Morgunblaðið - 05.07.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 33
Það er þriðjudags-
kvöld í Fljótshlíð.
Nokkrir ungir piltar úr sveitinni
leggja land undir fót til fundar við
Jón á Kirkjulæk. Þriðjudagskvöld
hjá Jóni, eða „Tuesday by John“ eins
og þeir fundir voru líka kallaðir í
hinni fjölmenningarlegu Fljótshlíð
þess tíma, voru orðnir fastur punkt-
ur í nær hverri viku. Já, það voru
góð kvöld, góðir tímar hjá góðum fé-
laga sem kvaddi þennan heim, aðfar-
arnótt þriðjudagsins 24. júní, eftir
stranga en hetjulega baráttu við
krabbamein.
Þriðjudaginn 24. júní bárust tíð-
indin, þriðjudagur og Jónsmessa í
ofanálag! Var það tilviljun, eða höfðu
örlaganornirnar ofið þér þann þráð
að þín hinsta kveðja yrði á slíkum
degi? Ekki er hægt að svara því með
vissu, en þó er víst að Jónsmessan
mun héðan í frá hafa aðra merkingu
í okkar huga og persónulegri en
fyrr. Á þessum árstíma eru heyannir
hjá bændum og þegar þú stundaðir
hefðbundinn búskap var það þér
ávallt mikið kappsmál að vera fyrst-
ur að hefja slátt. Það var þér heldur
ekki á móti skapi að fá eilitla athygli
fréttamanna fyrir vikið. Athyglinnar
naustu, enda fórstu ávallt fremstur
félaga á sviði, hvort sem var í kveð-
skap eða söng.
Eftir að þið Inga hættuð hefð-
bundnum búskap og sneruð ykkur
að kaffihúsarekstri og ferðaþjónustu
í miðri Fljótshlíð var ekki laust við
að efasemdarraddir heyrðust um
þann viðsnúning. En gestrisni ykkar
ásamt glaðværð þinni gerði það að
verkum að Kaffi Langbrók er nú
orðin ómissandi áfangastaður
margra sem sækja svæðið heim.
Þú varst listamaður og lífskúnst-
ner; hagur á tré og hleðslumaður
góður, framúrskarandi kvæða- og
söngmaður og drífandi í öllu fé-
lagsstarfi sveitarinnar, sem þú unnir
öðrum stöðum fremur. Meyjarhofið
„Móðir jörð“ sem þú hlóðst í ná-
munda við Kaffi Langbrók, úr grjóti
af svæðinu, mun um langan aldur
standa sem minnisvarði um frjóan
hug þinn og haga hönd. Það var því
verðskuldað er þið hjónin hlutuð af-
reksbikar Búnaðafélags Fljótshlíðar
fyrir margvíslegt frumkvöðlastarf í
ferðaþjónustu á 17. júní sl.
Kæri vinur, það er með djúpum
trega að við kveðjum þig, en á sama
tíma erum við þess þakklát að hafa
notið samfylgdar við þig. Við vottum
Ingu, eftirlifandi eiginkonu þinni, og
börnunum Signýju Rós, Ómari
Smára, Andra Geir og Sveinu, auk
annarra ættingja okkar dýpstu sam-
úð.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Jörundur Kristjánsson og
Halla Hrund Birgisdóttir
Nú þegar ég stend frammi fyrir
þeim tímamótum að kveðja Jón
Ólafsson nágranna minn verður mér
hugsað hvers vegna menn á besta
aldri eru kvaddir héðan af heimi svo
ótímabært að manni finnst. En allt
hefur sinn stað og tíma. Við Jón er-
um búnir að vera nágrannar frá því
hann fæddist og eins og feður okkar
og afar bjuggu við á sitt hvorum
bænum á Kirkjulæk. Jón tók við búi
af foreldrum sínum rétt eins og ég
og bjó hefðbundnum búskap. Áttum
við þá mikið saman að sælda því hér
Jón Ólafsson
✝ Jón Ólafssonfæddist að
Kirkjulæk 3 í Fljóts-
hlíð 16. september
1955. Hann andaðist
á líknardeildinni í
Kópavogi á Jóns-
messunótt 24. júní
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Breiðabólstaðar-
kirkju í Fljótshlíð 3.
júlí.
er þéttbýlt en betri
nágranna en Jón og
Ingu er vart hægt að
hugsa sér. Varð þar
engin breyting á þó
þau breyttu um bú-
skap og gerðust ferða-
þjónustubændur.
