Morgunblaðið - 05.07.2008, Side 24

Morgunblaðið - 05.07.2008, Side 24
24 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Ármann Kr.Ólafsson,stjórn- arformaður Strætó bs., setti fram athygl- isverða hugmynd hér í Morgunblaðinu í gær. Hann stingur upp á því að ríkið og sveitarfélögin myndi sér heildstæða stefnu um al- menningssamgöngur. Fyrsta skrefið í því væri átak á veg- um ríkisins í fjölgun akreina fyrir strætó, eins og gert hef- ur verið á Miklubrautinni í Reykjavík. Ármann segir fagnaðarefni að nú sé verið að lengja strætóakreinina á Miklu- brautinni, en engin slík ak- rein sé á Kringlumýrarbraut eða Hafnarfjarðarvegi. Eitt helzta vandamál al- menningssamgangna í borg- inni er að strætó hefur ekki forgang í umferðinni nema á þessum takmarkaða kafla á Miklubrautinni, í Lækjargötu og á fáeinum stöðum öðrum. Sérstaklega á álagstímum á morgnana og síðdegis situr strætó fastur í sama umferð- arhnút og önnur ökutæki. Peningasparnaðurinn við að taka strætó í stað einka- bílsins liggur í augum uppi, en tímasparnaðurinn verður ekki augljós nema stræt- isvagnarnir hafi raunveruleg- an forgang á aðra umferð. Og til þess þarf sérstakar akrein- ar. Athyglisvert væri að skoða hvað það myndi kosta að breikka Kringlumýrar- braut og Hafnar- fjarðarveg annars vegar og lengja hins vegar forgangsakreinar fyrir strætó á Miklubraut og Vest- urlandsvegi, þannig að al- menningssamgöngurnar yrðu greiðar á þessum tveimur meginöxlum umferðar á höf- uðborgarsvæðinu, frá norðri til suðurs og austri til vesturs. Ármann Kr. Ólafsson bend- ir á að aðgerðin væri vistvæn og kynni að fresta öðrum framkvæmdum, t.d. mis- lægum gatnamótum. Vegna olíuverðshækkunar- innar, sem byrjuð er að hafa þau áhrif að í fyrsta sinn um langa hríð hugsar fólk sig um áður en það sezt upp í einka- bílinn, eru að skapast for- sendur fyrir mörkun nýrrar stefnu í almenningssam- göngum. Líta má á uppbygg- ingu þeirra sem stuðning við heimilin á erfiðum tímum. Um leið græðir umhverfið auðvit- að. Það ætti því að skoða hug- mynd Ármanns Kr. Ólafs- sonar vel. Ef breikkun helztu stofnæða á höfuðborgarsvæð- inu nýtist ekki til að efla al- menningssamgöngur geta menn bara játað sig sigraða og afhent þær einkabílism- anum. Uppbygging almenn- ingssamgangna er stuðningur við heimilin} Alvöruforgangur? Heldur dap-urleg frá- sögn var í Morg- unblaðinu í fyrradag um að ekki væri lengur hægt að láta kirkjur landsins standa opnar og óvaktaðar, heldur væru þær núorðið flestar læstar. „Meginreglan var sú að kirkjur á landsbyggðinni voru opnar gestum og gangandi flesta daga ársins eða þá að lykillinn stæði í skránni,“ seg- ir í grein Ágústs Inga Jóns- sonar, fulltrúa ritstjóra. „Á síðari árum hefur sú breyting orðið á að nú er það meg- inreglan, að kirkjur eru lok- aðar. Ástæða þessa er ótti við spjöll á kirkjum og þjófnaði úr þeim.“ Einn viðmælandi blaðsins, Kristján Valur Ingólfsson Þingvallaprestur, segir að fólk komi í auknum mæli í kirkj- urnar að því er virðist gagn- gert til að hæðast að helgi- dómnum. „Á síðustu árum höfum við í auknum mæli orðið vör við að fólk kemur í kirkj- urnar og tekur spaugmyndir af sér til dæmis við að blessa söfn- uðinn fyrir framan altarið. Þetta fólk fækkar jafnvel föt- um við þessa iðju sína,“ segir hann. Guðshús eru helgidómar, helgir staðir. Þeim, sem þar ganga um, ber að sýna helgi staðarins tilhlýðilega virðingu. Þá skiptir engu máli hvort fólk aðhyllist viðkomandi trú eða ekki. Hluti af því að virða aðra er að sýna trúarbrögðum þeirra virðingu. Getur verið að fólk telji sig geta sýnt kristnum guðs- húsum óvirðingu vegna þess að þau eru helgidómar mikils meirihluta þjóðarinnar? Ímyndum okkur að fólk um- gengist samkomuhús búddista eða múslima með sama hætti og Kristján Valur lýsir. Færi ekki allt á annan endann? Yrði ekki beðið um lögreglurann- sókn á þeirri óvirðingu, sem tilteknum trúarhópi væri þannig sýnd? Í þjóðfélagi, þar sem helgi- dómum er spillt skortir á virð- ingu fyrir fólki. Telur fólk sig geta sýnt kristnum guðs- húsum óvirðingu?