Morgunblaðið - 05.07.2008, Síða 48
LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 187. DAGUR ÁRSINS 2008
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Erfitt að borga
Mikið annríki er hjá Ráðgjaf-
arstofu um fjármál heimilanna og
innheimtufyrirtæki finna fyrir sam-
drættinum í þjóðfélaginu. Talsmenn
bankanna hafa áhyggjur af greiðslu-
stöðu fólks með haustinu. » Forsíða
Leggur fé í verkefni REI
Nýr 100 milljóna dala fjárfesting-
arsjóður, IFC InfraVentures, leggur
jafnvirði 310 milljóna ísl. kr. til verk-
efnis REI í Djíbúti. „Stórkostlegt,“
segir Hjörleifur B. Kvaran. » 2
Jón Ólafsson ákærður
Ákæra á hendur Jóni Ólafssyni,
kaupsýslumanni og fyrrv. stjórn-
arformanni Norðurljósa, og þremur
öðrum var lögð fyrir Héraðsdóm í
gær. Jóni er gefið að sök að hafa
komið sér undan greiðslu 361
milljónar króna. Í málinu er einnig
ákært fyrir margar rangfærslur í
rekstri. » 6
SKOÐANIR»
Staksteinar: Er hugarfarið að
breytast?
Forystugreinar: Alvöruforgangur?
Helgidómum spillt
Ljósvaki: Karþagó kemst á kortið
UMRÆÐAN»
Náttúruvernd og virkjanir fara saman
Gefandi starf eða gefið starf
Öryggi í hnattvæddum heimi
Börn: Eldað undir berum himni
Verðlaunaleikur vikunnar
Lesbók: Öld aðgengisins?
Manuel, ó Manuel …
BÖRN | LESBÓK»
3 3 3 3 3 4' 5 $
. +
6 !
3
3 3
3
3 -
7)1 $
3
3 3 3 3
89::;<=
$>?<:=@6$AB@8
7;@;8;89::;<=
8C@$7 7<D@;
@9<$7 7<D@;
$E@$7 7<D@;
$2=$$@! F<;@7=
G;A;@$7> G?@
$8<
?2<;
6?@6=$2+$=>;:;
Heitast 20°C | Kaldast 16°C
Hæg suðlæg átt og
bjartviðri en stöku
skúrir síðdegis.
Þoka úti við austur-
ströndina. » 10
Geir Ólafs, Dr.
Spock og Megas
halda uppi stuðinu
um verslunar-
mannahelgina í
Reykjavík. » 40
TÓNLIST»
Innipúkinn
undirbúinn
TÓNLIST»
Ian Curtis fær ekki að
hvíla í friði. » 46
Mugison átti góðan
leik á Hróarskeldu
en aumingja rokk-
ararnir finna sér
hvergi stað til að
sofa á. » 42–3
TÓNLIST»
Mugison á
Hróarskeldu
TÓNLIST»
Abba snýr aftur
í Stokkhólmi. » 45
TÓNLIST»
Heitt Hraun og
þagnarmeðferðin. » 41
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Draugahúsið við Njarðargötu
2. Ákærður fyrir skattalagabrot
3. Karlmaður fæðir dóttur
4. Skorað á dómsmálaráðherra …
Íslenska krónan styrktist um 0,08%
FJÖLSKYLDA í Hafnarfirðinum
fór nýlega í ADSL-áskrift hjá Tali.
Þegar fyrsti reikningurinn barst
var á honum undarlegur liður, „ný
heimtaug 3.000 kr.“.
Sendi heimilismeðlimur Tali
tölvupóst og kvartaði, enda var
þetta gjald hvergi að finna í verð-
listum fyrirtækisins og ætti auk
þess alls ekki við enda heimtaugin
ekki ný.
Strax næsta morgun hafði svar
borist. Tal baðst afsökunar, sagði
um mistök að ræða og bauð sem
sárabót að fella niður allan reikn-
inginn.
Tal á hrós skilið fyrir skjóta og
faglega afgreiðslu málsins.
