Morgunblaðið - 17.10.2008, Side 18

Morgunblaðið - 17.10.2008, Side 18
Klassík Klassískur rauður litur sem all- ar konur geta verið með. Ljósasti rauði liturinn og sömu- leiðis sá bjartasti af þessum fjórum. China Red úr Make Up Store. Dökk húð Bleiktóna rauður varalitur sem getur gert tennurnar hvítari. Liturinn hentar mjög vel þegar aug- un eru máluð með svörtum augn- blýanti og eins kon- um með dekkri húð. Pout frá Make Up Store. Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@mbl.is K ynþokkafullar og lokkandi rauðar varir eru í tísku í vetur en mörgum konum finnst sem þær geti ekki verið með rauð- an varalit. Margrét R. Jónasardóttir, förðunarmeistari í Make up Store, segir að þær sem vilji vera með rauðan varalit geti það. „Rauður varalitur fer öllum konum sem vilja nota hann, það þarf bara að finna rétta rauða litinn. Oft er það þannig að þær konur sem telja sig ekki geta notað rauðan lit eru ekki vanar rauðum varalit. Svo fer þetta eftir því hvort viðkomandi kona kann við sig með litinn því til að bera hann er nauðsynlegt að kunna að meta hann,“ segir Margrét sem lumar á nokkrum góðum ráðum fyrir þær konur sem ætla að kaupa sér rauðan varalit. „Rauður varalitur með appelsínugulum tóni hentar öllum konum. Aftur á móti hentar rauður vara- litur sem er blátóna betur konum með dekkri húð. Þær konur sem vilja vera með hvítari tennur geta valið rauðan lit sem er bleiktóna eða með appelsínugulum tóni. Rauður varalitur sem er blátóna getur aftur á móti dregið fram gráan lit í tönnunum.“ Gott að nota grunn Margrét segir að það sé ákveðinn rauður litur vin- sæll í vetur, nokkurs konar brúntóna rauður. „Í vetur er best að smyrja ekki varalitnum á og hafa hann þykkan og kremaðan. Núna er smart að nota pensil eða setja puttann í litinn og bera hann létt á. Þegar rauður varalitur er notaður er alltaf gott að byrja á að nota grunn af því að það er vandmeðfarið að vera með rauðan varalit. Fyrst og fremst er því mikilvægt að bera á góðan grunn, síðan að nota varabursta og byrja á efri vörinni því ef byrjað er á neðri vörinni getur hún orðið þyngri. Þess vegna er fallegra að byrja á bog- anum, fylla efri vörina út og taka síðan neðri vörina. Varirnar eru því formaðar með pensli og síðan er gott að taka puttann og dempa yfir varirnar þannig að lit- urinn sé ekki smurður á.“ Mild augu og flottar varir Margrét segir að í vetur sé mikilvægt að varirnar líti ekki út eins og það sé nýbúið að setja varalit á þær. „Þá notum við Lip & cheek tint til að fá svona óreglu- legt útlit en það er borið létt á varirnar. Þá verða var- irnar léttar og gegnsæjar en ekki alveg fullkomnar. Í dag er ekki í tísku að setja varablýant með rauðum varalit, það minnir heldur mikið á áttunda áratuginn. Það er líka mjög smart að velja fallegan rauðan varalit sem settur er á með bursta og svo er hægt að bíta í eldhúsbréf þannig að liturinn verði ennþá mildari,“ segir Margrét sem finnst fallegra að hafa augnmáln- inguna í lágmarki þegar varirnar eru rauðar. „Mér finnst fallegra þegar áhersla er lögð á að hafa fallega línu með augnblýanti, gera augnhárin falleg og svo mögulega dusta yfir einhverjum lit en ekki mikið. Var- irnar verða svo flottar þegar augun eru mild.“ Kynþokkafullar rauðar varir Fyrir ljósa húð Þessi litur hefur verið gríðarlega vinsæll í haust og vetur enda brún- tóna rauður litur. Liturinn hentar þeim konum sér- staklega vel sem eru með ljósa húð og rauðhærðar. Vamp frá Make Up Store. Vinsæll Það hefur verið mikið selt af þessum lit enda er ákveðinn glamúr í litnum. Mjög alhliða litur en samt sem áður dökkur. Devil frá Make Up Store. 18|Morgunblaðið Það skiptir máli að geyma snyrti- vörurnar sínar á góðum stað. Til eru sérstök box undir snyrtivörur sem svipar til veiðiboxa, með mis- munandi hólfum sem henta öllum tegundum snyrtivara og tóla. Gjafa- og skókassar geta líka nýst vel og þá jafnvel með litlum boxum ofan í þannig að hægt sé að skipu- leggja vörurnar betur. Það er mik- ilvægt að hafa staðinn hreinan sem snyrtivörurnar eru geymdar á og gæta þess að ekki komist að þeim of mikill raki þar sem það getur eyði- lagt eða dregið úr endingu þeirra. Baðherbergið er því ekki endilega besti staðurinn til að geyma snyrti- vörurnar! maria@mbl.is Skipulag á snyrti- vörunum Það er að ýmsu að hugafyrir þær konur sem vilja að varaliturinn líti full- komlega út og margt sem hægt er að gera. Hér eru nokkrar vörur sem geta full- komnað verkið. Vel lagaðar varir Flott allan daginn Krem sem fær bæði varalitinn og auga- brýrnar til að haldast allan daginn. Góður grunnur fyrir rauðan varalit. Stay in Shape frá Make Up Store. Ljómandi gel Gel sem hægt er að nota á augu, kinn- ar og varir og áferðin er glitr- andi og falleg. Lip & cheek tint frá Make Up Store. Penslar Það er mjög gott að nota pensla til að bera varalitinn á. Áferðin verður fallegri auk þess sem auðveldara er að gera útlínurnar vel. Make Up Store. Rauður varalitur hentar öllum Margrét R. Jónasardóttir, förðunarfræðingur í Make Up Store, segir að allar konur sem vilji geti notað rauðan varalit. Það þarf einungis að finna rétta litinn. M or gu nb la ði ð/ Á rn i S æ be rg                         !"

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.