Það er margt sem
fer um huga manns af
samskiptum okkar
Jóns á svona stundum.
Jón var dugnaðarmað-
ur og bóngóður og
leitaði ég oft til hans
þegar þess þurfti við.
Oft var það að Jón kom yfir þegar
honum hafði dottið eitthvað í hug,
hvort heldur það var að gera við
girðingar eða einhver skemmtiatriði
á þorrablóti. Á því sviði var hann
mjög virkur og næmur á spaugilega
hluti og skilur hann eftir sig stórt
skarð í skemmtanalífinu, hvort held-
ur á Kaffi Langbrók eða annars
staðar. Jón var hleðslumaður góður
og ætluðum við að endurbyggja
gamalt reykhús í sumar en það verð-
ur að bíða. Hann barðist hetjulegri
baráttu við þann illvíga sjúkdóm
sem hefur herjað á hann í um ár en
varð þó að lúta í lægra haldi að lok-
um. Mér finnst það vera í anda Jóns
er stendur í texta Kristjáns Hreins-
sonar
Þegar kallið kemur
kemst ég upp með það
að finna öðrum fremur
fjör á nýjum stað
Okkur Jónu er efst í huga þakk-
læti til Jóns fyrir samveruna í starfi
og leik og óskum við honum Guðs
blessunar á nýjum stað. Eins biðjum
við góðan Guð um að styrkja Ingu,
Sveinbjörgu, Signýju, Ómar, Andra,
móður hans Maríu og aðra aðstand-
endur í þeirra mikla missi.
Eggert Pálsson.
Nú hefur maðurinn með ljáinn
kveðið sér máls og höggvið stórt
skarð í hóp okkar. Horfinn er á
braut í blóma lífsins góður drengur,
sem ekkert aumt mátti sjá. Þinnar
einstöku hjartahlýju, vinaþels og
hjálpsemi mun ég ávallt minnast.
Þín minnist ég fyrst er ég stóð sár-
kaldur á fingrum að safna saman
spýtum til kofabyggingar á Hvols-
velli. Þú sagðist kunna hreint
óbrigðult ráð við fingurkulda, og
gætir sýnt mér töfrabragð. Ég man
þessa stund eins og hún hafi gerst í
gær, mér hlýnaði, og alla tíð síðan
hef ég litið upp til þín, og óskað þess
að ég yrði slíkur töframaður sem þú
nú varst.
Það var vorið 1989, að þið hjónin
tókuð á móti mér, óhörðnuðum ung-
ling er aðstoða átti við sauðburð og
önnur störf að Kirkjulæk. Ekki óraði
mig fyrir að þið yrðuð sá áhrifavald-
ur sem þið í raun hafið verið á líf
mitt, og minnar fjölskyldu. Ef ykkar
Ingu hefði ekki notið við, væri ég
ekki sá maður, né á þeim stað sem
ég er á í dag. Hjá ykkur hef ég ávallt
átt athvarf, eytt þar stundum, sem
aldrei munu renna mér úr minni.
Morgunstund varð að kvöldstund,
sumardvöl að vetrardvöl. Þegar ég
lít til baka, þá eruð þið þar.
Þegar ég kom að Kirkjulæk, var
Andri nýfæddur, Ómar litlu eldri og
Signý rétt að slaga í það að verða 6
ára. Unnið var myrkranna á milli, og
oft var stressið mikið. En í amstri
hversdagsins gafst þó ávallt tóm til
að reita af sér nokkra brandara, nú
eða gera sér glaðan dag, að loknu vel
unnu dagsverki. Ljóð Stephans G.
