Morgunblaðið - 22.10.2008, Síða 26
26 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2008
✝ Guðlaug Péturs-dóttir Kjerúlf
fæddist á Eskifirði
1. desember 1919.
Hún lést á Hrafnistu
í Reykjavík 11.
október síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Pétur
Pálsson frá Þilju-
völlum í Berufirði,
f. 18. september
1891, d. 9. ágúst
1944, og Þórunn
Benediktsdóttir frá
Sléttaleiti í Suð-
ursveit, f. 19. september 1882, d.
3. ágúst 1951. Systkini Guðlaugar
voru: Ragnhildur, f. 18. ágúst
1922, d. 1. júlí 2004; Benedikt, f.
30. ágúst 1924, d. 28. mars 1947;
og Guðbjörg, f. 7. desember 1925,
d. 30. júní 2000.
Guðlaug giftist 6. september
1941 Jóni Guðmundssyni Kjerúlf,
f. 14. desember 1891, d. 16. febr-
úar 1986. Foreldrar Jóns voru Vil-
borg Jónsdóttir og Guðmundur
Andrésson Kjerúlf, bóndi á Haf-
ursá á Völlum, Fljótsdalshéraði.
Börn Guðlaugar og Jóns eru:
1) Þórunn, f. 27. júlí 1942, maki
David Parker Ivey, f. 10. ágúst
1938. Börn þeirra eru: a) Marg-
f. 17. febrúar 1978, og Jón Krist-
inn, f. 26. janúar 1986. 4) Fóst-
urdóttir Guðlaugar og Jóns er
Ásta Haraldsdóttir, f. 15. nóv-
ember 1949, maki Hjálmar Sveins-
son, f. 8. mars 1949. Synir þeirra
eru: a) Jón, f. 25. september 1971,
maki Dagmar Sigrún Guðmunds-
dóttir, f. 7. október 1973. Synir
þeirra eru Kristófer og Júlíus
Helgi. b) Kjartan, f. 24. maí 1975,
maki Melkorna Árný Kvaran, f.
30. september 1976. Börn þeirra
eru Þórey, Valtýr og Árný.
Guðlaug var fædd og uppalin á
Eskifirði. Hún lauk námi frá Hús-
mæðraskólanum á Hallormsstað.
Fyrstu hjúskaparárin var hún
heimavinnandi húsmóðir, fyrst á
Hafursá þar sem Jón var bóndi og
síðar á Reyðarfirði þar sem Jón
gegndi starfi verðlagseftirlits-
manns fyrir Austurland, auk fleiri
starfa. Síðar fór Guðlaug að vinna
úti við ýmis störf, t.d. hjá frysti-
húsi Kaupfélags Héraðsbúa á
Reyðarfirði í nokkur ár, þá sem
ráðskona hjá hóteli KHB og eftir
að þau hjónin fluttu til Reykjavík-
ur vann hún í eldhúsi Landspít-
alans til starfsloka.
Útför Guðlaugar verður gerð
frá Grafarvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
aret Eleanor, f. 28.
september 1966.
Dóttir hennar er
Margaret. b) George
David, f. 19. júlí
1969. 2) Pétur, f. 6.
nóvember 1945, d. 8.
október 2000, maki
Hafdís Ágústsdóttir,
f. 7. desember 1948.
Synir Hafdísar eru:
a) Ágúst Pedersen, f.
8. maí 1968, maki
Guðrún Björg Sig-
urðardóttir, f. 27.
janúar 1976. Synir
Illugi Pétur, Ísak Einar og Ágúst
Máni. b) Ingvar Örn Sighvatsson,
f. 4. febrúar 1970. Sonur Kristinn.
Dóttir Péturs og Hafdísar er c)
Ásdís Kjerúlf, f. 14. september
1975, sambýlismaður Einar Harð-
arson, f. 5. júní 1974. Sonur þeirra
er Pétur Óliver. 3) Vilborg, f. 15.
október 1947, maki Jens Nielsen,
f. 6. júní 1947. Dóttir Vilborgar er
Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir,
sambýlismaður Eyvindur
Tryggvason, dóttir Tinna. Dætur
Guðlaugar eru: Anna Júlía, Eva
María og Jenný Mist Oddsdætur.
Börn Vilborgar og Jens eru Hjör-
dís Rigmor, f. 5. október 1981,
maki Ingvar Smári Guðgeirsson,
Það sem mér er fyrst hugsað til
þegar ég hugsa til mömmu er hvað
lífið var erfitt fyrir húsmæður áður
fyrr. Auk þess að elda, baka og þrífa
þurfti að sauma öll föt og rúmfatnað.
