Morgunblaðið - 05.07.2008, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 05.07.2008, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ingibjörg Þórð-ardóttir fæddist í Hvammi á Völlum 10. maí 1931. Hún lést á Krabbameins- deild Landspítalans aðfaranótt 29. júní síðastliðins. For- eldar hennar voru Þórður Helgason bóndi í Hvammi á Völlum, f. 27.2. 1901, d. 19.3. 1985 og Vilborg Guð- mundsdóttir hús- móðir, f. 15.10. 1892, d. 13.1. 1983. Systkini Ingi- bjargar voru: Óskar Aðalsteinn, f. 8.1. 1923, d. 22.3. 1934, Guð- mundur Helgi, f. 26.3. 1924, Arn- þór, f. 20.6. 1925, d. 7.7. 2004, Ás- dís, f. 25.4. 1927, d. 27.12. 2004 Margrét Sigurrós, f. 13.4. 1929, og uppeldissystir Auðbjörg Stefáns- dóttir, f. 25.5. 1942. Ingibjörg giftist 17. september 1956 Bóasi Hallgrímssyni vél- stjóra, f. 30.7 1924. Börn þeirra eru: 1) Hallgrímur, f. 16.1. 1957, kvæntur Gerði Ósk Oddsdóttur, f. ari Friðrikssyni, f. 21.6. 1971, þau eiga 3 börn. 11) Ásdís, f. 25.4. 1973. 12) Guðrún, f. 25.4. 1973, maki Guðjón Magnússon, f. 2.3. 1965, þau eiga 3 börn. Ingibjörg stundaði nám við Hús- mæðraskólann á Hallormsstað á árunum 1947–1949. Þá starfaði hún í mötuneytum m.a. hjá Vega- gerð ríkisins, sláturhúsinu á Egils- stöðum og við Grímsárvirkjun. Ár- ið 1956 hófu Ingibjörg og Bóas búskap á Grímsstöðum í Reyðar- firði og bjuggu þau þar allt til árs- ins 2006 er þau fluttu í Melgerði 13. Ingibjörg helgaði heimili sínu og börnum mestan sinn tíma. Jafn- framt sinnti hún ýmiss konar nefndarstörfum á vegum sveitar- félagsins og var virk í Reyðar- fjarðardeild Rauðakrossins, Slysa- varnafélaginu og Kvenfélaginu. Þegar fækkaði í heimili á Gríms- stöðum hélt Ingibjörg út á almenn- an vinnumarkað þar sem hún starfaði m.a.við netagerð, síldar- söltun, á saumastofunni Hörpu og Gunnarsbakaríi. Á seinni árum nutu þau hjónin þess að ferðast um landið, ýmist ein eða í góðra vina- hópi. Útför Ingibjargar fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 16.1. 1960, þau eiga 6 börn og 5 barnabörn. 2) Þórhalla, f. 9.6. 1958, gift Guðmundi Frímanni Þorsteins- syni, f. 6.1. 1960, þau eiga 4 börn og 2 barnabörn. 3) Jónas Pétur, f. 3.7. 1960, maki Soffía Björg- vinsdóttir, f. 2.6. 1964, þau eiga 3 börn. 4) Vilborg, f. 7.1 1962, gift Erlendi Júlíussyni, f. 9.9. 1957, þau eiga 2 börn. 5) Agnar, f. 19.8. 1963, maki Kristín Lukka Þorvaldsdóttir, f. 11.8. 1963, þau eiga 2 börn. 6) Jó- hann Nikulás, f. 29.1. 1966, kvænt- ur Ásthildi Magneu Reynisdóttur, f. 26.8. 1969, þau eiga 3 börn. 7) Þórður, f. 25.2. 1967, d. 24. 6. 1984. 8) Sigurbjörg Kristrún, f. 9.5. 1968, gift Ólafi Ragnarssyni, f. 16.2. 1966, þau eiga 5 börn. 9) Bóas, f. 18.3. 1970, kvæntur Þór- eyju Jónínu Jónsdóttur, f. 10.11. 1968, þau eiga 2 börn. 10) Fanney Ingibjörg, f. 18.4. 