Morgunblaðið - 05.07.2008, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 15
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
Breyttur Jeppi breyttur af Arctic
Trucks. Allir bílar sem sendir eru til
Afganistan á vegum norska hersins
fara í gegnum miklar breytingar.
Rekur Arctic Trucks sérstaka
þjónustustöð fyrir norska herinn
þar sem allar breytingar á öku-
tækjum hans fara fram fyrir
luktum dyrum og undir strangri
öryggisgæslu. Fara allir bílar
sem sendir eru á vegum norska
hersins til Afganistan í gegnum
umfangsmiklar breytingar hjá
Arctic Trucks áður en þeir eru
sendir.
Nýlega tók Arctic Trucks þátt
í hersýningunni Eurosatory í
París og segir Hallveig að
breyttir jeppar fyrirtækisins þar
hafi vakið mikla athygli.
Á næstu mánuðum
Gert er ráð fyrir því að Arctic
Trucks hefji starfsemi í Rúss-
landi innan tíu mánaða. Hallveig
segir að áherslan þar verði á
breytingar á Toyota-bílum í sam-
vinnu við Toyota í Rússlandi.
Starfsmenn Arctic Trucks
breyttu jeppum fyrir hinn vin-
sæla breska bílaþátt Top Gear,
þegar Jeremy Clarkson og fé-
lagar keyrðu, fyrstir manna, á
norðurpólinn í bifreið. Þessi þátt-
ur vakti mikla athygli í Bretlandi
og hyggst Arctic Trucks hefja
starfsemi þar á haustmánuðum.
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
ÍSLENSKA bifreiðabreytingafyr-
irtækið Arctic Trucks mun hefja
starfsemi í Rússlandi og Bret-
landi innan tíðar. Auk þess að
starfa á Íslandi starfar fyr-
irtækið nú þegar í Noregi og í
Lettlandi.
Arctic Trucks hefur í um 15
ára skeið sérhæft sig í jeppa-
breytingum og hefur fyrirtækið
til að mynda rekið þjónustu-
miðstöð í Drammen í Noregi.
Hluti af starfseminni í Noregi er
að sinna verkefnum fyrir norska
herinn og segir Hallveig Andr-
ésdóttir, skrifstofustjóri Arctic
Trucks, að norski herinn sé mik-
ilvægur viðskiptavinur fyrirtæk-
isins.
Arctic Trucks færir enn út kvíarnar
ÞETTA HELST ...
● HEILDARVELTAN í kauphöllinni í
gær, nam um 28 milljörðum króna,
þar af var velta með hlutabréf fyrir
um 1,1 milljarð og hefur hún ekki
verið minni í tvö ár. Lítil sem engin
breyting varð á úrvalsvísitöluni sem
lokaði í 4.295 stigum og hafði þá
lækkað um 0,02%, eftir minnstu
hlutabréfaveltu í tvö ár.
Mest hækkun var á gengi hluta-
bréfa SPRON, eða um 2,7%. Þá
hækkaði Teymi um 2,6%. Gengi
bréfa Atlantic Airways lækkaði um
3,9% og þá lækkuðu bréf Eek Banka
Group um 2,7%. sigrunrosa@mbl.is
Minnsta hlutabréfa-
velta í tvö ár
● BRESKI prófess-
orinn Robert Wade
hafði mjög rangt fyrir
sér í grein sem hann
skrifaði um íslenskt
efnahagslíf í Financial
Times fyrr í þessari
viku. Þessu halda
þeir Friðrik Már Bald-
ursson, prófessor við
Háskólann í Reykjavík, og Richard
Porter, prófessor við London Bus-
iness School, fram í grein í Financial
Times í gær.
Í greininni rekja þeir Friðrik og Por-
ter það sem þeir segja aðfinnsluvert
við fullyrðingar Wades. Í lok grein-
arinnar segja þeir að hluti af skrifum
Wades sé á pólitískum nótum. Þá
gagnrýna þeir hann fyrir að fara
frjálslega með tölfræðilegar upplýs-
ingar. Það sé óviðeigandi við þær
viðkvæmu aðstæður sem nú séu á
fjármálamörkuðum. gretar@mbl.is
Segja prófessor hafa
mjög rangt fyrir sér
Friðrik Már
Baldursson
● FJÖLDI þinglýstra kaupsamninga
á höfuðborgarsvæðinu vikuna 27.
júní til og með 3. júlí var 64, sam-
kvæmt tilkynningu frá Fast-
eignamati ríkisins. Vikuna áður var
fjöldinn 62 og þar áður 33. Heild-
arveltan var 3.680 milljónir króna
og meðalfjárhæð á samning 47,9
milljónir.
