Fréttablaðið - 21.04.2009, Blaðsíða 17
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
Hundafimi er fjörug íþrótt sem
reynir jafnt á hund og eiganda og
gengur út á að láta fjórfætlinginn
þræða þrautabraut á eins skömm-
um tíma og hægt er. Elín Rós
Hauksdóttir, sem er stoltur eig-
andi fjögurra ára Weimar-hunds,
Kals, skráði sig á slíkt námskeið
og segir hundafimi góða leið bæði
til að þjálfa og leika við hundinn
sinn.
„Honum finnst þetta æðislegt og
nú vill hann sjálfur fara í tækin,“
segir Elín, sem varð svo ánægð
með námskeiðið, sem íþrótta-
deild Hundaræktarfélags Íslands
kennir í Reiðhöll Gusts í Kópa-
vogi, að hún fer nú reglulega á
æfingar. Að hennar sögn fara eig-
andi og hundur saman í gegnum,
brautina sem samanstendur af alls
kyns tækjum og tólum, en eigand-
inn má ekki hafa önnur afskipti af
hundi sínum en að fylgja honum og
hvetja áfram. Hundafimi reynir
því töluvert á eiganda ekki síður en
hund enda segist Elín vera í ágætis
formi þar sem Kal sé fremur stór
hundur.
„Hundafimi er samt fyrir allar
tegundir, hundurinn þarf ekk-
ert endilega að vera stór,“ bendir
Elín á, en hún segist hafa séð allt
frá smáhundum á borð við Chi-
huahua upp í Stóra Dana á æfing-
um. „Þátttakendum er skipt í
þrjá hópa. Ég er í unglingahópi,
og svo er skipt upp í litla hunda
og stóra hunda þar sem hundarnir
geta ekki allir framkvæmt sömu
brögð.“
Elín segir Kal, eða Bláskjás
Kal Axels Son of a Million $
eins og hann kallast fullu nafni,
njóta góðs af æfingunum. Bæði
hafi hann lært margt og eins sé
hann í góðu líkamlegu formi, en
því er haldið fram að ástundun
hundafimi komi hundum til góða
jafnvel eftir að þeir hafa hætt að
stunda hana. „Ég get sko alveg
mælt með að hundaeigendur mæti
á æfingu til að prófa þetta,“ segir
hún. roald@frettabladid.is
Kröftug og krefjandi
Elín Rós Hauksdóttir og hundurinn hennar Bláskjás Kal mæta reglulega á æfingar í hundafimi, sem er
skemmtileg og kröftug íþrótt sem krefst fullkomins sambands og skilnings á milli hunds og eiganda.
SJÚKRAFLUTNINGASKÓLINN hefur vaxið og dafnað á
liðnu ári. Rúmlega fimm hundruð manns sóttu 41 námskeið sem
skólinn efndi til á árinu 2008 og mikil og jöfn eftirspurn hefur
verið eftir að komast á námskeiðin sem skólinn hélt. Þess utan
hafa bæst við ný og fjölbreytileg verkefni sem falla undir starf-
semi Sjúkraflutningaskólans. www.ems.is
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Elín og hundurinn Kal,
sem er með fyrstu
Weimar-hundum úr
goti þar sem innflutt,
frosið sæði var nýtt.
JÓGA
Ásta Arnardóttir • 862 6098
www.this.is/asta • astaarn@mi.is
www.lotusjogasetur.is • Borgartúni 20
MORGUN / HÁDEGI / SÍÐDEGI
BYRJENDANÁMSKEIÐ HEFST 22. OKT.
KUNDALINI HEFST 22. OKT.
MEÐ ÁSTU
Ásta Arnardóttir • 862 6098 • asta@this.is
Lótus jógasetur • www.this.is/asta
MORGUN • HÁDEGI • SÍÐDEGI
BYRJENDA NÁMSKEIÐ HEFST 27. APRÍL
Vandaðar
dömumokkasíur
úr mjúku leðri,
skinnfóðraðir
og með mjúkum
gúmmísóla.
Sannkallaðir
sjö mílna skór.
Margar gerðir
og litir, td:
Stærðir: 36 - 41
Verð: 9.985.-
Næstu fyrirlestrar og námskeið
21. apríl Spa dekur
Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir
22. apríl Hvað á ég að gefa barninu mínu að
borða?
Ebba Guðný Guðmundsdóttir Kennari
28. apríl Erum við andleg og líkamleg eiturefna
-úrgangs-ruslaskrímsli?
Edda Björgvins leikkona
02. maí Hláturfundur Hláturkætiklúbbsins
Ásta Valdimarsdóttir hláturjógakennari
07. maí Hvað er málið með aukakílóin?
Matti Ósvald heilsuráðgjafi www.madurlifandi.is
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16
tilboðsvika
Patti Húsgögn
mikið úrval af sófum og sófasettum
10-50% afsláttur
af völdum vörum