Morgunblaðið - 17.10.2008, Síða 4
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu
svanhvit@mbl.is
S
ýning Hildar Bjarkar Yeoman fata-
hönnuðar á tískuteikningum í
Kronkron hefur vakið mikla at-
hygli en hún stendur til 21. októ-
ber. Svo mikla raunar að umfjöll-
un um Hildi og teikningar hennar mun
birtast í næsta tölublaði af portúgalska
Vogue. „Ég hef mjög gaman af að teikna
tískuteikningar og sem merki um það þá
kenni ég tískuteiknun í Listaháskóla Íslands.
Tískuteiknun á rosalega vel við mig. Ég nota
ýmsa tækni við teikningarnar, til dæmis
teikna ég á pappír, á efni og svo framvegis.
Ég hef gaman af að blanda mismunandi að-
ferðum saman, að hafa allt opið og geta skil-
að þessu á alla mögulega vegu. Ég er mjög
hrifin af gömlu handverki og leitast við að
finna nýjar leiðir til að nota það, hvort sem
það er útsaumur, hekl eða eitthvað annað.
Gamla handverkið kemur líka berlega í ljós í
mörgum tískuteikninga minna þar sem ég
teikna oft á efni og sauma út í myndirnar.“
Vann hjá Jonathan Saunders
Hildur útskrifaðist árið 2006 frá Listahá-
skóla Íslands og hefur unnið að ýmsum verk-
efnum síðan. „Í hálft ár var ég í London þar
sem ég vann hjá Jonathan Saunders sem er
mjög þekktur í tískuheiminum. Það var ekki
erfitt að komast að hjá honum. Ég fletti hon-
um upp á netinu og fann út hvar vinnustað-
urinn hans var, mætti þangað með möppu og
hann réð mig á staðnum. Þetta var góð
reynsla og umfram það þá var þetta marg-
tæk reynsla. Jonathan Saunders prentar
flest sín efni sjálfur og er með heilt lið sem
sér um það, svo er annar hópur sem sér um
að sauma og svo framvegis,“ segir Hildur
sem tók nýverið þátt í samkeppni sem
breska undirfatafyrirtækið Lascivious stóð
fyrir. „Fyrirtækið var að gefa út spil og á
þeim áttu að vera teikningar eftir nokkra
listamenn. Ég var ein af listamönnunum sem
voru valdir og mínar myndir munu því prýða
stokkana. Það var mjög skemmtilegt að taka
þátt í keppninni.“
Ekkert nema gaman
Þrátt fyrir að vera að miklu leyti í tísku-
teikningunum hefur Hildur líka verið að
hanna enda segir hún fatahönnun og tísku-
teiknun samtengt efni. Sjálf teiknar Hildur
allt sem hún hannar. „Ég hallast ekki að
annaðhvort tískuteiknun eða fatahönnun. Það
er miklu skemmtilegra að vera með allt opið
og geta gert það sem mann langar til. Inn-
blástur minn fæ ég úr öllu mögulegu. Allt
sem er í kringum mig hefur einhver áhrif á
mig; tíðarandinn, tónlist, kvikmyndir og þjóð-
félagið sjálft. Ég er alltaf vakandi fyrir um-
hverfinu og ég held að það sé þannig hjá
flestum hönnuðum.“
Aðspurð hvort Hildur ætlar sér að vinna á
Íslandi í framtíðinni segist hún ekki vera
viss. „Ef ég verð að vinna sem tískuteiknari
þá skiptir ekki máli hvar ég er. Satt að segja
væri ég til í að hafa það opið hvar ég verð í
framtíðinni, það væri gott að þurfa ekki að
binda sig við einn sérstakan stað,“ segir
Hildur sem viðurkennir að það geti verið erf-
itt að framfleyta sér sem ungur hönnuður.
„Þess vegna er nauðsynlegt að vera snið-
ugur, sérstaklega hérna heima. Það er
ómögulegt að loka á einhver tækifæri heldur
er best að hafa allt opið svo hægt sé að taka
ýmis verkefni að sér. Það er líka bæði
skemmtilegast og fjölbreyttast því þá kynnist
maður alls konar fólki og það er náttúrlega
ekkert nema gaman.“
Er mjög vakandi
fyrir umhverfinu
Tískuteikning Gyðja í síðkjól frá Gaspard
Yurkievich. Fleiri verk eftir Hildi má sjá á
síðunni hilduryeoman.com.
Vatnagyðja Gyðjan er með höfuðskraut
frá Soniu Rykiel sem er einn af uppáhalds-
hönnuðum Hildar.
Thelma-design Mynd sem Hildur gerði
fyrir Thelmu-design en Hildur sér um allar
tískuteikningar hennar.
Leda og svanurinn Mynd sem Hildur gerði
með blandaðri tækni. Myndin er teiknuð á
efni og svo er saumað út í hana.
Morgunblaðið/Ómar
Hugmyndarík Hildur Björk Yeoman ásamt bleikri, heklaðri púðluhundatösku sem hún hann-
aði. Töskurnar ásamt fleira af hönnun Hildar Bjarkar fæst í Kronkron.
4|Morgunblaðið
Það er um að gera að endurnýta föt og upp á síð-
kastið hafa víða verið haldnir fatamarkaðir þar
sem ýmiss konar fatnaður gengur kaupum og
sölum.
Í fínni kantinum
Í Harvey Nichols-verslunum á Englandi, sem
þykja í fínni kantinum, býðst viðskiptavinum að
koma með og gefa vandaðan fatnað í október
sem síðan verður gefinn áfram til góðgerð-
arstofnunarinnar Dress for Success. Í staðinn fá
viðskiptavinirnir úttektarnótu sem þeir geta
eytt að vild í versluninni. Verslunin hefur því
hvatt konur víða um landið til að draga fram
kjóla, skyrtur, skó og annað sem safnar bara
ryki inni í skáp.
Rekið af sjálfboðaliðum
Góðgerðarstofnunin Dress For Success er
rekin af sjálfboðaliðum og vinnur að því að veita
konum sem erfitt hafa átt með að koma undir
sig fótum fjárhagslegt sjálfstæði. Sjálfboðaliðar
sjá um að styðja við konurnar, aðstoða þær við
að finna sér störf og sjá þeim fyrir fatnaði til að
þær geti komið vel fyrir í atvinnuviðtölum.
maria@mbl.is
Að gefa og nýta
Vandað Harvey Nichols lætur til sín taka.
Gildir út október
Snyrtistofan Dögg - Smiðjuvegi 4 (Græn gata) - 200 Kópavogur
Sama húsnæði og Hársmiðjan - S. 55 22 333 - kristin@snyrtistofandogg.is - www.dögg.is
Litun og plokkun
augnhár og brúnir - 2.700 kr.
Fótsnyrting - 4.500 kr.
á Snyrtistofunni Dögg eru seldar
Guinot meðferðir og vörur
Tímapantanir í síma 55 22 333
Tilboð