Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.2008, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.2008, Qupperneq 10
arskóla. Bókin er að grunni til BA-ritgerð hans í íslenskum bókmenntum við Háskóla Ís- lands. Bókin ber þess hins vegar ekki merki. Á henni er enginn rit- gerðarbragur. Þetta er ævisaga og raunar ansi fróðleg tilraun á því sviði. Byrjunin gæti verið úr skáld- sögu og gefur tilefni til að ætla að nálgun höfundar verði ekki sagn- fræðileg, bókmenntafræðileg eða fræði- leg yfirleitt. Og raunar tekst Níelsi Rúnari ágætlega að fela aðferðafræðilega anga rannsóknar sinnar á ævi Dags. Hann leggur áherslu á frásögnina sem er skiljanlegt því að fá íslensk skáld hafa sennilega orðið tilefni að jafnmiklum sögum og sögusögnum og Dagur. Efni þeirra hefur Níels Rúnar fengið úr bók- um, blöðum og með viðtölum við fólk sem þekkti Dag eða umgekkst hann. Á grundvelli þessa efnis byggir hann sviðsetningar og samtöl sem hann fléttar inn í ævisög- una á mjög lipran hátt. Og Níels Rúnar er sem betur fer engin tepra þegar kemur að því að fjalla um einkamál Dags, samband hans við konur sínar, börn, fjöl- skyldu og vini sem voru af ýmsu tagi. „Hann var afskaplega graður hann Dagur, geysilega graður,“ segir Níels Rúnar og segir síðan frá ástaleik þeirra Dags og Elíasar Marar skálds, sem er væntanlega heimildarmaðurinn: „Þegar Elías kyssti Dag fór Degi strax að standa. Og Dagur var enginn venjulegur maður þegar maður sá hann beran. Hann var betur vaxinn nið- ur en flestir menn. Með fallegan lim, stóran. Og mikil eistu. Í faðmlög- unum sagði Dagur ákveðinn við Elías: „Ef þú ferð aftan í mig, þá drep ég þig.“ „Það er engin hætta á því, ég fer aldrei aftan í neinn, og enginn fer aftan í mig.““ Nöturlegt en skemmtilegt Satt að segja er þetta á köflum svolítið nöturleg lesning. Líf Dags var ekki alltaf dans á rósum. Hann naut þess þó að vera sonur manns sem hugsaði vel um hann, í það minnsta var Sigurður Thoroddsen alltaf til- búinn til þess að greiða fyrir sukk son- ar síns. Dagur eyddi samt ævinni í að slíta sig frá þessum uppruna, hinum gáfuðu, menntuðu, borgaralegu Thor- oddsenum. Hann fékk enda stundum að heyra það, að hann væri „bara dekurkrakki af borgarafjölskyldu“. Og að vissu leyti var það rétt. En hann var líka alla ævi að glíma við þá sáru reynslu að móðir hans sveik hann þegar hann var fimm ára, hún fór þá með hann til föður síns, skildi hann þar eftir, sagðist ætla að koma aftur að sækja hann, en hún kom aldrei aftur. Þetta er hins vegar fyrst og fremst mjög áhugaverð lesning og oft skemmtileg. Einna helst mætti setja út á að Níels Rúnar kafar ekki mikið í skáldskap Dags eða myndlist. Hann er fyrst og fremst að skoða ævi manns- ins, rekja söguna á bak við listamanninn. Þeg- ar vitnað er til verka hans er það iðulega til þess að styðja við frásögnina af einhverjum at- burðum. Og ef eitthvað, þá verður frásögnin svolítið brotakenndari eftir því sem líður á ævi Dags. Samt hefur höfundur ljóslega úr fleiri heim- ildum að moða þegar nær samtíma okkar líð- ur. En umfram allt er þetta þó vel skrifuð ævi- saga og vekur vonir um að höfundurinn eigi eftir að gera fleira gott. trostur@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008 10 LesbókBÆKUR F ranski sagnfræðingurinn Fabrice d’Al- meida er höfundur forvitnilegrar bókar um tengsl þýsku hástéttarinnar og nas- ista. Bókin heitir High Society in the Third Reich (2008) og nýtir höfundur sér óbirt skjöl, dagbækur og opinber gögn til þess að leiða lesendur inn í launhelgar valdsins þar sem forréttindi, skattaívilnanir og þýfi voru helsti gjaldmiðillinn. D’Almeida byrjar á því að skoða Weimar-tímann þar sem tengsl Hitlers við menningarelítuna, svo sem fjölskyldu Richards Wagners, auðvelduðu honum mjög allan fram- gang. Í lok þriðja áratugarins hafði hann mikinn stuðning meðal fína fólksins í Þýskalandi sem átti ríkan þátt í því að hann komst til valda 1933. Fylgispekt yfirstéttarinnar við nasista varaði allt þar til endalokin blöstu við Hitler enda endurgalt hann stuðninginn ríkulega með ýmsum hætti. D’Almeida sýnir fram á hvernig einstaklingar í