Allt þurfti að þvo í höndum, sjóða og
skola í stórkeri í ísköldu vatni. Síðan
var hengt út á snúrur. Allt var strauj-
að í þá daga. Það var alltaf mikið af
gestum og aukafólki í Tungu. Gestir
komu í heimsókn, mat og gistingu án
þess að láta vita. En það var voða
gaman í Tungu, alltaf eitthvað að
gerast, allir krakkar velkomnir, spil-
uð spil á veturna og túnið var svo
stórt að við gátum verið þar í slag-
bolta fram að miðnætti á sumrin.
Eftir að ég varð táningur, höfðum við
mamma þá hefð að vaka alla nóttina
eina fallega nótt í júní. Við fluttum
alla stóla og sófa út til að viðra þá,
pússuðum húsgögn og fægðum silfur
og þurrkuðum af öllu í borðstofunni
og setustofunni. Undir morgun fóru
við í rúmið eftir að njóta þessarar fal-
legu nætur saman.
Eftir að ég flutti til Ameríku komu
mamma og pabbi einu sinni saman til
okkar. Við tókum á móti þeim í New
York og héldum áfram til höfuðborg-
arinnar, Washington, þar sem við
skoðuðum Hvíta húsið, þingið og
margt fleira. Í Asheville hittu þau
tengdafólk mitt og Rhodehjónin frá
Texas, sem ég hafði dvalizt hjá sem
American Field Service-skiptinem-
andi í eitt ár. Þá var dóttir okkar,
Eleanor, skírð, og þetta var dásam-
leg heimsókn.
Eftir að pabbi dó kom mamma
nokkrum sinnum í heimsókn til okk-
ar. Það var alltaf voða gaman, hún
hafði áhuga á öllu, villiblómum,
sveppum, villidýrum, svertingjakon-
um sem voru að vefja körfur o.m.fl.
Einu sinni, þegar ég var enn að
vinna, kom David heim og þau sett-
ust niður í sjónvarpsherberginu að
horfa á sjónvarp. Þegar ég kom heim
sagði hún mér að hún hefði bara orð-
ið hrædd um að David væri göldr-
óttur. Hann var alltaf að ýta á ein-
hvern takka og alltaf breyttist um
mynd í sjónvarpinu. Svo hún fór bara
inn í svefnherbergi og lagði sig þar til
ég kom heim. Við tvær ferðuðumst
líka saman til Þýzkalands. Það var
voða gaman, við nutum fallega lands-
lagsins. Því miður fékk hún svo heila-
blóðfall á næsta ári, svo við gátum
ekki farið í þær ferðir sem við vorum
að skipuleggja.
Þegar George, sonur okkar, út-
skrifaðist úr menntaskóla fór hann til
Íslands og dvaldist hjá ömmu sinni.
Hún talaði bara íslenzku en hann gat
sagt „ég er svangur,“ „ég er að fara í
strætó“ og allt gekk vel. Hún og Dav-
id púsluðu saman en henni fannst
leiðinlegt að geta ekki talað við þenn-
an „dásamlega mann“. Dóttir okkar,
Eleanor, fékk að vera hjá afa og
ömmu þegar hún var á öðru ári með-
an við skruppum til Norðurlanda.
Mér skilst að hún hafi alls ekki sakn-
að okkar. Það var svo mikið dekrað
við hana.
Sl. sumar kvöddum við Eleanor og
dóttir hennar, Meg, mömmu, ömmu
og langömmu í síðasta skipti. Við
minntum hana á að Meg, fimm ára,
hefði svo mikinn áhuga á að safna
steinum, eins og langamma. Mamma
opnar efstu skúffuna í náttborðinu og
tekur þar út skínandi svartan tinnu-
stein og gefur Meg. Blessuð sé minn-
ing þín, mamma mín.
Þórunn.
Elsku hjartans mamma mín.
Þá er komið að skilnaðarstund og
það er erfið tilhugsun að fá ekki að
sjá þig aftur og eiga ekki lengur er-
indi niðrá Hrafnistu til að heimsækja
þig, færa þér smámál eða annað gott
með kvöldmjólkinni. Ég hugga mig
við að nú sért þú laus úr þínum
skaddaða líkama, sem undanfarin 14
ár hefur verið þér til trafala. Það var
erfitt fyrir þig, sem varst svo létt á
fæti og hljópst við fót, að vera allt í
einu orðin farlama. Þú minntist oft á
hvað það væri agalegt að vera orðin
svona. Ég er ekki viss um að fólk sem
kynntist þessari hæglátu konu á
Hrafnistu hafi vitað að eitt sinn varst
þú frá á fæti, full af þrótti og dugnaði.