Stephanssonar lýsir bóndanum Jóni
ansi vel.
Löngum var ég læknir minn,
lögfræðingur, prestur.
Smiður, kóngur, kennarinn,
kerra, plógur hestur.
Það er ótrúlegt að þurfa að kveðja
þig nákvæmlega ári eftir vígslu
Meyjarhofsins. Nýjasta afsprengi
framkvæmdagleði þinnar. Sýnir
þetta hve lífið getur nú verið hverf-
ult. Síðastliðið sumar varstu í fullu
fjöri. Í sumarlok greinir þú mér frá
veikindum þínum. En þú tókst þessu
verkefni líkt og öðrum, af æðruleysi
og lífsgleði. Ávallt var haldið í von-
ina. Nú hefur þú af þessum sjúkdómi
verið ofurliði borinn. Þú barðist
hetjulega, og á einstakan hátt
kvaddir þú þennan heim með stakri
reisn. Undanfarna mánuði höfum við
átt saman stundir sem hafa reynst
mér ákaflega dýrmætar, við náðum
að fara vel yfir okkar mál, gera að
gamni okkar þegar það átti við, og
eins fara yfir alvarlegri lífsins mál.
Kæri vinur, nú kallið er komið.
Mann setur hljóðan og við sem eftir
stöndum lútum höfði. Í hjarta mínu
er þetta bæði óréttlátt og ósann-
gjarnt en samt svo rétt, því ekki
hefði ég viljað sjá þig þjást stundinni
lengur. Sagt er að þeir ungir deyja
sem guðirnir elska. Hérna megin
móðunnar miklu eru svo margir sem
þig elska og að því leytinu til er frá-
fall þitt mörgum ákaflega þungbært.
Þú átt stóran stað í hjarta mínu, svo
stóran, að fá orð fá því lýst. Þess er
kannski ekki þörf, við erum menn
sem láta verkin tala. Kæru Inga,
Sveinbjörg, Signý, Ómar, Andri og
Patrik litli. Við vottum okkar dýpstu
samúð.
Minningin um þennan mikla mann
er ljós í lífi okkar.
Bjarni Árnason og fjölskylda.
Minningarnar um Jón eru marg-
ar, einungis spurning hvar á að
byrja. Fyrstu kynni ungs drengs
voru þegar ég steig mín fyrstu skref
í íþróttum og gengið var í ung-
mennafélagið, þar sem Jón var virk-
ur frá því maður man eftir, hvort
sem var formaður, gjaldkeri eða
álfakóngur á þrettándabrennu. Öll-
um þessi hlutverkum sinnti Jón af
miklum eldmóði og áhuga. Og það
var ekki síst vegna þessa krafts og
elju Jóns sem ungmennafélagið
Þórsmörk átti sitt blómaskeið á ár-
unum 1980-1997. Félagið var nánast
alltaf í baráttu um efstu sæti á
Rangæingamótum, innan- sem utan-
húss, auk þess sem það blandaði sér
iðulega í efstu sæti á Héraðsmótum
Skarphéðins. Það skipti engu máli
hvort um var að ræða heimamann,
vinnufólk eða bara einhvern frænda
eða frænku af mölinni, allir voru
virkjaðir. Alltaf var hann boðinn og
búinn að hringja út og hvetja mann-
skapinn til þátttöku. „Nú tökum við
þetta,“ sagði hann. Innan sam-
bandssvæðisins var hér áður fyrr
haldin árlega keppni úr fjarlægð og
ef bændurnir mættu ekki á staðinn,
þá sótti Jón þá heim og lét þá kasta
kúlu á hlaðinu. Já, það slapp sko
enginn, enda vann Þórsmörk þennan
bikar, a.m.k. í tvö skipti.
