Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.2008, Page 3
Eftir Tómas Vilhj.
Albertsson
galdratommi@hive.is
F
áni er tiltekið tákn eða táknmynd
sem hefur tiltekna þýðingu. Þessi
þýðing fer meðal annars eftir lita-
vali fánans og notkunargildi hans.
Ef við horfum á íslenska fánann, þá
hefur hann margvíslegt tákngildi í
augum Íslendinga og hefur hann
verið í nánast öllum mótmælum á Íslandi frá
1915. Hin almenna skýring á fánalitunum er að
fáninn minni okkur á himinblámann, snævi-
þakta jökla og eldinn í iðrum jarðar. Þetta er
líklega komið frá Íslandssögu Jónasar frá
Hriflu, en hún er gott dæmi um þá áherslu sem
var lögð á þjóðina, arfleifðina og trúna, en einn-
ig skín í gegn töluverð andstaða við Danmörku
(Jónas Jónasson, 1966). Til er önnur túlkun eft-
ir séra Friðrik Friðriksson (1868-1961) og er
hennar að jafnaði getið við fánahyllingu innan
KFUM/KFU-samtakanna, en þar er sagt að
hvítur sé fyrir hreinleikann/sakleysi, rauður
fyrir blóð Krists og blár fyrir himnaríki (Frið-
rik Friðriksson, Fáni Íslands u–d í k.f.u.m.,
1917).
Hvítt: á hreina hjartað minni
heimsins soll er varast æ;
Blátt: á himins björtu kynni
beinan veg um lífsins sæ;
Rautt: á Jesú benja blóð,
bræðra kærleik, von og trúarglóð
Höf: Friðrik Friðriksson
Séra Friðrik mun upphaflega hafa samið
þetta fyrir fána sem var sérhannaður fyrir
yngri deild KFUM í Reykjavík og var hann
vígður á páskadag 1911 (16.4.1911). Var fáninn
hvítur, rauður og blár. Þegar þjóðfáni Íslands
kom svo fram 1915, yfirfærðist söngurinn á
þann fána og er enn sunginn við fánahyllingar í
Vatnaskógi (Þórarinn Björnsson, 2008). Ég hef
orðið var við að þessar tvær túlkanir séu ráð-
andi í hugum fólks þó sú fyrri sé mun algengari,
enda tengist hún meira landinu sjálfu og nátt-
úru þess. Allt frá 1915 til 1991 hefur íslenski
fáninn verið á stalli virðingar því hann var aldr-
ei brenndur né honum sýnd óvirðing.
Fánadrekking
Það er ekki fyrr en um aldamótin 2000 sem fer
að bera á annarri notkun fánans og þá í mót-
mælum. Eftir því sem ég veit best, þá er mót-
mælagjörningur Guðmundar P. Ólafssonar,
náttúrufræðings og rithöfundar, þann 19. júlí
1998 uppi á hálendinu, nánar tiltekið við Fögru-
hveri á bökkum Köldukvíslar, fyrsti atburð-
urinn þar sem fánanum er ekki sýnd virðing,
þar sem til stóð að drekkja honum (Morg-
unblaðið, 21. júlí 1998, bls. 2). Guðmundur og fé-
lagar komu 278 pappírsfánum fyrir á svipuðum
slóðum 28. júlí og var þeim drekkt. Með þessum
gjörningi var Guðmundur að sýna á táknrænan
hátt að verið væri að drekkja náttúrunni. Síðan
þá hafa náttúruverndarsamtök átt þátt í því að
skrumskæla fánann og eru aðgerðir Saving Ice-
land við Þjóðleikhúsið gott dæmi, þar sem tákn-
um álrisa var raðað inn á fánann. Með því að
setja tákn álrisanna inn á fánann, þá er verið að
segja að þessi stórfyrirtæki séu veldi innan Ís-
lands og ráði því sem þau vilja. Einnig hafa rót-
tæk samtök sett banana á miðjan fánann sem
tákn þess að Ísland sé bananalýðveldi.
Fáninn gegn hernaði
Það hafa ekki öll samtök skrumskælt fánann og
má þar nefna Samtök hernaðarandstæðinga
sem létu hanna merki fyrir sig 1975 þar sem
notkun grunnlita íslenska fánans er áberandi.
Bárurnar í merkinu vitna óneitanlega til sjáv-
arins og þeirrar þýðingar sem hann hefur í hug-
um Íslendinga, sem uppspretta efnahags og
fæðu fyrir þjóðina. Merkið höfðar þannig til
lands og þjóðar. Þess ber að geta að merkið er
hannað 1975, þegar fyrri landhelgisdeilunni við
Breta var lokið og sú seinni að hefjast. Má vera
að landhelgisdeilan hafi verið ofarlega í huga
hönnuðarins og því hafi rendurnar verið bár-
aðar til að höfða til mikilvægis sjávarútvegs fyr-
ir afkomu lands og þjóðar. Þetta merki náði
strax fótfestu innan hernaðarandstæðinga og
er enn í notkun, þó með þeirri breytingu að orð-
in „Herinn burt“ eru farin en orðin „Engan
her“ komin í stað þeirra. Þetta merki stendur
því fyrir landið sjálft og hafið umhverfis það en
jafnframt er textinn áminning til þátttakenda
jafnt sem áhorfenda um það hvers vegna gang-
an sé gengin.