} Helgidómum spillt F ídel Smári sonur Rosemary og Pauls fæddist á Landspítalanum í Reykjavík fyrir nokkrum vikum. Hann er myndardrengur. Íslensk ljósmóðir tók á móti honum í þennan heim, áður en hún sagði upp starfi sínu vegna svikinna loforða um bættan hag kvenna- stétta. Nú er spurningin: Hvenær ætla yfirvöld að vísa Fídel Smára, 5 vikna, úr landi? Í dag, á morgun, í næstu viku? Og þá hvert? Að því er best verður skilið var föður Fídels Smára, Paul Ramses, vísað af landi brott án mikils fyrirvara eða undirbúnings fyrir hann og fjölskylduna. Hann virtist í það minnsta grandalaus í þeirri trú að alvarlegt mál hans væri í vandvirku umsækjendaferli hérlendis. Í vikunni var Paul svo nauðugur á leið í ítalskar hælisleitendabúðir af því hann millilenti á Ítalíu á leið til Íslands og fékk þar vegabréfsáritun. Já, það getur reynst afdrifaríkt að millilenda ef maður er á flótta. Hvar milli- lenti mamman áður en hún fékk dvalarleyfi í Svíþjóð? En Fídel Smári? Fídel Smári millilenti hvergi. Hann lenti beint á Íslandi þegar hann fæddist. Fjölskylduvæn millilendingarstefna undir yfirskini Schengen getur varla sent Fídel Smára aft- ur til baka á annan stað en Landspítalann. Eða hvað? Paul á íslenska vini og kunningja og kom fyrst til lands- ins árið 2005. Paul hefur unnið að ýmsum uppbygging- arstörfum í Kenía og líf hans er nú í hættu, en alda ofbeld- is og ofsókna hefur herjað í landinu. Hvernig er í raun hægt að réttlæta þessa meðferð á Paul og fjölskyldu hans? Hvað knúði á? Og hvenær á yfirleitt að bæta úr aðstæðum og málsmeðferð hælisleitenda hérlendis? Þess er knýjandi þörf, umbúða- og millilending- arlaust. Sumt er löglaust og siðlaust. Annað er lög- legt en siðlaust. Svo er til enn annað sem er hvort tveggja í senn: löglegt og siðlegt. Íslensk stjórnvöld gátu hæglega tekið um- sókn Paul Ramses efnislega fyrir og leyft hon- um að dvelja hér áfram ásamt eiginkonu og nýfæddum syni á meðan málið væri kannað frekar með góðum vilja. Yfirvöldum var í sjálfsvald sett að vera þar bæði lögleg og sið- leg. Í millitíðinni hefði Paul Ramses getað verið hlíft við þeim „hreinsunum“ sem nú standa yfir á Ítalíu gagnvart „ólöglegum innflytjendum“ í stað þess að vera sendur beint í þann úfna faðm. Honum hefði einnig getað verið bjargað frá nöturlegum hælisleitendabúðum sem hafa verið harðlega gagnrýndar fyrir slæman aðbúnað. Vonandi verður mömmu og syni ekki vísað lengra í burtu en á fæðingarstaðinn við Hringbraut og faðirinn kallaður aftur heim til lendingar. Það er jú hægt að halda því fram með einhverjum rökum að það hafi verið við Hringbraut sem fjölskyldan unga leit dagsins ljós og „lenti beint“ á Íslandi. Mannúð millilendir ekki, og fjölskylda er fjölskylda. glg@althingi.is Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Pistill Mannúð í millilendingu FRÉTTASKÝRING Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is ALLT bendir til þess að í byrjun næsta árs taki ný lög í Noregi gildi sem varða kaup á vændi. Frumvarp þess efnis er nú í meðförum dóms- málanefndar norska Stórþingsins og verður afgreitt í þinginu í október. Með lögunum verða vændiskaup gerð ólögleg og verða viðurlögin sekt eða fangelsi í allt að sex mánuði. Reynist brotin mjög alvarleg gætu þau varðað fangelsun í þrjú ár. Lögbannið mun gilda hvort sem um er að ræða vændi á