Morgunblaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2008 STANGVEIÐI Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is GJÖFULASTA laxveiðitímabili í manna minnum er að ljúka. Þótt veiði í ám með náttúrulega laxa- stofna hafi lokið í september, hefur verið kastað fyrir laxa allt til þessa dags í ánum sem hafgönguseiðum er sleppt í, eins og í Rangárnar og Tungufljót í Biskupstungum. Blaðamaður heyrði í Orra Vigfús- syni, formanni NASF, Verndar- sjóðs villtra laxastofna, en við lok vertíðarinnar hefur hann iðulega lit- ið yfir veginn. Nú er hann að vonum lukkulegur með veiðina sem hann segir verða um 82.000 laxa. „Árið 2005 var metveiði, en þá var heildarveiðin 55.000 laxar,“ segir Orri. „Gamla metið var sett árið 1978 en þá var nánast ekkert um seiðasleppingar í ár og veiddum fiskum sjaldnast sleppt frjálsum. Á seinni árum hefur orðið algengara að „veiða og sleppa“ og svo eru svo- kallaðar hafbeitarár farnar að gefa gríðarlega veiði.“ Orri segir tölfræðinga NASF hafa tekið saman veiðitölur úr ám víða um land og ef skoðaðar eru ár sem byggja á seiðasleppingum, þá telja þeir að í þeim hafi veiðst um 28.000 laxar. Í öðrum ám hafi veiðst um 52.000 laxar – sem er svipuð veiði í þeim og árið 1978. Ef hafbeit- arár eru undanskildar hefur það aukist verulega á þessum tíma að löxum sé sleppt, eða úr 8% í 25%. „Óvenju margir stórlaxar veidd- ust á Íslandi í sumar, og einnig í ná- grannalöndunum, en þeir hafa nú verið friðaðir fyrir úthafsveiðum í 15 ár. Ýmislegt bendir til þess að ástandið í úthöfunum sé gott. Laxveiðiárnar á Norðurlandi koma tiltölulega vel út, en suðvest- urhornið, Borgarfjörður og Mýrarn- ar gáfu afar góða veiði. Hafbeitarárnar virðast vera að skila hærra og hærra endurkomu- hlutfalli úr hafi. Jafnvel er rætt um 5% og meira í sumum stöðvunum. Hafnará er talin hafa skilað 7,5% endurkomu laxa í sumar og haust.“ Hafa fjármagnað netauppkaup Orri fylgist grannt með því sem gerist í laxveiðinni í Nágrannalönd- unum og hann segir að í Noregi hafi einnig verið afar gott stórlaxaár, en talsvert minna af smálaxi. „Í ánni Gaula, sem rennur í Þránd- heimsfjörð, var næsta daglegt brauð að 35 punda lax eða stærri væri dreg- inn á land. Í Altaánni voru veiddir 15 laxar yfir 50 pundum og í nágrenni hennar veiddist 82,5 punda lax í net!“ Orri segir að þrátt fyrir afar óhag- stætt efnahagsástand hafi NASF tekist að fjármagna öll sín netaupp- kaup á árinu. Þegar hafi verið greitt fyrir stöðvun úthafsveiða Grænlend- inga og Færeyinga. Þá hafi verið greitt fyrir netauppkaup við vestur- strönd Skotlands, við þrjár laxveiðiár í Wales, í Biscaya-flóanum í Frakk- landi og í Þrándheimsfirði í Noregi. Þá er NASF í vikunni að setja á stofn nýjan verndarsjóð í Noregi sem fyr- irhugað er að taki að sér uppkaup á netum víða við strendur landsins. Veiðin um 82.000 laxar  Hátt í 30.000 löxum meira en metveiðisumarið 2005, að sögn Orra Vigfússonar  Óvenju margir stórlaxar veiddust hér og í nágrannalöndunum í sumar Stórlax! Mollie Fitzgerald landaði í sumar og sleppti síðan þessum 54 punda laxi í Altaánni í Noregi. Hún fékk tvo aðra laxa þetta kvöld, 24 og 35 punda. Góð stórlaxaveiði var í Noregi í sumar, rétt eins og á Íslandi. Í HNOTSKURN » Metveiði var á laxi á Ís-landi í sumar. Orri Vigfús- son telur að veiðin sé um 82.000 laxar. » Álíka mikið veiddist í hin-um náttúrulegu lax- veiðiám og sumarið 1978, eða um 52.000 laxar. » Í hafbeitaránum virðistvera hærra endurkomu- hlutfall en áður. Í þeim veidd- ust um 28.000 laxar. ÞAU tilvik þar sem börn voru án nokkurs búnaðar í bíl voru 3%, að því er niðurstöður nýjustu könnunar Umferðarstofu, Sjóvár Forvarna- húss og Slysavarnafélagsins Lands- bjargar sýna. Árleg könnun var gerð í maí