Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2008, Blaðsíða 13
hans átti mikilvægan þátt í að móta finnska
þjóðernisvitund. Sumt í tónlist hans mætti
kalla rembing. Það mætti líka kalla það
djúpa þjóðernisást, allt eftir því hvaða smekk
maður hefur. En ávallt er hún lífræn.
Já, það má elska Sibelius eða hata hann.
Kannski fer það fyrst og fremst eftir því
hvernig tónlist hans er spiluð. Ég persónu-
lega hef ekki haft smekk fyrir henni, en það
breyttist á þessum tónleikum. Það gerðist
eitthvað furðulegt á þeim.
Hvað var það eiginlega? Jú, Sigrún var
frábær. En ekki bara hún. Petri Sakari
stjórnaði hljómsveitinni og það var auðheyrt
að í tónlist Sibeliusar var hann á heimavelli.
Fyrir utan fiðlukonsertinn voru á efnis-
skránni tvær sinfóníur, nr. 1 og 3, og það
var hreinasti unaður að hlusta á þær. Sak-
ari vissi nákvæmlega hvað var að gerast
undir yfirborðinu; hann vissi upp á hár
hvernig tónlistin átti að hljóma; og honum
tókst að miðla því til áheyrenda. Ekki aðeins
voru allskonar blæbrigði óvanalega fallega
mótuð, heldur voru þau svo þrungin merk-
ingu, svo full af skáldskap að það var alveg
einstakt. Stígandin var líka úthugsuð, en
samt fyllilega eðlileg; spennan jókst með
hverju augnablikinu, enda var heildarsvip-
urinn tignarlegur og sterkur.
Tæknilega séð spilaði hljómsveitin frábær-
lega vel, hvort sem málm- eða tréblásarar
voru í forgrunni, slagverk eða strengir.
Þarna fékk hver rödd að njóta sín, en samt
spilaði hljómsveitin eins og einn maður.
Þetta var fullkomið þjóðfélag, fullkomið líf.
Maður sá Sibelius í nýju ljósi;
fyrir mér voru þessir tónleikar
opinberun. Ég held að Jap-
anarnir, sem áttu að fá að
njóta leiks Sinfóníunnar innan
skamms, missi af miklu.
Þarna fékk hver rödd að njóta sín,
en samt spilaði hljómsveitin eins
og einn maður. Þetta var fullkomið
þjóðfélag, fullkomið líf.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2008 lesbók 13GAGNRÝNI
Í eftirmála þessarar sögu ítrekar Ármann
Jakobsson að hér sé um skáldað verk að
ræða þótt það sé grundvallað á sönnum at-
burðum og raunverulegu fólki. Ármann tek-
ur fram að tilgangur sögunnar sé þó ekki
„að lýsa þeim veruleika, hvorki fólkinu né
atburðunum“ heldur vill hann segja sögu
sem hafi „almennt gildi“. Það er eðlilegt að
maður velti fyrir sér hvaða gildi það séu
helst sem sagan heldur fram. Líklega má
sjá þau strax í titli bókarinnar og þeirri
setningu sem finna má í verkinu (172) og
höfð eru að yfirskrift þessarar ritrýni. Boð-
skapurinn – að vonina sé best að flytja með
sér hvar sem maður rekst í lífsins ólgusjó –
á kannski brýnna erindi við íslenska les-
endur nú en þegar höfundur vann að verk-
inu.
