Morgunblaðið - 05.07.2008, Side 31

Morgunblaðið - 05.07.2008, Side 31
✝ Ásgeir Þór Vil-hjálmsson fædd- ist á Ísafirði 22. des- ember 1924. Hann lést 25. júní síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Vil- hjálmur Jónsson, f. á Höfða í Grunnavík 25.5. 1888, d. 24.11. 1972 og Sesselja Sveinbjörnsdóttir, f. í Botni í Súganda- firði 11.2. 1893, d. 10.12. 1950. Systk- ini Ásgeirs eru Guð- mundína Kristín, f. 21.9. 1915; Guðfinna, f. 2.9. 1917, d. 31.12. 1998; Jón, f. 20.9. 1918, d. 17.10. 1994; Guðmundur Friðjón, f. 21.10. 1919, d. 5.5. 1920; Guðmundur Friðrik, f. 15.1. 1921, d. 31.8. 2006; Jóhanna, f. 24.11. 1922, d. 13.4. 2001; Hansína Guðrún Elísabet, f. 28.4. 1926; Ólafur Svein- björn, f. 26.7. 1927; Finnur, f. 1.10. 1929, d. 21.1. 1930; Sumarliði Páll, f. 22.11. 1930; Jason Jóhann, f. 21.1. 1932; og Mattías Sveinn, f. 9.12. 1933, d. 18.5. 1999. Ásgeir verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Sem barn átti ég alltaf mitt ann- að heimili hjá Geira. Nú er hann farinn og langar mig að skrifa hér nokkur minningabrot um þennan indæla mann. Þegar eitthvað bját- aði á var Geiri til staðar hvort sem var í æsku minni, á unglingsárum eða bara núna í seinni tíð. Ég fylgdi honum hvert sem hann fór. Hjá honum fann ég hlýju og ekki skemmdi fyrir að ég var dekruð til enda heimsins. Geiri keypti sérstakan morgunmat fyrir mig þar sem ég gat plokkað nammið úr og kakóið var sérstak- lega valið svo að ég gæti tínt úr því sykurpúðana. Þegar ég var um tíu ára gömul og Geiri var niðri í skúr að beita, fór ég einu sinni sem oftar að dorga á höfninni. Í hvert sinn er beit á eða loðnan datt af hljóp ég upp í skúr og Geiri reddaði mál- unum. Auðvitað gat maðurinn voða lítið unnið við þessar aðstæður en hann tók við mér brosandi. Hann gaf sér alltaf tíma til að snúast í kringum mig. Þegar ég sem barn var lasin og bjó inni í firði þá hringdi ég í Geira og tilkynnti honum um veikindin. Ég vissi að hann kæmi hjólandi til mín með sinn nammipokann í hvorri hönd, hann myndi spila við mig og veita mér félagsskap þangað til mamma og pabbi væru búin að vinna. Hann gaf endalaust af sér en gerði engar kröfur til annarra. Það sem er helst lýsandi fyrir Geira er hlýjan, brosið og kraft- urinn. Geiri var mikill bóndi í sér og margar góðar stundir átti ég með þeim afa í sveitinni. Geiri var lærður múrari en í gegnum tíðina vann hann margvísleg störf. Hann var götusópari, vann við dyra- vörslu og klósettvörslu svo fátt eitt sé nefnt. Geiri hafði endalausan metnað. Hann lagði mikið á sig við að gera vel það sem honum var falið. Það eru ekki margir sem geta státað af öllu því sem Geiri hefur afrekað í gegnum lífið. Hann Geiri hafði alltaf tröllatrú á sjálfum sér. Ég minnist þess með flissi sem hann sagði við mig um daginn. Ég var að vandræðast yfir því að geta ekki farið að vinna því Ásgeir litli væri enn svo ungur. Geiri hafði ráð við því og bauðst til að passa á meðan ég væri í vinnunni. Hann gæti labbað með hann í vagninum. Geiri var fjöl- skyldumaður en átti engin börn og hafði aldrei kvænst. Hann sagði mér það núna um daginn að ástæðan fyrir því væri sífelld vinna og feimni ætti sinn þátt líka. Hann var með eindæmum barn- góður og tók okkur systrunum sem sínum börnum. Án hans verð- ur ekkert samt. Elsku Geiri minn. Það kom aldr- ei neitt annað til greina þegar ég varð ófrísk en að ef barnið yrði drengur héti hann Ásgeir. Ég er svo stolt af þessu nafni og ég veit að nafni þinn gladdi hjarta þitt. Þú varst myndarlegur í skírninni þar sem þú hélst á Ásgeiri yngri undir