Morgunblaðið - 07.11.2008, Page 1
F Ö S T U D A G U R 7. N Ó V E M B E R 2 0 0 8
STOFNAÐ 1913
305. tölublað
96. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
HUGLEIKUR DAGSSON
SAMT EIGINLEGA
ALVEG 80% VITLEYSA
SÓLRÚN ANNA SÍMONARDÓTTIR
Hauströkkrið kallar
á flöktandi kertaljós
Leikhúsin
í landinu >> 41
„ÉG hef
heyrt þennan
orðróm líka,
en veit ekki
hvort það er
fótur fyrir
honum,“ seg-
ir Diana
Wallis, þing-
maður og
varaforseti
Evrópu-
þingsins, í samtali við Morgun-
blaðið. Vísar hún þar til frétta
þess efnis að embættismenn
ESB hafi gefið í skyn við ís-
lenska þingmenn að lagst verði
gegn lánum til Íslands meðan
deila landanna vegna Icesave-
reikninganna sé óútkljáð.
„Sé þessi orðrómur réttur
yrði ég fyrir miklum vonbrigð-
um því ég er þeirrar skoðunar að
aðgerðir Breta gegn Íslending-
um í nafni hryðjuverkalaga hafi
aðeins gert vonda stöðu verri,“
segir Wallis og tekur fram að nú
sé tími fyrir samstöðu Evrópu-
ríkja.
Hvorki Alan Seatter, fulltrúi
framkvæmdastjórnar ESB, né
Natasha Butler, fulltrúi ráð-
herraráðs ESB, vildu í samtöl-
um við Morgunblaðið staðfesta
frásögn íslensku þingmann-
anna.
Í samtali við Morgunblaðið
hvetur Wallis íslensk stjórnvöld
til þess að fara með deiluna um
Icesave-reikninga dómstólaleið-
ina. „Mér skilst að íslensk
stjórnvöld hafi þegar boðið
breskum stjórnvöldum að fara
með málið fyrir Evrópudóm-
stólinn en Bretar hafnað því.
Væri ég í sporum íslenskra
ráðamanna væri ég ekki smeyk
við að fara með málið fyrir
breska dómstóla, enda eru þeir
ekki hræddir við að dæma eigin
stjórnvöldum í óhag.“ | 15
Dómstólaleiðin greið
Diana Wallis
Diana Wallis, varaforseti Evrópuþingsins, harmar
framgöngu Breta í garð Íslendinga vegna Icesave
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
SÍFELLT fleiri leita félagslegrar aðstoðar vegna
fjárhagsþrenginga. Þannig leituðu tvöfalt fleiri til
Hjálparstarfs kirkjunnar nú í október en í sama
mánuði í fyrra. Hópurinn sem leitar sér aðstoðar
hefur breyst, að sögn Vilborgar Oddsdóttur, fé-
lagsráðgjafa hjá Hjálparstofnun kirkjunnar, og
nýir þjóðfélagshópar bæst við.
Vilborg segir að staðan hafi breyst hjá mörgum
fjölskyldum. Fólk nái ekki endum saman eftir
hækkanir á mat og afborgunum á sama tíma og yf-
irvinna sé kannski skorin niður. Aðrir hafi verið
launalausir í tvo mánuði eftir atvinnumissi.
„Þetta er ekki fyrsta skrefið sem fólk tekur.
Framan af heldur það að ástandið lagist og reynir
að fleyta sér áfram sjálft. En þeir sem koma til
okkar núna eru búnir að fá það sem þeir geta hjá
fjölskyldunni og eiga ekki neina fyrirgreiðslu hjá
bönkunum lengur. Maður heyrir fólk segja að það
geti bara ekki beðið fjölskylduna um meiri pen-
ing,“ segir Vilborg. Hjálparstarf kirkjunnar hefur
ákveðið að helmingur jólasöfnunarinnar í ár gangi
til hjálparstarfs innanlands vegna þess hve
ástandið er slæmt. | 14
Nýir hópar leita aðstoðar
Tvöfalt fleiri óskuðu eftir aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar vegna fjárhagserf-
iðleika í október Fólk er áður búið að leita á náðir fjölskyldunnar og bankanna
Morgunblaðið/hag
Erfiðleikar Fleiri glíma við fjárhagserfiðleika en
verið hefur í mörg ár. Margir þurfa að leita ásjár
hjálparstofnana til að framfleyta sér.