Þær raunverulegu aðalpersónur sem sag-
an er grundvölluð á eru hjónin Theodóra og
Skúli Thoroddsen. Frásögnin hefst 1908
þegar Theodóra hefur fylgt manni sínum til
Kaupmannahafnar þar sem hann er í sendi-
nefnd ásamt Hannesi Hafstein ráðherra og
fleiri íslenskum stjórnmálamönnum í þeim
erindagjörðum að semja
við Danakóng um framtíð-
arskipan á sambandi Ís-
lands og Danmerkur. Hér
er um að ræða hið svokall-
aða millilandafrumvarp
sem var heitasta málið í ís-
lenskum stjórnmálum
þetta ár og varð Hannesi
Hafsteini að falli í næstu
kosningum. Skúli Thorodd-
sen sem var eini nefnd-
armaðurinn sem ekki studdi frumvarpið, á
þeim forsendum að ekki væri kveðið á um
að Ísland væri fullveðja ríki sem stefndi að
fullum aðskilnaði frá Danmörku, varð hins
vegar þjóðhetja – a.m.k. um stund.
Þetta eru þeir atburðir sem frásögnin
snýst um og þótt sjónarhorn sögunnar sé að
mestu leyti bundið við Theodóru þokar hún
nokkuð sem aðalpersóna eftir því sem líður
á frásögnina. Lýsing Ármanns á Theodóru
er í flesta staði áhugaverð; lesandinn kynn-
ist líflegri, skemmtilegri og ákveðinni konu
sem lætur sig almenningsálitið litlu varða,
sérstaklega þegar kemur að uppeldis-
aðferðum barna, og hefur sterkar skoðanir á
pólitík. Sjálf hefur hún fætt 13 börn í heim-
inn og þau 12 sem eftir lifa skilur hún eftir
á Íslandi í umsjá Bauju, ráðskonu sinnar og
barnfóstru, þegar hún fylgir Skúla til Kaup-
mannahafnar. Þetta er fyrsta utanlandsferð
Theodóru en helsta ástæða ferðar hennar er
sú að Skúli er veikur og þarf, að hennar
mati, meira á henni að halda en börnin.
Tvær meginstoðir bera frásögnina uppi:
persónulýsing Theodóru og hinir áður
nefndu pólitísku atburðir. Eftir því sem líð-
ur á verkið tekur hið síðarnefnda meira
rými og við það verður einnig breyting á
frásagnarhættinum á þann veg að stíllinn
verður meira í ætt við ritgerðastíl, nokkuð á
kostnað skáldskaparstílsins. Það þarf
kannski ekki undra þegar maður hefur í
huga bakgrunn höfundar sem er þekktur
fræðimaður á sviði íslenskra bókmennta. Ár-
mann Jakobsson er öruggur penni og frá-
sögnin alltaf fumlaus og efnistök góð. Hann
fer fremur hefðbundna leið í frásagn-
araðferð, er hvorki að leika sér með form né
stíl, en miðlar heilsteyptri frásögn sem held-
ur lesandanum allt til loka. Vonarstræti er
fróðlegt og læsilegt verk sem ætti að getað
höfðað til margra, kannski ekki síst eldri
lesenda. Þeir sem yngri eru fá þó hér ágætt
tækifæri á að fræðast um merkilega tíma í
Íslandssögunni og e.t.v. vekur verkið einnig
áhuga á kvæðum og þulum Theodóru því
þótt skáldskapur hennar sé ekki hluti af
efnivið bókarinnar er að sjálfsögðu til hans
vísað. Þegar barnauppeldi var lokið og
Theodóra orðin ekkja tók við nýtt tímabil í
lífi þessarar merkilegu konu og afraksturinn
þekkja unnendur íslenskra bókmennta ef-
laust betur en það tímabil sem Vonarstræti
lýsir.
Ármann Jakobsson
Vonarstræti flytur maður með sér
SKÁLDSAGA
Ármann Jakobsson. JPV útgáfa 2008, 192 bls.
| Vonarstræti
BÆKUR
SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR
LEIKLIST
Makbeð
Þjóðleikhús, Smíðaverkstæðið
„Þess vegna gríp ég ekki hvað er verið að sýna
mér með ýmsum sniðugum lausnum í anda
bíósins og öllum þessum morðum og blóði.
. . .“
María Kristjánsdóttir.
