Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2008, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2008, Qupperneq 12
Það var einmitt einleikskonsert á dag- skránni á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands á fimmtudagskvöldið, fiðlukonsertinn eftir Sibelius. Í þetta sinn var einleikarinn Sigrún Eðvaldsdóttir. Svo ég leyfi mér að nota klisju, þá má segja að Sigrún hafi kom- ið, séð og sigrað. Vissulega mátti greina hnökra hér og þar, vissulega voru einstaka nótur ekki alveg nákvæmar, eða hrynrænt jafnvægi á milli einleiksfiðlunnar og hljóm- sveitarinnar gallalaust. En það skipti litlu máli. Sigrún gæddi leik sinn sterkum tilfinn- ingum og spilaði af ótrúlegum glæsileik; fyrir bragðið var túlkun hennar lifandi og ekta. Allur ofsinn sem býr í verkinu fékk að njóta sín, þetta var ekki tónlist á geisladiski, ger- ilsneydd og dauð, heldur lifandi af holdi og blóði. Og lifandi átti hún líka að vera. Tónlist Si- beliusar á rætur sínar að rekja til nítjándu aldarinnar þótt aðeins séu um fimmtíu ár síð- an hann lést. Hún er gegnsýrð af rómantík, og ekki bara rómantík, heldur finnskri þjóð- ernisrómantík. Sibelius ætlaði sér alltaf að verða þjóðartónskáld Finnlands og tónlist S umir hafa séð í sinfóníunni sem list- formi hið fullkomna þjóðfélag. Og nokkuð er til í því. Sinfóníuhljómsveit samanstendur af ólíkum hópum sem eru jafn mikilvægir og allir lúta stjórn yf- irvaldsins. En fáeinir einstaklingar skara fram úr, einstaklingar sem hafa óvanalegar gáfur eða eitthvað annað merkilegt til brunns að bera. Og þar kemur einleikskons- ertinn til sögunnar. Einleikskonsert er sin- fónía þar sem einstaklingurinn hristir upp í þjóðfélaginu. Hann fær að skína, hann fær að njóta sín sem einstök persóna. | Sinfóníutónleikar bbbbb Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti sinfóníur nr. 1 og 3 og fiðlukonsertinn eftir Sibelius. Einleikari: Sigrún Eðvaldsdóttir. Stjórnandi: Petri Sakari. Fimmtudagur 16. október. HÁSKÓLABÍÓ TÓNLIST Jónas Sen Sagan hefst í Bandaríkjunum á sjöunda ára- tugnum. Nýgiftu læknishjónin David og Nora eignast tvíbura, dreng og stúlku. Í ljós kemur að stúlkan er með Downs-heilkenni og David tekur þá örlagaríku ákvörðun að segja Noru sem ligg- ur meðvitundarlaus á sænginni að hún hafi dáið í fæðingu. Hann felur hjúkrunarkonu, Caroline, að fara með barnið á hæli og telur sig þar hafa verndað unga konu sína og son. Caroline fær ekki af sér að skilja stúlkuna eftir en fer og elur hana upp sem sína eigin dóttur. Ákvörðun Dav- ids hefur djúpstæð áhrif á fjölskylduna, leynd- armál hans myndar vegg á milli hans og ann- arra. Nora er frávita af sorg en skilur ekkert í því af hverju David er sífellt fjarlægur og sak- bitinn. Hún er síhrædd um soninn en hann hugs- ar oft til systur sinnar sem hann missti. Fjöl- skyldulífið verður öllum óbærilegt í áratugi. En litla stúlkan vex og dafnar í ást og öryggi og er mikill gleðigjafi í lífi Caroline. Það er hins vegar spurning hvort það er rétt af henni að þegja yfir leyndarmálinu. Persónur sögunnar eru vel úr garði gerðar, djúpar og næmar. David glímir við þráhyggju og reynir að fanga heiminn í ljósmyndir, skil- greina form, birtu og skugga í öruggri fjarlægð á bak við linsuna. Það tekur Noru mörg ár að brjótast undan valdi hans og áhrifum, líf hennar mótast mjög af barnsmissinum og loks er sorgin það eina sem tengir þau hjónin saman. Ákvörð- un Davids má eflaust sýna skilning að vissu marki, fordómar í garð þroskaheftra á þessum tíma voru miklir og sjálfur er hann bugaður af eigin bernsku, systurmissi og ofurást á Noru: „Hann vildi ekkert fremur en að viðkvæmt skipulag lífs þeirra héldi áfram að vera öruggt, að hlutirnir héldust alveg eins og þeir voru. Að heimurinn breyttist ekki, að þetta brothætta jafnvægi milli þeirra entist“ (152). En enginn getur haldið heiminum saman fyrir aðra, lífið er hverfult og flækjur, lygar og leyndardómar alls staðar. Dóttir myndasmiðsins er mjög drama- tísk saga og hefur þegar verið kvikmynduð. Bókin er langdregin en frásögnin alltaf hlý og nærfærin. Persónurnar vekja meðlíðan, þær eru breyskar, viðkvæmar og mannlegar. Öndveg- isþýðing Ólafar Eldjárn kemur langorðum og ljóðrænum texta, grimmum örlögum og sál- arflækjum persónanna afar vel til skila. Leyndarmál og lygar SKÁLDSAGA Eftir Kim Edwards. Ólöf Eldjárn þýddi. Titill á frummáli: The Memory Keepeŕs Daughter 512 bls. Mál og menning, 2008 | Dóttir myndasmiðsins BÆKUR STEINUNN INGA ÓTTARSDÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2008 12 LesbókGAGNRÝNI Morgunblaðið/Árni Sæberg Dúndrandi upplifun „Rúrí er einn af okkar allra bestu gjörningalistamönnum og óhætt að segja að verkið hafi staðist væntingar um dúndrandi upplifun.