Svo mikil var áhugi Jóns á fé-
lagsmálum og öllu því er hann tók
sér fyrir hendur að það var ekki ann-
að hægt en að smitast og hrífast
með. Hvernig er hægt að gleyma því
þegar hann hljóp boðhlaup í fullum
herklæðum, hafði meira að segja
ekki tíma til að fara úr dúnúlpunni,
bara vegna þess að hann gleymdi sér
í samræðum við annan en rétt náði
að koma sér í stöðu og taka við kefl-
inu frá næsta manni. Þegar komið
var á annað aldursskeið, tók við ann-
að uppeldi sem reyndist ekki síður
skemmtilegt og gefandi tímar. Það
var „Vinnukonutímabilið“ eins og við
félagarnir köllum það. Þá var vinnu-
kona á öðrum hverjum bæ, og oftar
en ekki tekið hús á Jóni og Ingu.
Þjóðhátíð var fastur liður hjá hópn-
um og hjónin ekki undanskilin þar,
heldur tóku þátt af fullum krafti og
gáfu okkur þeim yngri ekkert eftir í
gleði og leik. „Svona heilsar maður
að Víkingasið,“ sagði Jón og eftir
það var öllum heilsað að víkingasið
þá þjóðhátíðina, með flatan lófann,
honum smellt þéttingsfast og snöggt
upp undir kinn öðru hvorum megin á
hinum aðilanum. Viðbrögðin voru
misjöfn í fyrstu, en þegar maður út-
skýrði tilganginn og hver hefði
kennt manni þennan forna sið, féll
allt í ljúfa löð. Ekki má gleyma hóp-
ferð nokkurra handboltaáhuga-
manna á HM í handbolta, sem hald-
inn var á Íslandi 1995. Þá var tekið á
því, Jón! Þriðjudagskvöldin eða „Tu-
esday by John“ voru fastir liðir eitt
sumarið og svona gæti maður haldið
lengi áfram enda minningarnar
margar góðar. Fallinn er frá bóndi,
smiður, hagleiks-, tónlistar-, kvæða-
og söngmaður en umfram allt góður
vinur! Inga og börn, við Harpa vott-
um ykkur okkar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Guð gefi ykkur öllum styrk á
stundu sem þessari.
Sigurður í Árnagerði.
Það var einmuna gott sumar sum-
arið 2007 þegar heyra mátti birki-
þrastasveim í Fljótshlíðinni í bland
við hljóðin frá öxinni þegar smiður-
inn var að tegla stórviðina í burð-
arvirki og vindskeiðar á Hofið sem
var að rísa að Kirkjulæk. Hof skal
það vera, en ekki í trúarlegum skiln-
ingi sagði smiðurinn, heldur tileink-
að mæðrum okkar, tileinkað mildi og
kærleika og öllum mæðrum í heim-
inum, þeim konum sem borið hafa
ábyrgðina á uppvexti barna frá kyn-
slóð til kynslóðar. Hofið er tileinkað
þeim konum sem kváðu börnum sín-
um vögguljóð að kvöldi, vöktu yfir
þeim veikum, glöddust með þeim á
góðum stundum og sáu þau vaxa úr
grasi. Og smiðurinn bætti við: „Í
Hofinu átt þú að geta upplifað lífs-
baráttu fólks á liðnum öldum,
ímyndað þér elskendur hlusta á
vindinn leika við grasið á þekjunni
um skammdegisnótt, eða að heyra
marrið í hurðum þegar óvini bar að
garði og á þessari stundu getur þú
líka ímyndað þér móður flýja með
börn sín út um þá hurð sem ekki
marrar í. Eða þegar … “.
Hann var stórbrotinn og stórhuga
hann Jón og fór ekki troðnar slóðir.
Ég held að þessi heimur hafi verið
harla fátæklegur fyrir slíkan mann
sem Jón var. Þarna fór maður sem
ekki var allra en þó svo fádæma vin-
margur og hrókur alls fagnaðar hvar
sem hann fór. Það var um haust sem
leiðir okkar lágu saman og frá fyrsta
degi fann ég að í Jóni var að finna
mann sem hægt var að treysta fyrir
ýmsu sem aðrir stóðu ekki undir. Nú
eða að gantast við hann um ýmislegt
sem ekki allir skilja en Jón var alltaf
með á nótunum.