götum úti eða innanhúss, hvort sem kynlífsþjón- ustan er keypt af norskum rík- isborgara eða ekki og óháð því hvort vændið fer fram með samþykki selj- andans eða ekki. Jafnframt er lagt til í frumvarpinu að norskum rík- isborgurum verði óheimilt að kaupa vændi í útlöndum. Áfram verður lög- legt að selja vændi en með lögunum standa vonir til að markaðurinn minnki vegna dvínandi eftirspurnar. Noregur fer að dæmi Svíþjóðar, en þar voru vændiskaup gerð ólögleg árið 1999. Þeir sem eru fylgjandi slíkri laga- setningu hafa sagt hana sjálfsagða í samfélögum sem telja sig standa framarlega í jafnréttisbaráttu kynjanna. Noregur teljist til slíkra ríkja og því sé sjálfsagt að viðurlög séu við því að karlmenn kaupi sér aðgang að líkömum kvenna. Lög- bannið er vissulega óháð kynferði þess sem selur, en mikill meirihluti þeirra sem stunda vændi eru konur. Leiðir til viðhorfsbreytinga Unni Kiil er verkefnisstjóri hjá ROSA-samtökunum sem eru liður í baráttu stjórnvalda gegn mansali Samtökin veita fórnarlömbum man- sals aðstoð en vændi fylgir í flestum tilfellum mansali. Kiil sagði í samtali við Morgunblaðið að í baráttunni gegn vændi væri mikilvægast að minnka eftirspurn eftir vændi. „Við erum ekki í vafa um að slík lög muni leiða til viðhorfsbreytinga meðal við- skiptavina vændiskvenna. Hluti þeirra sem kaupa vændi eru jú lög- hlýðnir borgarar og þeir munu ef- laust sjá að sér,“ sagði Kiil. Hún seg- ir þó augljóst að slík lagasetning ein og sér dugi skammt í baráttunni. „Það er nauðsynlegt að ráðast í sam- hliða aðgerðir og gera fólki auðveld- ara fyrir að hætta vændi t.d. með því að bæta heilsu þess, menntun og at- vinnumöguleika,“ sagði Kiil. En það eru ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti laganna. Liv Jessen, forstöðukona Pro- senteret í Osló, miðstöðvar sem veit- ir vændisfólki ýmsa aðstoð og þjón- ustu, hefur verið nokkuð áberandi í norskum fjölmiðlum vegna gagnrýni sinnar á lögin. Jessen leggur áherslu á að vændi sé félagslegt vandamál. Það verði ekki upprætt með laga- setningum, nauðsynlegt sé að ráðast að rótum þess. Hún segir afar erfitt fyrir þá sem vilji hætta vændi að fá aðra vinnu og er jafnframt hrædd um að þeir sem haldi vændinu áfram muni eiga erfitt uppdráttar eftir að lögin taki gildi. Gagnrýnendur vilja meina að slíkt lögbann leiði m.a. til þess að vændi verði ósýnilegra og tefli öryggi vændisfólks í tvísýnu. Unni Kiil er á öðru máli og bendir á að nú þegar sé mestur hluti vændis ósýnilegur og stundaður í íbúðum, á nuddstofum eða klúbbum hverskon- ar, ofbeldið tengist frekar götu- vændi. „Meirihluti þeirra vænd- iskvenna sem við höfum afskipti af stundar svokallað götuvændi og þær segjast verða fyrir miklu ofbeldi af hendi viðskiptavina sinna. Þeim er nauðgað, þær lamdar og kastað út úr bílum á ferð,“ segir Kiil. Ný norsk könnun sýni að vændiskonur sem stundi götuvændi séu frekar fórn- arlömb ofbeldis en aðrar. Morgunblaðið/Kristinn Bann Norsk yfirvöld vonast til að ný lög minnki eftirspurn eftir vændi. Norðmenn elta Svía og banna vændiskaup Í ÁLITSSKÝRSLU norsku lögregl- unnar um væntanlega lagasetningu koma m.a. fram efasemdir um að fjármagn lögreglunnar dugi til að hægt verði að framfylgja lögunum sem skyldi. Meirihluti lögreglustjóra landsins er þó fylgjandi lögunum og telur að þau muni gefa góða raun. KAUP á vændi hefur verið ólöglegt í Svíþjóð frá árinu 1999 og eru deildar meiningar um afleiðingar þess. Nú vinnur nefnd að því að meta áhrif laganna og hafa kvenna- samtök lýst yfir nauðsyn þess að herða refsingarnar eigi þær að fæla frá viðskiptavini. Nú sé refsiramm- inn sá sami og fyrir hnupl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.