Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.2008, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.2008, Side 2
H vað er listrænt? Einhver sagði að það sem væri list- rænt liti út fyrir að vera ekki eins og það ætti að vera. En það er ekki síður listrænt þegar fólki þykir eitthvað vanta. Ef það vantar til dæmis samhengi þá hlýtur það að vera listrænt. Ef það vantar niðurstöðu þá hlýtur það að vera listrænt. Ef mótífið vantar hlýtur það að vera listrænt. Ef plottið vantar hlýtur það að vera listrænt. En hið listræna er ekki það sama og listin sjálf. Hið listræna er hugmyndir fólks um hvað list sé. Listin kemur þeim hugmyndum ekki endilega við og ef til vill alls ekki. Fyrri tilgátan um hið listræna bendir til þess að maður hafi fjarlægst listina, hætt að fylgjast með. Ef maður fær það á tilfinn- inguna að eitthvað sé ekki eins og það eigi að vera þá er það að öllum líkindum sökum þess að maður sér ekki hvernig hluturinn er í raun og veru. Seinni tilgátan um hið listræna vísar kannski ekki síst til þess að listin sjálf hefur fjarlægst almenning, og kannski er hún í eðli sínu fjarlæg almenningi. Ef manni finnst eitt- hvað vanta bendir það sennilega til þess að maður sjái ekki það sem aðrir sjá, samhengið, mótífið, boðskapinn. Mann vantar lykilinn að verkinu, lykilinn að skilningnum – eitthvað blasir við en maður kemur ekki auga á það. Hugsanlega eru báðar þessar tilgátur mjög takmarkaðar. Þær eru líka neikvæðar og að vissu leyti algerlega rangar. Þegar talað er um að eitthvað sé listrænt getur það til að mynda stundum merkt að hluturinn sé fagur. Og þegar við segjum að hluturinn sé fagur hljótum við að skynja hann sem heilan og skiljanlegan – það er allt eins og það á að vera og allt er á sínum stað. En ef við köllum eitthvað listrænt í þeirri merkingu að það sé fagurt er þá þar með sagt að hluturinn sé list? Þarf list að vera fögur? Eða getur hún hreinlega verið ljót? Ef list verður að vera fögur þá getur hið listræna verið list. Ef list getur hins vegar verið ljót þá kemur hið listræna listinni ekki endilega við, eins og áður var haldið fram. trostur@mbl.is Listin og hið listræna Ef list getur verið ljót þá kemur hið listræna listinni ekki endilega við VITINN ÞRÖSTUR HELGASON MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008 2 LesbókSKOÐANIR J ón Ólafsson, heimspekingur og prófessor við Háskólann á Bifröst, flutti fyrirlestur á málþinginu „Ábyrgð, vald og þjóð“ sem haldið var á vegum Reykjavíkurakademí- unnar í Háskólabíói laugardaginn 25. október. Þar gerði hann að umræðuefni vímu útrásarinnar og benti á að hún væri ekki einvörðungu bundin við ís- lenskt banka- og viðskiptalíf, áróður stjórnmála- manna eða kaupæðið sem rann á þjóðina. Vís- inda- og fræðasamfélagið tók einnig þátt í útrásaræðinu. Jón segir í fyrirlestrinum, sem finna má á heimasíðu hans á netinu: „Mig langar að enda á annarri sögu, sem á sinn hátt tengist útrásinni. Fyrir rúmlega tveimur árum tók ég þátt í hugarflugsfundi á vegum Rannsóknamiðstöðvar Íslands sem var ætlað að styðja við stefnumótun á sviði vísinda. 