Morgunblaðið - 05.07.2008, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 05.07.2008, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Victor Ilyafæddist í Nitra í Tékkóslóvakíu 5.10.1939. Hann lést á heimili sínu í Washington D.C. 17. maí síðastliðinn. Victor flúði frá Tékkóslóvakíu með foreldrum sínum til Þýskalands í lok seinni heimsstyrj- aldarinnar þar sem systir hans fæddist. Þau fluttu til Banda- ríkjanna 1949 og settust að í Terrytown í New York-fylki. Hinn 29.9. 1966 kvæntist Victor Auði Vilhelmínu Friðgeirsdóttur, f. 12.1. 1946. Þau eignuðust fjóra syni, Victor Ilya Alexander, f. 6.1. 1970, kvæntur Caroline Aguilar. Hann á tvær dætur af fyrra hjóna- bandi, Anna Josephine, f. 27.12. 1999, og Amalie Lisbet, f. 25.6. 2001. Adrian Friðgeir, f. 20.8. 1975, kvæntur Kathleen Nutt; Andrew Halldór, f. 4.3. 1979, kvæntur Catherine O’Connor; og Adam Steinar, f. 6.2. 1982. Victor lauk B.S.-námi í stærð- fræði og efnafræði frá Brandeis Háskólanum í Boston árið 1961, hann hlaut dokt- orsgráðu í stjórn- málahagfræði frá Georgetown Há- skólanum í Wash- ington D.C. árið 1972. Victor vann mest- alla sína starfstíð við ráðgjafastörf hjá einkafyrirtækjum. Hann vann um tíma fyrir ríkisstjórn Bandaríkjanna í heilsugeiranum en innan hans starfaði hann nær ævilangt. Þá vann Vic- tor einnig að ýmsum verkefnum fyrir mörg fylki Bandaríkjanna auk ríkisstjórnarinnar. Fyrir utan ráðgjafastörfin tók hann að sér ýmis verkefni, t.d. við markaðs- setningu á ýmsum vörum og upp- finningum. Victor vann einnig öt- ullega að félagsmálum, var t.d. forseti US-Kazakhstan ráð- gjafanefndar svo og meðlimur í St. Albans Episcopal Church í Washington þar sem hann vann sjálfboðavinnu, m.a. við að lesa úr ritningagreinum. Minningarathöfn um Victor Ilya verður í Neskirkju í dag og hefst hún klukkan 11. Mér er enn þá minnisstæður dag- urinn í júní 1967 þegar Auður gekk að eiga Victor í kirkjubrúðkaupi að íslenskum sið sem fram fór í Nes- kirkju. Victor var glæsilegur á velli, vel menntaður, hafði aðlaðandi fram- komu og var hvers manns hugljúfi. Hann var mjög glaðlyndur og hafði ríka kímnigáfu, hafði gaman að gleðjast í góðra vina hópi og var ein- staklega gestrisinn og greiðvikinn. Victor hjálpaði mörgu ungu fólki, m.a. með því að finna vinnu eða á annan hátt að opna dyr fyrir það. Hann elskaði Ísland, fólkið og veðr- áttuna, naut þess meira að segja að ganga úti í rigningu og roki. Hann var skarpgreindur og var eins gott að standa klár að því að skýra mál sitt ef svo bar undir. Á námsárum mínum dvaldi ég eitt sumar hjá þeim Auði og Victori í Washington D.C. þar sem þau bjuggu miðsvæðis í borginni. Þá var Victor að vinna að doktorsritgerð sinni en þrátt fyrir það gaf hann sér tíma til að fara með okkur Auði og kunningjunum á strönd eða að fylgj- ast með íþróttaiðkun mágs síns. Síð- ar á lífsleiðinni nutum við Anna eig- inkona mín þess að koma til þeirra í Georgetown þar sem þau höfðu kom- ið sér vel fyrir með fjórum sonum sínum. Nutum við þá gestrisni Auðar og Victors í ríkum mæli. Við brúðkaup dóttur okkar fyrir ári síðan tók ég eftir því að andlit Victors ljómaði þegar ég leiddi hana inn kirkjugólfið. Hann