Morgunblaðið - 22.10.2008, Qupperneq 41
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÉG er nú bara búin að fá einhver smáviðbrögð frá
vinafólki mömmu og pabba, það hefur eitthvað verið
að hrósa manni fyrir þetta. En þar fyrir utan hef ég
ekkert fengið mjög mikil viðbrögð,“ segir Halldóra
Ársælsdóttir, 16 ára gömul tónlistarkona, en mynd-
band með henni gengur nú eins og eldur í sinu um
netheima. Í myndbandinu má sjá hana flytja sinn
eigin texta við lagið „Litli trommuleikarinn“, en í
flutningi Halldóru heitir lagið „Verðbréfadreng-
urinn“. Í texta lagsins gerir hún góðlátlegt grín að
ungum manni sem lendir í miklum hremmingum
þegar hlutabréfin hans falla í verði. Á meðal þess
sem ungi maðurinn lendir í er að missa Hummerinn
sinn og flatskjáinn, auk þess sem hann kemst ekki í
skíðaferð til Colorado.
Það sem fer upp …
„Ég samdi þetta í desember í fyrra fyrir góðgerð-
ardisk sem félagsmiðstöð í Grafarvogi var að gefa
út, hann var svo seldur og ágóðinn fór allur til góð-
gerðarmála,“ segir Halldóra sem tók þátt í ljóða-
slammskeppni Borgarbókasafns í kjölfarið. Hún
gerði sér lítið fyrir og sigraði í keppninni og fékk
meðal annars að spila í bókasafninu á menning-
arnótt.
En hvernig datt henni í hug að semja þennan
texta í desember í fyrra? Bjóst hún við að verða
svona sannspá?
„Nei, eiginlega ekki, það voru að koma jól og ég
ákvað bara að gera svolítið fyndinn texta við þetta
jólalag. Mér datt hins vegar ekkert í hug að ástandið
yrði nánast eins og segir í textanum, allavega ekki
svona mikið. Ég vissi alveg að ástandið færi að verða
slæmt, en kannski ekki svona slæmt. En þessi upp-
sveifla stóð náttúrlega svo lengi yfir að hún hlaut að
koma niður að lokum, eins og allt annað,“ segir tón-
listarkonan unga, sem segist fylgjast nokkuð vel
með ástandinu í þjóðfélaginu. Halldóra er á fyrsta
ári í Menntaskólanum í Reykjavík. Hún hefur lært á
fiðlu í tíu ár, en segist líka dunda sér við að spila á
gítar og semja texta. En mega menn eiga von á fleiri
lögum á borð við „Verðbréfadrenginn“ á næstunni?
„Já, ég vona það allavega. Ég er búin að semja
nokkur svona lög í viðbót. En ég hef að vísu verið
með smáritstíflu undanfarið,“ segir hún að lokum.
Missti Hummerinn
og flatskjáinn
Ung stúlka gerir stólpagrín að ástandinu í
þjóðfélaginu í laginu „Verðbréfadrengurinn“
Samdi textann löngu áður en hrunið hófst
Morgunblaðið/Golli
Sannspá „Þessi uppsveifla stóð náttúrlega svo lengi yfir að hún hlaut að koma niður
að lokum, eins og allt annað,“ segir tónlistarkonan unga, Halldóra Ársælsdóttir.
Sjá má Halldóru flytja hið kostulega lag með því
að skrifa „Verðbréfadrengurinn“ sem leitarskil-
yrði á Youtube.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2008
KVIKMYND
Háskólabíó og Laugarásbíó
Konurnar (The Women)
bmnnn
Leikstjórn: Diane English. Aðalhlutverk:
Meg Ryan, Annette Bening, Eva Men-
des, Debra Messing og Jada Pinkett
Smith. Bandaríkin, 114 mín.