50 manna hópur eyddi tæplega tveimur dögum í að setja á blað hugmyndir sínar um hvar Ísland yrði statt á hinum ýmsu sviðum vísinda. Svo voru hugmynd- irnar kynntar. Það merkilega við þær var að þátt- takendurnir töldu að á mörgum sviðum vísinda yrði Ísland beinlínis leiðandi innan nokkurra ára. Þetta átti jafnvel við um svið sem alls ekki tengd- ust þeim efnum sem Íslendingar hafa sérþekk- ingu á, það er fiski, eldgosum og handritum. Þetta er merkilegt vegna þess að hér var ekki um útrásarvíkinga að ræða heldur vísinda- og fræðasamfélagið sem er í eðli sínu íhaldssamt fyrirbæri og sýnir betur en margt hversu djúpt víma útrásarinnar náði.“ gudnieli@hi.is S koðanir eru mál málanna í íslenskum fjölmiðlum um þessar mundir. Og það er nægt framboð. Um helgina bjóða ljósvakar upp á að minnsta kosti 7 þætti sem miðla skoðunum fólks. Í dag má benda á Vikulokin og Krossgötur á Rás 1. Í fyrramálið er þáttur Sigurjóns M. Egils- sonar, Sprengisandur, á Bylgjunni kl. 10.30. Spaugstofan er sannarlega þáttur með skoðun en hún fer að vanda í loftið eftir fréttir í kvöld. Markaðurinn á Stöð tvö er nýr spjallþáttur í umsjón Björns Inga Hrafnssonar. Silfur Egils er líklega lífseig- astur þess konar þátta og Mannamál sem sent er út kl. 19.30 á sunnudögum hefur unnið sér ákveðinn sess. Líklega hefur markaður fyrir skoðanir sjaldan verið jafn móttækilegur og um þessar mundir en stundum virðist þó fram- boð á álitsgjöfum vera takmarkað. Fái neytendur sig fullsadda af skoðunum þá má benda á fyrirtaks afþreyingu á dag- skrá Stöðvar 2 í kvöld en þar verða sýndar þrjár kvikmyndir sem ættu að dreifa hug- anum, Edison með Morgan Freeman, Kevin Spacey og Justin Timberlake í aðal- hlutverkum, Pirates of the Caribbean: Dead Man’s Chest með Johnny Depp í aðal- hlutverki og Mr. and Mrs. Smith með of- urparinu Brad Pitt og Angelinu Jolie í aðal- hlutverkum. throstur@mbl.is Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 PrentunLandsprent LISTRÆNT ÞEGAR FÓLKI ÞYKIR EITTHVAÐ VANTA. É g þekki mann sem starfar í fjármálageir- anum í Lundúnum. Hann hefur ágætis- tengsl á Íslandi þótt hann hafi aldrei unnið í íslenskum fyrirtækjum. Erlendir peningamenn spurðu hann lengi hvort ekki væri ráð að fjárfesta í íslensku útrásinni. Allt sem Ís- lendingar snerta breytist í gull, sögðu peninga- mennirnir og leið eins og þeim sem stígur upp í strætó og sér að öll sætin eru upptekin. Félagi minn svaraði alltaf á sömu lund: Fyrir alla muni setjið peninga í íslensku útrásina ef þið trúið því að hæfileikaríkustu fjármálamenn veraldar sé að finna á þessari litlu eyju langt norður í hafi. Svarið tók mið af ótrúlegri velgengni íslensku útrásarfyrirtækjanna sem gerir það sér- staklega forvitnilegt í mínum huga. Íslending- arnir virtust hafa dottið niður á bestu viðskipta- hugmynd í heimi og þeim vegnaði svo vel að erlendir kollegar störðu í öfund og undrun. Af þessu dró félagi minn þá ályktun að líklega væri íslenska leiðin of góð til þess að vera sönn, a.m.k. ættu menn að hugsa sig tvisvar um áður en þeir veðjuðu milljörðum á íslenskt fjár- málavit. Félagi minn gefur sig út fyrir að vera raunsæismaður. Hann hefur tamið sér varfærni í fjárfestingum, sérkennilega varfærni ef nota á íslenska mælikvarða. Hann er einn af þessum fjárfestum sem les upp úr orðskviðum Bernards Baruch fyrir konuna sína á kvöldin. Baruch er höfundur setninga eins og: „Megintilgangur hlutabréfamarkaðarins er að gera sem flesta að fíflum“. Eina leiðin til þess að forðast fíflið sem blundar innra með hverjum manni er að við- urkenna tilvist þess. Íslenskir útrásarprestar sáu