Morgunblaðið - 30.06.2008, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 30.06.2008, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2008 11 FRÉTTIR Morgunblaðið/ÞÖK Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is FYRIRSPURNUM vegna fasteigna í Reykjanesbæ hefur fjölgað undan- farið, að sögn tveggja fasteignasala þar í bæ. Salan hefur þó ekki tekið mikinn kipp en er skárri en hún var seint í vetur og snemma í vor. Samkvæmt nýlegri frétt Fast- eignamats ríkisins var 37 kaupsamn- ingum þinglýst í Reykjanesbæ í maí síðastliðnum, en 32 á Akureyri, 28 á Árborgarsvæðinu og 12 á Akranesi. Álversframkvæmdir í Helguvík eru taldar eiga sinn þátt í auknum áhuga á fasteignum á Suðurnesjum. Fasteignaverð þar er einnig lægra en í höfuðborginni og sveitarfélögum næst henni. Aðallega eru það íbúðir í fjölbýli sem hafa selst í Reykja- nesbæ og af voru 24 kaupsamningar af 37 í maí vegna slíkra íbúða. Þá voru 11 samningar vegna eigna í sér- býli og tveir um annars konar fast- eignir. Aðallega seljast íbúðir á því verðbili þar sem lán Íbúðalánasjóðs duga fyrir 80% af kaupverði. „Fer allt af stað aftur“ „Við erum mjög bjartsýnir og vit- um að þetta fer allt af stað aftur,“ sagði Guðlaugur Guðlaugsson hjá Fasteignasölunni Stuðlabergi. Hann sagði talsvert spurt um fasteignir og að makaskiptum á fasteignum virtist aftur vera að fjölga. Guðlaugur kvaðst þó eins búast við því að rólegt verði fram á næsta haust. Júlíus Steinþórsson, fasteignasali hjá Eignamiðlun Suðurnesja, sagði að áhugi á fasteignaviðskiptum virt- ist vera að vakna á ný. Fyrirspurnum um húsnæði hefði fjölgað undanfarið og það færðist einnig í vöxt að fólk skoðaði eignir. Engu að síður væri enn rólegt yfir fasteignamarkaðnum. Júlíus benti á að samkvæmt fenginni reynslu væri sumarið fremur rólegt í fasteigna- sölu. Álver eykur eftirspurn suður með sjó Ólafsvík | Það lá vel á þeim félögum, Hólmkatli Ögmundssyni og Hilmari Júl- íussyni. Þeir eru á besta aldri, Hólmkell 74 ára og Hilmar 70 ára, og dvelja á dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík og eru í góðu formi, að eigin sögn. Starfsfólk Jaðars útvegaði þeim lítið trampólín svo þeir gætu sýnt dömunum á bænum listir sínar. Var ekki annað að sjá en að þeim hafi tekist vel til því dömurnar á Jaðri voru yfir sig hrifnar af léttleika piltanna á leiktækinu. Morgunblaðið/Alfons Hressir piltar á Jaðri TÖLUVERÐUR erill var hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu að- faranótt sunnudags en 123 mál komu til kasta hennar frá miðnætti á laugardegi til hádegis á sunnu- degi. Flest málin voru vegna brota á lögreglusamþykkt, þ.e. vegna þvagláts á almannafæri og annarra óspekta. Einn var sleginn í höfuðið með steini fyrir utan Hverfisbarinn við Hverfisgötu og var hann fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Ekki er vitað hverjir voru þar að verki en dyraverðir á barnum tilkynntu árásina. Nokkur dæmi voru um að fólk hindraði lögreglu við störf sín. Tveir eru grunaðir um ölvun við akstur og eitt minni háttar fíkni- efnamál kom upp. Ölvun í mið- bænum var ekki sýnilega meiri en á venjulegu laugardagskvöldi. thorbjorn@mbl.is Migið á hús og maður laminn með steini ÁKVÖRÐUN umhverfissviðs Reykjavíkur um að öll starfsemi Þyrluþjónustunnar í Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli skyldi stöðvuð hefur verið felld úr gildi af úrskurðarnefnd um holl- ustuhætti og mengunarvarnir. Forsaga málsins er sú að lengi höfðu borist kvartanir frá íbúum í Skerjafirði vegna hávaða sem fylgdi þyrluumferð. Umhverf- issvið Reykjavíkur þrýsti á rekstraraðila flugvallarins, Flug- stoðir, um úrbætur og tók í jan- úar ákvörðun um að krefjast þess að öll starfsemi Þyrluþjónust- unnar yrði stöðvuð. Úrskurðarnefndin komst að því að umhverfissvið hefði ekki gætt meðalhófs í ákvörðun sinni auk þess sem meginreglur stjórn- sýsluréttar um tilkynning- arskyldu, andmælarétt og fulla rannsókn málsins hefðu verið virtar að vettugi við meðferð málsins. Því taldi nefndin að fella yrði ákvörðunina úr gildi. andresth@mbl.is Ákvörðun um þyrlur ógild VINNUSLYS varð í Njarðvík í gærmorgun þegar starfsmaður féll fjóra metra úr skæralyftu sem hann var að vinna í og niður á steinsteypt gólf. Maðurinn var fluttur á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Að sögn vakthafandi læknis á heilbrigðisstofnuninni var maðurinn fótbrotinn en ekki alvarlega slasaður að öðru leyti. Hann var sendur til Reykja- víkur þar sem meiðsl hans voru rannsökuð frekar. thorbjorn@mbl.is Féll fjóra metra úr lyftu Lögmannsstofan flytur: Lögmannsstofa Loga Egilssonar hdl. flytur frá Hlíðasmára 8, Kópavogi að Reykjavíkurvegi 60, Hafnarfirði. Af þeim sökum verður stofan lokuð mánudaginn 30. júní. Skrifstofan opnar í nýjum heimkynnum, þriðjudaginn 1. júlí. Lögmannsstofa Loga Egilssonar hdl.ehf. Reykjavíkurvegi 60, 2hæð Sími: 575 7230 Kraftur í kringum Ísland Peningagjöf er hægt að leggja inn á reikning 327-26-112233, kennitala 571199-3009. Styrktarsími Krafts: 907-2700 (1000 kr) www.krafturikringumisland.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.