Morgunblaðið - 05.07.2008, Síða 34

Morgunblaðið - 05.07.2008, Síða 34
34 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Við vorum samtímis í Menntó, hún ári á undan, svo við kynnt- umst aldrei neitt sem heitið gat. Það var hálfum áratug síð- ar að hún kom að máli við mig og lagði til að ég gerði leikmynd og bún- inga við „Ég er afi minn“ eftir Magn- ús Jónsson. Þar með var samstarf okkar hafið, og örlög mín ráðin, þegar mér bárust boð frá henni um að gera leikmynd og búninga við Lysiströtu í Þjóðleikhúsinu 1972. Þar með hefst okkar raunverulega samstarf sem varð upphaf að ævilangri vináttu. Brynju var leikhúsið svo í blóð bor- ið, að öllu því sem hún taldi að ætti þangað erindi, vildi hún hlúa að og rækta. Fyrir vikið hlaut margur höf- undurinn ekki bara sína eldskírn, heldur frama og vegsemd, því Brynja var ákaflega næm á innihald leiktexta og undirliggjandi merkingu. Styrkur hennar var kjarkur, þor og áræðni ásamt næmum skilningi. Að leggja af stað með Brynju í leið- angur til að búa til leiksýningu, gat verið óvissuferð og ekki gefið að ná landi. Við leitina að lendingunni óx með mönnum nánd og traust, því leit- in snerist ekki bara um að ná landi, það þurfti líka að búa til heim, heim- inn sem gaf verkinu lífið; það var markmiðið sem allt snerist um. Þess- um leiðöngrum stjórnaði Brynja og stýrði með styrkri hönd og ef út í það fór, með harðri hendi. Þeir voru margir þessir leiðangrar og alveg ótrúlega skemmtilegir. En til að tak- ast á við þá, þurfti þann kjark sem Brynja átt. Í leikhúsinu geta menn misst kjarkinn, jafnvel heilu hóparnir lagt árar í bát. Brynja kunni manna best á þennan vanda. „Í fyrstu þarf að verja verkið fyrir leikurunum, en síð- an sýninguna fyrir höfundinum,“ var orðtak hennar. Fyrir vikið kom Brynja á laggirnar hverri sýningunni á fætur annarri sem nutu mikilla vin- sælda og urðu höfundum sínum bæði lyftistöng og hvatning til frekari af- reka. Það var stöðug veisla að vinna með Brynju og ætíð tilhlökkunarefni, Brynja Kristjana Benediktsdóttir ✝ Brynja KristjanaBenediktsdóttir leikstjóri fæddist að Reyni í Mýrdal 20. febrúar 1938. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 21. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 30. júní. því bæði var hún frum- leg og hugvitssöm og kom stöðugt á óvart með nýstárlegum hug- myndum sínum. Það er mér ekki aðeins ánægjuefni, að hafa átt langt og farsælt sam- starf með Brynju, heldur mikill heiður. Ég kveð kæra vin- konu með söknuði og þakklæti. Sigurjón Jóhannsson. Við skjótt fráfall Brynju Bene- diktsdóttur hafa myndast mikil þáttaskil í íslensku leikhúslífi. Þar fór mikill vinur og hugmyndaríkur lista- maður, er fór sínar eigin leiðir í sköp- un leikhúsverka, bæði sem leikari og leikstjóri. Ekki er hægt að nefna eitt sérstakt verkefni umfram annað en með einurð tókst henni að ná til leik- húslífsins svo um munaði og skildi eftir sig umræðu svo eftir var tekið. Okkar leiðir lágu fyrst saman norður í Brú í Hrútafirði á sjöunda áratug síðustu aldar, er maður henn- ar Erlingur Gíslason leikstýrði áhugafólki þar nyrðra og hefur vin- skapur haldist með okkur síðan. Ég vann með Brynju m.a. í Þjóðleikhús- inu, Garðaleikhúsinu, í leikhúsinu á Akureyri, í Skemmtihúsinu við heim- ili þeirra í Reykjavík o.s.frv. og voru