skírn, svo montinn. Það er slæmt að sonur minn fái ekki að kynnast þér, en ég er jafnframt glöð að þið hafið fengið þetta hálfa ár saman. Ég lofa því að Ásgeir mun fá að kynnast þér í gegnum mínar enda- lausu og góðu minningar um þig. Ég mun sakna þín mikið. Þú varst vinamargur Geiri minn og fyrir því er ástæða. Tíminn framundan verður erf- iður og ég kveð þig með sorg í hjarta. Þín Birgitta. Fallinn er nú frá Ásgeir Vil- hjálmsson, sem í daglegu tali hér á Ísafirði var kallaður Geiri Danski, Geiri stundaði beitningu á Ísafirði í fjölda ára og var hann lengi að beita hjá okkar útgerð, var hann afar samviskusamur og sinnti störfum eins og um hans eigin út- gerð væri að ræða, kenndi hann mörgum að beita og kom sér þá vel hversu þolinmóður hann var við kennsluna. Árið 2006 fannst við læknisskoð- un krabbamein í ristli og fór hann suður í uppskurð en þegar búið var að skera fannst ekkert krabba- mein, lýsir það honum vel að hon- um þótti ægilegt að missa úr vinnu vegna svona mistaka, en þá var hann kominn vel yfir áttrætt. Geiri var góður smiður og var boðinn og búinn ef eitthvað þurfti að laga. Geiri stundaði vinnu við múrverk lengi en hans hjartans mál var sauðfjárbúskapur, hann stundaði búskap um tíma í Álftafirði og síð- ar í Hnífsdal, en núna seinni árin tók hann þátt í sauðfjárbúskap í Engidal með Óla bróðir sínum og Kristjáni syni Óla. Geiri var hann alltaf með annan fótinn í beitn- ingaskúrnum og verður mun tóm- legra þegar hann kemur ekki oftar við í kaffi og munum við sakna Geira. Grímur Finnbogason. Gunnlaugur Á. Finnbogason. Jónas Finnbogason. Elsku Geiri minn, það er erfitt að skrifa svona þegar það er erfitt að trúa þessu, þú varst orðinn svo hress og duglegur og hjólaðir og þegar við förum að tala um þig á hjólinu þá minnir það mig á þegar þú fórst að hjóla með mig og ég sat framan á stönginni á hjólinu þínu og við fórum í beitningar- skúrinn og týndum flöskur. Þessar minningar munu verða ofarlega í huga mínum og þegar ég er búin að eignast börn þá ætla ég að segja þeim frá þér, hvað þú varst góður og alltaf til staðar til að hjálpa öllum eins og engill, allt- af svo sætur og brosandi. Ó, Geiri minn, mér þykir svo vænt um minn og um mánaðamót- in þá ætlaði ég að kaupa eitthvað og gera eitthvað fallegt fyrir þig sem minnti á þig og minningar okkar saman og svo þú gætir hugsað þegar ég væri heima í Reykjavík hvað mér þykir vænt um þig. Ég hugsa alltaf til þín þegar ég horfi á Geira, hunda- bangsann minn, sem þú gafst mér þegar ég var minnir mig 1 árs eða eitthvað svoleiðis . Þú hafðir svo mikinn húmor, hlóst að öllu og gerðir grín að því hvað þú værir orðinn gamall. Svona get ég talið endalaust upp góða hluti um þig en hérna ætla ég að stoppa svo þetta verði ekki endalaust. En hvíldu í friði, elsku karlinn minn, og ég mun hugsa til þín á hverjum degi. Þín Díana. Elsku Geiri, það er erfitt að setjast niður og skrifa eitthvað um þig þegar maður er ekki tilbúinn að kveðja, en svona er þetta, alltaf þarf maður að kveðja. Það eru til svo ótalmargar góðar minningar um þig, elsku vinur. Það sem er mér mjög minnisstætt núna er þegar við áttum heima í Öldunni og það var keyrt á hund- inn minn og þú varst alltaf til stað- ar. Í þetta skiptið gafstu mér ís til að hætta að gráta. Ég get enda- laust haldið svona áfram, eggin og ungarnir í kjallaranum, það var svo gaman að sjá ungana koma í heiminn hjá þér, vera með þér á hjólinu og koma með þér í beiting- arskúrinn, eins og mér finnst þetta vond lykt í dag. Hvað maður gat verið þarna alla daga, bara horft á