drauminn. Þar segir af Sugar,
ungum pilti frá Dóminíska lýðveldinu sem
hefur mikla hæfileika sem kastari í
hafnabolta, og vinnur að því hörð-
um höndum í þar til gerðum
íþróttabúðum að komast til
Bandaríkjanna á samning hjá
hafnaboltaliði. Þegar draumurinn
rætist tekur hins vegar við erfið
menningarleg aðlögun í hinum
annarlegu Miðvesturríkjum
Bandaríkjanna og á Sugar erfitt
með að festa rætur í hinu nýja um-
hverfi þrátt fyrir að mikið sé í
húfi. Sugar er sýnd á London
Film Festival um þessar
mundir.
Sugar | Anna Boden og Ryan Fleck
Rifinn upp með rótum