Morgunblaðið - 22.10.2008, Síða 19

Morgunblaðið - 22.10.2008, Síða 19
Daglegt líf 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2008 Eftir Ómar Garðarsson Í Betel í Vestmannaeyjum, þar sem guðsorð var boðað af meiri krafti en við eigum að venjast, hljóma nú ljúfir tónar hljómsveitarinnar Mezzoforte. Hljómsveitin er að taka upp plötu í nýju hljóðveri í Eyjum, Island Studios, sem hljóm- sveitarmeðlimir segja að sé meðal þeirra bestu hér á landi og standist fyllilega samanburð við það besta sem þeir hafa kynnst erlendis. Þeir segja líka að rólegheitin í Eyjum hafi skilað sér í markvissari vinnu og vonandi betri tónlist. Einn dag- inn litu þeir upp frá tónlistarsköp- uninni og reru til fiskjar og var afl- inn á matseðlinum um kvöldið. Island Studios er í eigu Ólafs Guðjónssonar, skipstjóra og út- gerðarmanns á Gæfunni VE og fjölskyldu hans. Á yngri árum söng Ólafur með hljómsveitum í Eyjum og síðan hefur hann átt sér þann draum að koma upp fullkomnu hljóðveri sem nú er orðið að veru- leika. Talsverður tími fór í að finna húsnæði en fyrir valinu varð húsið að Faxastíg 6 sem er frá árinu 1926 og framundir síðustu aldamót var kirkja hvítasunnumanna í Vest- mannaeyjum og heitir Betel. Ólafur fékk son sinn Árna Óla til liðs við sig og er afraksturinn frábært hljóðver og íbúð á efri hæðinni sem stendur tónlistarfólki til boða. Tónlist er stór hluti af boðun hvítasunnumanna og hún mun áfram ráða ríkjum í Betel en yfir vötnunum svífur andi predikara eins og Einars heitins Gíslasonar sem oftast var kenndur við Betel og frænda hans Snorra Ósk- arssonar sem nú predikar norðan heiða. Góð aðstaða „Þetta kom okkur mjög á óvart og aðstaðan er mun betri en við áttum von á,“ sagði Eyþór Gunn- arsson, hljómborðsleikari og kannski foringi sveitarinnar sem verið hefur að í yfir þrjá áratugi. „Þetta stúdíó stenst samanburð við það besta sem við höfum kynnst erlendis.“ Gunnlaugur Briem trommari var ekki síður ánægður. „Aðstaðan og tækjabúnaður er mun betri en við reiknuðum með. Og þetta er örugg- lega eitt af þremur bestu stúdíóum hér á landi en hér eru herbergin fleiri sem er kostur.“ Þeir létu vel af dvölinni í Eyjum og sögðu góðan anda í húsinu. „Við tókum fljótlega ákvörðun um að loka á allar þessar leiðindafréttir sem dynja á þjóðinni og einbeita okkur að tónlistinni. Hér er ekkert sem truflar, tíminn nýtist til fulls og svo er fallegt í Vestmannaeyjum sem hefur sitt að segja,“ sagði Ey- þór. Einn daginn fóru þeir á sjó og drógu nokkra þorska og tvær ýsur. „Um kvöldið var slegið upp veislu þar sem við borðuðum steiktan þorsk og ýsu sem var góð tilbreyt- ing,“ sögðu þeir. Mezzoforte-menn héldu tónleika í Höllinni í Eyjum og var frábærlega tekið. Þeir léku lög af nýju plötunni í bland við gamalt og gott. Eyþór hrósaði dvölinni í Eyjum og sagði að Island Studios væri góð viðbót í íslenskri menningu sem margir listamenn, bæði erlendir og inn- lendir, ættu örugglega eftir að nýta sér. Mezzoforte leikur ekki oft hér á landi og síðast voru þeir í Eyjum 1984 en Eyþór sagði að þeir væru langt í frá dauðir úr öllum æðum – þeir halda 30 til 50 tónleika á ári. Núna eru þeir á leiðinni til Þýska- lands, Sviss og Hvíta-Rússlands sem er 39. landið þar sem þeir koma fram. Ljúfir tónar þar sem guðsorð var boðað