sl. og snýr að öryggi barna í bíl- um. Í tilkynningu segir m.a. að athygli veki að árið 1997 voru tilvik þar sem enginn búnaður var notaður 32% af heildinni en eru nú 3%. Í nýjustu könnuninni voru 14,2% barna með búnað sem ekki hæfði stærð þeirra og þyngd, en slíkur búnaður getur skapað falskt öryggi. Könnunin var gerð við 58 leikskóla víða um land og þátttakendur voru 1.886. Ástandið í þessum efnum reyndist vera best á Húsavík og í Borgarnesi, en af sveitarfélögum á höfuðborgar- svæðinu komu Seltjarnarnes og Garðabær best út. 20 börn sátu fyrir framan örygg- ispúða en þau voru 23 árið 2007, þar af voru 12 börn eingöngu með bíl- belti, en 2 alveg laus. Þessi tilfelli eru mjög hættuleg en börn mega ekki undir neinum kringumstæðum sitja í sæti við virkan öryggispúða því springi hann út getur það haft lífs- hættulegar afleiðingar. Börn án ör- yggisbúnað- ar í 3% tilvika VELFERÐARSVIÐ Reykjavíkur- borgar mun á næstunni taka í notk- un fjögur smáhýsi á Granda sem ætl- uð eru til varanlegrar búsetu fyrir einstaklinga sem glímt hafa við lang- varandi heimilisleysi vegna áfengis- og /eða vímuefnaneyslu, veikinda eða annarra þátta. Í Morgunblaðinu í gær var rang- lega sagt að hvert hús myndi hýsa fjóra til átta einstaklinga. Hið rétta er að samtals muni húsin fjögur hýsa fjóra til átta einstaklinga. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Smáhýsin fjög- ur rúma 4-8 einstaklinga HAGFRÆÐIDEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS www.hag.hi.is Hagfræðideild HÍ – Málstofa í efnahagsmálum Fimmtudaginn 23. október kl. 12:00-13:30, Hátíðasalur HÍ Bankakreppan á Norðurlöndum í upphafi tíunda áratugarins Prófessor Erling Steigum, Norwegian School of Management. Í lok níunda áratugarins var mikil uppsveifla í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Erlent fjármagn streymdi inn í löndin, einkaneysla var mikil, skuldsetning jókst og fasteignaverð hækkaði. Sameining Þýskalands, sem hafði í för með sér aukningu ríkisútgjalda og vaxtahækkun þýska seðlabankans, varð síðan til þess að fjármagn streymdi aftur út úr þessum löndum, fasteignaverð lækkaði og fyrirtæki og heimili stóðu uppi með skuldirnar. Gengislækkun varð síðan til þess að auka skuldabyrðina enn meira. Margir bankar lentu í hremmingum og sumir voru þjóðnýttir. Í fyrirlestri sínum mun Erling Steigum lýsa þessari reynslu norðurlandaþjóðanna og hvaða lærdóm megi draga af henni fyrir Íslendinga sem nú standa frammi fyrir svipuðum vandamálum. Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis. „ÞAÐ var ósköp svipað að lesa þessa grein eins og dagblöðin í dag. Það er sama hörmungarástandið,“ segir Hjalti Guðröðarson, verkamaður hjá Spýtunni á Ísafirði, sem fann 122 ára gamalt eintak af frétta- blaðinu Ísafold í einangrun húss sem verið var að rífa á Hnífsdal. Algengt var fyrr á árum að nota blöð í einangrun húsa en sjálfsagt er sjaldgæft að finna jafngamalt eintak og Hjalti fann. Það er þó efni grein- arinnar, sem vekur ekki síst athygli, því í henni er lýst bágbornu ástandi sem ekki er ósvipað því sem nú er uppi. Eintakið sem Hjalti fann er frá 6. október 1886 og stendur þar m.a.: „Það er einkum áríðandi, þegar maður er í hættu staddur, að „missa ekki móðinn“, annars fer allt í handaskolum og glötunin er vís. Ástand lands vors er nú eins og stendur sannarlegt hættu-ástand: veðurátt ill og hörð, allir aðal- atvinnuvegir ógreiðir, verzlun og stjórn óhagstæð. Í slíkum kringumstæðum gætir mest, að landsmenn „ekki missi móðinn“. orsi@mbl.is Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Hjalti „Það var ósköp svipað að lesa þessa grein og dagblöðin í dag.“ Ísafold frá 1886 stappar stáli í fólk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.