Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2008, Page 9
2
Laugardagur
[---] „Síðdegisblaðið? Hvað er
það að gera hér?“
Alda Sif Arngrímsdóttir, yfirlög-
regluþjónn á Ísafirði, bergmálar
flesta viðmælendur mína frá fyrstu
tíð, þá sem klæðst hafa lögreglu-
búningi. Hvern djöfulinn vill Síðdegisblaðið upp á
dekk? Hvað er sá skítasnepill að bögga okkur?
„Meginerindið var nú að fjalla um „ástandið“
svokallaða. Stöðu og horfur í atvinnulífi og efna-
hag, gróandi mannlíf og menningu.“
Ég set upp besta fáanlega sakleysissvip um
leið og ég tala eins og túristabæklingur. „En svo
barst þessi frétt af brunanum í nótt.“
„Það er ekkert meira um hann að segja. Þú
getur þá haldið áfram að rannsaka „ástandið“
hérna.“
„Takk fyrir það.“
Sjaldan hef ég lent í öðru eins stífelsi í manns-
mynd. Ekki frá fyrstu kynnum mínum af Ólafi
Gísla Kristjánssyni, kollega Öldu Sifjar á Ak-
ureyri. Þau kynni breyttust reyndar í vináttu
með tíð og tíma. Hér bind ég engar vonir við slíkt,
enda tíð og tími ekki til stefnu.
Hún virðist tæplega fertug, með rauðleitt hár
tekið saman í stutt tagl, afar grönn í blárri löggu-
skyrtu og svörtum buxum. Hún stendur inni á
kontór sínum með langa handleggina fyrir aftan
bak.
Innrömmuð ljósmynd við hlið tölvunnar á
skrifborðinu sýnir yfirlögregluþjóninn með ung-
um, feimnislegum dreng og bólugröfnum ung-
lingi. Hún heldur utan um þá. Hlýlegt brosið er í
andstöðu við kuldasvipinn á embættismanninum
gegnt mér.
„Var það eitthvað fleira?“ spyr hún. Andlitið er
langt og hvasst og ómálað, augnalokin þung.
„Já, reyndar. Hvar voru eigendur hússins þeg-
ar kviknaði í og hverjir eru þeir?“
„Rúmlega þrítug hjón, Rósa Dís Þorsteins-
dóttir og Sigurður Ögmundsson. Þau voru í sam-
kvæmi þegar eldurinn kom upp. Hans varð vart á
fyrsta tímanum í nótt.“
„Og húsið fuðraði upp á skömmum tíma?“
Hún andvarpar. „Það er ekki brunnið til
grunna. Slökkviliðinu tókst að forða því. En það
er mjög illa farið, sérstaklega að innan. Í því var
mikill eldsmatur.“
„Voru önnur hús í hættu?“
„Nei. Það stendur stakt og sem betur fer tölu-
verð fjarlægð milli húsa þarna.“
„Eldsupptök?“
„Til rannsóknar.“
„Grunur um íkveikju?“
Hún haggast ekki. „Til rannsóknar.“
„Voru raflagnir gamlar og úr sér gengnar?“
„Oft er svo í gömlum húsum.“
„Mér skilst að þessu húsi hafi ekki verið vel við
haldið í seinni tíð?“
Hún svarar engu.
„Hver er saga þessa húss? Er það talið hafa
sögulegt gildi?“
„Afi Rósu Dísar byggði það snemma á síðustu
öld. Að öðru leyti þekki ég ekki sögu þess, enda er
ég ekki Ísfirðingur. Og það er ekki lögreglunnar
að meta sögulegt gildi húsa.“
„Hvar finn ég þau hjónin?“
„Þau búa hjá vinafólki sem stendur. Ég hef
enga heimild til að veita upplýsingar um dval-
arstaðinn.“
„Og þau misstu allt sitt?“
„Innbúið er meira eða minna brunnið.“
„Eru líkur á að húsið verði endurbyggt?“
Hún gengur fram fyrir mig og opnar dyrnar.
„Þú verður að leita annað eftir svörum við slíkum
spurningum.“
Þar með yfirgef ég skrifstofu yfirlög-
regluþjónsins á Ísafirði og stíg fram á gang sem
liggur til hægri inn í þetta stál-, gler- og steypu-
ferlíki sem kallast Stjórnsýsluhús. Þar er röð
annarra herbergja, fyrir varðstjóra, yfirheyrslur,
og svo sýnast mér nokkrir fangaklefar innst.