Janis 27
Íslenska óperan
„Texti Ólafs Hauks er
skemmtilegur, frjáls-
legur og óþvingaður.
Þó vantaði nokkuð á
dramatíska fram-
vindu í verkinu. “
Ingibjörg Þórisdóttir.
Fólkið í blokkinni
Borgarleikhúsið
„Leikendur eru að vísu misgóðir og það er ekki
fyrr en Halldóra Geirharðsdóttir fær stærra
hlutverk í framvindunni sem erlenda farand-
verkakonan Valery að sýningin fer á skrið. “
María Kristjánsdóttir.
KVIKMYNDIR
Reykjavík-Rotterdam bbbnn
Sýnd í Háskólabíó
„Reykjavík-Rotterdam er kvikmynd sem er
áferðarfalleg og snyrtileg. Henni tekst að
skemmta áhorfendum á átakalausan hátt“
Anna Sveinbjarnardóttir.
Nights in Rodanthe bbmnn
Sýnd í Sambíóunum Álfabakka, Kringlunni
„Útlit myndarinnar er í stíl við efnið. Rómantíkin
á að svífa yfir vötnum. “
Anna Sveinbjarnardóttir.
Létt í lund (Happy-Go-Lucky) bbbbn
Sýnd í Sambíóunum Álfabakka og Kringl-
unni
„Sú aðferð Leighs að þróa persónur og sögu-
þráð í gegnum spunavinnu með leikurum nýtur
sín einkar vel í Happy-Go-Lucky og mikið mæðir
þar á Sally Hawkins í hlutverki Poppy, . . .“
Heiða Jóhannsdóttir.
Hamlet 2 bbbnn
Sýnd í Háskólabíói
„Það tekst að byggja upp ágætis stemningu í
kringum leikgerðina, og útlitið og tónlistin koma
skemmtilega út.“
Anna Sveinbjarnardóttir.
MYNDLIST
Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús
ID LAB, samsýning bbbnn
Sýningin stendur til 11. janúar.
„Tengsl tísku, hönnunar og myndlistar er við-
fangsefni sýningarinnar ID LAB, en nafnið getur
útlagst sem rannsóknarstofa ímyndar.“
Ragna Sigurðardóttir.
Listasafn ASÍ, Freyjugötu
41
Haraldur Jónsson –
Myrkurlampi bbbmn
Sýningin stendur til 26.
okt
„Sýningin vísar til hins inni-
lega og felur í sér líkamlega
nánd. “
Þóra Þórisdóttir.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús
Libia Castro og Ólafur Ólafsson –
Allir gera það sem þeir geta bbbbn
Sýningin stendur til 2. nóv.
„Hér velta Libia og Ólafur fyrir sér hlutverki ein-
staklingsins í samfélaginu, birtingarmyndum
einstaklinga í fjölmiðlum, málefnum líðandi
stundar og möguleikum listasafnsins á að vera
hluti af þessu öllu. “
Ragna Sigurðardóttir
Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir
Bragi Ásgeirsson – Yfirlitssýning
bbbbm
Sýning stendur til 16. nóv.
„Það er augljóslega mikil undirbúningsvinna við
sýninguna. Vel er valið úr verkum og þótt ég hafi
séð mörg þeirra áður kom sýningin mér samt á
óvart og gaf mér enn dýpri innsýn í list Braga enda
kærkomið tækifæri til að endurmeta framlag hans
til myndlistar og sjá verk hans í nýju ljósi.“
Jón B. K. Ransu
Í GANGI
þjóðfélag
Ekta „Sigrún gæddi leik
sinn sterkum tilfinningum og
spilaði af ótrúlegum glæsi-
leik; fyrir bragðið var túlkun
hennar lifandi og ekta.“
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Tæknilega séð spilaði hljómsveitin
frábærlega vel, hvort sem málm-
eða tréblásarar voru í forgrunni,
slagverk eða strengir.
Morgunblaðið/Einar Falur