Á sama tíma var samtals 5 kaup-
samningum þinglýst á Akureyri og
11 samningum þinglýst á Árborg-
arsvæðinu. gretar@mbl.is
Svipaður fjöldi kaup-
samninga milli vikna
Eftir Halldóru Þórsdóttur og
Sigrúnu Rósu Björnsdóttur
halldorath@mbl.is | sigrunrosa@mbl.is
ÞESSI aðgerð ein og sér hefur eng-
in afgerandi áhrif,“ segir Gunnar
Sigurðsson, forstjóri Baugs. Félagið
hefur selt allar eignir sínar á Íslandi
og verður starfrækt í Bretlandi, þar
sem 85% eignanna eru staðsett.
Kaupandi 39% hlutar í Baugi er
Stoðir, áður FL Group, sem hefur
verið breytt í nýtt fjárfestingarfélag
eftir endurskoðun á rekstri og fjár-
festingastefnu félagsins.
Lítil áhrif á tekjur ríkisins
Gunnar segir að fram að þessu
hafi um 70% eigna Baugs verið er-
lend og því muni flutningurinn ekki
hafa teljandi áhrif á tekjur ríkisins
af starfseminni.
„Fyrirtæki í eigu Baugs greiða
sína skatta í þeim löndum þar sem
þau eru staðsett. Hvar Baugur er
staðsettur hefur engin áhrif á það.“
Hjá Baugi starfa rétt rúmlega 40
manns, á Íslandi og í Bretlandi, en
ekki liggur fyrir hversu mikið af
starfsfólki mun færast út. Áfram
verður lögð áhersla á erlendar fjár-
festingar í smásöluverslun, en fyrir
á félagið hluti í þekktum merkjum á
borð við Iceland, House of Fraser,
Hamley’s, Goldsmiths, Magasin du
Nord, Illum og Saks.
Engin breyting hjá Högum
Að sögn Gunnars verður starfsemi
Haga, sem rekur eins og kunnugt er
ýmsar verslunarkeðjur hér á landi,
alfarið óbreytt og þar með áfram á
Íslandi. Baugur hefur verið eigandi
Haga, en langstærsti hluthafinn í
Baugi er Gaumur, fjárfestingarfélag
í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar
og fjölskyldu hans. Eignarhald Haga
færist nú til Gaums.
„Það má segja að Hagar hafi verið
eina fjárfestingin sem eftir var á Ís-
landi eftir að fjölmiðlahlutinn, 365
hf., og FL Group voru aðskilin frá fé-
laginu í vor.“
Kaupverð Baugs er 25 milljarðar
króna og greiðist með hlutabréfum í
Stoðum. Eru kaupin gerð með fyr-
irvara um áreiðanleikakönnun og
samþykki hluthafa. Aðrir hluthafar
Baugs eru Kevin Stanford, Don
McCarthy, Bague SA og starfsmenn
félagsins.
Baugur farinn frá Íslandi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flutt Höfuðstöðvar Baugs flytjast nú af Túngötunni og til húsakynna Baugs
í London, þar sem starfsemi Baugs og Stoða verður undir sama þaki.
Þýðir að Jón Ásgeir getur tekið aftur við stjórnarformennsku Félagið hefur
selt allar eignir sínar á Íslandi Eigið fé Stoða eykst um 25 milljarða við kaupin
Í HNOTSKURN
»FL Group heitir nú Stoðireftir endurskipulagningu.
»Stoðir hafa keypt 25 millj-arða hlut í Baugi.
»Styrkur Invest er stærstihluthafi Stoða.
»Gaumur er stærsti hluthafiStyrks Invest.
»Baugur hefur þegar seltGaumi hlut sinn í Högum.
!
"#$
%&
' (
!
" !
# $
% !
!
&
'()*+
'
, - .
/0.
1
2
345
6 1
(
(7/
/81
+90
1 -
-
:
-
;
1
;
!
-0
!
"
:-
!
-
<
!
#
' >?@?@
AB@?A?@B
B@45@@CC
3C35?ADD
A?5BC?BD@
ABDC5
A>A5>BB5
34AC3@43?
A>?DB@3@?
A?5>CCCC
3AB>D43C
@3B>>B>@
@3DDCCCC
5DC3CCCC
@3@BBBB
@B>B>CB
AADC3D?
3C4C3>
353@3@A
,
,
,
,
5@5C?45C
,
?EC@
4EAC
@4EBC
?EA5
A5E@5
ADE3C
A4E?C
?DBECC
@@EBC
>?E5C
3E34
BE??
AEB>
>BE3C
AEA5
A>4E5C
A55>ECC
@DBECC
AD4E5C
,
,
,
DD35ECC
ACECC
,
?EC?
4EAD
@?EAC
?EA?