Vinstra megin sést inn í kaffistofu með legusófa.
Þar er enginn, hvorki standandi né liggjandi. Ég
geng fram í afgreiðsluna. Þar er gler með gati og
bjalla svo maður geti hringt eftir vinsamlegri fyr-
irgreiðslu. Á hana er fullreynt að sinni.
„Fyrir suma er þetta rusl og spýtnabrak,“ seg-
ir fréttamaður Ríkisútvarpsins. „En fyrir aðra,
ekki síst innfædda Ísfirðinga eins og mig, eru
gömlu húsin hluti af bænum, sögu hans og
kjarna.“
Rut Jakobsdóttir er snaggaraleg kona á fer-
tugsaldri með krullað, dökkt hár, klædd í galla-
buxur og bláa dúnúlpu. Ég kannast ekki aðeins
við hana fyrir snöfurmannlegar fréttir í sjónvarpi
og útvarpi, heldur einnig af samkomum hjá
Blaðamannafélaginu fyrir sunnan. Ég hafði kom-
ið við á bækistöð RÚV í Aðalstræti, við hlið kaffi-
hússins Löngu Möngu og spölkorn frá Silf-
urtorgi, og Rut rölti með mér um gamla
miðbæinn á Eyrinni. Þar eru að sönnu ólík hús og
missamstæð, sum gömul og lágreist, úr timbri
eða steypu, vel við haldið, litrík og krúttleg, og
önnur nýrri og fyrirferðarmeiri. En þarna eru
líka heillegar götumyndir, þar sem nokkur húsin
bera ártöl eins og 1892 og 1896 og hafa ekki að-
eins götunúmer heldur heiti eins og bóndabæir
uppi í sveit.
Nú stöndum við álengdar, ásamt nokkrum öðr-
um hræðum, og virðum fyrir okkur eyðilegg-
inguna á einu þeirra. Brunalyktina, stæka og
kæfandi, leggur enn frá tveggja hæða timburhúsi
með risi. Gluggarnir brostin augu með kolsvört-
um póstum. Vettvangurinn er innsiglaður og
rannsóknarmenn á vappi inn og út. Einkenn-
isklæddur lögreglumaður stendur vörð.
„Ekki blasir við að borgi sig að endurreisa
þetta,“ segi ég og smelli myndum á stafrænu vél-
ina sem Trausti treysti mér fyrir.
„Það stóð til að rífa eitt frá 1884 hérna við Silf-
urgötu,“ segir Rut og hnykkir til höfðinu. „Húsa-
friðunarnefnd lagðist gegn því á þeim forsendum
að gamli miðbærinn á Ísafirði væri einn sá elsti á
landinu og ætti merka byggingarsögu. Það hefur
verið talað um að setja þetta svæði undir svokall-
aða hverfisvernd. Í Neðstakaupstað, hérna niðri á
tanganum, er elsta húsaþyrping á Íslandi. Þar
eru hús frá því á seinni hluta átjándu aldar, tím-
um Einokunarverslunarinnar. Engum dettur í
hug að rífa þau, enda í opinberri umsjá. Annað á
við um gömlu húsin hér á Eyrinni. Hér veldur
hver á heldur.“
„Og eigendur þessara rústa hafa væntanlega
sinn rétt?“
„Þau hugsa auðvitað fyrst og fremst um sinn
fjárhag en ekki sögulegt gildi. Þau hafa ekki efni
á því. Afi Rósu Dísar byggði húsið af eigin ramm-
leik upp úr aldamótunum 1900 og pabbi hennar,
Steini Kidda á Kilinum, lagði mikið á sig til að
halda því við.“
„Steini Kidda á Kilinum?“
Hún brosir. „Þorsteinn Kristinsson. Afinn,
Kiddi, var skipstjóri á veiðiskipi sem hét Kjölur.
Svona hafa nú Vestfirðingar merkt sitt fólk gegn-
um tíðina. Þegar ég var krakki var ég til dæmis
kölluð Rut sleði af því að ég eignaðist fínni skíða-
sleða en sumir aðrir. Kannski er ég enn Rut sleði
í huga margra og verð það alla tíð.“
„Voru þetta efnamenn, þessir kallar?“
„Nei. Alþýðumenn, aflaklær og dugn-
aðarforkar. Unnu eins og berserkir fyrir sig og
sína. Fjölskyldustoltið var hús á fallegum stað í
bænum og eftirsóknarverðum á þeim tíma.“
„Og Rósa Dís hefur ekki getað haldið því jafn
vel við og þeir?“
„Líklega ekki. Hún hefur baslað hér á skrif-
stofu hjá fiskvinnslu sem farið hefur reglulega á
hausinn undanfarin ár, skipt um nöfn og kennitöl-
ur.“
Ég hafði hringt í 118 og fengið uppgefið gemsa-
númer á nafni Rósu Dísar Þorsteinsdóttur, en
það hefur ekki svarað. Og Rut kveðst ekki vita
hvar hún hafi fengið húsaskjól.