1971, gift Ingv- Í dag verður til moldar borin tengdamóðir mín, Ingibjörg á Grímsstöðum eins og hún jafnan var nefnd. Já, á Grímsstöðum gerðust hlutirnir, þar ólu hún og Bóas upp börnin sín tólf, tóku á móti gestum og gangandi og þar var lífsgátan oft krufin. Allir voru velkomnir í þeirra hús, hvort sem var að nóttu eða degi, ungir sem aldnir, alltaf heitt á könnunni og viðmótið hlýtt og heim- ilislegt. Ingibjörg stóð eldhúsvakt- ina alla daga ársins og virtist njóta sín best þegar húsið var fullt af fólki og skoðanaskiptin við eldhúsborðið snörp. Margir léttu líka á hjarta sínu við þetta sama borð og það sem þá var sagt fór aldrei lengra, Ingi- björg geymdi það sem henni var trúað fyrir með sér.Við vorum alls ekki alltaf sammála en nutum þess báðar að takast á í orðum, því ekki þótti henni amalegt að setja fram skoðun sem var andstæð skoðun viðmælandans. Oft kveikti hún fjör- ugar umræður hjá stórum hóp við eldhúsborðið, en sneri sjálf að pönnukökupönnunni og tryggði málþinginu kræsingar. Því hún bauð endalaust upp á kræsingar, enginn mátti fara svangur frá Grímsstöð- um, hvorki menn né málleysingjar. Börnin mín reyndu í mörg ár að hjálpa mér við að læra að gera hafragraut eins og hjá ömmu, en höfðu ekki erindi sem erfiði. Henni féll held ég sjaldnast verk úr hendi og fannst oft undarlegt að vera að mikla fyrir sér eitthvað sem tengd- ist heimilishaldi og matargerð, enda vön að reka heimili fyrir að minnsta kosti fjórtán manns. Minningarnar eru endalausar og tengdar virðingu og þakklæti, en ekki í Ingibjargar anda að skrifa einhverja lofrullu. Hún var vön að láta verkin tala og lífsstarfið sem hún skilur eftir sig eru allar þær vel gerðu manneskjur sem börnin hennar eru. Ég vil fá að þakka fyrir allt það sem hún gaf mér með því að vera ávallt til staðar og tilbúin að miðla ef eftir því var leit- að. Að hafa setið með þeim hjónum og notið þess hversu fróð og víðlesin þau bæði voru, eru forréttindi sem ég er þakklát fyrir að hafa fengið að njóta. Það voru margar veislurnar fyrir sálina, sem maður sat við eldhús- borðið á Grímsstöðum og fræddist um mannlíf og sögu Reyðarfjarðar, staðarins þar sem hún bjó í yfir hálfa öld. Stór og sorgmæddur er hópurinn sem eftir stendur, en mestur er missir þinn, elsku Bóas, góður Guð styðji þig og styrki um alla framtíð. Ingibjörgu kveð ég með hennar eigin orðum: vertu sæl frú. Gerður Ósk. Hið göfugasta í lífi okkar er ást er móðir ber til sinna barna hún fórnar, gefur helft af sjálfri sér og sækir styrk til lífsins dýpsta kjarna „hún veitir ljós sem ljómi bjartra stjarna“. Hún veitir ljós, og leysir hverja þraut hún lífið unga styður fyrstu sporin er fræðari á framvindunnar braut og fyrirmynd sem yljar best á vorin „hinn unga stofn sem er til þroska borin“. Ef móðurástin mótaði okkar spor og mildi hennar gjörðum okkar réði þá yrði lífið eins og fagurt vor sem okkur færði hamingju og gleði „þá lifðum við sem blóm í fögru beði“. Þá kærleikur og tryggðin tækju völd og trú á lífið veitti sanna gleði þá ríkti fegurð lífsins fram á kvöld því fagurt mannlíf stýrði voru geði „að forsjá hans er fyrst oss hingað réði“. Já móðurást er yndi sérhvers manns og allra besta stoð á vegi hálum hin dýrmætasti kjarni kærleikans sem kallar fram hið besta í vorum sálum „hún ætti að ráða í öllum okkar málum“. (Árni Böðvarsson.) Drottinn blessi minningu tengda- móður minnar Ingibjargar Þórðar- dóttur. Guðmundur Frímann. Kallið er komið Kominn er nú stundin Viðskilnaður viðkvæm stund. (Valdimar Briem.) Það er á orðum Valdimars Briem sem okkur þykir tilhlýðilegt að hefja þessi minningarorð um hana ömmu okkar. Ömmu sem kölluð var til starfa á öðrum og betri stað sl. sunnudag. Amma var í okkar huga óbifanlegur hluti tilverunnar, eitt- hvað sem alltaf hafði verið og mundi alltaf verða, og því er skilnaðar stundin sár. En þá er svo gott að eiga fjöldann allan af minningum sem við getum yljað okkur, og hugg- að við. Minningar sem bæði fram- kalla bros á vör og gera það að verk- um að amma verður kona sem við aldrei gleymum. Alltaf áttum við barnabörnin vís- an stað í amstri dagsins hjá ömmu og afa á Grímsstöðum. Þangað var gott að koma. Þar gat maður setið klukkutímum saman og spjallað um allt milli himins og jarðar og alltaf var hún amma tilbúin að hlusta á hvað við börnin höfðum til málanna að leggja. Okkar skoðanir virti hún engu minna, en skoðanir hinna full- orðnu. Og ekki þótti okkur verra að með spjallinu var alltaf boðið upp á kleinur, pönnsur eða nammi. Amma hafði einstakt yndi af okk- ur krökkunum, hún gat setið með okkar heilu dagana, sagt sögur eða bara leikið sér með okkur. Hún var dugleg að segja okkur sögur frá því er að hún var að alast upp, sem og aðrar, og að öðrum ólöstuðum voru sögurnar um Sæmund Fróða þær alskemmtilegustu. Hún var drjúg á góð ráð, grasaseyðið hennar lækn- aði mörg mein og var allra meina bót. Amma okkar var mikil hand- verkskona og það var sem allt léki í höndunum á henni, og þess nutum við í drjúgum mæli. Og það var sama hvað vantaði, grímubúninga, jakkaföt, peysuföt, teppi, húfur eða sokka, allt saman saumaði eða prjónaði hún af miklum myndar- skap og hafði svo einstaklega gaman af. Og þó að Skarphéðinn litli komi ekki til með að muna eftir lang- ömmu, munum við vera dugleg að segja honum sögur og deila með honum minningum okkar um þig. Já, minningarnar eru margar og góðar og þó hefur bara verið talað um lítið brot hér. Hinar geymum við í hjörtum okkar um alla eilífð. Það er vel við hæfi að ljúka þessum minningarorðum á svipaðan hátt og þau hófust, orðum Valdimar Briem úr ljóðinu kallið er komið. Að lokum biðjum við góðan Guð að senda hon- um afa okkar, sem hefur staðið sig eins og hetja og tekið á öllu með miklu æðruleysi, alla sínu bestu strauma. Far þú í friði Friður guðs þig blessi Hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem.) Þórður Vilberg, Stefanía Hrund, Torfi Pálmar, Bryndís, Skarphéðinn Þór. Mig langar með nokkrum orðum að minnast merkrar konu, ömmu Ingibjargar. Hún var alltaf til stað- ar fyrir mig og var alltaf svo blíð og góð. Ég sem bjó í næsta húsi árum saman naut þess að hlaupa yfir í kleinur, hafragraut eða eitthvað annað góðgæti. Eldhúsið á Gríms- stöðum var sjaldan mannlaust og oftast voru þar einhver ömmubörn. Síðar kom ég í blokkina og þar