Sama fjölskylda hefur í hálft ár
glímt við Símann vegna gjalda á
símreikningi sem enginn virðist
geta útskýrt og enginn fótur er fyr-
ir í verðskrá. Enginn virðist geta
tekið ákvörðun í málinu og síma-
númerið er nú lokað, með tilheyr-
andi óþægindum. asgeiri@mbl.is
Auratal
ÖKUMENN voru til fyrirmyndar í byrjun næst-
mestu ferðahelgar ársins, fyrir utan nokkra
svarta sauði. Að sögn lögreglu víða um land var
umferð þung, ekki síst á Vesturlandi, í Ísafjarð-
ardjúpi og á Norðurlandi og lá straumurinn úr
Reykjavík frekar í þá áttina en um Suðurlands-
veg. Umferðaróhöpp voru fá og fjöldi hraða-
sekta ekki nema í meðallagi fyrir venjulega
helgi. Mjög sýnileg löggæsla, t.d. á Suðurlandi,
hefur þar eflaust skipt miklu máli. Þrír voru
teknir fyrir akstur undir áhrifum vímuefna á
Suðurlandi.
Næstmesta ferðahelgi sumarsins byrjaði vel
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eftir Andrés Þorleifsson
andresth@mbl.is
EINUNGIS 329 ökumenn voru
stöðvaðir af lögreglunni á Blönduósi
í maí og júní fyrir of hraðan akstur,
en á sama tímabili í fyrra voru 899
teknir. Flest lögregluembætti sem
haft var samband við sögðu hrað-
akstur hafa minnkað, þótt ekkert
embætti kæmist nálægt Blönduósi.
Kristján Þorbjörnsson, yfirlög-
regluþjónn á Blönduósi, segir að
fyrir utan að færri séu teknir séu
þeir sem teknir eru á minni hraða.
Eftirlitið markvissara
Aðspurður segir Kristján þrjár
ástæður mögulegar: Í fyrsta lagi sé
eftirlitið markvissara, í öðru lagi séu
forvarnarverkefni betri og í þriðja
lagi nefnir hann hátt eldsneytisverð.
„Það sem er enn þá meira áberandi
nú en í fyrra er að útlendingarnir
eru á meiri [hraða] en Íslending-
arnir, og þeir eru stór hluti þeirra
sem teknir eru,“ segir Kristján og
vísar þá til útlendra ferðamanna.
„Umræðan um þessi mál hefur
aukist á undanförnum árum og það
hefur haft áhrif,“ segir Sigurður
Helgason hjá Umferðarráði. „Eftir
því sem þú keyrir nær löglegum
hraða eru minni líkur á að þú lendir
í slysi,“ bætir hann við, og segist
vona að með minni hraða fækki
slysum.
Lögreglan á Selfossi hefur einnig
nappað færri þetta sumarið, eða 415
á móti 492 í fyrra, og hjá lögregl-
unni á Suðurnesjum er hlutfallið
306 á móti 359 í fyrra. Á Hvolsvelli
hefur staðið yfir átak og hafa 539
verið stöðvaðir nú en 452 í fyrra.
Samkvæmt Vegagerðinni hefur um-
ferð í júní minnkað um 5,6% milli
ára.
Færri teknir
Léttari bensínfætur í ár en á sama tíma í fyrra Meira en
helmingi færri nappaðir fyrir hraðakstur við Blönduós
Morgunblaðið/Frikki
Dýrt Fæstir vilja sjá bláu ljósin í
baksýnisspeglinum.
Í HNOTSKURN
»Eldsneytiseyðslan eykstum 10% sé keyrt á 100
km/klst. frekar en á 90 km/
klst., skv. upplýsingum frá
Orkusetrinu.
»10.644 krónur kostar aðfylla 60 lítra bensíntank.
»30 þús. króna sekt er fyr-ir að keyra á 110 í stað
90.
» Í vistakstri felst m.a. aðtaka rólega af stað og
koma bílnum upp í háan gír.