hafði orð á því eftir á að ég hefði verið allt of hátíð- legur og hefði átt að brosa meira sem full ástæða var til. Eins og venjulega var Victor hrókur alls fagnaðar í veislunni í Elliðaárdalnum um kvöld- ið hvort sem hann talaði við unga fólkið eða það eldra. Victor fékk krabbamein fyrir 12 árum síðan og gekk í gegnum bæði uppskurði og lyfjameðferðir. Hann þjáðist af þunglyndi á meðan á með- ferðinni stóð en náði gleði sinni aftur. Undanfarið ár var honum erfitt og hann var kvalinn þar til steininn tók úr nú í vor og þunglyndið þjakaði hann á nýjan leik áður en hann lést. Með Victori er fallinn frá maður sem var gefandi að hafa kynnst og umgengist. Áhugasamari og fram- sýnni mann var erfitt að finna, mann sem hafði mikinn áhuga á því sem gerðist í alþjóðlegu samfélagi og því sem samferðamenn fengust við. Að leiðarlokum þökkum við Anna og fjölskylda okkar Victori fyrir frá- bæra viðkynningu og ánægjulegar samverustundir í gegnum tíðina. Hann var ekki bara góður vinur heldur öllu fremur góður bróðir í raun. Við sendum Auði, sonum hennar og tengdadætrum innilegar samúð- arkveðjur. Steinar Friðgeirsson. Hann Victor mágur minn er látinn. Það er erfitt til þess að hugsa að hans sé ekki lengur að vænta til landsins nú eins og undanfarin ár. Óvænt og ótímabært fráfall hans er öllum sem honum kynntust mikill harmur. Ég hitti Victor í fyrsta sinn fyrir um 40 árum þegar hann kom til Ís- lands til að kvænast Auði systur minni en þau hófu síðan búskap og settust að í Wasington D.C. Strax við fyrstu kynni náði Victor að heilla tengdafjölskyldu sína enda var hann myndarlegur maður, hávaxinn, þægilegur í viðmóti og gamansamur. Eftir að ég kynntist honum betur komu ýmsir aðrir kostir í ljós eins og að hann lét sig fólk raunverulega varða og átti auðvelt með að fá fólk til að opna sig og segja sína sögu. Það sem einkenndi Victor var einstak- lega vinalegt, opið og glaðlegt viðmót hans og hæfileikinn til að nálgast menn og málefni með virðingu og skilningi. Besti kostur hans var þó ótvírætt hve óendanlega góður faðir hann var. Eftir að synir hans fjórir komu í heiminn, var hann með þá fyrstu árin nánast hvert sem hann fór. Hann var þolinmóður og kær- leiksríkur faðir eins og þeir gerast bestir. Synirnir uxu úr grasi og tók hann ávallt virkan þátt í lífi þeirra með því að fylgjast með þeim í námi, íþróttum, leik og starfi. Að sama skapi var hann systur minni einstak- lega góður eiginmaður. Missir þeirra er mikill. Victor var einnig farsæll í starfi en hann lauk doktorsprófi í stjórnmála- hagfræði. Hann starfaði sem sér- hæfður viðskiptaráðgjafi í heilbrigð- isgeiranum. Hann var eftirsóttur í sínu fagi og kom sér alls staðar vel. Eftir að Victor greindist með krabbamein fyrir um 12 árum síðan þurfti hann á öllum sínum kröftum að halda til að berjast við sjúkdóm- inn. Honum tókst að sigrast á veik- indum sínum og náði góðri heilsu að nýju. Árin sem fóru svo í hönd urðu honum hamingjurík í faðmi fjöl- skyldunnar. Ég ásamt fjölskyldu minni hef oft notið gestrisni Victors og Auðar í Washington en þangað hefur ávallt verið gott að koma og vel tekið á móti okkur. Það hefur ekki síður verið