En það var haust og blikur á lofti.
Í nokkrar nætur hafði gránað í Þrí-
hyrning, skurmað á pollum og sjá
mátti skarir við læki fyrir dagmál
áður en geisla sólarinnar fór að
gæta. Skammdegið var að leggjast
að og farfuglarnir að hverfa til heit-
ari landa og birkiþrösturinn þagn-
aður að sinni í Fljótshlíðinni. Það var
einn slíkan morgun sem ég hitti ykk-
ur Ingu þá að fara til að leita hjálpar
við því sem hafði hrjáð þig í nokkra
mánuði en úr þeirri ferð varð ekki
snúið aftur.
Það var líkt þér Jón að velja þann
tíma þegar sól er hæst á lofti á norð-
urhveli og heyra má birkiþrasta-
sveim í Fljótshlíðinni þar sem „niður
brekkur lækir líða, liðast eins og
skott“ til að færa þig á annað til-
verustig. Í Hofinu er ekki lengur að
heyra í sög eða öxi og smiðurinn er á
brott. En um ókomin ár mun vind-
urinn gnauða við uppsir Hofsins til
minningar um mann sem lagði allt
undir að koma upp minnismerki fyr-
ir mæður heimsins í anda mildi og
kærleika. Farðu vel kæri vinur.
Unnar Þór Böðvarsson.
Mörgum er sár harmur í huga við
ótímabært fráfall Jóns Ólafssonar
bónda á Kirkjulæk. Ég get sagt með
forföður hans, Bólu-Hjálmari: ,,Mín-
ir vinir fara fjöld/ feigðin þessa
heimtar köld.“ Dauði hans er þungur
fjölskylduharmur og vinaharmur en
einnig áfall fyrir menningu Rangár-
þings, manns sem var albúinn til at-
hafna við að hlúa að menningararfi
héraðsins og gera aðgengilegan
gestum og gangandi. Kynni okkar
voru ekki ýkja löng en öll af þeim
toga að vera mér til gleði og hug-
arstyrks.
Ný verkmenning hafði numið land
á Kirkjulæk í æsku Jóns. Gömul
húsagerð var fallin í valinn, flestum
fagnaðarefni. Jóni varð það hollur
skóli að koma ungur að starfi inni á
Hellisvöllum og víðar með hleðslu-
meistara, snillingnum Oddgeiri Guð-
jónssyni í Tungu. Vera má að þaðan
hafi að nokkru komið kveikjan að ást
Jóns á minjum og héraðssögu. Um
nokkur ár tók Jón svo mikinn þátt í
endurgerð gamalla menningarhúsa
á Hnausum í Meðallandi og í Mör-
tungu á Síðu undir forystu Viðars
Bjarnasonar á Ásólfsskála og var
borin uppi af Byggðasafninu í Skóg-
um. Þá lærði Jón til fullnustu gamalt
verklag og þetta varð honum nokk-
urskonar inngangur að því að
byggja upp meyjarhof sitt á túnflet-
inum fagra á Kirkjulæk í nánd við
veitingahús þeirra hjóna, hans og
Ingibjargar, Kaffi Langbrók. Það er
grjóthlaðið langhús og með þrjár
mismunandi þakgerðir, í raun gott
skólabókardæmi um ævaforna ís-
lenska byggingarhefð. Fyrir mér
var þetta hugsjón og afrek bóndans,
óháð hugmyndum um tap og gróða
og unnið í stopulum tómstundum.
Opinber aðili hefði þurft að reiða af
höndum fyrir það milljónatugi. Hús-
ið er helgað minningu íslenskra
kvenna um aldir. Ekki gleymist
vígsla þess á dýrlegu sumarkvöldi,
öllu fremur sumarnótt, þann 23. júní
2007. Þá var gleðin ráðandi og ekki
grunaði mig ógnina miklu sem vofði
yfir hinum geðhressa húsbónda og
lagði hann að velli réttu ári síðar.