A5E3C
ADEDC
A4E>C
?5CECC
@3ECC
>>E@C
3EDC
BE>4
AEBB
>BE?C
AE@C
AB>ECC
A5?5ECC
@55ECC
AD>ECC
@@ECC
,
>E5C
D5CCECC
ACE5C
4ECC
/0!
-
A
5
AB
@C
3D
@
D
3>
@@
3
D
A3
@C
?
@
5
3
A
4
,
,
,
,
@
,
F
--
D?@CC>
D?@CC>
D?@CC>
D?@CC>
D?@CC>
D?@CC>
D?@CC>
D?@CC>
D?@CC>
D?@CC>
D?@CC>
D?@CC>
D?@CC>
D?@CC>
D?@CC>
D?@CC>
D?@CC>
D?@CC>
D?@CC>
3C4@CC>
4A@@CC?
34@CC>
3?@CC>
D?@CC>
?3@CC>
*&G
#
*&G
$
H
H
*&G
%
&
G
H F6
I +
H
H
/'
F
H
H
*&G
'A5
*&G
DC
H
H
● FRANSKI bankinnn Societe
Generele hefur verið sektaður um
4 milljónir evra, nær 500 milljónir
króna, vegna skorts á innra eftirliti
sem kostaði bankann 4,9 millj-
arða evra. Þetta kom fram á vef-
miðli BBC í gær en þar sagði jafn-
framt að gerðar hefðu verið
verulegar athugasemdir við veik-
leika í upplýsingakerfum bankans.
Franski verðbréfamiðlarinn Jer-
ome Kerviel, var eins og kunnugt
er sakaður um að bera ábyrgð á
tapinu. Hann lýsti yfir sakleysi
sínu og segir að bankanum hafi
verið fullkunnugt um gjörðir sínar,
sem bankinn þarf nú enn að borga
fyrir.
sigrunrosa@mbl.is.
Societe sektaður
vegna eftirlitsskorts
Meðeigandi/framkvæmdastjóri
Bókhaldsfyrirtæki óskar eftir
meðeiganda/framkvæmdastjóra.
Þarf að hafa góða reynslu og verkefni með sér.
Mjög góð 220 fm skrifstofu eign á frábærum stað
er í félaginu með útleigu á aðstöðu.
Upplýsingar í síma 862-5028
Flutningur Baugs til Bretlands þýðir að félagið þarf að sjálfsögðu að
lúta þarlendri hlutafélagalöggjöf. Fram kom í Financial Times í gær
að þar væru gerðar ríkari kröfur til félaga en á Íslandi hvað varðar
upplýsingagjöf.
Flutningurinn þýðir líka að Jón Ásgeir Jóhannesson getur tekið aftur
við stjórnarformennsku í félaginu af Ingibjörgu Pálmadóttur, þar
sem hann hefur hreinan skjöld gagnvart breskum yfirvöldum.
Hvað breytist með flutningi?
ÞRÁTT fyrir það
bakslag sem er í
efnahagslífinu
núna, eru lang-
tímahorfur góðar.
Þetta kom fram á
fundi sendi-
nefndar Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins
í gær þar sem
kynntar voru
helstu nið-
urstöður athugana þeirra á íslensku
efnahagslífi. Eins og vænta mátti
taldi nefndin að krónan ætti enn eftir
að lækka og tengdi það við m.a. hátt
hlutfall erlendra skulda í einkageir-
anum. Einnig kom fram að hún teldi
Seðlabankann á réttri leið með því að
halda stýrivaxtastiginu áfram háu.
Bankinn þyrfti að standast þrýsting
um lækkun enn um sinn auk þess
sem jákvætt væri, að komin væri
lánsheimild til að styrkja gjaldeyr-
isforðann.
Röng tímasetning breytinga
Nefndin ítrekaði að lykilatriði væri
að áfram yrði unnið að breytingum á
Íbúðalánasjóði til að auka áhrif pen-
ingastefnunnar. Tímasetning á hækk-
unum lána og afnámi stimpilgjalda
hefði hins vegar mátt vera betri, í ljósi
þess hve mikilvægt væri að ná fast-
eignaverði niður og vinna gegn verð-
bólgu.
Bent var á að ýmsar hættur steðj-
uðu að bönkunum: þeim geti reynst
erfitt að tryggja sér fjármagn á óstöð-
ugum markaði, fyrirtæki í viðskiptum
væru oft verulega skuldsett, innri
vöxtur hefði verið of hraður og erfitt
að gera sér grein fyrir fjárhagslegum
styrk hluthafa. sigrunrosa@mbl.is
Jákvæðar
horfur þrátt
fyrir allt
Húsnæðisverð
ennþá of hátt.