Morgunblaðið/Sigurgeir Í dag Eyþór Gunnarsson, Óskar Guðjónsson, Jóhann Ásmundsson, Gunnlaugur Briem, Bruno Mueller og Thomas Dyani. Mezzoforte tekur upp tónlist í nýju hljóðveri í Betel í Vestmannaeyjum Hallmundi Kristinssyni datt íhug að morgni, nokkru áður en hann vaknaði: Öllum í vinsemd nú á það skal bent: Enginn má blogga með þjósti. Faðmlag í tölvuna fæ ég nú sent og flörtandi snertingu í pósti. Sigrún Haraldsdóttir tekur undir að allir eigi að leggjast á eitt í þjóð- félaginu: Í samhengi virkar víðu vináttuhugurinn sterki. Ég fór áðan full af blíðu og faðmaði umferðarmerki. Hálfdan Ármann Björnsson rýnir í orð Sigrúnar: Andinn skal okkur forða öllum frá því að bögga. En meðal annarra orða, var umferðarmerkið lögga? Þá Björn Ingólfsson: Séð er fyrir endann enn ekki á hvernig þetta fer. Ýmsir landsins merkis-menn munu vilja kynnast þér. Jón Ingvar Jónsson yrkir í sama kærleiksanda: Þegar kemur hrímkalt haust og húmið leggst á dalinn elskast næstum endalaust ærnar, kýr og smalinn. Af kærleika og skilti VÍSNAHORN pebl@mbl.is HAFI maður minnsta grun um að maður þjáist af kulnun í starfi er nauðsynlegt að gera eitthvað í mál- unum. Þetta ráðleggur bandaríska heilbrigðisstofnunin MayoClinic á vef- síðu sinni og segir þar að fyrsta skref- ið sé auðvitað að þekkja einkenni kulnunar. Kulnun er sambland líkamlegrar, til- finningalegrar og andlegrar þreytu sem er afleiðing krefjandi vinnu til langs tíma og sívaxandi streitu. Þann- ig skiptir engu þótt viðkomandi sé ný- kominn úr afslappandi fríi, hann kvíð- ir eftir sem áður fyrir því að þurfa að mæta aftur í vinnuna. Sértu með einhver eftirfarandi ein- kenni kulnunar í starfi þarftu að kanna málið því afleiðingar geta orðið m.a. kvíði, svefnleysi, þunglyndi, vandamál með vín o.fl. og eyðilagt fyr- ir samböndum þínum og heimilislífi.  Aukin tortryggni og kaldhæðni og maður er gagnrýnni í vinnunni.  Ekkert getur glatt mann.  Drattast í vinnuna, á erfitt með að hefjast handa og er orkuminni.  Pirraðri og með litla þolinmæði gagnvart samstarfsmönnum.  Óyfirstíganlegar hindranir í vinnunni.  Aldrei ánægður með eigin árangur.  Enginn húmor fyrir sjálfum sér.  Þreyttur á því að vinnufélagar spyrji um líðan.  Vonsvikinn í vinnunni.  Matur, lyf eða vín eru meðul til að líða betur eða finna ekki fyrir neinu.  Breyttar svefnvenjur eða matarlyst.  Óútskýrður höfuðverkur, háls- eymsli eða verkir í mjóbaki. Útbrunninn eða ekki? Reuters Streita Álag er nú á mörgum vinnustöðum og hættara við kulnun í starfi. Only 16 lots left to build your new dream Orlando Vacation Home! Choose a 4 ,5 or 6 bedroom home, low down payment and financing available! Hurry and call your Orlando home experts today... LAST CHANCE Windsor Hills Resort Thorhallur Gudjonsson at Gardatorg - 896 8232 Meredith Mahn in Orlando at (321) 438 5566 www.LIVINFL.com Fjársterkur kaupandi óskar eftir 2ja herbergja íbúðum í lyftuhúsi á svæðum 101, 104, 105, 108 og 200 (smárinn). Sterkar greiðslur í boði. Allar nánari uppl. veitir Magnús Geir Pálsson sölumaður í síma 892 3686. ÓSKUM EFTIR ÍBÚÐUM Síðumúla 21 • 108 Reykjavík • S . 588 9090 • fax 588 9095 www.eignamidlun. is • e ignamidlun@eignamidlun. is Sverr ir Kr ist insson, löggi ltur fasteignasal i @ Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.