Morgunblaðið - 05.07.2008, Page 23

Morgunblaðið - 05.07.2008, Page 23
Tilbúinn Steindór Björn Sigurgeirsson keyrir Evo 8. BMW Jón Bjarni Jónsson keppti á BMW 320d. Monster Svarti Camaroinn sprengdi næstum því hljóðhimnur áhorfenda og jörðin skalf þegar hann þaut af stað. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 23 - kemur þér við Prestur segir stjórn- völd misnota samning gegn hælisleitendum Sérfræðingar deila um áhrif álvera á efnahag Jón Ólafsson fagnar því að geta farið að hreinsa nafn sitt Sparisjóður Svarfdæla hætti við að breyta sér í hlutafélag Edrú allan túrinn, eru skilaboð Mugisons til ömmu sinnar Hvað ætlar þú að lesa í dag? Valbjörn Júlíus Þorláksson, meðstjórnandi Kvartmílu- klúbbsins, segir alla velkomna til að æfa sig eða keppa í kvartmílu. „Það eina sem þarf á æfingar er hjálmur, tryggingaviðauki, gilt ökuskírteini, þús- undkall og að vera meðlimur í Kvartmíluklúbbnum eða Bílaklúbbi Akureyrar. Keppnirnar eru opnar öllum sem eru í akstursíþróttafélagi innan ÍSÍ en keppendur þurfa líka að hafa hin atriðin á hreinu. Fólk sem vill æfa sig mætir bara á svæðið þegar við höldum æfing- ar en það þarf að skrá sig sérstaklega í keppnir. Við auglýsum þetta allt inni á kvartmila.is og ég vil benda á að engin verðbólga er á keppnisgjöldum frá því í fyrra.“ Úrbætur á kvartmílubrautinni Valbjörn segir svæði Kvartmíluklúbbsins hafa breyst frá því í fyrra. „Já, það hefur heldur betur breyst, það er búið að demba tugum þúsunda rúm- metra af mold í kring um brautina og sá í hana. Fólk keyrir þá frekar út í gras en í hraunið. Annars erum við líka búin að leggja vegrið út rúmlega 200 metra af brautinni og setja upp ljósaskilti svo áhorfendur geti séð tímana. Þá erum við búin að breyta klúbbhúsinu og það er búið að malbika nýjan veg út á braut,“ segir Valbjörn og bætir því við að fleiri umbætur séu vænt- anlegar í sumar. „Við erum að undirbúa áhorf- endamön frá klúbbhúsinu og út brautina en þannig getur fólk horft á bílana fara framhjá á fleygiferð í stað þess að horfa bara á þá minnka. Síðan vantar okkur meiri mold og þurfum að koma ljósaskiltunum almennilega í gang.“ Að sögn Valbjörns hafa orðið miklar breytingar milli ára á keppnisbílum. „Nú eru amerískir bílar komnir í minnihluta, asískir og þýskir bílar koma sterkir inn og eru orðnir fleiri sem er bara frábært. Sekúnduflokkarnir sem voru litlir í fyrra eru stærstir núna. Það eru flokkarnir fyrir kraftminni bílana og þó maður eigi 1400 Hondu getur maður alveg unnið í þessum flokkum.“ Það lítur út fyrir að engin ein stereótýpa keyri á kvartmílubrautinni. „Hér er fólk frá sautján upp í sjö- tugt, stelpur og strákar. Til dæmis eru tvær stelpur að keppa í 14,90 flokknum í dag,“ segir Valbjörn og blaðamaður vill skjóta því inn að lokum að önnur stelpan, Regína Einarsdóttir, vann flokkinn. Frá sautján upp í sjötugt Brautin Valbjörn Júlíus Þorláksson fagnar nýliðum. Á sumrin leggja margir leið sínaað Dettifossi. Benedikt Björns- son skólastjóri á Húsavík kallar þessar stökur Á Hólssandi: Ekki er heiðin gamla greið, grýtt er leið að vanda. Hugann seiðir Herðubreið hátt til eyðilanda. Strjálast gróður, stækkar svið, streymir móða að unni, tekur hljóða heiðin við, hrekkur ljóð af munni. Drottna þá hin duldu mögn draumabláu sala, heyra má í heiðaþögn hvernig stráin tala. Sögu langa elds og eims auðnin stranga geymir. Hér í fangi heiðageims hugur angri gleymir. Það er eftirtektarvert að breiður sérhljóði er í innríminu í öllum vís- unum, þannig að hringhendurnar eru hljómmiklar. Aftakaveður var á Hellu í vik- unni, þar sem Landsmót hesta- manna stendur yfir. Pétur Stef- ánsson velti því fyrir sér hvaða áhrif það hefði: Austur á Hellu er allt í steik; eykst til muna rokið. – Skyldi einhver kempan keik af klárnum hafa fokið? Ekki stóð á svari hjá Jóni Arn- ljótssyni: Þó hart sé rok á Hellugestum, held ég geti fullyrt að ekki fýkur fólk af hestum, þó færist nokkur tjöld úr stað. VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Af roki og landsmóti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.