Morgunblaðið - 05.07.2008, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 9
FRÉTTIR
TVÖ varðskip Landhelgisgæslunn-
ar, Ægir og Týr, eru í Reykjavík-
urhöfn þessa stundina, og þykir það
harla óvenjulegt.
Ástæðan er sú, að Ægir er á leið í
slipp en Týr er í höfn vegna manna-
skipta. Er gert ráð fyrir að Týr
haldi úr höfn um helgina, en honum
er haldið úti allt sumarið.
Eftirlitsflug og varðskipið
Baldur sjá um gæsluna
Landhelgisgæslan er með eflda
gæslu á meðan varðskipin vantar,
m.a. með því að láta þyrlur og Fokk-
er-flugvélina fljúga eftirlitsflug.
Fokker-vélin fór í gær í eftirlits-
flug suðvestur og austur af landinu
og þyrlan Gná fór í eftirlitsflug um
allt Vesturland til Ísafjarðar, en
varð að snúa við um miðjan dag
vegna mótorhjólaslyss við bæinn
Garða á Snæfellsnesi.
Þá er sjómælinga- og varðskipið
Baldur við gæslustörf í Ísafjarðar-
djúpi og í Jökulfjörðum vegna mik-
illar umferðar smá- og skemmtibáta.
„Það eru nokkur nýmæli að Bald-
ur sé við gæslustörf. Það endur-
speglar breyttar aðstæður fyrir
vestan [þar sem er] mikil umferð af
smábátum, [auk þess er] miklu
meiri umferð á Hornströndum held-
ur en var, þannig að við teljum ör-
yggisins vegna að nauðsynlegt sé að
sinna þessu betur,“ sagði Georg Kr.
Lárusson, forstjóri Landhelgisgæsl-
unnar, sem einmitt var staddur á
Baldri þegar haft var samband við
hann.
Baldur er yngsta skip Gæslunnar
en Ægir það elsta. Baldur var sér-
staklega byggður til mælinga, en
hann er einnig minnsta skipið.
andresth@mbl.is
Morgunblaðið/G.Rúnar
Bæði Ægir og Týr eru í Reykjavíkurhöfn þessa dagana, en Týr fer þó fljótt.
Bæði varðskipin í
Reykjavíkurhöfn
Stórefld gæsla á láði og legi meðan
skipin eru í landi Baldur sinnir gæslu
Í HNOTSKURN
»Smíði á nýju varðskipi ogeftirlits- og leitarflugvél
stendur yfir.
»Skipið er smíðað í Chile ogverður tilbúið í árslok 2009.
»Flugvélin er kanadísk ogverður tilbúin í júlí 2009.
LÉLEGUSTU úthafskarfavertíð
skipa HB Granda frá upphafi veið-
anna er lokið. Fjögur skip stunduðu
veiðarnar að þessu sinni og sam-
kvæmt upplýsingum Birkis Hrann-
ars Hjálmarssonar, rekstrarstjóra
togara félagsins, er aflasamdráttur-
inn milli ára um 45%. Þetta kemur
fram á vef HB Granda.
Að sögn Birkis fóru Örfirisey RE,
Þerney RE, Helga María AK og
Venus HF til úthafskarfaveiða í maí
sl. Skipin komu í land fyrir sjó-
mannadaginn en eftir hann fóru þrjú
skipanna í úthafið að nýju. Örfirisey
RE fór þá til veiða á heimamiðum.
Um var að ræða prufutúr þar sem
reyndar voru veiðar með tveimur
trollum samtímis.
,,Úthafskarfavertíðin nú var ákaf-
lega rýr. Heildaraflinn var á milli
3.100 og 3.200 tonn en til samanburð-
ar má nefna að í fyrra var afli skip-
anna 5.770 tonn,“ segir Birkir, í frétt
á vef HB Granda.
Hann upplýsir að fimmti frystitog-
ari félagsins, Höfrungur III AK, hafi
það sem af er árinu verið á grálúð-
uveiðum og hafi þær veiðar gengið
þokkalega.
Togararnir flýja þorskinn
Útgerð frystitogaranna gengur
orðið út á það að flýja þorskinn, er
haft eftir Birki á vef fyrirtækisins.
Fyrirtækið hafi reyndar gert ráð-
stafanir til að eiga eftir töluvert af
þorskkvótanum fyrir sumarið en
þrátt fyrir það sé vandi á höndum
vegna þess hve mikið er af þorski þar
sem reynt er að veiða aðrar tegund-
ir.
Að sögn Birkis eru það þorskurinn
og hátt olíuverð sem eru helsti vandi
togaraútgerðarinnar um þessar
mundir.
Ekki dugi þó að væla yfir því.
Þorskkvótinn hljóti að aukast á kom-
andi árum og vonandi lækki olíu-
verðið frá því sem nú er. sisi@mbl.is
Úthafskarfavertíðin
brást alveg í ár
Fréttir í tölvupósti
Fréttir
í tölvupósti
Kanaríflakkarar 2008
15. ára afmælishátíð, Árnesi
Gnúpverjarhreppi, 11.-13. júlí
Harmonikkuball föstudagskvöld, húllumhæ.
Hljómsveit Ingvars Hólmgeirssonar, Siggi Hannesar.
Söngvari: Þorvaldur Skaptason.
Laugardagur:
Hátíðarhlaðborð Begga kl. 19.00.
Hinn frábæri Jóhannes Kristjánsson skemmtir matargestum kl. 20.30.
Happdrætti - Glæsilegir vinningar
Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar kl. 23.00.
Mætum öll í Árnes.
Kanaríflakkarar
MM ACCESSORI
LAGERSALA OUTLET
LAUGAVEGI 51
Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Stórútsala
Allar vörur
í versluninni
á útsölu
ú
t
s
a
la
vera
Laugavegi 49
÷
40%
÷50%
vera
Laugavegi 82,
á horni Barónsstígs
sími 551 4473
Útsala
Brjóstahaldarar
Tveir fyrir einn
1. sæti
í bókabúðum
Eymundsson og
M&M 25/6-1/7