þau hjón mér til traust og halds á upphafsárum leiklistar minnar. Ég fylgdist með frumlegri sköpun Brynju á verkum hennar á þessum árum og það var mér mikil ánægja að fá að starfa með henni. Ég ætla ekki að kveðja hana með einhverri upp- talningu á verkum hennar, það verða nógu margir um það og gera því betri skil, en mér er þó minnisstætt áræði hennar er hún setti upp „Hárið“ í Glaumbæ á sínum tíma og hefur allar götur síðan markað ákveðin spor í ís- lensku leikhúslífi og ekki síst meðal áhorfenda. Ég kveð hana með söknuði og hug- ur minn er hjá eftirlifandi eigin- manni, syni og öðrum aðstandendum. Hvíli hún í friði. Þórir Steingrímsson. Síðasta mynd okkar af Brynju er frá sunnudeginum 15. júní sl. Það var í Hvalfirði við vígslu Menningarhúss Íslands og Síberíu. Erlingur stjórn- aði athöfninni eins og honum einum er lagið og frá Brynju geislaði eins og alltaf hlýja og orka. Við ræddum það á heimleiðinni hve síung hún væri og alltaf jafn-glæsileg. Sex dögum síðar var hún öll. Vinátta okkar hefur stað- ið í nærri fjóra áratugi eða allt frá því að Brynja setti upp Hárið í Glaumbæ og Diddi stýrði tónlistinni. Samvinna þeirra átti eftir að verða meiri, m.a. samdi Brynja leikritið um Gosa og Diddi tónlistina, sem sýnt var í Þjóð- leikhúsinu á sínum tíma. En dýrmæt- ast var að eignast Brynju, Erling og Benna að ómetanlegum vinum fyrir lífstíð. Minningarnar um samveru með þessari einstöku fjölskyldu eru margar og allar góðar og ekki spillti fyrir að strákarnir okkar urðu góðir vinir og leikfélagar. Fáir hafa kennt okkur jafn-mikið og Brynja og Er- lingur um lífið og tilveruna. Á fyrstu búskaparárum okkar má segja að þau hafi leitt okkur og leiðbeint með því að vera alltaf til taks þegar á þurfti að halda. Þegar við stóðum frammi fyrir því að taka stórar ákvarðanir í lífinu leituðum við til þeirra og alltaf áttu þau góð ráð og nægan tíma til skrafs og ráðagerða. Brynja okkar Ben. var einstök kona, svo lífsglöð, hugmyndarík og skemmtileg og ekki er að undra þó mörg leikhúsverk sem hún hefur samið og stjórnað skuli enn lifa meðal þjóðarinnar. Þeir sem sáu Hárið, Lýsiströtu, Inuk, Gosa, Ferðir Guð- ríðar, svo fátt eitt sé nefnt, gleyma ekki þessum einstöku listviðburðum. Brynja er okkur mikill harmdauði en mestur er harmur þeirra Erlings, Benna og fjölskyldu. Á sorgarstundu er okkur efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt Brynju að einlægum vini og biðjum Guð að blessa minningu henn- ar. Ásgerður og Diddi. Mér er efst í huga þakklæti þegar ég minnist Brynju Benediktsdóttur. Þakklæti fyrir tækifærin sem hún gaf mér sem leikkonu, fyrir lærdóminn allan sem ég dró af samvistunum við hana og ekki síst innilegt þakklæti fyrir vináttuna og velvildina í minn garð, hvort sem var faglega eða per- sónulega. Ég hefði ekki getað óskað mér betri meistara og manneskju til að vinna með strax eftir útskrift úr leik- listarskóla. Hún hafði mikla reynslu og mikla þekkingu. Og reynsla Brynju var víðtæk og djúp og hún miðlaði af henni til mín af miklu ör- læti allan þann tíma sem við þekkt- umst. Hvort sem það var í samvinnu okkar eða ef ég leitaði til hennar vegna annarra verkefna. Ég mun æv- inlega búa að því að hafa kynnst og unnið með Brynju. Hún var kröftug og hvetjandi. Minningarnar eru margar og tengjast