ekki fífl þegar þeir horfðu í spegil. „Menn eiga ekki að tala nið- ur markaðinn“ þuldu stjórnmálamenn, banka- stjórar, sérfræðingar á greiningardeildum, við- skiptajöfrar og aðrir fulltrúar hrikalega jákvæðra sjónarmiða í hvert sinn sem vottur af efa greip um sig í einhverju hjarta, eða ef van- trúarsetningu um íslenskt viðskiptalíf var að finna langt inni í útlendu blaði. Menn þurftu þó ekki að óttast að slíkt ranghugmyndaraus næði eyrum þjóðarinnar. Það var útilokað að tala neitt niður á Íslandi góðærisáranna, meira að segja vatnið virtist renna upp í móti nema þegar stóð til að breyta því í ál. Íslenskur belgingur var endurnýjanlegasta orkuauðlindin, eilífð- arvél sem gekk fyrir sjálfri sér. Þetta var tímabil töfra. Man einhver eftir galdrakörlunum í hugbúnaðarfyrirtækinu Oz sem voru að gera eitthvað stórkostlegt sem eng- inn skildi en allir voru vissir um að gengi upp? Svo má ekki gleyma íslensku fjárfestunum sem ætluðu að kenna Bretum ýmislegt um rekstur fótboltafélaga, keyptu Stoke og réðu Guðjón Þórðarson sem þjálfara. Trú almennings á fyr- irtækinu var svo mikil að menn keyptu hluta- bréf í klúbbnum á uppsprengdu verði. Um svip- að leyti veðjuðu íslenskir stjórnmálamenn á landnámsgenið með því að samþykkja 20 millj- arða ríkisábyrgð fyrir deCode. Og almenningur lét sitt ekki eftir liggja og eignaðist hlut í fyr- irtækinu sem helgaði krafta sína þjóðareðlinu sjálfu. Með slíka hugmynd að vopni gat ekkert farið úrskeiðis. Svona hófst íslenski draumurinn og við áttum eftir að svífa svo miklu hærra. Í innganginum að bók sinni Óvenjulegir lýð- órar og æði sem rennur á hópa segir Charles Mackay yfirvegaðar þjóðir geta breyst í bí- ræfna fjárhættuspilara á örskotsstundu og jafn- vel lagt grundvallartilveru sína að veði, allt í nafni vonarinnar um skjótfenginn gróða. Bókin var skrifuð á fyrri hluta 19. aldar og í henni leit- ast Mackay við að lýsa hjarðeðli mannsins sem hann telur stýra hættulegustu meinvillunum í hagsögu mannkyns. Erfitt er að greina það sem gerst hefur á Ís- landi undanfarin ár án þess að velta fyrir sér hugmyndum Mackays um lýðóra. Íslenskir órar voru þó ekki bundnir við stjórnmála- og fjár- málalífið, auglýsingaiðnaðinn eða blinda trú á hagvöxt. Kæfandi jákvæðnin braust líka fram í íslensku mennta- og menningarlífi. Vöxt ís- lenska háskólakerfisins má til að mynda auð- veldlega rekja til sömu hugmyndar og stýrði þróun fjármálastofnana þó svo að skammtíma áhættan af ofhitnun menntakerfisins sé vissu- lega minni. Árið 2006 voru níu háskólastofnanir á Íslandi sem hlýtur að teljast einsdæmi í ver- öldinni. Sumir þessir skólar hafa verið nefndir í sömu andrá og Princeton-háskóli, MIT og Col- umbia. Slíkur samanburður gerir það að verk- um að hugmyndir ráðamanna Háskóla Íslands um að koma honum í hóp 100 bestu háskóla í heimi virðast næstum hófstilltar. Þó eru þær úr sama lausa loftinu gripnar. gudnieli@hi.is Af æði sem rennur á hópa Morgunblaðið/RAX Í spéspegli „Íslenskir útrásarprestar sáu ekki fífl þegar þeir horfðu í spegil.“ FJÖLMIÐLAR GUÐNI ELÍSSON Íslenskur belgingur var endurnýjanlegasta orku- auðlindin, eilífðarvél sem gekk fyrir sjálfri sér. ÞETTA HELST Víma útrásarinnar Jón „Ísland yrði beinlínis leiðandi í vísindum.“ Skoðanir eru málið Og svo dreifing hugans MEÐMÆLIN

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.