Fáninn í bankakreppu
Nú nýverið kom fram hönnun á merki vegna
mótmælaaðgerða síðustu vikna í kjölfar banka-
kreppunnar. Fyrstu tilrauninni til að hanna við-
eigandi merki (sjá mynd; fáni nýrra tíma) var
ekki vel tekið, ef marka má almenna orðræðu á
netinu. Samkvæmt Dóru Ísleifsdóttur, fags-
tjóra grafískrar hönnunar í Listaháskóla Ís-
lands, þá var hönnunin mikil mistök.
„Þetta er ansi afdráttarlaust myndmál. Nýnas-
istar hafa notað tákn og liti af þessu tagi. Frá
mínum bæjardyrum er þetta bara hugsanalaus
bjánagangur … Litir Hitlers og nasista, blóð-
ugrar byltingar, tilvísun í tákni til hakakrossins,
skálínur byltingarinnar og hugmyndakúgunar,
brottnám himinblámans úr íslenska fánanum,
hnefar á lofti“ (Fréttablaðið, 30.okt. 2008).
Satt er það að þarna gætir litavals sem jafn-
an er tengt nasisma (rautt&svart), en einnig er
þarna myndmál verkamanna og samstöðu. Þess
skal getið að anarkistar hafa haft svartan lit
sem sitt tákn frá því fyrir 1900 og má rekja það
litaval að hluta, til deilna á milli Marx og Bak-
unins (Peterson, Flag, torch and fist: the sym-
bols of anarchism. Freedom, 1987: 8). Það sem
vill gleymast í umræðunni um Þýskaland nas-
ismans er að uppruni Nasistaflokksins er sósí-
alískur í anda kommúnisma og það er þess
vegna sem flokkurinn fær það fylgi sem hann
fékk í upphafi og með fyrstu bandamönnum
Þjóðverja eru Sovétríkin. Ef horft er í grunnlit
nasistafánans (rautt), þá er hann sá sami og er í
sovéska fánanum. Táknin í þeim sovéska eru
vinnutæki bóndans (sigð) og smiðsins/
verkamannsins (hamar), með stjörnu fyrir ofan.
Merki nasista er hakakrossinn sem er ævafornt
merki sólar, en sólin var tákn eilífðar.
Ég tel það því rangt að þarna sé litur „blóð-
ugra byltinga“ í þessu litla sem þarna er af
rauðu, því þá er allt eins hægt að segja að rauði
liturinn í íslenska fánanum standi fyrir „blóð-
uga byltingu“, sem hann gerir ekki. Ég tel einn-
ig rangt að svarti liturinn sé litur nasista og tel
hann frekar vera lit anarkista í þessu tilfelli.
Hvað varðar skálínurnar, þá er undarlegt að
telja allar skálínur til hakakrossins en hvort
þær tengjast byltingu frekar en önnur tákn læt
ég vera. Annars finnst mér undarlegt að fags-
tjóri í listaháskóla skuli hafa sett sig svona á
móti byltingu, þar sem það eru oft listamenn
sem ljá róttækum öflum sitt liðsinni og ég bendi
á dyggan stuðning listamanna við hernaðar-
andstæðinga sem og náttúruverndarsamtök.
Það sem hönnuður fánans lagfærði eftir gagn-
rýnina var að setja himinbláan lit íslenska fán-
ans í stað svarta litarins, textinn var fjarlægður
og fána snúið. Það sem eftir stendur er íslenski
fáninn með fjórar hendur sem halda um arma
og snúa í höfuðáttir. Í þessari mynd stendur
krepptur hnefi líklegast fyrir vilja, styrk og ein-
beitingu. Línurnar til höfuðátta geta vitnað til
dverganna fjögurra sem héldu uppi himninum í
norrænni goðafræði samkvæmt Snorra-Eddu.
Þannig er höfðað til fortíðar, til áhrifa í framtíð.
Fáninn er því öflugt tákn þjóðernis og sam-
stöðu.
Eins og Marian Sawer bendir á þá er engin
tilviljun á bak við hönnun fána hvort sem um er
að ræða fána þjóðar, flokks eða fyrirtækis. Hún
tekur reyndar fram að pólitískir litir hafi jafna
tengingu til þjóðfána eða einkennisklæðnaðar
(Sawer, Wearing your Politics on your Sleeve,
2007).