Ég geymi margar góðar minning-
ar um stundir okkar saman, um allt
sem þú gerðir fyrir okkur Jens og
börnin, einkum Gullu. Kærustu
minningarnar eru kannski frá árun-
um okkar í Tungu. Þar sem nú er
haust, rifjast upp hve mikið var að
gera heima í Tungu síðsumars og á
haustin við að undirbúa fyrir vetur-
inn og þegar allar hillur í stóra búr-
inu í kjallaranum voru orðnar fullar
af saftflöskum og sultukrukkum,
slátur í tunnu og saltkjöt í kútum, ný-
uppteknar kartöflurnar í loftvarnar-
byrginu. Svo kom sláturtíðin og ég sé
þig fyrir mér sníða og Bíu að sauma,
hún var líka svo vandvirk, og svo
hrærðir þú deig í stórum bala, þessi
litla kona, sem samt var svo sterk.
Þegar við vorum krakkar fóruð þið
pabbi með okkur í ferðir upp í Hérað
til að heimsækja ættingja og kunn-
ingja og svo fórum við á Atlavíkur-
og Egilsstaðasamkomur. Þessar
ferðir gáfu okkur mikið og eru eft-
irminnilegar. Einnig verslunarferðir
út á Eskifjörð með Kröyersrútunni,
heimsóttum Fanneyju saumakonu
og ótal frænkur og var kaffihlaðborð
á hverjum stað.
Tvennt er það sem ég mun einkum
minnast þín fyrir, vandvirknin og
hreinlætið. Frekar slepptir þú að
gera hlutina en að gera þá illa,
saumaskapurinn, hve vel var gert,
allir saumar þráðbeinir, aldrei fóstu
út af sporinu, alveg óskiljanlegt. Fal-
legu kjólarnir, sem þú saumaðir á
okkur systur voru hreinustu lista-
verk. Þegar þú reifst allt út úr skáp-
unum og þvoðir og viðraðir og rað-
aðir öllu svo fallega inn aftur að ég
þorði varla að líta inn í skápana, hvað
þá snerta neitt. Ég sé fyrir mér drif-
hvítan þvottinn í brakandi þurrkin-
um og nýstraujuð sængurfötin á
rúmunum. Allt svo hreint og ilmandi.
Við áttum líka góða daga á Leifsgöt-
unni og Laugarnesveginum. Þú varst
heppin með nágranna og samstarfs-
fólk, áttir góðar minningar frá þínum
vinnustöðum og sagðir skemmtilegar
sögur þaðan.
Við geymum einnig góðar minn-
ingar um það, þegar þú komst í heim-
sókn til okkar austur í Neskaupstað
og við fórum saman í berjamó og
smáferðir upp í Hérað eða til Borg-
arfjarðar. Alls staðar fannst þú ein-
hverja fallega steina til að setja í
safnið þitt.
Ég færi öllum, sem þú kynntist á
Hrafnistu, þakkir fyrir samskiptin
og þakka öllum góðum frænkum og
vinkonum tryggð og vináttu við þig
og heimsóknir á Hrafnistu. Starfs-
fólki þar sendi ég kærar þakkir.
Margs er að minnast, margs er að
sakna, haf þú þökk fyrir allt og allt.
Þín
Vilborg.
Mig langar í nokkrum orðum að
minnast ömmu minnar, sem hefur
gefið mér svo margt í lífinu. Ég var
ekki nema 6 mánaða þegar forlögin
höguðu því þannig að mamma fór
með mig austur á Reyðarfjörð til
ömmu og afa. Við mæðgur bjuggum
svo hjá þeim í góðu yfirlæti næstu ár-
in, fyrst fyrir austan og síðan í
Reykjavík.
Lauga amma og Jón afi yngdust
líklega heilmikið upp við að tjónka
við skvettuna mig á þessum árum og
ég hef trú á að ég hafi verið ansi
dekruð hjá þeim.
Amma fór að vinna í eldhúsinu á
Landsspítalanum þegar ég var 5 ára
og mikið ósköp þótti mér það merki-
legt starf. Ég kom og sótti hana flest
kvöld og fékk að aðstoða við frágang.
Eftir því sem ég eltist nýttist ég í
fleiri störf og fékk meiri ábyrgð. Ég
var samt ekki nema 9 ára þegar við
fluttum og ég hætti mínum daglegu
heimsóknum – þá rík af reynslu at-
vinnulífsins og alveg með á hreinu að
þegar ég yrði stór ætlaði ég að vinna
í eldhúsinu eins og amma.