var amma til staðar, tilbúin að hlusta, spjalla, spila og gefa mér gott í gogginn. Hekluðu teppin sem hún bókstaflega fjöldaframleiddi síðustu árin, munu hlýja mér eins og minn- ingarnar sem enginn tekur frá mér. Ég kveð með ljóði eftir hina ömmu mína. Lokið er kafla í lísins miklu bók. Við lútum höfði í bæn á kveðjustund, biðjum þann guð, sem gaf þitt líf og tók græðandi hendi að milda sorgarund. Ó, hve við eigum þér að þakka margt, þegar við reikum liðins tíma slóð. Í samfylgd þinni allt var blítt og bjart, blessuð hver minning, fögur, ljúf og góð. Okkur í hug er efst á hverri stund, ást þín til hvers, sem lífsins anda dró, Hjálpsemi þín og falslaus fórnarlund. Friðarins guð þig sveipi helgri ró. (Vigdís Runólfsdóttir.) Hvíldu í friði, Ólöf Sól. Hljóðlát í hugans leynum er eft- irsjá okkar þegar við sjáum góðu fólki á bak. Svo fór um mig er ég fregnaði lát Ingibjargar Þórðardótt- ur sem okkur sveitungum hennar var tamast að kalla Ingibjörgu á Grímsstöðum. Hún er munabjört minningin um hana Ingibjörgu sem við kveðjum nú í dag, hún var ein þessara samferðakvenna sem ég mat einkar mikils vegna hinna góðu verðleika hennar og bar einlægan hlýhug til. Að henni stóðu ættstofn- ar styrkir og æskuheimilið hinn góði griðastaður. Sjálf eignaðist hún svo sinn eigin hlýja heimarann sem hún annaðist af alúð. Kynnin okkar góðu spanna meira en fimm áratugi, samsveitungar vorum við um langt árabil og sam- herjar í svo mörgu því er máli skipt- ir í umhverfi öllu svo og samfélags- gerð okkar. Þar fór kona sem átti sínar fastmótuðu skoðanir sem hún fylgdi eftir af þessari eðlislægu ein- lægni, sem hún var svo auðug af, sannfæring hennar var heit og átti traustan bakgrunn í frjórri og sjálf- stæðri hugsun, enda átti hún hina góðu eðlisgreind og ávaxtaði sitt líf- spund einkar vel. Heimilið átti huga hennar og hjarta, hún var dugmikil, útsjónarsöm og myndvirk hið bezta, eiginleikar sem komu sér heldur betur vel á barnmörgu heimili. Börnin hennar nutu umvefjandi kærleika hennar og umhyggju, þau Bóas maður hennar samstiga í að búa þeim öllum sem farsælasta framtíð. Það var ekki farið fram með neinni háreysti eða látum á lífsgöng- unni, en það sannreyndi ég að sam- fylgd hennar var gefandi og sá var að ríkari sem átti hana að góðum og einbeittum bandamanni, sú fylgd var traustum böndum bundin.Það er heiðljómi yfir þeim minninga- myndum sem ég á af henni Ingi- björgu, við síðustu samfundi heima á Reyðarfirði léku henni glettniyrði góð á tungu, söm var hlýjan í við- mótinu og alltaf áður og órafjarri var mér sú hugsun að komið væri nærri kveðjustund. Hennar trausta og trygga lífs- förunauti, Bóasi Hallgrímssyni, sendum við Hanna hugheilar sam- úðarkveðjur sem og börnum þeirra og aðstandendum öðrum. Þau geyma birturíkar munamyndir af heilsteyptri og hjartahlýrri konu sem gegndi lífshlutverki sínu af trú- mennsku og reisn. Megi þær verma í sárum söknuði þeirra allra. Í aust- firzkum sumarþey er hún Ingibjörg kvödd hinztu kveðju. Blessuð sé minning hennar. Helgi