Morgunblaðið - 05.07.2008, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 25
Í landi Bæði varðskipin lágu við bryggju í gær. Svo sjaldgæfri sjón má líkja við fisk á þurru landi eins og þennan sem líklega syndir þó ekki framar.
G. Rúnar Blog.is
Haukur Nikulásson | 4. júlí
Tilhneiging borg-
arinnar að lauma
breytingum í gegn
Mér sýnist að það sé vax-
andi tilhneiging hjá borg-
aryfirvöldum að ætla að
breyta deiliskipulagi og
öðru með því að fara með
þetta bakdyramegin í
gegnum kerfið.
Sjálfur uppgötvaði ég fyrir tilviljun að
borgin hygðist breyta deiliskipulagi við
Furugerði 1 sem er næsta hús við okkar í
Furugerði 3 án þess að kynna okkur það
öðruvísi en með lítilli auglýsingu sem
helst þarf að finna með smásjá. Þetta
finnast manni lágkúruleg vinnubrögð. …
Meira: haukurn.blog.is
Það skiptir miklu
að tengsl Íslands
við umheiminn hvíli
á traustri stöðu í al-
þjóðlegu umhverfi
viðskiptamála og
fjármála, ekki síður
en stjórnmála. Á
tímum mikilla og
örra breytinga um-
heimsins, hinnar
svokölluðu hnattvæðingar, er
þetta enn mikilvægara en fyrr.
Það er skoðun okkar sem þessar
línur ritum að eins og nú standa
sakir verði slík staða ekki tryggð
utan Evrópusambandsins. Við
teljum því að hefja ætti und-
irbúning að aðildarumsókn nú
þegar, en með því væri jafnframt
gefin til kynna fullur vilji til að
endurheimta efnahagslegan stöð-
ugleika og þar með greitt fyrir
úrlausn þess bráða vanda sem
fjármálastofnanir landsins eiga
nú við að etja.
Þótt slík ákvörðun stjórnvalda
um afstöðuna til Evrópusam-
bandsins sé efnahagslegs eðlis,
væri hún í fullu samræmi og eðli-
legu samhengi við þau nýju við-
horf í varnarmálum sem komin
eru til sögunnar eftir brottför
bandaríska varnarliðsins. Áhugi
Evrópuþjóða á þátttöku í eft-
irlitsflugi með herþotum við Ís-
land bendir varla til annars en að
umhverfi Íslands tengist varn-
arhagsmunum þeirra. Því hlýtur
stefna Evrópusambandsins í ör-
yggis- og varnarmálum (Euro-
pean Security and Defence Po-
licy – ESDP) að vera áhuga- og
hagsmunamál Íslands.
Gera verður greinarmun á
þeirri alþjóðavæðingu sem felst í
hnattrænt greiðari viðskiptum
með afurðir og fjármuni, og hins
vegar þeirri sameiningu markaða
fyrir vörur, þjónustu, vinnuafl og
fjármagn sem náðst hefur í Evr-
ópusambandinu og í takmarkaðri
spegilmynd þess, Evrópska efna-
hagssvæðinu. Þar er byggt á
sameiginlegu lagakerfi sem fjór-
frelsi ESB hvílir á. Frjálst flæði
fjármagns um heim allan er hins
vegar óháð sérstöku samstarfi
eða alþjóðlegu eftirliti samhliða
því að það er undirstaða þess
frjálsa markaðskerfis sem stuðl-
ar að því að áhættufjármagn leiti
í arðbæran farveg og að starf-
semi á sviði fjármagnsþjónustu
blómgist.