ýmsu, ekki síst leikferðun- um okkar með einleik hennar „Ferðir Guðríðar“. Og þótt treginn yfir and- láti hennar sé þeim tilfinningum yf- irsterkari núna, fylla þessar minning- ar mig eingöngu gleði og eldmóði. Hún var svo skemmtileg og frábær- lega mælsk. Sagði góðar og drama- tískar sögur af fólki og atburðum, dró ekkert undan þótt hún sjálf ætti í hlut. Frekar að hún smyrði ofan á ef eitthvað var til að auka spennu og skemmtanagildi sagnanna. Hún tal- aði hratt og skýrt og var glettin. Ég fór í fjórar leikferðir og lék „Ferðir Guðríðar“ í fjórum löndum í þremur heimsálfum. Það er mér ómetanleg reynsla að hafa fengið að ferðast með svo víðförlu fólki sem Brynju og Erlingi, að fá að leika fyrir jafn þakkláta áhorfendur og raun bar vitni og að fá að kynnast baráttueðli, metnaði og kjarki Brynju hvort sem við vorum staddar á heimili þeirra Erlings á Laufásveginum eða í fram- andi umhverfi einhversstaðar ann- arsstaðar í heiminum. Það er sárt að þurfa að kveðja Brynju núna og ég mun sakna henn- ar lengi. En ég minnist hennar af miklum hlýhug og veit að hún mun áfram lifa í hugum og hjörtum þeirra sem kynnust henni og verkum henn- ar. Ég votta elsku Erlingi, Benna, Charlotte, Önnu Róshildi og öðrum nákomnum aðstandendum Brynju mína dýpstu samúð og hluttekningu á þessari sorgarstundu. Valdís Arnardóttir. Brynja Benediktsdóttir var ein þeirra sem ruddu brautina fyrir starfsemi sjálfstæðra leikhúsa á Ís- landi. Hún var skapandi listamaður sem lét verkin tala, skrifaði leikrit, leikstýrði þeim og ferðaðist síðan með þau um allan heim. Brynja sýndi öðrum fram á að það er hægt að reka eigin leikhóp og að áhuga á íslenskri leiklist gætir víða um heim. Árið 1961 stofnaði Brynja ásamt öðrum leik- félagið Grímu sem lagði áherslu á ís- lensk leikverk. Hún lét þó ekki þar við sitja heldur rak allt til síðasta dags eigin leikhóp sem ferðaðist um heiminn með leikverk sitt Ferðir Guðríðar. Að auki byggði hún og rak ásamt eiginmanni sínum, Erlingi Gíslasyni, vinnustofu leikara í Skemmtihúsinu við Laufásveg. Síðast leikverk hennar fjallaði um hina víðförlu Guðríði Þorbjarnardótt- ur úr Íslendingasögunum. Að sama skapi má segja að Brynja hafi verið víðförul með leikverk sín. Hún fór á hátíðir víða um heim með leikverk sitt um fyrrnefnda Guðríði, meðal annars til Kólombíu og Rómar. Eins hafði hún á áttunda áratugnum ferðast um heiminn með leikverkið Inúk. Með þessum leikferðum vann Brynja óeigingjarnt starf í þágu út- rásar og kynningar íslenskrar leik- listar á erlendri grundu. Brynja var virkur félagi í starfi SL. Hún var fulltrúi SL í aðalvalnefnd Grímunnar á síðasta leikári og í fyrra veittist stjórn SL sú ánægja að ferðast með Brynju til Ítalíu á fund nýstofnaðra samtaka sjálfstæðra leikhúsa í Evrópu. Á fundinum var Brynja ekki aðeins ótæmandi brunn- ur fróðleiks og reynslu af ferðum sín- um og reynslu af rekstri sjálfstæðra leikhópa undanfarna áratugi heldur líka frábær ferðafélagi sem ánægju- legt var að umgangast. Þeir sem starfa í þessu umhverfi eiga henni margt að þakka fyrir merkilegt framlag til íslensks leik- húss og íslenskrar leikritunar. Stjórn SL vottar aðstandendum Brynju sína dýpstu samúð. Aino Freyja Järvelä og stjórn SL. Þegar ég var barn og unglingur voru Brynja og Erlingur í huga mér partur af Þjóðleikhúsinu. Þau