Þessi vinna ömmu gaf henni hug-
mynd sem átti eftir að nýtast vel en
það var „spítalaleikurinn“. Það er
ekki auðvelt að fá litla dömu til að
taka til eftir sig, en þegar búið var að
umbreyta tiltektinni í hlutverkaleik,
þar sem ég var að vinna á spítalanum
við að taka til eftir veiku börnin, þá
gengu hlutirnir heldur hraðar fyrir
sig. Ég fór þá um alla íbúð, gekk frá
og býsnaðist um leið yfir því hversu
óskaplega þessi veiku börn gætu
draslað út. Amma hafði alltaf mikið
gaman af þessum leik og minntist oft
á á efri árum.
10 ára fluttist ég austur í Neskaup-
stað til mömmu og fósturpabba míns.
Afi og amma voru ekki alls kostar
ánægð með þann ráðahag, enda áttu
þau orðið svo óendanlega mikið í
mér. Það var þó lán í óláni að ég
þurfti í tannréttingar á þessum árum
og kom oft suður til þeirra.
Í eitt af þessum skiptum hafði
amma skorið sig á hendi í vinnunni
og var með sauma og umbúðir. Hún
gat því illa sinnt heimilisstörfum en
ég dásamaði fyrir henni hvað hún
væri þó heppin að ég hefði komið
suður og gæti hjálpað henni. Fegin
því þá spurði hún mig einn daginn
hvort ég gæti ekki þvegið fyrir hana
eldhúsgólfið. Ég, sem var á leiðinni
út, fór inn í eldhúsið, leit yfir gólfið og
kom svo með þessa gullnu setningu
sem amma vísaði oft í seinna: „Ég hef
nú bara aldrei á ævinni séð hreinna
eldhúsgólf!“ og með það var ég
stokkin.
Amma var ósköp ánægð með það
þegar kom að því að nýr erfingi liti
dagsins ljós hjá mér. Einhverju sinni
vorum við saman í búð og vorum að
líta á barnaföt. Við sáum svo fallega
galla, sem hana langaði að kaupa, en
nú var úr vöndu að ráða – hvort átti
að kaupa bleikan eða bláan. Hún var
ekki í nokkrum vafa, sagðist alveg
vera viss um að þetta yrði stelpa og
keypti handa mér bleika gallann. Að
sjálfsögðu hafði hún rétt fyrir sér og
Anna Júlía fór í gallanum frá lang-
ömmu heim af fæðingadeildinni
nokkrum mánuðum síðar.
Elsku amma mín, þú hefur gefið
mér svo ótalmargt og stutt mig svo
vel í lífinu. Ég á þér margt innilega
að þakka og óska þess að þú hafir það
gott á þeim stað sem þú ert komin á
núna.
Guð geymi þig.
Guðlaug Hrönn.
Elsku amma, núna ertu farin frá
okkur. Þó að þú hafir sjálfsagt verið
hvíldinni fegin er samt erfitt að sætta
sig við að fá aldrei aftur tækifæri til
að spjalla við þig eða njóta þess að
vera í þínum félagsskap.
Þegar ég rifja upp stundir okkar
saman verður mér fyrst hugsað til
þess þegar þú komst í heimsóknir til
okkar austur í Neskaupstað. Það var
helst á þeim árum þegar ég var
„óþolandi litli bróðir“ sem vildi helst
hanga með Hjördísi systur og henn-
ar vinkonum og taka þátt í því sem
þær voru að gera. Þá fékkst þú mig
til að koma með þér út að spásséra og
þá fengu þær frí frá mér á meðan.
Við gengum alla leið til vinkonu þinn-
ar sem bjó nærri því í hinum enda
bæjarins og til baka aftur og mér
fannst það alltaf gaman þó ég væri
kannski tregur til þess að fara að
heiman í fyrstu.
Ég man líka að þú hafðir svo mik-
inn áhuga á ættfræði. Einhvern veg-
inn fannst þú út úr því að ég væri
skyldur Mögnu vinkonu minni. Þess
vegna fannst Mögnu hún eiga eitt-
hvað í þér líka og kallaði þig alltaf
„Laugu ömmu“ eins og við systkinin.
Þegar ég var búinn með eitt ár af
menntaskólanum fékk ég mér sum-
arvinnu við ræstingar á Hrafnistu
þar sem þú bjóst. Ég hitti þig stund-
um á göngunum og heimsótti þig
mun oftar en áður. Ég fékk þó aldrei
tækifæri til að þrífa á deildinni þinni.