Við Jón áttum saman áhugaverðar
ferðir til að sækja heim fornar minj-
ar heimabyggða í Rangárþingi. Góð-
vinur okkar, Bogi Thorarensen
bóndi á Helluvaði, fór með okkur s.l.
sumar tvær ferðir um blásin hraun
og hrjóstur á ofanverðum Rangár-
völlum. Á miðöldum var þar fjöl-
byggt blómaland. Þá sóttum við
heim kunna kennistaði úr Njáls
sögu, Knafahóla, Sandgil og Trölla-
skóg. Eigi gleymist mér að í nafn-
lausri bæjarrúst í nánd Tröllaskógar
bograði ég að moldum en Jón kraup
um þær með vakandi athygli. Þar
barst honum í safnarahönd lítið
skreytt koparlauf, aftan af hnífskafti
og var mér opinberun. Ég vissi af
fyrri fundum mínum að þetta var
dæmi um innflutning í nánd alda-
mótanna 1500 og gild sönnun þess að
byggðin hér hafði ekki eyðst fyrr en
í stórgosi Heklu árið 1510. Þennan
dýrðardag, 4. júlí 2007, var gaman að
vera til.
Jón var safnaranum í Skógum inn-
an handar um ýmsa hluti. Ekki ber
því að leyna að glaður varð ég á síð-
asta ári er hann færði Skógasafni
elstu kornbyrðu landsins, byrðu
Þorgilsar og Þuríðar á Rauðnefs-
stöðum frá 1847 og hafði bjargað frá
vísum voða.
Öndvegiskonan María á Kirkju-
læk, móðir Jóns, tók í arf kveðskap-
arlist föður síns, Jóns Lárussonar,
dóttursonar Bólu-Hjálmars, og bar
hana áfram til barna sinna. Þar var
Jón Ólafsson vel til forystu fallinn,
raddmaður góður og lagvís og
prýddi kórsöng í Rangárþingi til
margra ára.
Ég held að Jón hafi eignast vini
hvar sem hann fór. Það lá í skapgerð
hans, frjálsri, hressilegri og vin-
hlýrri framgöngu. Hann var álitleg-
ur sýnum, dró sig hvergi í hlé, bar
með sér mannsbrag eins og fólk
sagði. ,,Big-John did send me to
you,“ sagði kanadiskur samstarfs-
maður Jóns frá hússmíði á Hótel
Rangá er hann kom að Skógum í
fyrra.
Skarðið er stórt eftir horfinn vin,
áfallið óbætanlegt fyrir ástvini og
alla sem áttu meiri eða minni sam-
leið með Jóni á ævigöngunni, en eftir
lifir minning mæt. Ég hugsa til
sveitarinnar fögru, Fljótshlíðar, sem
fóstraði Jón og segi við hina ungu
kynslóð hennar það sem mér kom
áður í hug við fráfall góðs vinar:
Hver mun nú inna ungu
auðga svo starfi góðu
sveit ykkar sæmdarríka
og sá hvarf um dáins móðu?
Ströngu stríði er lokið og eilífur
friður fenginn. Byggðasafnið í Skóg-
um og starfslið þess sendir Ingi-
björgu ekkju Jóns, börnum hans,
aldraðri móður og ástvinum öllum
hlýjar samúðarkveðjur. Sama gera
vinir Jóns austur í Skaftafellssýslu,
þeir bræður Júlíus í Mörk, Ólafur í
Mörtungu, Oddssynir, og konur
þeirra og Vilhjálmur Eyjólfsson á
Hnausum. Öll minnast þau með
þökk glaðra og góðra samveru-
stunda með Jóni. Fyrir mig er það
einn af hinum stórum ávinningum
lífsins að hafa fengið að kynnast Jóni
Ólafssyni og eignast hann að vini.
Blessuð sé minning hans.
Þórður Tómasson.