Í HNOTSKURN
»Fólk sem missti vinnuna í sumar og áekki rétt á atvinnuleysisbótum bætist
nú í hóp skjólstæðinga Hjálparstarfs kirkj-
unnar.
»Þangað leitar einnig lágtekjufólk meðstórar fjölskyldur sem áður hefur að-
eins óskað eftir aðstoð fyrir jól eða við sér-
stakar aðstæður.
Rýnt í blöð Það vantaði ekkert upp á athyglina hjá krökkunum í 3. bekk Brekkubæjarskóla á
Akranesi þegar þeir heimsóttu Þjóðminjasafnið í gær. Eins og lög gera ráð fyrir fengu þeir í
heimsóknarbyrjun gagnmerkar upplýsingar um hvað má og hvað ekki í slíkum heimsóknum.
Ekki er ástæða til að ætla annað en að hin gullna regla „ekki snerta“ hafi verið virt með sæmd.
Röð og regla hjá Skagakrökkum í Þjóðminjasafninu
Morgunblaðið/Kristinn
Þeir launþeg-
ar, sem lögðu
viðbótarlífeyr-
issparnað sinn til
ávöxtunar hjá
Lífeyrissjóði
verslunarmanna,
hafa tapað 23,4%
af innstæðu
sinni.
Þetta hefur gerst í kjölfar hruns
bankanna. Hjá Gildi-lífeyrissjóði
verður 12% skerðing á tveimur af
þremur leiðum, sem sjóðurinn býð-
ur upp á. » 2
Hafa tapað 23% af sér-
eignasparnaði sínum
Hópur stjórnenda úr gamla
Kaupþingsbankanum stendur að
baki tillögu til stjórnar nýja bank-
ans um að lán starfsmanna vegna
hlutafjárkaupa í bankanum verði
innheimt í samræmi við almennar
reglur bankans. Þeir vilja að litið
verði framhjá ákvörðun gamla
bankans frá 25. september um að
fella niður ábyrgðir vegna þessara
lána og að þeir verði meðhöndlaðir
eins og allir aðrir. » 4
Vilja sömu meðhöndlun
Seðlabankamenn eru farnir að
hafa áhyggjur af stöðugt hægara
innstreymi gjaldeyris þó að í flest-
um tilfellum hafi tekist að afla
gjaldeyris til fyrirtækja á forgangs-
lista. Útflutningsfyrirtæki notast í
auknum mæli við erlenda banka-
reikninga og komast þannig hjá að
koma með gjaldeyri inn í landið.
Slíkir reikningar eru ekki ólöglegir
en auka hættu á „svartamark-
aðsbraski“ með gjaldeyri. » 6
Svartur markaður krónu
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
BANKASTJÓRNIR nýju
bankanna tóku sjálfar
ákvörðun um að kaupa öll
skuldabréf í peningamark-
aðssjóðum þeirra. Heimildir
Morgunblaðsins herma að
þeir hafi borgað um 200
milljarða króna fyrir bréfin.
Stjórnvöld segjast ekkert hafa komið að ákvörð-
uninni heldur hafi hún verið tekin á viðskipta-
legum forsendum. Þegar nýju bankarnir voru
stofnaðir lagði ríkissjóður þeim til eigið fé að and-
virði 385 milljarðar króna. Stjórnarþingmenn
segja að málið hafi aldrei verið rætt í þingsal,
þingnefndum eða í þingflokkum. | 16
Bankarnir
ákváðu sjálfir
bréfakaupin