Morgunblaðið - 07.11.2008, Qupperneq 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2008
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
STEINDUR kirkjugluggi eftir Valgerði Bergsdóttur
myndlistarmann er kominn á sinn stað í stafni kirkju-
skips Áskirkju. Starfsmenn Dr. H. Oidtmann í Linn-
ich í Þýskalandi settu gluggann upp fyrr í vikunni. Í
stað þess að horfa út í Laugardalinn munu kirkju-
gestir framvegis virða fyrir sér atriði sem tengjast
ævi og starfi Péturs postula. Hann var fiskimaður og
síðar lærisveinn Jesú Krists. Glugginn verður form-
lega vígður á 25 ára vígsluafmæli kirkjunnar á þriðja
sunnudegi í aðventu sem ber upp á 14. desember.
Efnt var til tveggja þrepa samkeppni meðal mynd-
listarmanna vorið 2006 um gerð glugga í Áskirkju og
gáfu 26 listamenn sig fram til verksins. Forvalsnefnd
valdi úr þeim hópi þrjá listamenn og varð tillaga Val-
gerðar fyrir valinu í febrúar 2007. Vinna við gerð
gluggans hófst hjá Dr. H. Oidtmann í mars síðast-
liðnum.
Séra Sigurður Jónsson, sóknarprestur í Áspresta-
kalli, sagði að þema verksins ætti vel við í ljósi þess
að kirkjan sé öðrum þræði sjómannakirkja. Dval-
arheimili sjómanna Hrafnista er í sókninni og veitir
kirkjan heimilinu mikla þjónustu. Þá er kirkjan sjálf
skipslaga. Dr. H. Oidtmann er elsta fyrirtækið á sínu
sviði í Þýskalandi, stofnað 1857. Gerður heitin Helga-
dóttir starfaði mikið með fyrirtækinu á sínum tíma.
Það hefur unnið talsvert hér á landi undanfarin ár,
m.a. við viðgerð á mósaíkmynd Gerðar á Tollhúsinu,
gerð steindra glugga í kirkjunni í Reykholti og í
Seljakirkju.
Pétur fiskimaður og
postuli í stafni Áskirkju
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Myndin öll Stefan Oidtmann og Reinhard Bock fella síðustu eininguna í steinda glugganum á sinn stað.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
INNFLYTJENDUR eru enn að
lenda í vandræðum með að fá gjald-
eyri til viðskipta sinna. Fyrir fyrir-
tæki sem ekki hafa verið á forgangs-
lista, s.s. með matvörur, lyf og olíu,
hefur það tekið á aðra viku að fá af-
greiðslu sinna mála og sum smærri
fyrirtæki hafa engan gjaldeyri feng-
ið. Þannig hafa t.d. sumar smærri
fataverslanir ekki fengið neina fyr-
irgreiðslu enn, og fara því að verða
uppiskroppa með vörur fyrir jóla-
verslunina.
Þó að tekist hafi að afla gjaldeyris
í flestum tilvikum til fyrirtækja á
forgangslista eru seðlabankamenn
farnir að hafa áhyggjur af stöðugt
hægara innstreymi gjaldeyris. Sam-
kvæmt upplýsingum blaðsins hafa
útflutningsfyrirtæki í auknum mæli
notast við erlenda bankareikninga
til að leggja inn á og ekki viljað
koma með gjaldeyri inn í landið við
núverandi aðstæður. Því má segja að
tvöfalt hagkerfi sé í gangi. Eru þetta
sögð eðlileg viðbrögð fyrirtækja, það
sé mannlegt eðli að reyna að bjarga
sér í neyð.
Vitað er að innflytjendur hafa nýtt
sér þessa erlendu reikninga útflutn-
ingsfyrirtækja og gengið frá sínum
viðskiptum þar. Þó að ekkert ólög-
legt sé við þetta eykur þetta hættu á
„svartamarkaðsbraski“ með gjald-
eyrinn. Hefur evran jafnvel selst á
upp undir 300 krónur. Viðmið-
unargengi Seðlabankans á evrunni
er nú um 166 krónur.
Gjaldeyrinn heim!
Að þessu er óbeint vikið í Pen-
ingamálum Seðlabankans í gær. Þar
segir að skömmtun gjaldeyris hafi
haft í för með sér tvöfaldan gjaldeyr-
ismarkað. Einhver gjaldeyrisvið-
skipti hafi átt sér stað utan hins
formlega markaðar, bæði innan-
lands og utan. Þeir sem ekki hafi að-
gang að erlendum gjaldeyri séu
reiðubúnir að kaupa gjaldeyri á
hærra verði en fæst á hinum form-
lega markaði. Erlendar bankastofn-
anir hafi skráð gengi krónunnar
mun lægra en það hafi verið skráð
hér á landi. Á meðfylgjandi mynd
sést að verðmyndun á evrunni hefur
verið að jafnast, miðað við tölur af
daglegu uppboði Seðlabankans með
evrur síðan í júlí sl.