þig beita og spjallað við þig, þú hafðir alltaf eitthvað að segja okk- ur. Þegar við fórum á sjúkrahúsið, hvernig þú raðaðir stígvélunum þínum og ullarsokkunum, svona ertu. Það var erfitt að vera hjá þér þegar þú kvaddir þennan heim en þú ert vonandi kominn á betri stað núna, elsku karlinn minn. Ég mun sakna þín, elsku Geiri minn. Ætla að senda þessi orð sem mér finnst passa við þig. Þú trúir því ekki að heimurinn þarfnist þín en hann gerir það, því þú er ein- stakur. Eins og enginn sem nokkur hefur nokk- urn tímann verið, eða á eftir að koma. Enginn annar getur látið röddina þína hljóma, sagt það sem þú hefur að segja, brosað brosinu þínu eða lýst ljósinu þínu, enginn annar getur komið í þinn stað, því hann er aðeins þinn. Og ef þú ert ekki til að lýsa ljósinu þínu, hver veit hversu margir ferða- langar munu villast þegar þeir eiga leið framhjá stað þínum tómum í myrkrinu. (Höf. ók.) Hvíldu í friði elsku frændi, þín Sólrún. Ásgeir Þór Vilhjálmsson MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 31 Elsku Geiri minn. Þú varst svo góður við mig og bara alla. Það var mjög gaman þegar þú varst að koma að smíða hérna í hús-inu og þegar þú varst alltaf að skamma okkur fyr- ir að ganga ekki frá hjól- unum. Þú varst mér sem afi, þú hjálpaðir alltaf að passa okkur krakkana og tókst alltaf réttar ákvarðanir. Þinn Kristján Breki Ég sakna þín mjög mikið, Geiri minn. Takk fyrir allar góðu stundirnar og hjólið og hestinn. Mér þykir mjög vænt um þig og öllum hinum líka. Ég hugsa mikið til þín, Geiri afi minn, hafðu það gott hjá Guði. Þín Hera Rut. Geiri var gamall en hraustari en ég. Hann nennti að vakna klukkan fimm og týna flösk- ur, það fannst honum gam- an. Hann var alltaf hress og kátur. Þess vegna þótti okkur vænt um hann Hvíl í friði Sveinn Andri. HINSTA KVEÐJA Elsku mamma mín, í dag 5. júlí hefðir þú orðið níræð, en heldur upp á það í fjarlægð en þó svo ná- lægt okkur öllum. Þessa rúmu 6 mánuði sem liðnir eru síðan þú yf- irgafst þennan heim höfum við fund- ið svo vel fyrir þinni umhyggjusömu nærveru á hverjum degi. Við höfum meira að segja fundið fyrir léttri stríðni þinni og fengið góð ráð frá þér. Við söknum þín mikið en þú gafst okkur ómælanlega gleði og ánægju í lifanda lífi. Barnabörnin þín eiga ótakmark- aðar minningar úr Sundstrætinu, Fljótavíkinni og öðrum ferðalögum með ykkur pabba, en hann lést í mars 1987 tæplega sjötugur. Það er alveg ótrúlegt hvað þið voruð bæði ósérhlífin og alltaf gáfuð þið ykkur tíma fyrir barnabörnin. Öll börnin passaðir þú hluta úr degi á móti frystihúsavinnunni tímabundið. Vildir frekar gera það sjálf heldur en láta einhvern ókunnugan gera það, eins og þú sagðir. Þau nutu góðs af. Það var svo margt sem þau borðuðu hjá ykkur og þóttu gott en gerðu ekki heima hjá sér. Ömm- umatur var bestur. Einnig var alltaf Sölvey Jósefsdóttir ✝ Sölvey FriðrikaJósefsdóttir (Eyja) fæddist á Atl- astöðum í Fljótavík 5. júlí 1918. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði 17. desember 2007. Útför Sölveyjar var gerð frá Ísa- fjarðarkirkju 29. des. 2007. eitthvað blandað góð- gæti í skúffunni í eld- húsinu bæði fyrir börn og fullorðna og tæmd- ist aldrei. Þú tókst líka vel á móti vinum barnanna og hafðir mikið gaman af þess- um heimsóknum. Ótal handavinna liggur eft- ir þig mamma mín sem þú varst svo dug- leg að gefa og senda frá þér og olli hún mikilli gleði. Það gat verið lopapeysa, út- prjónuð peysa, sjal úr eingirni, út- saumur, sokkar, vettlingar, trefill, ungbarnaföt, púði eða mynd með pennasaum. Þetta allt saman eigum