Í opnu hagkerfi nútímans fel-
ast miklir kostir hagvaxtar og
velsældar, en þó ekki síður hætt-
ur á sveiflukenndum óstöð-
ugleika. Hér á landi hafa alvar-
legir erfiðleikar komið fram í
hagstjórn, einkum á sviði pen-
ingamála. Þetta á ekki síst við
um stjórnun banka og fjármála-
fyrirtækja við aðstæður sem hafa
gjörbreyst við það að fjármagns-
flutningar urðu óheftir og EES-
samningurinn kvað á um fullan
aðgang að stofnun og rekstri
bankastarfsemi í aðildarríkj-
unum. Stefnan í peningamálum,
sem fól í sér að Seðlabankinn
skyldi halda ákveðnu lágu stigi
verðbólgu með stjórn vaxta en
gengi krónunnar ákveðast á
frjálsum markaði lofaði góðu í
fyrstu, en hefur illa staðist þrek-
raunir síðustu ára. Það hefur
sýnt sig að þau tæki sem Seðla-
bankinn ræður yfir duga ekki til
að halda verðbólgu í skefjum á
tímum mikilla framkvæmda og
ónógs stuðnings frá fjár-
málastjórn landsins. Enn fremur
hafa háir vextir leitt til hærra
gengis en samkeppnisgreinar
geta með góðu móti þolað og til
mikils innstreymis skammtíma-
fjármagns vegna vaxtamun-
arviðskipta. Umhverfi íslenskra
útflutningsfyrirtækja hefur fyllst
óvissu og áhættu meir en góðu
hófi gegnir, enda hafa allmörg
þeirra flutt af landi brott, a.m.k.
með hluta starfsemi sinnar. Nú
er svo komið að spyrja verður
hvort nauðsyn beri til þess vegna
öryggis landsins að leita aðildar
að myntbandalagi sem geti gefið
peningamálum þá festu sem at-
vinnulífið þarf á að halda.
Um það þarf ekki að fara
mörgum orðum að Bandaríkin
gegndu hlutverki leiðtoga meðal
lýðræðisríkja um hálfrar aldar
skeið. Öryggi gegn yfirgangi
Sovétríkjanna var tryggt með
Atlantshafsbandalaginu, stofnað
að þeirra frumkvæði og sömu-
leiðis voru Bandaríkin sá efna-
hagslegi bakhjarl sem Evrópa
gat byggt á allt frá dögum Mars-
hallaðstoðarinnar. Þótt Banda-
ríkin horfi nú til annarra heims-
hluta en
Norður-Atlantshafssvæðisins til
að tryggja öryggishagsmuni
heldur varnarsamningur okkar
frá 1951 fullu gildi. Við brottför
þeirra frá Keflavík var talið að
lítið myndi um að vera á okkar
slóðum. Það hlaut því að koma
okkur og öðrum á óvart að þegar
bandarískar orustuvélar voru á
brott frá Íslandi skyldu Rússar
færa sig upp á skaftið og sýna
hernaðarmátt sinn í lofti við
strendur Íslands og Noregs.
Ekki er annað en sjálfsagt og
eðlilegt að á nýrri öld taki Evr-
ópuþjóðir ýmsar ákvarðanir til
að efla getu sína til að mæta
hættuástandi. Slíkar ráðstafanir
hafa verið teknar innan Evrópu-
sambandsins en einnig er um að
ræða ákvarðanir um hugsanlega
samvinnu ESB og NATO í ör-
yggismálum. Sú samvinna náði
því miður ekki að þróast og hef-
ur að mestu legið niðri síðan
2004. Frönsk stjórnvöld hafa nú
nýlokið við mikið endurmat
stefnu sinnar í varnar- og örygg-
ismálum og boða að taka fullan
þátt í starfsemi NATO, jafnframt
því sem áhersla sé lögð á mjög
aukið hlutverk Evrópuríkjanna á
vettvangi Evrópusambandsins í
samvinnu við NATO. Það eru
hagsmunir Íslands að sjónarmið
þess nái til þessarar umræðu.
Sé athyglinni að nýju beint að
efnahagsmálum má lýsa því svo
að Ísland hafi fyrr á árum notið
öryggis á þeim vettvangi af aðild
að alþjóðastofnunum eins og Al-
þjóðagjaldeyrissjóðnum og
OEEC/OECD sem fylgdu fram
ákveðnum reglum ásamt beinni
aðstoð ef á þyrfti að halda. Þetta
er nú úr sögunni fyrir nokkru og
reynslan hefur sýnt að við getum
ekki rekið óháð peningakerfi á
eigin spýtur svo vel fari, heldur
verðum við að gerast aðilar að
sameiginlegu myntkerfi. Þetta er
í raun hliðstætt því sem gerst
hefur í varnarmálum. Hvort
tveggja leiðir til ályktunar um
mikilvægi aðildar að Evrópusam-
bandinu, umfram þær efnahags-
legu ástæður sem frá öndverðu
voru til staðar. Þetta mætti einn-
ig orða þannig að með aðild að
Evrópusambandinu geri Íslend-
ingar nauðsynlegar ráðstafanir
til frekari tryggingar landsins í
efnahagslegu og öryggislegu til-
liti. Sá er munur á því að vera
innan eða utan landamæra nýrr-
ar Evrópu.