gaman að fá árlegar heimsóknir þeirra hingað til Íslands. Ég, Hinrik, Gunnar Geir og Andri Geir kveðjum Victor með söknuði og eftirsjá. Við samhryggjumst Auði og fjölskyldu hennar. Edda Friðgeirsdóttir. Við minnumst Victors vinar okkar með söknuði. Það tekur sinn tíma að venjast þeirri staðreynd að þessi góði og greindi maður sé horfinn af sjónar- sviðinu. Við áttum margar ánægju- legar samverustundir með Auði og Victori á heimili þeirra í Washington DC í meira en 30 ár. Þar fylgdumst við með uppvexti sonanna, sem eru allir ungir afburðamenn og spegla í fágaðri og hlýrri framkomu sinni verðmætt veganesti frá foreldrun- um. Á heimili Auðar og Victors ríkti mikil gestrisni. Þar voru oft haldin glæsileg boð þar sem þeirra stóra og fallega hús var þéttsetið prúðbúnum gestum. Í minna formlegum boðum skartaði Victor oft breiðum axla- böndum í afar skærum litum. Það vakti alltaf kátínu þegar Victor kom til dyra með sitt ljúfmannlega bros og spennti upp litríku axlaböndin sín. Þá var Victor hrókur alls fagnaðar í boðum heima hjá okkur. Við minnumst sérstaklega boða þegar börnin okkar mættu líka með vini sína. Þá leitaði Victor alltaf til unga fólksins um leið og hann sá sér færi á að yfirgefa gamla liðið við borðstofuborðið til að taka þátt í fjör- inu í eldhúsinu. Það er eftirminnilegt að sjá hvað hann náði góðu sambandi við unga fólkið og hvað það naut þess að tala við hann. Fréttin af fráfalli Victors hafði djúp áhrif á börnin okk- ar, líkt og að þau hafi misst náið skyldmenni. Victor dáði æsku og lífs- gleði og það skynjaði unga kynslóðin í návist hans. Það er af mörgu að taka í minning- unni um Victor. Við getum ekki lokið þessari stuttu minningargrein án þess að lýsa gjafmildi hans. Það gerðist oft á veitingastöðum að hann var búinn að borga fyrir allan hópinn áður en nokkurn grunaði, hafði að- eins skroppið frá. Þá var hann sífellt með hugann við að færa fólki gjafir sem höfðu sérstakt gildi fyrir við- komandi og eigum við margar slíkar gjafir. Hugljúfar minningar um þennan góða dreng, sem lét svo margt gott af sér leiða, munu fylgja okkur ævi- langt. Við og börnin okkar vottum Auði og fjölskyldu djúpa samúð. Unnur og Snorri. Victor Ilya Kugajevsky Þegar Magga systir hringdi á þriðjudag- inn, og sagði mér frá láti mömmu, var hjónabandssæla eitt það fyrsta sem mér datt í hug. Um leið og ég kom heim bakaði ég svo hjónabandssæluna gömlu og góðu í fyrsta sinn á ævinni. Þó ég hefði ekki rabarbarasultu við höndina, þá minnti hún mig á sumar bestu fjöl- Jóhanna Sigurbjörnsdóttir ✝ Jóhanna Sig-urbjörnsdóttir fæddist í Keflavík 12. október 1924. Hún lést á líkn- ardeild Landakots- spítala 3. júní síðast- liðinn og var jarðsungin frá Ár- bæjarkirkju 9. júní. skyldustundirnar, þegar „stelpurnar“ komu við á laugardag- seftirmiðdögum og fengu sér með kaffinu. Þá var mín búin að baka nokkrar sortir; hjónabandssæla, mar- engsterta, súkku- laðiterta og marmara- kaka voru algengustu sortirnar. Döðlutertan var meira spari. Við gátum öll troðið okkur inn í litla eldhúsið í Álftamýrinni. Ekki var svigrúmið mikið, en alltaf mátti bæta við einum kolli í viðbót. Daginn eftir fréttirnar, kom