Morgunblaðið - 22.10.2008, Qupperneq 11
Fréttir 11INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2008
Í SÍÐUSTU viku var opnuð vef-
lausn sem birtir fjölbreytt gögn um
náttúrufar og auðlindir Íslands á
síðunni www.natturuvefsja.is.
Náttúruvefsjáin er afrakstur
samstarfs sem stjórnað hefur verið
af Vatnamælingum með aðstoð frá
Orkustofnun, Gagarín og fleiri að-
ilum.
Markmiðið með náttúruvefsjánni
er að koma niðurstöðum úr rann-
sóknum einstakra stofnanna á
framfæri á sameiginlegum vett-
vangi og í almenna notkun í leik og
starfi. Hún nýtist jafnt stjórnsýslu,
sérfræðingum, almenningi og fyr-
irtækjum s.s. vegna búsetubreyt-
inga, húsbygginga, í tengslum við
ferðalög, afþreyingu og útivist.
Fjölbreytt gögn
um náttúrufar
Eftir Gunnlaug Árnason
Stykkishólmur | Karlakór Reykja-
víkur mætti til Stykkishólms um
helgina og hélt tónleika í Stykk-
ishólmskirkju til styrktar org-
elkaupum. Stjórnandi kórsins,
Friðrik S. Kristinsson, er uppalinn
í Hólminum og fékk hann félaga
sína til að skreppa vestur til tón-
leikahalds.
Kórinn er með fjölmennustu kór-
um landsins og voru söngmenn
hans yfir 70 talsins. Á tónleikunum
komu einnig fram Karlakórinn
Kári sem skipaður er söngmönnum
úr Stykkishólmi og Grundarfirði
og svo stúlknakór Grunnskólans í
Stykkishólmi.
Tónleikarnir tókust afar vel.
Enn og aftur sannaðist hversu
Stykkishólmskirkja er gott tón-
leikahús.
Tónleikagestir þökkuðu söng-
fólkinu vel og innilega að lokum
fyrir góðan söng og skemmtilega
samverustund.
Á tónleikunum var kynntur nýr
geisladiskur sem orgelsjóður gefur
út. Um er að ræða upptöku af
minningartónleikum um Sigrúnu
Jónsdóttur sem fram fór í Stykk-
ishólmskirkju fyrir tveimur árum.
Sigrún starfaði sem organisti og
kórstjóri í Stykkishólmskirkju við
miklar vinsældir en hún lést aðeins
36 ára.
Stykkishólmskirkja var vígð árið
1990. Þá leyfði fjárhagur kirkj-
unnar ekki að fjárfesta í nýju org-
eli. Notast hefur verið við orgelið
úr gömlu kirkjunni. Væntingar
hafa löngum verið um kaup á org-
eli við hæfi. Fyrr á árinu skrifaði
svo sóknarnefnd undir samning um
smíði á nýju orgeli fyrir kirkjuna.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Karlahljómar Karlakór Reykjavíkur og Karlakórinn Kári héldu tónleika í
Stykkishólmskirkju. Tónleikarnir þóttu takast afar vel.
Karlakór Reykjavíkur
léttir undir með Hólmurum
UM 160 manns sóttu stuðnings- og
upplýsingarfund fyrir erlenda
starfsmenn á Landspítalanum, en
fundurinn var haldinn vegna
þrenginga í fjármálum á Íslandi.
„Starfsmenninir hafa verið
kvíðafullir og þeim hefur fundist
vanta upplýsingar frá samfélaginu.
Þeir lýstu því mikilli ánægju með
það framtak spítalans að standa
fyrir fundunum og töldu þá gagn-
lega. Margt hafi skýrst og mörgum
spurningum verið svarað sem hefðu
vaknað hjá þeim í þeim óróa sem
einkennt hefur íslenskt samfélag
undanfarið,“ segir í fréttatilkynn-
ingu. Fundir voru haldnir bæði á
pólsku og ensku, en erlendir starfs-
menn á Landspítalanum eru alls á
fjórða hundrað.
Starfsmenninir eru uggandi yfir
stöðu sinni og störfum, launum og
réttindamálum.
LSH Erlendir starfsmenn spurðu
m.a. um nýja stöðu á vinnumarkaði.
Hafa áhyggj-
ur af stöðunni
ÁRLEGUR Slagdagur félagsins Heilaheilla verður hald-
inn á laugardaginn í Kringlunni, Smáralind og Gler-
ártorgi á Akureyri. Frá klukkan 13 til 16 verður almenn-
ingi boðið upp á ókeypis læknisfræðilega athugun sem
tengist slagi.
„Á Slagdeginum í fyrra greindist einn viðskiptavinur í
Kringlunni með einkenni heilaslags og hann var strax
sendur á bráðamóttöku Landspítalans. Mér skilst einnig
að í mörgum tilvikum hafi einstaklingum verið ráðlagt
að leita til heimilislæknis vegna of hás blóðþrýstings eða
einhverra streituvaldandi þátta,“ segir Þórir Stein-
grímsson, formaður Heilaheilla.