yfirstétt þriðja ríkisins reyndu að yf- irbjóða hver annan í blindum stuðn- ingi við Hitler. Í þessum hópi voru leikarar, aðalsfólk, háttsettir menn í stormsveitum nasistaflokksins og diplómatar. Konur tóku ekki síður þátt í sukkinu en karlar og svo virðist sem þetta fólk hafi ekki látið nokkurn skapaðan hlut spilla veisluhöldunum, hvorki stríðið, fall Evrópu né útrým- ingu þjóða. Bókin veitir ekki aðeins inn- sýn í menningarsögulegt tímabil heldur og mannlegt eðli sem virðast engin takmörk sett. High Society in the Third Reich | Fabrice d’Almeida Hitler og þýska yfirstéttin Hann heilsar, brosir og kinkar kolli – kunningi og vinur manns –. Og svikna vináttu sína dylur með svipmóti hræsnarans. Góðmennskan og greiðasemin er gríman hans. En þótt bróðurþel hans þér bregðast kunni baráttu þinni í, og traust þitt á vininum takmarkist nokkuð taktu ei mark á því. Hann sver þér að bæta svikin gömlu – og svíkur á ný. Sem framliðnir svipir faríseans fara og koma þeir enn með hátignarsvip og háðsglott í laumi, heilsa og kveðja í senn. Hálfir kunningjar, hálfir vinir, – og hálfir menn. Hann – Ljóðasafn Gunnars Dal kom út nýlega. Safnið heitir Vera – Það ert þú. Ég þakka þér. Vera heitir fyrsta ljóðabók Gunnars sem kom út 1949. Sú nýj- asta heitir Það ert þú og kom út á þessu ári. Hér er birt fyrsta ljóðið í fyrstu bókinni. Gunnar Dal Gaf út fyrstu bók sína 1949. Morgunblaðið/Ásdís N asisminn virðist ótæmandi uppspretta bóka. Í vikunni kom út bók Laurence Rees, Auschwitz – mesti glæpur sög- unnar í íslenskri þýðingu Jóns Þ. Þór. Í bókinni er saga útrýmingarbúðanna í Auschwitz rakin. Þar var ríflega 1,1 millj- ón manna tekin af lífi á ár- unum 1941 til 1944. Langflestir þeirra voru gyðingar en margir sígaunar og fólk af öðrum kyn- þáttum og þjóðarbrotum týndi einnig lífinu. Flestir þekkja þessa sögu, en það áhugaverðasta við bók Rees eru viðtöl við fólk sem lifði vistina í Auschwitz af sem hann styður frá- sögn sína með. Einnig ræðir hann við menn úr hópi illvirkjanna sem störf- uðu í búðunum. Sú mynd sem dregin er af Jósef Men- gele í bókinni minnir nokkuð á þann Hitler sem bíógestir fengu að kynnast í þýsku kvik- myndinni Der Untergang fyrir tveimur árum. Mengele virðist hafa verið eins og tveir menn. Hann gat verið ljúfur og góður, ekki síst við börnin, sem hann gaf súkku- laði og var fyrir vikið kallaður „góði frændi“. En hann var líka rakið ill- menni og naut til fullnustu valds- ins sem hann hafði í Auschwitz og tækifæranna sem hann fékk til grimmilegra tilrauna á fólki. Mengele hafði verið venjuleg- ur ungur læknir áður en hann kom til Auschwitz, hann hafði barist hetjulega á aust- urvígstöðvunum, hann sann- ar hve erfitt er að sjá fyrir hvaða áhrif óvenjulegar að- stæður hafa á fólk. Auschwitz – mesti glæpur sögunnar | Laurence Rees Af „góða frænda“ og fleirum Æ visögur og endurminningar voru á meðal margra bestu bóka síðasta árs. Minnisbók Sigurðar Pálssonar kemur fyrst upp í hugann enda ákaflega vel heppnaður fundur forms og efnis. Sömuleiðis er fyrsta bindi ævisögu Þórbergs Þórðarsonar eftir Pétur Gunnarsson eft- irminnilegt, ÞÞ – Í fátæktarlandinu, einnig bók Hjálmars Sveinssonar um Elías Mar, Nýr penni í nýju lýðveldi. Og fleiri mætti nefna. En það sama er ekki upp á teningnum þetta haust. Ef eitthvað vantar núna eru það spenn- andi ævisögur. Ein bók af þessu tagi vekur þó sérstakan áhuga, ævisaga Dags Sigurðarsonar eftir Níels Rúnar Gíslason. Bókin heitir Gott á pakkið sem virðist viðeigandi titill á bók um skáldið sem var á jaðrinum í bæði lífi og list alla sína tíð og sýndi óhlýðni í borgaralegu samfélagi sem, að því er virðist, skildi hvorki upp né niður í manninum. Áhrif hans áttu þó eftir að verða meiri en flestra þeirra sem fylgdust með úr fjarlægð og völdu frekar að sigla með straumnum. Gott upphaf Gott á pakkið er fyrsta bók Níelsar Rúnars Gíslasonar. Hann fæddist 1980 og er kennari í Austurbæj- Gott á pakkið | Níels Rúnar Gíslason BÆKUR VIKUNNAR ÞRÖSTUR HELGASON Ævi Dags Morgunblaðið/Júlíus Dagur Sigurðarson Dagur 1989, fimm árum áður en hann lést.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.