Morgunblaðið - 05.07.2008, Page 21

Morgunblaðið - 05.07.2008, Page 21
|laugardagur|5. 7. 2008| mbl.is daglegtlíf Eftir Guðrúnu Huldu Pálsdóttur gudrunhulda@mbl.is Ef ég er heima eru þeir bara lausir ogvilja þá gjarnan vera hjá mér, á öxl-inni, í vasa eða inni í ermi. Þeir eruforvitnir um hvað ég borða og vilja fá að smakka. Þeir eru líka ótrúlega stríðnir og eiga það til að hlaupa í burtu með súkku- laðimola, blýant eða strokleður sem ég er að nota.“ Stríðnispúkarnir eru rotturnar Viggó, Aron og Mummi sem búa hjá Kristbjörgu Söru Thorarensen, dýralæknanema í Kaupmanna- höfn. Á heimilinu búa einnig tveir kettir og hund- ur en að sögn Kristbjargar Söru eru rotturnar yfirvaldið á heimilinu. „Rotturnar ráða, svo koma kettirnir og hundurinn er neðstur í goggunarröðinni. Kettirnir og hundurinn eru skíthrædd við rotturnar enda bíta þær frá sér þegar þau eru nálægt. Um jólin var kötturinn að stríða Aroni og Viggó kom vini sínum til bjargar og réðst á köttinn. Þeim lenti saman eins og í teiknimynd, það vantaði bara stjörn- unar og rykskýin fyrir ofan þá. Slagsmálin enduðu með því að kötturinn hljóp skömm- ustulegur í burtu og rottan ætlaði á eftir hon- um. Kisa lenti á spítala með bitsár á fætinum.“ Sara segir að rottur séu miklir persónuleikar og á ekki erfitt með að lýsa karakter- einkennum rottustrákanna. „Aron er voðalega kelin rotta og mikil félagsvera. Hann er alltaf í miklu uppáhaldi hjá gestum.“ Mummi bættist nýlega í fjölskylduna. „Ég er aðeins að kynn- ast honum, hélt fyrst að hann væri einfari og sjálfstæður en svo komst ég að því um daginn að honum þykir notalegt að láta klóra sér bak við eyrun.“ Rottur eru afar heimiliskær dýr og vilja vera í búrinu sínu flestum stundum. „Þær hætta sér ekki langt frá búrinu og gefa sér góðan tíma til að kanna nýjar slóðir enda týn- ast þær ekki auðveldlega. En þær komast allt sem þær ætla sér og það kemur mér sífellt á óvart hvernig þær komast á suma staðina. Til dæmis fara þær inn í húsgögn og upp á gard- ínustangir.“ Aðspurð hvernig hún venji rottur á að sitja á öxlinni segir hún þær sækja þangað sjálfar. „Þær finna til öryggis á öxlum. Þaðan geta þær skoðað og skynjað umhverfið í kringum sig. Þær sækja einnig í ermar og vasa sem get- ur einnig tengst öryggi.“ Hvorki ógeðslegar né óhreinar Áður en Kristbjörg Sara flutti til Kaup- mannahafnar ræktaði hún rottur á Íslandi og vakti það nokkra athygli. „Í framhaldi var sett blátt bann við innflutningi á rottum einhverja hluta vegna. Þar með varð hætt við skyld- leikaræktun hjá mér svo ég hætti með þær.“ Hún segir fáfræði og fordóma ástæðu þess að rottur hljóti ekki hljómgrunn hér á landi. „Rottur hafa á sér það orð að þær séu ógeðs- legar og óhreinar. Sannleikurinn er hins vegar sá að þær eru afar þrifaleg dýr og þeim er í raun hættara við smiti en að vera smitberar því þær eru mjög viðkvæmar fyrir sjúkdóm- um.“ Henni finnst rottur ekkert öðruvísi en hamstrar eða kanínur. „Þær hafa meira vit í kollinum sem gerir þær að meiri persónu- leikum. Mér finnst í raun sambærilegt að eiga rottu og að eiga kött. Rotturnar svara oft kalli og svo er hægt að venja þær við alls kyns hluti, þær gera greinamun á fólki og eru mjög hænd- ar að eigendum sínum.