Á hverju ári fá um það bil 700 manns á Íslandi heila-
slag eða um tveir á dag. ,,Við viljum koma fræðslu um sjúkdóminn á fram-
færi og með hvaða hætti er hægt að minnka líkurnar á honum,“ leggur
Þórir áherslu á.
Árlegur Slagdagur Heilaheilla
Þórir
Steingrímsson
Í DAG, miðvikudag, opnar Fé-
lagsþjónustan í Kópavogi nýtt frí-
stundaheimili fyrir fatlaða nem-
endur í 5.-10. bekk í grunnskólum
Kópavogs. Frístundaheimilið er til
húsa í Smáraskóla við Dalsmára. Í
vetrarfríum og á starfsdögum er
opið kl. 8:00-17:00. Markmið frí-
stundaheimilisins er að veita þeim
nemendum sem þar dvelja öruggt
athvarf eftir skóla þar sem boðið
er upp á skipulagðar tómstundir
við allra hæfi, útivist og slökun.
Um er að ræða heilsárs, skóla-
tengt tilboð þar sem nemendum
gefst tækifæri til að dvelja við leik
og störf.
Opna nýtt frí-
stundaheimili
STUTT
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„TILSKIPUNIN, sem lögin um
Tryggingasjóð byggist á, kveður
ekki á um ábyrgð ríkisins, ef hún er
framkvæmd réttilega,“ segir Stefán
Már Stefánsson prófessor.
Á hádegisverðarfundi Orators í
gær flutti Stefán Már Stefánsson er-
indi um neyðarlögin og EES-
samninginn, skyldu ríkisins vegna
EES-samningsins og þar á meðal
skyldu ríkisins til efnda á inneignum
bankanna erlendis.
Í umræðum kom fram að svo virt-
ist sem tilskipunin væri þunga-
miðjan í málinu, þótt hún hefði ekki
verið mikið í umræðunni.
Stefán Már sagði að tilskipunin
skipti mjög miklu máli, því ef hún
hefði ekki verið lögleidd eða fram-
kvæmd réttilega gæti ríkið borið
skaðabótaábyrgð.
Í lögum um innstæðutryggingar
og tryggingakerfi fyrir fjárfesta (lög
98/1999) segir m.a.: „Nú hrökkva
eignir viðkomandi deildar sjóðsins
ekki til þess að greiða heildar-
fjárhæð tryggðra innstæðna, verð-
bréfa og reiðufjár í hlutaðeigandi að-
ildarfyrirtækjum og skal þá greiðslu
úr hvorri deild skipt þannig milli
kröfuhafa að krafa hvers þeirra allt
að 1,7 millj. kr. er bætt að fullu en
allt sem umfram er þessa fjárhæð
skal bætt hlutfallslega jafnt eftir því
sem eignir hvorrar deildar hrökkva
til. Fjárhæð þessi er bundin við
gengi evru (EUR) miðað við kaup-
gengi hennar 5. janúar 1999. Sjóð-
urinn verður ekki síðar krafinn um
frekari greiðslu þótt tjón kröfuhafa
hafi ekki verið bætt að fullu.
Hrökkvi eignir sjóðsins ekki til og
stjórn hans telur til þess brýna
ástæðu er henni heimilt að taka lán
til að greiða kröfuhöfum.“ Spurt var
hvort þessi heimild skipti ekki máli
við ríkjandi aðstæður.
Heimildarákvæði
Stefán Már sagði að hann liti á
þetta sem heimildarákvæði. Eðlilegt
væri að sjóðurinn tæki lán til að brúa
lítið bil, en þetta tæki ekki á banka-
hruninu. Hins vegar sagðist hann
telja að það væri grundvöllur fyrir
bótaábyrgð ríkisins, ef ekki hefði
verið greitt í sjóðinn samkvæmt því
kerfi sem íslensk lög segðu fyrir um.
Morgunblaðið/Ómar
Fjölmenni Fullt var út úr dyrum hjá Stefáni Má Stefánssyni í stofu 101 í Lögbergi við Háskóla Íslands.
Ekki kveðið á um
ábyrgð ríkisins
Í HNOTSKURN
» Tryggingarsjóður ersjálfseignarstofnun.
» Í lögum um innstæðu-tryggingar og trygg-
ingakerfi fyrir fjárfesta segir
að heildareign verðbréfadeild-
ar Tryggingarsjóðsins skuli að
lágmarki nema 100 milljónum
króna. Heildareign inn-
stæðudeildar skal að lágmarki
nema 1% af meðaltali
tryggðra innstæðna á næst-
liðnu ári.
Tilskipunin sem lögin um Trygginga-
sjóð byggist á þungamiðjan í málinu
Bjóðum 10%
kynningarafslátt
og kaupauka
Kringlan, sími 533 4533
Smáralind, sími 554 3960
LA PRAIRIE HELPS YOU
FIGHT AGING - AND WIN
Fimmtudaginn 23. okt.
Hygea Kringlunni
Föstudaginn 24. okt.
Hygea Smáralind
Velkomin á La Prairie kynningar eftirtalda
daga, milli kl. 13-18... Spennandi nýjunar!