„Ég geri ekki ráð fyrir að fasteignaverð hér sé
hátt?“ spyr ég þegar við göngum til baka áleiðis
að Silfurtorgi.
„Ónei. Eftirspurnin á Ísafirði er miklu minni en
á höfuðborgarsvæðinu, eins og þú eflaust veist.
Það ríkir ekki beinlínis gullöld núna, hvorki hér
né annars staðar.“ [---]
skítugir aftur. Það þarf að þvo þá upp á nýtt.“
„Þannig að þetta er sjálfbær atvinnurekstur?“
Svipurinn bendir til að orðið „sjálfbær“ sé þeim
ekki jafn tamt og leiðtogum þjóðarinnar.
„Ég meina að það er alveg sama hversu oft
gluggar eru þvegnir,“ árétti ég. „Eftirspurnin er
óendanleg án þess að gengið sé á auðlindina.“
„Jáh,“ tautar Ingi og sýgur upp í nefið.
„Það er alltaf hægt að græða meira,“ bæti ég
við.
Þá lifnar yfir strákunum. Þeir kinka ákaft kolli.
„Allir eru að græða,“ segir Ingi. „Hvers vegna
ekki við líka?“
Í stað þess að spyrja næst um stofnfé fyrirtæk-
isins, úrvalsvísitöluna og gengi hlutabréfa í
óskráðum félögum, segi ég: „Og hvað á þjónustan
að kosta?“
Aftur líta þeir hver á annan.
„Kannski tíu þúsund kall,“ svarar svo Ingi.
„Per hús eða per glugga?“
Foringjanum vefst tunga um tönn. Gjaldskráin
virðist hafa mætt afgangi.
„Per hús, er það ekki?“
Hann kinkar kolli vandræðalegur.
„Kannski væri betra að miða upphæðina við
hvern glugga. Hús eru svo misjafnlega stór.
Gluggar reyndar líka.“
„Eða kannski bara sex þúsund kall,“ skýtur
Guðjón inn í.
„Ja, þið ættuð ekki að hafa þjónustuna of
dýra,“ segi ég. „Annars hefur fólk ekki efni á
henni.“
Enn líta þeir hver á annan.
„Hvernig væri þrjú hundruð kall glugginn? Ef
þeir eru tíu á húsinu fáið þið þrjú þúsund kall.“
„Já,“ segir Ingi. „Það er fínt.“
„Á ég þá að skrifa það?“
„Já, takk.“
Við dyrnar standa áhöld fyrirtækisins, plast-
fötur, sköfur, klútar, þvottalögur, og samanbrot-
inn stigi.
„Jæja,“ segi ég og bendi á tólin. „Þið eruð bara
til í slaginn?“
„Jájá. Við erum byrjaðir. Vorum að þvo
gluggana hjá ömmu hans Guðjóns. Fengum tíu
þúsund kall fyrir það.“
Og svo hefur þeim dottið í hug að fá ókeypis
auglýsingu í blaðinu hjá okkur. Ég spjalla áfram
nokkra stund við þessa ungu bisnissmenn, um
áhugamálin, skólann og framtíðaráformin. Þau
snúast um að komast vel í álnir og geta leyft sér
allt sem hugurinn girnist. Ekki lái ég þeim það og
við kveðjumst með virktum. Jóa fer út að smella
myndum af eigendum gluggaþvottaþjónustunnar
Hreint útsýni að störfum.
Ég raula Steamy Windows og er rétt byrjaður
að semja í þágu meðborgaranna gleðifrétt af
sjarmerandi einkaframtaki þegar strákarnir reka
nefið inn um gættina.
„Gætirðu nokkuð haft gemsanúmerin okkar
með í greininni?“ [---]
Nú stöndum við álengd-
ar, ásamt nokkrum
öðrum hræðum, og
virðum fyrir okkur eyði-
legginguna á einu
þeirra. Brunalyktina,
stæka og kæfandi, legg-
ur enn frá tveggja hæða
timburhúsi með risi.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2008 Lesbók 9