við öll eftir þig mamma mín og njót- um við þess. Ég veit að þú verður með okkur systkinunum nú um helgina en við ætlum að hittast öll og minnast ykk- ar pabba. Ég vil þakka þér mamma mín fyrir óeigingjarnt starf sem hef- ur mótað mig og fjölskyldu mína eins og við erum. Það er mikið þér að þakka og erum við þakklát fyrir. Elsku mamma mín, ég veit að þér líður vel að vera búin að hitta mömmu þína og nöfnu mína, en hún lést ásamt tveimur bræðrum þínum þegar þú varst aðeins 6 ára gömul og saknaðir þú hennar alla tíð. Við hin höldum áfram verkefnum okkar hér á jörðu, með ljúfar minningar í farteskinu. Hvíl í friði og guð geymi þig. Þín dóttir, Margrét, barnabörnin Sigrún, Ólarfur Sölvi, Elín, Katrín og langömmubörn. Lena var glæsileg. Iðandi af sögu, lífi og kærleika, með hvöss og hyldjúp augu. Ég hélt alltaf að fiðlarinn á þakinu væri faðir hennar. Það var alltaf svo ótrúlega gaman að hitta Lenu. Maður hló, komst í póetískt ástand og tók inn alla spek- ina og kímnina. Þessa sér rússnesk- gyðinglegu kímni og lífsspeki sem var í senn hörkutöff og hlý. Hún átti ófá mögnuð spakmæli sem duttu út úr henni eins og véfrétt. Einu sinni vorum við að ræða einhverja ást- arsorg þá klykkir Lena út með rúss- neskum málshætti: „Ástin er grimm, sumir elska geit“. Á tvítugs- afmæli mínu hjálpaði Lena okkur mömmu að halda rússneskt pönnu- kökuboð með vodka, sýrðum rjóma, póesí og dýrðlegum pönnukökum sem hefuðust í skúringafötum.Veisl- an var silfurslegin. Mig dreymir hana enn. Daginn sem ég heyrði af andláti hennar var ég á listasafni að horfa á málverk eftir Marc Chagall. Í síðasta skipti sem ég hitti Lenu lá hún á Land- spítalanum og talaði um Chagall. Hún sagði að verkin hans væri eng- in súrrealismi heldur bara mynd- skreyting á gyðingamálsháttum. Hlutirnir eru ekkert flóknir. Við lif- um og við deyjum og Chagall málaði bara það sem mamma hans hafði kennt honum. Það var alltaf uppljómun að hitta hana Lenu, hún var sérstök, dásam- leg og rosalega skemmtileg. Hennar er sárt saknað. Ragnar Kjartansson. Nafnið Ljolja (en svo var Lena kölluð heima í Rússlandi) bar með Lena Bergmann ✝ Lena Ríkharðs-dóttir Berg- mann fæddist í borginni Rjazan í Sovétríkjunum 13. júní 1935. Hún lést á Landspítalanum að- faranótt 9. júní síð- astliðins og fór út- för hennar fram frá Fossvogskirkju 19. júní. sér sérstaka merk- ingu alveg frá því ég var lítil stúlka. Fyrst þýddi það fegurð, þokki og ferskleiki sem tengdist við ferð- ir hennar gegnum járntjaldið. Síðar merkti það einnig heillandi gjafir sem slógu birtu yfir ung- lingsár mín í Sovét- ríkjunum. Eftir því sem árin liðu dýpkaði merking þessa nafns: Ljolja var sú sem var ávallt vingjarnleg, sem lét sig aðra varða á raunsannan hátt, sem kom fram af ótvíræðum heiðarleika, hreinskilni og var full- komlega laus við alla tilgerð. Ein- hvern veginn kunni hún þá list að láta alla finnast þeir boðnir vel- komnir og að mark væri á þeim tek- ið. Hún átti við margt að stríða á æv- inni og fór ekki dult með það, en hún tróð sínum vanda og byrðum aldrei upp á aðra heldur tók hún þátt í þeirra kjörum. Ljolja átti fágætan hæfileika til að finna gleði í lífinu og deila henni með öðrum. Návist hennar fékk mig einatt til að nema staðar á minni hraðferð og hugsa mitt ráð, hún fékk mig einnig til að óska þess að ég gæti líkt eftir gæsku hennar og örlæti sem hún átti í svo ríkum mæli. Leit hennar að andlegum gildum var mér ávallt hvatning. Ég er þegar farin að sakna hennar sárt … Masha Yaglom, New York. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.