“ Hún tekur lýsandi dæmi um fordóma. „Ég var einu sinni með rottuunga á öxlinni þegar kona kom að, klapp- aði honum, talaði við hann og fannst voðalega gaman að honum. Hún spurði mig hvernig mús þetta væri og þegar ég sagði henni að þetta væri rottuungi hrópaði hún upp og fannst hann allt í einu ógeðslegur. En á meðan hún hélt að dýrið væri mús var hann voðalega krúttlegur og góður.“ gudrunhulda@mbl.is Rotturnar ráða yfir köttunum Varnarrottan Viggó, hjartaknúsarinn Aron og hinn dularfulli Mummi eru rottustrákar sem búa í Kaupmannahöfn hjá dýralæknanem- anum Kristbjörgu Söru Thorarensen. Hún segir fáfræði og fordóma ástæðu þess að rottur hljóti ekki hljómgrunn hér á landi. Knús Kristbjörg Sara segir rotturnar hin blíðustu skinn. Í hengirúmi „Þær hætta sér ekki langt frá búrinu og gefa sér góðan tíma til að kanna nýjar slóðir,“ segir Kristbjörg Sara. Æstir, breskir dansfíklarsem vilja hlúa að móðurjörð geta bráðlega sam- einað þessi tvö áhugamál og dans- að frá sér allt vit á fyrsta vist- væna næturklúbbnum í Bretlandi. Samkvæmt breska vefritinu Daily mail, verður klúbburinn útbúinn sérstöku dansgólfi sem framleiðir rafmagn fyrir hluta hans þegar múgurinn hristist á gólfinu. Auk þess verður áfengið á staðnum lífrænt ræktað og borið fram í umhverfisvænum glösum, en búast má einnig við því að vatnið í klósettunum sé endur- unnið. Venjulegir djammarar þurfa að borga 10 pund í aðgangseyri hyggist þeir njóta vistvænnar skemmtunar en þeir sem sann- anlega koma fótgangandi, á hjóli eða nota almenningssamgöngur fá ókeypis aðgang. Skriflegt loforð um að berjast gegn gróðurhúsaáhrifunum Áður en skemmtunin hefst þurfa djammararnir þó að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að þeir muni framvegis vinna að því að halda aftur af loftslagsbreyt- ingum. Eigandi næturklúbbsins, And- rew Charalambous, segist vonast til að klúbburinn hvetji ungt fólk til að glíma við gróðurhúsaáhrifin. Hann telur þetta ferska leið til að höfða til unga fólksins og vonar að hún nái betri árangri en aðrar meiri „fullorðins“ aðferðir sem unga fólkið flokki oft sem tuð. Íslendingar sem eru á leið til London bráðlega geta rannsakað klúbbinn nánar en hann opnar 10. júlí. liljath@mbl.is Vistvænn dans og lífræn drykkja Magnum Photos Paris Umhverfisvænt Djammið þarf alls ekki að vera mengandi. Rottunum hennar Kristjönu Söru er ýmislegt til lista lagt og fyrir nokkrum árum urðu nokkrar þeirra kvikmyndaleikarar. „Ég var beðin um að koma með nokkrar rottur til að leika ræs- isrottur í kvikmyndinni Mýrinni. Ég kom með fimm rottur sem voru í brúnum og svörtum litum og þær leika í einu atriði á móti Ingvari E. Sigurðssyni og Ólafíu Hrönn Jónsdóttur. Þegar lík var dregið upp úr holu í kjallaranum áttu rotturnar að hanga í pokanum og hlaupa upp úr hol- unni. Einni var troðið inn í pokann og þegar Erlendur (Ingvar E.) opnaði hann skaust ein rotta úr pokanum.“ Kristjana Sara segir þetta hafa verið mikið ævintýri, en jafnframt hafi það reynt nokkuð á sálartetrið. „Fólkið á staðnum áttaði sig kannski ekki á því að þetta voru litlu krúttin mín sem ég knúsaði heima hjá mér. Fyrir þeim voru þær bara rottur og voru slegnar ofan í polla og holur hvað eftir annað í atriðinu. Ég horfði upp á þetta með tárin í augunum,“ segir Kristjana Sara og bætir við: „Fyrir vikið fékk ég þann virðulega titil: „Umsjón með rottum“ á kreditlistanum.“ Léku í Mýrinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.