Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2008, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2008, Side 8
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2008 8 LesbókBÓKARKAFLI U m aðalsöguhetju sína, Einar blaðamann á Síðdegisblaðinu, segir Árni Þórarinsson: „Einar er nokkuð samsettur náungi, eins og ég sé hann. Hann á uppruna sinn í „harð- soðnum hetjum“ amerísku hefðarinnar, en bæk- urnar eru í raun þroskasaga sem afhjúpar hann sem linsoðna andhetju. Hann þiggur viss einkenni erki- týpunnar, einsog réttlætiskenndina, kaldhæðnina og vínhneigðina, en önnur frá ýmsum blaðamönnum og öðru breysku fólki sem ég hef kynnst gegnum tíðina, þar á meðal sjálfum mér. Einar er einfari með samkennd. Hann hefur þörf fyrir sam- neyti við fólk en höndlar slík samskipti best með því að blanda sér sem blaðamaður í líf og dauða annarra við rannsóknir á sakamálum. Þar eru þó undanskilin sam- skipti hans við Gunnsu, dótturina sem hann „gleymdi“ en fann aftur. Um Einar mætti segja margt fleira, en ég læt lesendum eftir að kynnast honum nánar. Ég kann býsna vel við hann.“ Á rni Þórarinsson er einn af afkastamestu glæpasagnahöfundum Íslands. Hann vakti þegar athygli með fyrstu bók sinni um Einar blaðamann, Nóttin hefur þúsund augu (1998). Í ritdómi í Morg- unblaðinu sagði Hermann Stefánsson (þá gagnrýnandi blaðsins, nú rit- höfundur): „Þetta er kunnáttusamlega matreidd spennusaga með pælingum, skrifuð af lipurð og kaldhæðnu fjöri. Þó ekki séu allir þræðir kláraðir og sumt jafnvel skilið eftir í lausu lofti gengur hún afbragðs vel upp. Það þarf ekki að orðlengja það: Árni Þórarinsson hefur alla burði til að verða okkar helsti spennusagnahöfundur. Nóttin hefur þúsund augu er sterkt útspil, svo ekki sé meira sagt.“ Þetta hefur ræst. Árni gefur nú út sjöttu bókina um Einar blaðamann. Sögur Árna einkennast af samfélagslegri og samtímalegri greiningu sem kemur kannski ekki á óvart þeg- ar haft er í huga að Árni starfaði sem blaðamaður sjálfur í áratugi. Hann býr líka yfir þeim fágæta eiginleika að geta endað bækur á sannfærandi og spennandi hátt. throstur@mbl.is Árni Þórarinsson H ér er allt að fara til andskotans,“ sagði hann þungbrýnn. „Við þurf- um kraftaverk til að koma í veg fyrir það, því ekki gerum við neitt sjálf. Við bara tökum á móti and- skotanum opnum örmum.“ Ég hummaði eitthvað nógu óljóst til að ég skildi það ekki sjálfur. „Ertu að meina hér? Eða á Íslandi yfirleitt?“ spurði ég svo. „Líttu bara á það sem hér var að gerast.“ „Við vitum nú ekki enn hvernig það er vaxið.“ „Við vitum að allt sem gerist þar gerist hér. Það versta sem gat komið fyrir okkur öll var að losna úr einangrun.“ „Tja, einangrun er andstæða frelsis og frelsi er …“ „Ekki brúka neitt andskotans gáfu- mannakjaftæði við mig. Frelsi til hvers? Til að apa eftir allt sem verst fer með fólk um gjörvalla heimsbyggðina? Græðgina og skeytingarleysið og virðingarleysið.“ „Ekki erum við enn farin að apa eftir hryðju- verk.“ „Ekki það, nei? Það fer nú bara eftir því hvernig við skilgreinum hryðjuverk.