Morgunblaðið - 17.10.2008, Page 21

Morgunblaðið - 17.10.2008, Page 21
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@mbl.is Þ að er jafn mikilvægt fyrir karlmenn að hugsa vel um húðina á sér og það er fyr- ir konur þótt það sé ekki eins viðurkennt á meðal karlmanna. Sigrún Konráðsdóttir, snyrtifræðingur á snyrtistofunni Þú um þig, segir að eitt það allra versta sem karlmenn geta gert sé að skvetta rakspíra framan í sig eftir rakstur. „Rakstur ertir húðina og að nota rakspíra þannig er eins og að skvetta spritti framan í sig. Það er miklu betra að nota krem sem er hugsað eftir rakstur því þau eru rakagefandi. Það er mikilvægt fyrir karlmenn að nota góð krem reglu- lega því það er mikið álag á húðina að skera hana með hníf á hverjum degi. Karlmenn þurfa líka að velta fyrir sér hvernig þeir raka sig, hvort það sé með hárvextinum eða á móti sem má alls ekki því þá er hætta á inngrónum hárum og meiri bólum. Það er nauðsynlegt að nota bæði sápu til að mýkja húðina áður en rakað er og krem á eftir til að mýkja húðina.“ Karlmenn í snyrtingu Sigrún segir að auk þess sé mik- ilvægt fyrir karlmenn að hreinsa húðina á hverjum degi og nota krem á morgnana. „Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir karlmenn sem vinna utandyra. Karlmenn hugsa mun bet- ur um húðina á sér nú en fyrir nokkrum árum. Áður leituðu ein- ungis þeir sem voru með mjög slæma húð til læknis eða fengu snyrtingu en alls ekki þeir sem voru með eðlilega húð. Núna er það þann- ig að þegar karlmenn koma einu sinni í húðhreinsun eða andlitsbað þá finna þeir svo mikinn mun að þeir koma aftur og byrja að nota krem þegar þeir finna muninn,“ segir Sig- rún og bætir við að það hafi aukist verulega að karlmenn komi í snyrt- ingu. „Þeir sem starfa við tölvur, af- greiðslustörf og annað koma gjarn- an í handsnyrtingu. Svo er mjög mikið um að karlmenn komi í fót- snyrtingu og ég hef heyrt að þeim finnist sem þeir svífi eftir á.“ Ilmandi krem Sigrún segir að þótt karlmenn séu ekkert sérstaklega duglegir að nota krem og húðvörur þá hafa þeir bætt sig verulega undanfarin ár. „Núorð- ið er til svo mikið af vörum fyrir karlmenn og þetta er orðið miklu að- gengilegra. Áður fyrr stílaði þessi markaður einungis inn á konur og kremin voru í gullkrukkum og bleik- um túpum. Nú eru til vörur sem eru stílaðar inn á karlmenn og með karl- mannlegum ilmi. Karlmönnum finnst því ekkert endilega sem þeir séu með krem, heldur líður þeim eins og þeir séu með rakspíra á sér.“ Karlmenn þurfa líka að huga að húðinni Unglegur Krem sem var hannað til að taka á merkjum um öldrun og bæta gæði húðarinnar. Skin Minerals Regenerating cream frá Giorgio Armani. Endurnærandi Rakagef- andi raksturskrem sem nærir húðina til að vernda hana fyrir ertingu sem fylgir rakstrinum. Skin Minerals Shaving cream frá Giorgio Armani. Dagleg notkun Áhrifa- ríkt gel til að þvo andlit daglega. Skin Shine Cont- rol face wash frá Boss. Fyrir þreytta húð Styrkj- andi gel svo húðin sé heil- brigðari á að líta. Skin Minerals Fortifying serum frá Giorgio Armani. Heilbrigð húð Rakagel sem gott er að nota bæði kvölds og morgna og kemur í veg fyrir að húðin glansi. Skin Shine Control Moisture gel frá Boss. M or gu nb la ði ð/ V al dí s T ho r Morgunblaðið |21 Um þessar mundir eru flestir að reyna að spara og vilja því ekki eyða fúlgum fjár í nýjar flíkur. Því er ekki úr vegi að rifja upp orð Susie Faux, eiganda verslunar- innar Wardrobe í London, en hún bjó til frasann „Capsule War- drobe“ sem mætti þýða sem „þétta fataskápinn“. Susie telur að konur þurfi færri flíkur en betri. Hún segir að kona þurfi aðeins að eiga tvennar buxur en þær verði að passa fullkomlega og vera úr góðu efni. Eins segir Susie að hver kona þurfi að eiga fallegan kjól eða pils fyrir fínni tækifæri, fínan jakka sem passar vel, kápu og fallega prjónaða peysu. Það má þó ekki gleyma skófatnaðinum og Susie telur að hverri konu nægi ein- ungis tvö pör af skóm. Eitt par af flatbotna skóm og annað af skóm með örlitlum hæl. Veskin eiga sömuleiðis að vera tvö, eitt stærra hversdagsveski og annað fínna veski til að fara með í boð. Und- irstaða þétta fataskápsins er sú að flíkurnar séu ekki endilega í tísku heldur verði hægt að nota þær ár eftir ár. svanhvit@mbl.is Færri flíkur, meiri gæði Tómlegt? Það þurfa ekki að vera margar flíkur í fataskápnum en þær þurfa að passa vel og vera í góðum gæðum. Photos Ákveðið hefur verið að leggja gríð- arlega fjármuni í að gefa Oxford- stræti, helstu verslunargötu Lond- on, andlitslyftingu. Hugmyndin er sprottin frá Judith Mayhew-Jonas, sem nýlega var skipuð stjórn- arformaður New West End- fyrirtækisins sem sér um fram- kvæmdir á svæðinu. Verða þær byggðar á uppbyggingu í New York, meðal annars í kringum Tim- es Square. Í framtíðinni ætti því að verða enn skemmtilegra en áður að versla á Oxford-stræti í nýju og end- urbættu umhverfi. maria@mbl.is Endurbætur á Oxford- stræti Örtröð Oxford Stræti er afar vin- sælt hjá ferðamönnum í London. KÁPURNAR KOMNAR Laugavegi 63 • S: 551 4422 SKOÐIÐ SÝNISHORN Á LAXDAL.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.