ásamt fjölda annarra leikara voru jú koll- egar pabba sáluga, Rúriks Haralds- sonar, til margra ára. Þar sem maður var sem grár köttur niðri í leikhúsi á þessum árum kynntist maður mörgu af því hæfileikaríka fólki sem vann innan veggja hússins, einkum leikur- unum. Nú eru margir þessara lista- manna horfnir á braut. Ekki grunaði mann að Brynja, nú rétt orðin sjötug, væri næst í röðinni. Brynja, þessi kraftmikla kjarnakona sem hrinti hinum ólíkustu verkefnum í fram- kvæmd. Skapandi listamaður sem sat ekki auðum höndum. Á haustdögum 1997 kom Brynja að máli við undirrit- aða. Var hún að fara af stað með spennandi einleik um hina merku for- móður Íslendinga, Guðríði Þorbjarn- ardóttur. Mér þótti mér mikill heiður sýndur með því að fá að leika hina ís- lensku Guðríði. Tristan Gribbin lék Guðríði á ensku og Bára Lyngdal Magnúsdóttir á sænsku. Aðstoðar- leikstjóri og hægri hönd Brynju var Ingibjörg Þórisdóttir. Í ársbyrjun 1998 byrjuðu svo æfingar. Má segja með sanni að okkar litli leikhópur hafi búið niðri í Skemmtihúsi á Laufás- veginum til margra mánaða sem og á heimili þeirra hjóna … Erlingur blessaður varð að láta sér það lynda að hafa þessa stelpuhjörð inni á sér mánuðum saman. Brynja fór óhefðbundnar leiðir í verki sínu, Ferðum Guðríðar, og nálguðumst við leikkonurnar við- fangsefnið allar á okkar eigin máta. Brynja var með mikið hugmyndaflug, mikla sköpunargáfu og með eindæm- um úrræðagóð. Ef eitthvað kom upp á var ekkert verið að velta sér upp úr Eigum við að taka einn ólsen? Þetta var svo oft sagt við mig þegar ég bjó á Bakk- astígnum. Þegar ég hugsa um þennan vetur, ’95-’96, hellist yfir mig þvílíkur söknuður að þú skulir vera farinn. Við töluðum oft um þennan tíma og vin- áttu okkar, sem, eins og þú sagðir, var tær snilld því að á milli okkar var hálf öld. Ég varð ófrísk um áramótin ’95-’96, það var frekar erfiður tími en þið Lauga stöppuðuð í mig stálinu. Þú sagðir alltaf við mig að hafa engar áhyggjur, þetta barn yrði sólargeisl- inn í mínu lífi. Þegar ég fór norður um vorið hringdir þú í mig á hverjum degi til að segja mér hvað Aðalsteinn væri fallegt og virðulegt nafn. Þegar ég sagði þér að ég gengi með stelpu sagð- ir þú mér að þú myndir tala við mig á Aðalsteinn Jónsson ✝ Aðalsteinn Jóns-son fæddist í Eskifjarðarseli 30. janúar 1922. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað aðfaranótt 30. apríl síðastliðins og var útför hans gerð frá Eskifjarð- arkirkju 10. maí. morgun. Þú hringdir í mig daginn eftir og sagðist vita um konu í Eyjafirðinum sem héti Aðalsteina:) Ég hef alla tíð verið mjög stolt yfir að dóttir mín skuli bera nafnið þitt, og eins og þú sagðir þá er hún sól- argeislinn minn. Þögn- in … við nutum þess að hlusta á þögnina. Ég, þú og Elva, við gátum setið endalaust inni í sjónvarpsherbergi og hlustað á þögnina, svo allt í einu spratt Elva upp og bauð okkur kaffi, þá vissum við að hana langaði á rúntinn eða taka spil. Við gátum spilað endalaust á Bakkastígn- um, ef það vorum ekki við í ólsen þá vorum það við, Elva og Björk. Það er mér svo mikill heiður að hafa kynnst þér, Alli minn, það er og verð- ur enginn eins og þú. Þú varst minn besti vinur, ef mér leið eitthvað illa þá hringdi ég í þig og þú bentir mér alltaf á björtu hliðarnar og alltaf lagði mað- ur