Þess vegna ákvað ég á seinustu helg-
arvaktinni minni, þegar ég hafði að-
eins frjálsari hendur, að misnota að-
stöðu mína og þrífa herbergið þitt
eins vel og ég gat. Það tók sinn tíma
og þú beiðst frammi í setustofunni á
meðan. Þú varst samt svo spennt fyr-
ir því að sjá herbergið þitt hreint að
þú gast ekki haldið aftur af þér að
kíkja við stöku sinnum og athuga
hvernig mér gengi. Ég var og er enn
þakklátur fyrir að hafa fengið tæki-
færi til að gera þetta fyrir þig. Þú
varst alltaf svo hreinleg og fín og
þoldir engan skít eða drasl. Dæmi
um það er þegar þú varst einu sinni
hjá okkur fyrir austan og rakst aug-
un í óhreint sokkapar. Þú potaðir að-
eins í það og sagðir: „bölvað draslið
hérna.“ Ég get ennþá hlegið að þessu
atviki.
Þú varst ótrúleg kona og bjóst yfir
meiri hæfileikum og þrótti en hægt
væri að ímynda sér miðað við áfallið
sem þú varðst fyrir. Þrátt fyrir mátt-
leysi varstu fljótari upp tröppur en
að ganga á jafnsléttu og þrátt fyrir
minnkaða getu og hreyfanleika
komst þú á óvart með því t.d. að
koma stórum hlutum í of litlar ferða-
töskur eins og ekkert væri þegar
aðrir höfðu reynt lengi. Þú hafðir alla
hluti á sínum stað, vissir hvar þeir
voru og varst með afbrigðum fund-
vís.
Ég vona að þú hafir það gott á
þeim stað sem þú ert á núna og sért
með öllum þeim sem fóru á undan
þér og þú hefur eflaust saknað.
Jón Kristinn.
Það fyrsta sem ég minnist eru öll
þau skipti þegar Lauga amma kom
til Neskaupstaðar að sunnan. Þá var
enn flogið þangað. Ég var lítil stelpa
þá og var svo spennt fyrir komu
ömmu að í hvert sinn sem flugvél
flaug inn fjörðinn hljóp ég garðinn á
enda og kallaði Lauga amma! Laug-
amma! í von um að amma væri í vél-
inni. Seinna meir voru bestu vinkon-
ur mínar Anna Karen og Rósa María
farnar að hlaupa með mér á eftir vél-
inni og kalla Lauga amma. Alltaf fór-
um við í fjallgöngur og náttúruferðir
þegar amma var í heimsókn. Hún var
svo frá á fæti að þó að við værum
flokkur af sprækum krökkum að
labba með henni upp í skógrækt var
hún eins og fjallageit, langfljótust
upp. Leið okkar lá oft inn á Reyð-
arfjörð þar sem amma og afi höfðu
haldið heimili í Tungu og mamma og
systkini hennar voru alin upp. Við
fórum stundum í göngutúr þar upp
brekkurnar á Reyðafirði. Þá sýndi
amma okkur t.d. hvar hermanna-
braggarnir höfðu verið. Oft í þessum
ferðum okkar fann amma ýmiss kon-
ar steina sem hún safnaði og átti dá-
gott safn heima hjá sér. Úti á svölum
hafði hún stærri steina sem hún hafði
jafnvel fundið á ferðum sínum í út-
löndum. Segja má að ég hafi tekið
upp þessa steinasöfnunaráráttu og
finnst manninum mínum það mjög
fyndið þar sem við erum búsett í
Danmörku og ekki hægt að segja að
steinaúrvalið sé jafn spennandi. Ég
er eins og Íslendingur á góðri útsölu
ef ég sé fallega steina.
Það var einstaklega gaman fyrir
mig, landsbyggðarstelpuna, að heim-
sækja ömmu og afa í Reykjavík. Þar
var svo margt spennandi. Að fara í
strætó var algert sport. Það var
nauðsyn að taka fjarkann niður í bæ
og spássera, eins og amma sagði, nið-
ur á Tjörn til að gefa öndunum. Eitt
skiptið hafði ég fundið einhverja
stelpu til að leika við og kennt henni
einhvern rosa dans niðri á Tjörn.
Mamma stelpunnar kom til ömmu og
þakkaði henni fyrir og sagði að stelp-
Guðlaug Pétursdóttir Kjerúlf
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐRÚN AÐALBJARNARDÓTTIR,
Stóragerði 12,
Hvolsvelli,
andaðist á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli Hvolsvelli,
að morgni mánudagsins 20. október.
Einar Helgason, Guðrún Þorgilsdóttir,
Aðalbjörg Katrín Helgadóttir, Gísli Antonsson,
Hólmfríður Kristín Helgadóttir, Sigmar Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.