KONURNAR (The Women) er
endurgerð á samnefndri banda-
rískri kvikmynd frá árinu 1939
sem leikstýrt var af George Cukor
og skartaði m.a. Joan Crawford í
lykilhlutverki. Myndin var á gerð á
tíma þegar konur mynduðu uppi-
stöðuna í hópi kvikmynda-
húsagesta og Hollywood brást við
því með því að gera stórmyndir
sem var ætlað að höfða til reynslu-
heims og áhugasviða kvenna. Sag-
an er byggð á leikriti eftir Clare
Boothe Luce frá árinu 1936 og
segir frá hópi vinkvenna sem deila
áhyggjum sínum, hugðarefnum og
vandamálum. Stórt vandamál kem-
ur upp þegar Mary (leikin hér af
Meg Ryan) kemst að því að eig-
inmaður hennar heldur við Chrys-
tal (Eva Mendes), íðilfagra ilm-
vatnssölustúlku í stórverslun sem
beitir kynþokka sínum eins og
hverju öðru nákvæmnisvopni. Vin-
konurnar koma til hjálpar en þeg-
ar á hólminn er komið reynist vin-
konuhópurinn ekki óbrigðull.
Erfitt er að sjá hverju aðstand-
endur endurgerðar Kvennanna
töldu sig hafa við fyrri myndina að
bæta, en greinilegt er að myndin
er markaðssett og hugsuð sem inn-
slag í Beðmála í borginni-bylgjuna
sem myndin frá 1939 var ákveðinn
forveri að. Endurgerðina skortir
hins vegar allan sjarma, og sérsak-
lega tapar hún niður hinum beitta
og hnyttna tóni forverans. Til-
raunir til þess að laga efniviðinn
úr fyrri myndinni að samtímanum
og bæta inn meiri „femínískri“
meðvitund skortir jafnframt allan
fókus.
Úrval leikkvenna á borð við
fyrrnefnda Meg Ryan, Annette
Bening, Debra Messing og Jada
Pinkett Smith fara með hlutverk
vinkvennanna, en persónur þeirra
eru staðlaðar og jaðra við að verða
skrípamyndir á köflum. Eva Men-
des fær hér það lítt þakkláta verk-
efni að feta í fótspor Joan Craw-
ford í hlutverki þokkadísarinnar
skæðu, og stendur þar frammi fyr-
ir vonlausri samkeppni.
Heiða Jóhannsdóttir
Vinkonur í vanda
Staðlaðar India Ennenga,
Meg Ryan og Candice Bergen í
hlutverkum sínum í Konunum.
Verðbréfadrengurinn.
Vextirnir fara hækkandi.
Bónusinn farinn fjandans til.
Vaxtamörðurinn seldi Hummerinn.
Hlutabréfin fallandi, svekkjandi.
Verðbréfasnáðinn.
Bankinn tók flatskjáinn.
Konan fór með börnin.
Stakk af til tengdamömmu.
Missti vinnuna, bömmer.
Verðbréfaguttinn.
Visakortinu lokað.
Alltaf í vanskilum.
Ekkert varð úr skíðaferðinni til Colorado.
Jólin náðu botninum, svekkjandi.
Verðbréfapeyinn.
Krónan er fallin.
Bankarnir þora ekki að lána meir.
Verðbólgan étur húsin.
Jólagleðin alveg gleymd, niðurdrepandi.
Verðbréfadrengurinn
FRÁ HÖFUNDI THE NOTEBOOK
KEMUR NIGHTS IN RODANTHE
RICHARD GERE
ÁSAMT DIANE LANE
FARA Á KOSTUM
Í ÞESSARI FALLEGU
ÁSTARSÖGU.
EMMA ROBERTS ER NÝJA STELPAN,
Í NÝJA SKÓLANUM ÞAR SEM NÝJU
REGLURNAR ERU TIL VANDRÆÐA!
JÁKVÆÐASTA MYND ÁRSINS
MYND SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ
-BBC
-HJ.,MBL
SEX DRIVE kl. 8 B.i. 12 ára
PATHOLOGY kl. 8 B.i. 16 ára
/ AKUREYRI / KEFLAVÍK
REYKJAVÍK ROTTERDAM kl. 8 - 10:10 B.i. 14 ára
BABYLON A.D. kl. 10:10 B.i. 16 ára
PINEAPPLE EXPRESS kl. 8 B.i. 12 ára
/ SELFOSSI
EINHVER HROTTALEGASTA
SPENNUMYND SÍÐARI ÁRA,
Í ANDA HINNA MÖGNUÐU
FLATLINERS
SEX DRIVE kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára
BURN AFTER READING kl. 10:20 B.i. 16 ára
SÝND Í ÁLFABAKKA
SÝND Í AKUREYRISÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Í KRINGLUNNI OG KRINGLUNNI
ATH. STRANGLEGA
BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA.
SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í KEFLVÍK SÝND Í SELFOSSI