“ GJÖRNINGUR Rúríar í Hafnarhúsinu síðastliðinn sunnudag í boði Sequences- listahátíðarinnar var bæði stór og mikill þar sem kvikmynd af kraftmiklum foss- um Íslands var varpað á gríðarstór tjöld og drunurnar magnaðar upp í hátal- arakerfi svo að upplifunin jafnaðist á við rokktónleika. Rúrí magnaði einnig upp myndir af risastórum rafmagnsmöstrum og rafmagnslínum sem var síðan bland- að saman við fossamyndirnar á drama- tískan hátt. Hljómlistarmenn spiluðu með fossadrununum og Nýlókórinn bætti við raddgjörningi þar sem meðal annars voru lesin upp textabrot úr um- ræðum á netmiðlum um virkjanir. Textabrotin voru reyndar ekki lesin upp heldur frekar öskruð fram á mjög árásarkenndan hátt og á tímabili varð gjörningurinn að óþolandi og lang- dregnum hávaða sem nálgaðist eða fór jafnvel yfir sársaukamörk. Hinn póli- tíski andi sem Rúrí skapar gjarnan í gjörningum sínum fékk hér á sig blæ áróðurskenndra, ofstopafullra bylting- arsinna sem aftur skapar einhvern óhugnað, sérstaklega í því andrúmslofti sem nú ríkir á Íslandi í kjölfar fjár- málahamfaranna. Á sama tíma og kapítalisminn er kom- inn í þrot þá horfa margir til frekari virkjunar hér til að bjarga afkomu okk- ar á komandi árum. Það er því ekki minni ástæða til þess nú en fyrir krepp- una að verja gildi náttúrunnar og gjörn- ingurinn þannig verðugt innlegg beint inn í aðstæðurnar. Rúrí er einn af okkar allra bestu gjörningalistamönnum og óhætt að segja að verkið hafi staðist væntingar um dúndrandi upplifun. Kraftur og stærð gjörningsins kallast vitanlega á við kraft og stærð fossanna og einnig virkjananna og eflaust átti hann að vera óþægilegur á köflum. Gjörningurinn í heild var þó ekki eins vel útfærður eða heppnaðist ekki eins vel og hinn magnaði og eftirminnilegi gjörningur Rúríar í Hallgrímskirkju ár- ið 2005 þar sem andinn í útfærslunni höfðaði meira til hinnar jákvæðu nátt- úru í manninum en hinnar neikvæðu. Stærð og kraftur, vandmeðfarinn efniviður LISTASAFN REYKJAVÍKUR HAFNARHÚS Gjörningurinn Vocal IV var fluttur sunnudag- inn 12. október Rúrí, gjörningur í samstarfi við tónlistar- manninn Jóhann Jóhannsson, Nýlókórinn, Matthías Hemstock og fleiri. bbbmn MYNDLIST Þóra Þórisdóttir Í einhvers konar inngangi að ljóðabók sinni Tvítólaveizlan kemst Ófeigur Sigurðsson svo að orði að veisla tvítólanna sé draumur. Hann vinnur að einhverju leyti út frá þeirri hug- mynd að trúarbrögð heimsins eigi sér upphaf í dýrkun æxlunar og skaparinn rísi úr djúpinu sem tvíkynja guð. Það sé forsenda æxlunar- innar í upphafi. Sannarlega er bók Ófeigs draumkennd og hún er að ýmsu leyti veisla fyrir augað þó að hún sé ekki alltaf fögur því að veislan er í reynd óhófskennd orgía. Ljóðabókin er í raun einn flokkur ljóða. Þau hafa enga titla en eru augljóslega efnislega og stíllega skyld. Myndheimur ljóðanna einkenn- ist af forneskjulegum og goðsagnakenndum kynjaverumyndum sem eru tengdar kynsósa raunheimi fullum með alls kyns slím, vökva og ýmiss konar úrgang en opnar okkur einnig sýn í martraðakennt helvíti þar sem neyslan er í forgrunni eða öllu heldur afleiðing hennar. Kveðskapurinn einkennist því af einhvers konar stefjaleik þar sem neysluhyggjan og kynferðishyggjan er í forgrunni. Endalaust er í okkur troðið, ýmist við matarborð, í kynferð- islegum leikjum eða með sprautunálum. Veislustjórinn hefur upp sína rifnu raust í örvandi stormræðu að aldrei skuli hætta að matast svala þörf sinni drekkja sér í nautn hámið í ykkur vanþakklátt lífið það lengist ekki svo lengi óháð gjaldi Á bak við þessa hedónísku sýn er þó sið- ferðisleg afstaða, einhver prédikandi andi. Annars væru lýsingarnar á neyslunni og of- gnóttinni ekki svona uppfullar af vitundinni um hrunadansinn. Kveðskapurinn minnir hvað þetta varðar um sumt á eldri verk Meg- asar á borð við Jason og gullna reifið en er þó án hinna sterku og áþreifanlegu samfélags- legu skírskotana sem einkenndu verk meist- arans. Stíllinn er flæðandi, setningar skarast og falla jafnvel hver inn í aðra, greinarmerkja- laust. Fyrir bragðið er kveðskapurinn harður undir tönn. Á hinn bóginn er þetta kraftmikill kveðskapur og myndríkur og óneitanlega tengir hann sig við tímann. Hrunadans neysluhyggjunnar SKAFTI Þ. HALLDÓRSSON LJÓÐ | Tvítólaveizlan eftir Ófeig Sigurðsson. Nýhil 2008 – 70 bls. BÆKUR Hið fullkomna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.