Eftir Einar Bene-
diktsson og
Jónas H. Haralz
» Það er skoðun okkar
sem þessar línur rit-
um að eins og nú standa
sakir verði slík staða
ekki tryggð utan Evr-
ópusambandsins.
Jónas H. Haralz
Einar Benediktsson er fv. sendiherra
og Jónas H. Haralz fv. bankastjóri.
Einar Benediktsson
Öryggi í hnattvæddum heimi
Gestur Guðjónsson | 4. júlí
Verðmætum borgarinnar
skóflað út um gluggann
Þessi blessaði meirihluti í
Reykjavík ætlar að setja
Íslandsmet í að sóa verð-
mætum borgarbúa og
forgangsröðun hans er
með þvílíkum ólíkindum
og svo gersamlega á skjön við þá stefnu
sem maður hélt að Sjálfstæðisflokkurinn
væri að fylgja að manni fallast hendur.
Keyptir eru hjallar við Laugaveg á of-
urverði til að byggja verslunarhúsnæði á,
í samkeppni við aðila á frjálsum markaði,
á sama tíma og til stendur að selja fram-
tíðarútivistarsvæði borgarbúa í
Hvammsvík á hálfvirði, hálfa milljón
hektarann meðan að gangverð á „venju-
legum“ jörðum á Suðurlandsundirlend-
inu er nær milljóninni. Þá er ekki tekið
tillit til þeirra mannvirkja sem á jörðinni
eru, þ.m.t. golfvöllur. Það verður
skemmtilegt eða hitt þó heldur fyrir OR
að nýta jarðhitann sem var undanskilinn
þegar fyrirtækið á ekki lengur jörðina.
Skemmst er að líta til neðri hluta Þjórsár
í því sambandi. …
Meira: gesturgudjonsson.blog.is
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson | 4. júlí
Teigsskóg verður að verja
Teigsskógur á Vest-
fjörðum er bitbein í um-
hverfisverndarbaráttunni.
Þar á að leggja veg í
gegnum fallegan og
merkan birkiskóg. Eftir
því sem ég kemst næst er
um að ræða skammtímavegabætur og
e.t.v. nokkrum krónum ódýrari en var-
anlegri – og styttri – leið með jarð-
göngum gegnum hálsa. Hér er því ekki
horft langt fram á veg.
Ýmis umhverfisverndarsamtök fjöl-
menna í Teigsskóg nú um helgina. Á
laugardaginn kl. 13 verður lagt verður
upp frá Gröf í Þorskafirði þar sem Gunn-
laugur Pétursson býður göngufólk vel-
komið og segir frá áformum Vegagerð-
arinnar …
Meira: ingolfurasgeirjohann-
esson.blog.is
Sigurjón Þórðarson | 4. júlí
Fer landinn síður
í enskan Bónus?
Landinn hefur staðið með
útrásarvíkingunum og það
jafnvel þótt þeir hafi sætt
lögreglurannsóknum. Nú
þegar kominn er botn í
rannsóknirnar og dóm-
stólar hafa komist að því
að sök þeirra er minni en upphaflega var
talið eru þeir skyndilega flognir á einka-
þotum úr landi með fyrirtækin. Ég tel að
meginástæðan sé ekki sá vægi dómur
sem Jón Ásgeir hlaut, heldur efnahags-
ástandið á Íslandi.
Það er kaldhæðnislegt að Baugsmenn
voru hvað stærstu gerendurnir í að taka
stór erlend lán í gegnum Glitni og FL Gro-
up, fyrirtækin sín, til að fjármagna ýmis
kaup sem hafa gefið mismikið eða mislítið
í aðra hönd nú þegar efnahagsástandið er
öðrum þræði í vanda vegna þess að erf-
iðlega gengur að endurfjármagna stóru
lánin. Efnahagsástandið er að stórum
hluta gríðarlegum lántökunum að kenna
sem Baugsmenn eru núna að flýja. …
Meira: sigurjonth.blog.is