tólið á brosandi. Þú brunaðir norð- ur þegar Elín Aðalsteina varð eins árs, án þess að láta okkur vita. Vildir koma okkur á óvart, svona sýndir þú hvað þér þótti vænt um okkur. Sem betur fer sagði ég þér og Elsku langamma og amma mín. Það var stórkostleg upplifun að fara á Þórsgötuna heim til þín. Það var eins og að koma til konungsfólks. Þú alltaf eins og drottning, alltaf í svo fallegum föt- um sem þú hannaðir oft sjálf og svo var stofan hjá þér full af munum úr gulli. Hvorki fyrr né síðar hef ég séð svona mikið af styttum og fallegum antíkmunum á sama stað nema þá í blöðunum af kóngafólkinu í útlönd- um. Þú saumaðir út svo fallegar myndir sem þú prýddir heimilið þitt með, yndislega fallegar, sem okkur fannst gaman að horfa á. Þú rækt- aðir rósir í gluggakistunni hjá þér, allar gerðir af rósum í öllum litum. Það er ótrúlegt hvernig þú fórst að þessu. Þú varst óspör á að gefa okk- Kristjana Bjarnadóttir ✝ KristjanaBjarnadóttir fæddist í Hrauns- múla í Staðarsveit á Snæf. 3. september 1910. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík 5. maí síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Laugarneskirkju 20. maí. ur afleggjara og reyndum við heima en illa gekk það. Þú hafð- ir rosalega miklar umönnunarhendur og allt sem þú komst ná- lægt varð að rós. Þú sýndir okkur alltaf mikinn áhuga og þú varst alltaf svo áhugasöm hvað við værum að gera. Ég sagði þér oft að ég væri að læra í Kaup- mannahöfn og þú varst svo ánægð, því að ég sagði við þig að það væri svo algengt að ungt fólk færi að læra í Kaupmannahöfn og þá fylltist þú stolti. Ég fylltist líka alltaf stolti að horfa á þig, þessa fallegu gömlu konu sem var alltaf í flottum fötum og með fallegt hárið. Þú laumaðir alltaf að manni brjóstsykri sem þú hafði gjarnan í skál til að gefa okk- ur. Það var líka sérstök upplifun að koma til þín austur í sumarbústað. Þú útbjóst iðulega frábærar steiktar murtur og svo silungasúpu sem þú gafst okkur í litla fallega eldhúsinu þínu. Þú varst alltaf svo glöð og já- kvæð. Þú lagðir líka alltaf eitthvað gómsætt á borð þegar við komum til þín og alltaf var nóg af kökum og öðru fíniríi. Þú varst ættuð frá Snæfellsnesi og þar hefur þú fengið alla þessa frábæru orku sem var í kringum þig alla daga.Við fundum alltaf sérstaka orku frá þér. Þessi orka var góð og jákvæð. Það var líka svo gaman að heyra þig tala. Þú hafðir alltaf svo skemmtilegan máta að segja frá. Þú varst með rosalega fallegan frá- sagnarstíl sem þú tamdir þér og allt sem þú sagðir frá varð svo ljóslif- andi fyrir framan mann. Þér fannst gaman að segja okkur frá þegar þú kynntist langafa á stríðsárunum. Þetta varð allt svo ljóslifandi. Við mæðgurnar viljum þakka Kristínu Sigurðardóttur fyrir sér- staklega kærleiksríka umönnun á Hrafnistu í Reykjavík á síðustu ævi- dögum hennar ömmu. Elsku amma og langamma, þú varst frábær fyrirmynd og þín er sárt saknað. Við munum alltaf minn- ast þín með stolti. Aðstandendum viljum við votta samúð okkar og megi guð styrkja ykkur í sorginni. Hvert lítið blóm sem blessun Drottins hlýtur, hver einstök sál er fæðist jörðu á, heldur brott er lífsins þróttur þrýtur, þjáðu holdi svífur burtu frá. (Gylfi Björgvinsson.) Guðrún Björg Brynjólfsdóttir og Elín G Jóhannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.