Morgunblaðið - 05.07.2008, Side 20
20 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Landsmót hestamanna
Eftir Guðrúnu Huldu Pálsdóttur
gudrunhulda@mbl.is
METTE Mannseth er án efa einn
afkastamesti knapi Landsmóts
hestamanna en auk þess að sýna
fimmtán hross í kynbótadómi er hún
eigandi Hróðs frá Refsstöðum, sem í
ár hlýtur heiðursverðlaun fyrir af-
kvæmi.
Eftir vel lukkaða yfirlitssýningu
stóðhesta, þar sem Mette sýndi
fimm hross, var unnt að spyrja
þessa metnaðarfullu tamningakonu
nokkurra spurninga milli þess sem
hún gaf ungum aðdáendum eig-
inhandaráritanir.
„Tvö hross misstu skeifur en þrátt
fyrir það hækkaði eitt þeirra í ein-
kunn. Hesturinn sem ég sýndi síð-
ast, Háttur frá Þúfum, varð rosalega
hræddur við umhverfið svo ég varð
að hætta,“ segir Mette þegar hún er
spurð að því hvernig sýningar dags-
ins hafi gengið. Besta árangri náði
Mette í 4 vetra flokk þegar Seiður
frá Flugumýri II varð efstur og
Kappi frá Kommu varð þriðji í sama
flokki undir stjórn hennar. Auk þess
náðu tveir stóðhestar úr hennar
ræktun, Hnokki og Háttur frá Þúf-
um, góðum árangri. „Pressan er
ekki eins mikil þegar ég sýni mín
eigin hross og því verð ég ósjálfrátt
alltaf aðeins rólegri.“
Skilyrði að Hróður yrði graður
Mette áskotnaðist Hróður frá
Refsstöðum þegar Gísli Gíslason,
maðurinn hennar, gaf henni hann
veturgamlan. „Gísli hafði keypt átta
hross saman og valdi Hróð úr hópn-
um og sagði mér að ég ætti að eiga
hann. Hann setti það þó sem skilyrði
að hann ætti að vera graður.“ Gísli
sýndi Hróð síðan fjögurra vetra
gamlan og hefur hróður hans aukist
jafnt og þétt. „Það er bara gaman að
hugsa til baka um ferlið og sjá hann
svo fá þessi miklu verðlaun. Það er
mikill heiður,“ segir Mette.
Hún getur verið kampakát með
árangurinn og segir hún að nú þegar
hún hafi lokið keppni ætli hún að
slappa af, setjast í brekkuna með
áhorfendum og njóta veislunnar.
Ljósmynd/Kristján Þór Finnsson
Glæsileg Hófur frá Varmalæk og Mette höfðu brekkuna með sér í yfirlitssýningu 5 vetra stóðhesta. Hófur er undan Hróð frá Refsstöðum eins og fleiri úrvalsgæðingar á landsmótinu.
Mette Mannseth
slær í gegn
NORÐMENNIRNIR Leif Øverås og Siv Knud-
sen sátu makindalega í áhorfendabrekkunni
er blaðamaður gaf sig á tal við parið. Leif seg-
ist rækta íslenska hestinn í Vestur-Noregi og á
nokkra hesta hér á landi, þ. á m. Hróðssoninn
Baug frá Víðinesi sem keppti í töltinu. Þetta er
fyrsta landsmótið sem þau sækja og líkar mjög
vel. Siv finnst þó hafa verið fullvindasamt
fyrstu dagana en ekkert sem skemmdi fyrir
skemmtuninni. thuridur@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Eigandi Baugs í brekkunni
„VIÐ erum fjölskylda,“ útskýrir Sveinn
Andri Pálsson. Hann býr í Vestmannaeyjum
ásamt foreldrum sínum, Ásu Birgisdóttur og
Páli Heiðari Högnasyni. Hjá þeim situr (t.h.)
ferðafélagi þeirra í hestamennskunni uppi á
landi, Margrét Jónsdóttir frá Strönd í Vestur-
Landeyjum, sem býr því „sneinsnar“ frá fjöl-
skyldunni. „Við höfum líka fengið fólk ofan af
landi til Eyja og þar þykir mjög gaman að
ríða út,“ segir Páll Heiðar. thuridur@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Næstum nágrannar
Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur
thuridur@mbl.is
EINN af hápunktum landsmóta er
yfirlitssýning stóðhesta sem fram fór
í gær. Hver vill heldur ekki sjá fram-
tíðina fyrir? Undir hvern á að panta
og hvers má maður vænta?
Gaumur frá Auðsholtshjáleigu var
efstur í flokki 7 vetra og eldri stóð-
hesta með einkunnina 8,69. Þórður
Þorgeirsson sýndi hestinn en hann er
sem fyrr með allra farsælustu knöp-
um landsins. Glotti frá Sveinatungu
var efstur í 6 v. flokknum með 8,58 en
hann sýndi Jakob Sigurðsson. Ómur
frá Kvistum sýndur af fyrrnefndum
Þórði er efstur 5 vetra fola með aðal-
einkunnina 8,61 og efstur í 4 v. flokki
er Seiður frá Flugumýri, sýndur af
Mette Mannseth, með 8,42 í aðalein-
kunn.
Jakob og Fróði áfram í tölti
Jakob Svavar Sigurðsson og Fróði
frá Litlalandi voru öruggir í B-úrslit-
um í tölti í gærkvöldi með 8,39 og
þreyta því A-úrslitin í kvöld.
Efstir inn í A-úrslit í B-flokki gæð-
inga á úrslitadegi á morgun eru Ísleif-
ur Jónasson og Röðull frá Kálfholti.
Góður rómur var gerður að rækt-
unarbússýningum en áhorfendur
völdu Blesastaði 1A í símakosningu
sem besta hópinn. Magnús Trausti
Svavarsson og Hólmfríður Björns-
dóttir eru ræktendurnir og hafa áður
hlotið lof fyrir hrossin sín. Í hópnum
voru þrír stóðhestar sem allir eru með
9,5 fyrir tölt í kynbótadómi.
Gæðingafeður framtíðar-
innar á Rangárbökkum
Ljósmynd/Kristján Þór Finnsson
Rými Krummi frá Blesastöðum vakti hrifningu manna á Gaddstaðaflötum.