Seljan. Ingibjörg Þórðardóttir                          Elsku Olga frænka. Við kveðjum þig með söknuði. Ég á erfitt með að átta mig á því að þú sért farin sem alltaf hefur verið svo nálægt mér og börnunum mínum. Margs er að minnast. þú bjóst hjá mömmu þegar ég fæddist og alveg þar til ég var átta ára. Ég á ótal minningar frá þeim árum, þetta voru skemmtileg ár. þú hafð- ir yndi af söng og kenndir mér ótal kvæði og sönglög, fór ég fljótlega að syngja með þér, jafnvel löngu áður en ég fór að tala vorum við alltaf syngjandi. Þú varst alltaf í kór og tókst mig með þér á söng- æfingar þegar þú gast. Ég minnist þess er þú söngst í barnatímanum, sat ég inni í stofu bæði spennt og kvíðin yfir að þér mistækist sem var auðvitað óþarfi, Olga Marta Hjartardóttir ✝ Olga MartaHjartardóttir fæddist á Kjarlaks- völlum í Saurbæ í Dalasýslu 25. októ- ber 1916. Hún lést á öldrunardeild L-1 á Landakoti 4. júní 2008 síðastliðinn og var jarðsungin frá Áskirkju 16. júní sl. þú söngst svo vel, hafðir ljúfa og fallega rödd. Þú söngst op- inberlega víða og fékkst send frumsam- in ljóð frá aðdáendum með þakklæti fyrir sönginn. Þegar ég var átta ára kom að því að þú giftist Viggó og fluttir, mér fannst nú alveg óþarfi að þú flyttir þó að þú giftir þig, en ég var fljót að hlaupa til þín frá Eiríksgötunni og það voru ófáar ferðirnar til þín á Hrefnugötu 8. Það leið ekki langur tími þar til við mamma fluttum að Hrefnugötu 8, fengum íbúð í sama húsi, passlega fyrir okkur tvær. Nú vorum við aftur saman. Ég man hvað þú varst glöð þegar við fluttum og ég ekki síður. Svo kom að því að þú áttir von á barni, ég fékk að fylgjast með meðgöngunni. Ég var ekki lítið glöð, fannst ég eiga von á lítilli systur eða bróður. Þvílík sorg þegar litla telpan fædd- ist andvana, Olga Rós var hún nefnd. Þetta var fyrsta sorgin sem ég kynntist og var ég óhuggandi í langan tíma. Þú gast ekki verið við jarðarför- ina og ég var hjá þér, við hlust- uðum á sálmana í útvarpinu og um- vöfðum hvor aðra. Svo kom að því að þú áttir von á öðru barni. Ég var bæði spennt og kvíðin og bað til Guðs á hverju kvöldi að nú myndi allt fara vel. Svo leit dagsins ljós heilbrigður og yndislegur lítill drengur, Heiðar Viggó. Var ég ekki lítið glöð þegar Viggó tók mig með á spítalann að sækja þig og litla drenginn. Þú varst mér sem önnur móðir og börnunum mínum elskuleg amma, þau elskuðu þig öll, ófáar nætur sem þau fengu að gista hjá Olgu frænku, sem var sko gaman. Stína, Villi, Olga, Kiddi og Sigga kveðja þig með söknuði. Elsku Heiðar minn, Margreta, Júlía, Helgi og Halldór litli, Olga Ingrid og Halldóra, megi Guð al- máttugur halda sinni verndarhendi yfir ykkur. Hvíl í friði elsku Olga frænka. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé þökk fyrir liðna tíð. Margs er að minnast margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði. friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem.) Ellý, Kristín, Víglundur, Olga, Kristinn, Sigríður Erla og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.