“ „Ekki barnsrán.“ „Heyrðu, börnum er rænt frá feðrum sínum mörgum sinnum á ári.“ Ég ætlaði að malda í móinn og tala um hvað börnum er fyrir bestu. „Eða mæðrum, ef því er að skipta,“ bætti hann þá við og hristi höfuðið. „Börnum er rænt frá fjölskyldum sínum, ef ekki af öðru hvoru for- eldrinu, þá af ríkisvaldinu. Ef ekki af ríkisvald- inu, þá af auglýsendum og eiturlyfjasölum.“ „Ekki fjöldamorð.“ „Hvar hefurðu eiginlega verið? Hér eru framin fjöldamorð á heilu byggðarlögunum árið um kring. Þau eru bara lúmskari en hin. Þú ert hér staddur í miðju fjöldamorði.“ „Ekki raðmorð þá.“ „Þú skalt lifa í þínum blekkingarheimi eins lengi og þú getur. Það verður ekki lengi.“ „Voðalegt svartnættisraus er þetta. Svona vonlaust er þetta ekki.“ „Ekki það nei?“ hváði hann og seildist í neftóbaksdósina á borðinu. „Það eina sem getur komið okkur til bjargar er kraftaverk.“ „Jæja. Og hvar fáum við kraftaverk núna?“ Hann saug tóbakið upp í nasirnar. „Við þurfum frelsarann. Það er ekkert öðruvísi.“ Nóg er nú af frelsurunum, hugsaði ég og yppti öxlum. Hver um annan þveran bjóðast þeir til að gera okkur lukkuleg, falleg, grönn, heilbrigð og rík gegn vægu gjaldi. Gott ef ekki hólpin líka. Hann virtist lesa svip minn. „Ég er að tala um Frelsarann með stóru effi.“ Á meðan ég fylgdist með tóbakinu leka eins og blóðtauma úr nefinu á honum hugsaði ég ekki um Frelsarann. „Maður verður nú ekki mikið var við að spurt sé eftir Frels- aranum,“ umlaði ég annars hugar. „Flestar kirkjur hálftómar, ef ekki galtómar.“ „Þegar eftirspurnin eftir Frelsaranum er í lágmarki,“ sagði hann og snýtti sér hraust- lega, „er þörfin fyrir hann í hámarki.“ Samt hugsaði ég um allt annað en hann. Ekki síst hugsaði ég um brennandi ást. Sjöundi sonurinn 1 Föstudagur seinni hluta október Ég vakna snemma daginn sem húsið brennur. Og hef ekki hug- mynd um að þetta er sá dagur. Enda breytir það engu. Húsið brennur. Maður veit ekkert hvað fólk er að plana og plotta úti um allar trissur. Hinum megin á landinu eða öndvert á hnettinum. Illvirki eða góð- verk. Maður veit ekki einu sinni hvað fólkið í næstu íbúð er að bralla. Stundum efast maður um sína nánustu. Stundum efast maður um sjálfan sig. Óráðnar gátur hingað og þangað, flestar án þess að maður viti að þær séu til. Svo fer lífið í að leita að einhverjum fjandans svörum. Hvernig er hægt að ráða gátu sem maður veit ekki hver er? Maður fær sér meira kaffi og kornfleks og horfir út um gluggann. Þetta er þannig dagur. Koma þá ekki þrír tólf ára guttar með allt á hreinu. Um hádegisbil er ég að öngla saman í frétta- kvótann til að senda í helgarblaðið. Þar rís hæst enn ein uppákoman varðandi skipulagsmál í höf- uðstað Norðurlands: Á lítið hús í einkaeign að víkja fyrir stóru húsi á vegum verktaka? Upp- byggingin í landinu, sem svo er kölluð, svarar vitaskuld já. Efnahagslegar stærðir blífa, um- fram aðrar stærðir. En ég veit að síður Síðdegisblaðsins þyrstir í meiri fréttasafa. Nóg er af hvunndagsmúslí. Það er bankað í dyrastafinn og Ásbjörn birtist í