Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2008, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2008, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2008 Lesbók 15 N ýlega lagði ég frá mér með semingi Morðgátu eftir Jed Rubenfeld og heill- aðist sérstaklega af frábærri þýðingu og orðfæri Sigurjóns Björnssonar. Bókin segir frá því þegar Sigmund Freud fór 1909 í sína fyrstu og einu heimsókn til Ameríku ásamt þáverandi lærisveini sínum Carl Jung og glímdi þar við morðmál og dularfullt sál- rænt áfall ungrar konu. Spennubækur njóta vinsælda hjá mér um þessar mundir og núna ver ég lestrartíma mínum í nýja seríu Alexander McCall Smith The Sunday Philosophy Club sem fjallar um konu í Edinborg, sem er snjall heimspek- ingur og ritstjóri. Hún verður vitni að dauðs- falli og er staðráðin í að finna út af hvers völdum það er. Lofar góðu! Þetta er sá hinn sami og skrifaði The No. 1 Ladies’ Detective Agence. Annað sem ég hef verið að glugga í þessa dagana eru bækur um Montreal, en þar dvaldi ég nýlega og einnig er Hálendis hand- bók Páls Ásgeirs Ásgeirssonar ekki fjarri. Svo bíð ég full eftirvæntingar eftir Afleggj- ara Auðar Ólafsdóttur, sem trónir nú efst í staflanum á náttborðinu. Spennubækur njóta vinsælda hjá mér um þessar mundir LESARINN | Soffía Karlsdóttir Höfundur er kynningarstjóri hjá Listasafni Reykjavíkur Ensk þýðing á ljóði Steins Steinarr Undirskrift féll niður við birtingu greinar Jóns Óttars Ragnarssonar, Öld Steins er runnin upp, í síðustu Lesbók. Þýð- ingin er eftir Jón Óttar. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Undirskrift Lesendum þessarar bókar, ef einhverjir eru, hef ég ekkert fleira að segja í raun og veru. Sjá, hér er ég sjálfur, og þetta er allur minn auður, hið eina, sem ég hef að bjóða lifandi og dauður. Ég veit, að þið teljið mig aldrei í ykkar hópi og ætlið mig skringilegt sambland af fanti og glópi. Ég er langt að kominn úr heimkynnum niðdimmrar nætur, og niður í myrkursins djúp liggja enn mínar rætur. Ég ber þess að sjálfsögðu ævilangt óbrigðult merki, því örlög hvers manns gefa lit sinn og hljóm sinn hans verki: Það var lítið um dýrðir og næsta naumt fyrir andann. Mitt nafn er Steinn Steinarr, skáld. Ég kveðst á við fjandann. Signature To the readers of this book if any exist, Nothing else I can tell, nothing else I can list. This is all that I am, the harvest of my strife, The only thing I offer, dead or alive. I know you will never count me as one of your class, And conclude instead I am either a thug or an ass. I have come afar from a dim and dreary place, And into the depths of darkness my roots are traced. I will no doubt be doomed for the rest of my life, ‘Cause our destiny marks and colors the works we contrive. The times were sparse for the spirit on every level, Steinn Steinarr the poet’s my name. I rap with the devil. Leiðrétt Sýningin fjallar um landnám í Reykjavík og byggir á fornleifum sem fundist hafa þar. Þungamiðja sýningarinnar er rúst skála frá 10. öld og veggjarbútur sem er ennþá eldri, eða frá því um 871 ± 2 ár og eru það meðal elstu mannvistarleifa sem fundist hafa á Íslandi. Opið alla daga frá kl. 10-17. www.minjasafnreykjavikur.is / www.reykjavik871.is EKVADOR AÐ FORNU OG NÝJU Suður-amerísk menningarhátíð í Kópavogi. Sýning á fornum listmunum, Inkagulli, kirkjumunum, frumbyggjalist og vefnaði frá Ekvador ásamt mögnuðum málverkum Oswaldo Guyasamin. 7. október-16. nóvember. Aðgangseyrir 600 kr. Opið 11-17 alla daga nema mánudaga www.gerdarsafn.is ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN KÓPAVOGS GERÐARSAFN LISTASAFN ÍSLANDS Grunnsýning: Þjóð verður til Yfir hafið og heim - íslenskir munir frá Svíþjóð Þjóðin, landið og lýðveldið - Vigfús Sigurgeirsson Lúka Design - innsetning Spennandi safnbúð og kaffihúsið Kaffitár Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17 www.thjodminjasafn.is Söfnin í landinu Tveir Modernistar Sigurjón Ólafsson og Þorvaldur Skúlason í Hafnarborg 4. október til 9. nóvember 2008 Í öllum sölum Opið daglega kl. 11–17, fimmtudaga kl. 11–21. Lokað þriðjudaga. HAFNARBORG MENNINGAR- OG LISTASTOFNUN HAFNARFJARÐAR Draugasetrið Stokkseyri Draugar fortíðar, hljóðleiðsögn og sýning Opið allar helgar frá kl. 13–18 Opnum fyrir hópa á öðrum tímum www.draugasetrid.is draugasetrid@draugasetrid.is sími 483-1600 895-0020 Icelandic Wonders Safn um álfa, tröll og norðurljós Opið allar helgar frá kl. 13–20.30 og á föstudögum kl. 18–20.30 www.icelandicwonders.com info@icelandicwonders.com sími 483 1600, 895 0020. Hljóðleiðsögn, margmiðlun og gönguleiðir Opið alla daga nema mánudaga kl. 10–17. Aðgangseyrir 500 kr. www.gljufrasteinn.is gljufrasteinn@gljufrasteinn.is s. 586 8066 Görðum, 300 Akranes Sími: 431 5566 / 431 1255 www.museum.is museum@museum.is Listasalur: Fjölleikar, Ilmur Stefánsdóttir. Bátasalur: 100 bátar Poppminjasalur: Rokk Bíósalur: Safneign Opið alla daga frá kl. 11-17. Ókeypis aðgangur LISTASAFN ASÍ Freyjugötu 41 4.-26. október Haraldur Jónsson Myrkurlampi Sýningaropnun 4. okt. kl. 15.00 Opið 13.00-17.00. Lokað mánudaga. Aðgangur ókeypis. www.listasafnasi.is PICASSO Á ÍSLANDI 4. okt.-14. des. Kaffistofa Barnahorn - Leskró OPIÐ: fim.-sun. kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði ÁST VIÐ FYRSTU SÝN Ný aðföng úr Würth-safninu 11.10. 2008 - 18.1. 2009 LEIÐSÖGN á sunnudag kl. 14: Kristín Arngrímsdóttir myndlistarmaður SHIRIN NESHAT 25.9. - 2.11. 2008 LEIÐSÖGN þriðjudaga og föstudaga kl. 12.10 - 12.40 Safnbúð Listasafns Íslands - Gjafir listunnandans Opið kl. 10-17 alla daga, lokað mánudaga ÓKEYPIS AÐGANGUR www.listasafn.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.