önnur sterk minning þegar ég réðst í að umbreyta stofunni hjá mér, eitthvað sem ég geri þegar mikið er í gangi. Hvað á það sameiginlegt með breyt- ingarköstunum hennar mömmu? Ég man eftir ótal tilfellum þar sem hún sneri öllu við í stofunni og prófaði endalausar samsetningar. Þá var ekki mest virði að það liti betur út fyrir vikið, heldur að það var breyt- ing. Það gat stundum verið snúið, því það var erfitt að tjónka við hornsóf- ann sem átti nú eiginlega að vera stilltur í röð til að njóta sín best. En hún setti það ekki fyrir sig ef hornið var eitt og sér á miðju gólfi ef breyt- ing var annars vegar. Nokkrar aðrar skemmtilegar myndir birtast í huga. Skór voru mikið atriði. Það var ekki fyrr en henni varð það lífshættulegt að hún hætti að ganga í háhæluðum skóm. Hún, Victoria Beckham og Mariah Carey áttu þetta sameiginlegt að fara ekki úr húsi án pinnahæla. Feg- urð kom alltaf á undan þægindum. Eitt af leyndarmálum hennar var hvað hún var hrifin af bleika litnum. Bleiku skórnir voru bara notaðir í út- löndum þar sem maður gat verið að- eins frjálsari. Eitt sinn þegar hún kom í heimsókn til mín til Kaliforníu, keypti hún sér fölbleikan sparikjól sem ég efast um að hún hafi nokkurn tíma notað. Of væminn fyrir Ísland. Það var ekki ólíkt henni að vilja fá sér permanent áður en hún færi hin- um megin og hitti gamla ættingja og vini á nýju. Maður varð að vera tip top í hvaða ásigkomulagi sem var. Að vera eins og hæna í hnakkann var ein af hennar martröðum. Í huganum óska ég og sé hana fyr- ir mér ganga að Gullna hliðinu í bleiku skónum, hárið gott í hnakk- ann, augabrýrnar litaðar, fagurkeri til hinstu stundar. Hún er örugg og ánægð með sig, áhyggjulaus yfir því hvað öðrum finnst, og laus við alla birgði og basl. Fats Domino spilar í bakgrunninum og allt er huggulegt í kringum hana. Auður Snorradóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls eiginkonu minnar, mömmu, tengdamömmu, ömmu og langömmu, ELÍNAR JÓHÖNNU GUÐLAUGSDÓTTUR HANNAM. Ralph Th. Hannam, Vilhjálmur Leifur Tómasson Hannam, Sólveig Hannam, Árni Ólafur Lárusson, Júlía Hannam, Ragnar Þ. Ragnarsson, Elísabet Hannam, Örn Helgason og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU JÓHANNESDÓTTUR, Hóli við Dalvík. Guð blessi ykkur öll. Jóhannes Markússon, Svanhildur Karlsdóttir, Hallgrímur Tómasson, Sigurbjörg Karlsdóttir, Friðrik Þórarinsson, Þorleifur Karlsson, Sigurbjörg Einarsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR BÓASSONAR frá Borg, Njarðvík, Borgarfirði eystri. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum fyrir frábæra umönnun. Björg Sigurðardóttir, Páll Haraldsson, Jakob Sigurðsson, Margrét B. Hjarðar, Jóhann Helgi Sigurðsson, Lára Ríkharðsdóttir, Jón Helgason, Kristjana Björnsdóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, EDDU SIGURVEIGAR HALLDÓRSDÓTTUR, Vallholti 26, Ólafsvík. Þökkum sérstaklega starfsfólki á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fyrir góða umönnun og stuðning. Hermann Hjartarson, Matthildur Laufey Hermannsdóttir,Theódór Barðason, Jensína Edda Hermannsdóttir, Haraldur Baldursson, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.