skápgættinni. „Heyrðu,“ segir rekstrarstjóri Akureyr- arútibúsins glaðbeittur. „Hingað er kominn fríð- Sjötta glæpasaga Árna Þórarinssonar, Sjöundi sonurinn, kemur út á þriðju- daginn. Einar blaðamaður er sendur vestur til Ísafjarðar. Fyrr en varir er hann kominn á kaf í ískyggilega atburðarás. Þetta er saga um hefnd, græðgi og firr- ingu. Hér er inngangskafli birtur ásamt broti úr fyrsta og öðrum kafla, en at- hygli er vakin á því að efnið kallast forvitnilega á við atburði síðustu daga. ur flokkur ungra athafnamanna og biður um um- fjöllun í blaðinu.“ Ég horfi á hann spyrjandi. „Já,“ heldur hann áfram. „Þetta eru sniðugir strákar. Vantar okkur ekki einmitt mannlegt og uppörvandi og jákvætt efni?“ „Jaaa. Mér hefur heyrst á fréttastjóranum fyr- ir sunnan að hann vilji helst eitthvað mannlegt og niðurdrepandi og neikvætt.“ Ásbjörn hristir höfuðið svo að kinnarnar sveifl- ast til skiptis. „Trausti getur skeint sig sjálfur. Tími er til kominn að varpa ljósi á það góða og skemmtilega sem unga kynslóðin hefur fram að færa. Þetta eru ekki allt upprennandi glæponar, tölvusjúklingar og dópistar. Hér er fullt af hug- myndaríkum og skapandi krökkum og þegar þau finna þeim hæfileikum réttan farveg eigum við að segja frá því, ekki síður en hinu.“ Ingi, Guðjón og Alex Þór heita þeir og sitja í kaffikróknum frammi í afgreiðslu, þöglir og stillt- ir og virðast spenntir. Ásbjörn treður vömbinni inn fyrir afgreiðslu- borðið og segir brosmildur um leið og hann bend- ir á mig. „Þetta er Einar blaðamaður. Hann ætlar að taka við ykkur viðtal.“ „Sælir strákar,“ segi ég og sest á móti þeim. „Hvað er að frétta?“ „Við höfum stofnað fyrirtæki,“ segir Ingi sem virðist foringinn. Hann hefur bláa prjónahúfu of- an í augum, rauðhærður með eplakinnar, yf- irhafnarlaus í bol þótt hitastigið utandyra sé við frostmark. „Er það ekki frétt?“ spyr hann al- vörugefinn. „Auðvitað er það frétt,“ kvakar Ásbjörn upp frá tölvunni. Guðjón, sem er í svartri hettuúlpu, lítur bros- andi á Alex Þór, sem er í grænni hettupeysu, og segir: „Jess!“ Þeir slá í lófann hvor á öðrum eins og þeir hafa séð í sjónvarpinu. Svo segja þeir mér að þeir ætli að bjóða sam- borgurum sínum upp á gluggaþvottaþjónustu. „Ja, ekki veitir nú af,“ heyrist í Ásbirni. „Eins og slagveðrið getur verið hér á veturna.“ „Hvernig datt ykkur það í hug?“ spyr blaða- maður. „Okkur langaði bara til að hjálpa fólki,“ segir Alex Þór feimnislega. „Og fá auglýsingu,“ bætir Guðjón við. „Og monní,“ svarar Ingi. „Við erum að safna fyrir nýjum tölvum.“ „Flott,“ segir Ásbjörn og ég gef honum illt auga yfir öxlina. „Frábært. Ekki að kvabba í pabba og mömmu sem eiga nóg með sitt, afborg- anir, Visakortin og svona. Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir.“ Þremenningarnir líta hver á annan. „Hvað heitir fyrirtækið?“ „Hreint útsýni.“ „En af hverju gluggaþvottur?“ spyr ég. Ingi horfir á mig greindarlegum, gráum augum. „Af því að við fundum út að gluggar verða alltaf Einar blaðamaður

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.