Fánabrennur
Þegar fáni er brenndur, þá er verið að sýna
vissa óvirðingu gagnvart því sem fáninn stend-
ur fyrir. En það er meira á bak við þetta en
reiði. Viktor Turner segir að tákn sameini mót-
un hugmynda og tilfinningalega reynslu; þar
sem hugmyndafræði sé gerð þóknanleg með því
að höfða til jákvæðrar lífsreynslu (Turner,
From Ritual to Theatre, 1982: 20-60). Þegar
Landsbankafáninn er brenndur, þá er verið að
höfða til þess sem fólkinu finnst vera spilling.
Það er að ráðamenn bankans (hér Björgólfs-
feðgar) hafi farið illa að ráði sínu með því að
hugsa um eigin hag fyrst en láta bankann og
sparifé almennings fyrir róða. Fánabrenna er
viss athöfn (performance) sem sameinar hópinn
en jafnframt því fær fólkið tilfinningalega útrás
fyrir reiðina. Hin athöfnin að setja Bónusfán-
ann á Alþingishúsið er dæmigerð fyrir hegðun
anarkista, að grípa orðræðu dagsins og nota
hana sér til framdráttar. Hér á ég við orð þing-
konunnar Ragnheiður Ríkharðsdóttur sem
sagði á Alþingi að „ef ekki yrði breyting á væru
þingmenn eins og afgreiðslufólk á kassa“
(Morgunblaðið, 5.11.2008). Fánaaðgerð anark-
ista má því setja í textatengsl við orð Ragnheið-
ar. Bónusfáninn er að mínu áliti örugglega val-
inn þar sem hann er tákn einnar stærstu
verslunarkeðju á Íslandi og einnig vegna um-
ræðu um vald Bónusfeðga (Jóns og Jóhann-
esar). Þessi aðferð, að nota orðræðuna sér til
framdráttar, er ekki ný af nálinni og þekkist
það víða að hópar noti orðræðu andstæðingsins
sér til framdráttar (Bausinger, Towards a Criti-
que of Folklorism Criticism, 1986: 117). Fræg-
asta dæmið hin síðari ár er efalaust orð Tony
Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, er
kallaði mótmælendur vegna EU-fundar í
Gautaborg í Svíþjóð „Anarchist Travelling Cir-
cus“(BBC). Strax daginn eftir birtust mótmæl-
endur íklæddir trúðsgervum og hafa síðan gert.
Trúðsgervið er tæki mótmælandans til að fela
persónuna og láta skilaboðin njóta sín (Scott,
Domination and the Art of Resistance, 1990,
Bakhtain, Rabelais and His World, 1984).
Fáninn í öðru ljósi
Fáninn birtist ekki einvörðungu í alvarlegum
myndum, honum bregður jafnan fyrir í léttum
húmor og nú nýlega rakst ég á photoshoppaða
mynd af Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra,
sem sýnir hann í alveg nýju ljósi. Í bakgrunni er
„fálkinn“ merki Sjálfstæðisflokksins. Ofan á
fálkann kemur svo íslenski fáninn, en Björn
hefur ekki viljað ganga í Evrópubandalagið og
telur að það sé afsal sjálfstæðisins. Síðan kemur
mynd af Birni í stellingu sem betur færi á for-
síðu tískublaða. Á fánann er ritaður textinn:
„ICELANDER learns to behave in foreign co-
untries“ og „Walk the walk and talk the walk“.
Textinn er í skemmtilegri mótsögn við bak-
grunninn og við skoðanir Björns Bjarnasonar
og í þessum andstæðutengslum er húmorinn
fólginn.
Fyrir áhugasama þá eru til fleiri myndir að
íslenskum pólitíkusum í nýjum hlutverkum á
netslóðinni www.tv1.is/hik/ en ég saknaði þó
sárlega að sjá ekki fleiri pólitíkusa og tákn frá
öðrum flokkum svo sem Framsóknarflokksins,
Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, en
kannski kemur betri tíð með blóm í haga.
Fánar í íslenskum mótmælum
Nú nýverið var Bón-
usfáni dreginn að húni
á Alþingishúsinu hér í
Reykjavík og einnig var
fáni brenndur fyrir fram-
an Ráðherrabústaðinn
við Tjörnina. Af þessu
tilefni er vert að skoða
fyrir hvað fánar standa.
Fáni nýrra tíma Hefur sætt
gagnrýni fyrir vísun til nasisma
og fasisma.
Eftir gagnrýni
Hönnuður fánans
breytti honum eft-
ir gagnrýnina.
Björn Bjarnason og táknin Hönnuður ókunnur.
Ísland úr
Nató herinn
burt Hönn-
uður: Edda
Sigurð-
ardóttir.
Mótmælendur flagga á Alþingi
Aðgerðin var dæmigerð fyrir hegðun anarkista, að
grípa orðræðu dagsins og nota hana sér til framdráttar.
Þegar fáni er brennd-
ur, þá er verið að
sýna vissa óvirðingu
gagnvart því sem fán-
inn stendur fyrir. En
það er meira á bak
við þetta en reiði.
Höfundur er þjóðfræðingur.
Morgunblaðið/Ómar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008 Lesbók 3MÓTMÆLI