„Handhafar erlends gjaldeyris,
t.d. útflutningsfyrirtæki, hafa ekki
haft hag af því að flytja gjaldeyri
heim umfram brýnar þarfir á skráðu
gengi Seðlabankans. Nauðsynlegt er
því að aflétta sem fyrst hömlum á
gjaldeyrisviðskiptum þannig að
gengi krónunnar ráðist af framboði
og eftirspurn. Fyrr verður traust
ekki fyllilega endurvakið á gjaldeyr-
ismarkaði,“ segir í Peningamálum.
Slagorð okkar Íslendinga er því ekki
lengur „Handritin heim“ heldur
„Gjaldeyrinn heim“.
Íslandi lýstu fleiri en einn viðmæl-
andi sem alvarlega veikum sjúklingi
með stórt blæðandi sár. Stjórnvöld
og Seðlabankinn væru að reyna að
plástra sárið og koma í veg fyrir
frekari blæðingu, og á sama tíma
væru aðilar eins og alþjóðagjaldeyr-
issjóðurinn að koma með stóra poka
af blóði til að dæla í sjúklinginn.
Hins vegar væri eina leiðin til að sár
þessa sjúklings fengi að gróa að fá
gjaldeyristekjur inn í landið. Ekki
falleg lýsing en líkast til sönn.
Enn tafir á öflun gjaldeyris Tvöfalt hagkerfi með æ fleiri erlendum bankareikningum íslenskra
fyrirtækja Sár „sjúklingsins“ Íslands grær ekki fyrr en með „blóði“ frá alþjóðagjaldeyrissjóðnum
Reynt að stöðva blæðinguna
! " # $#% &#%
#' )(
Í HNOTSKURN
»Áhyggjur eru innan Seðla-bankans af hægu inn-
streymi gjaldeyris.
»Útflytjendur hafa margirstofnað erlenda banka-
reikninga til að taka við
greiðslum.
»Meðal þeirra er HBGrandi, sem er með reikn-
ing í Noregi, en forstjórinn
segir greiðslur þaðan hafa
komið til landsins í norskum
krónum.
„ÞAÐ er enginn
að tala um kosn-
ingar á þessu stigi
málsins. Ég tel
hins vegar rétt að
ríkisstjórnin end-
urnýi umboð sitt
þegar um hæg-
ist,“ segir Ellert
B. Schram, þing-
maður Samfylk-
ingarinnar. Æskilegt sé því að boðað
verði til kosninga áður en kjörtíma-
bilinu lýkur.
Að mati Ágústs Ólafs Ágústssonar,
varaformanns Samfylkingarinnar,
getur slíkt vel komið til greina. „Enn
sem komið er ríkir traust á milli þess-
ara flokka, en mér finnst kosningar
alveg koma til greina og þá frekar
fyrr en seinna,“ segir Ágúst. Krafan
um að fá að ganga til kosninga sé vax-
andi meðal þjóðarinnar.
Komast þarf fyrir vind
Þeir segja hins vegar ólíklegt að
nægjanlegt jafnvægi til að boða til
kosninga náist í efnahagsmálum þjóð-
arinnar á næstu vikum og mánuðum.
Allir séu líka sammála um að komast
þurfi fyrir vind fyrst. Stjórn-
málaflokkarnir þurfi þó engu að síður
að taka mið af því því gerbreytta
landslagi sem nú blasir við, þó að
Ágúst Ólafur bæti við að enginn ætli
að fara að gera sér leik að því að
sprengja ríkisstjórnina.
„Þessi ríkisstjórn var mynduð um
flest annað en það sem nú blasir við í
þjóðfélaginu á næstu misserum,“ seg-
ir Ellert. Þegar hafist verði handa við
þá endurreisn efnahags-, fjármála og
velferðarkerfis sem við blasi sé
stjórnvöldum því, að hans mati, bæði
rétt og skylt að fá nýtt umboð.
„Stjórnmálaflokkarnir geta þá teflt
fram sínu fólki og hver veit nema
fram komi nýir flokkar og hópar og
bjóði fram. Það veit enginn hvaða
gerjun þetta kann að hafa í för með
sér á hinum pólitíska vettvangi,“ segir
Ellert. annaei@mbl.is
Vaxandi
krafa um
kosningar
Endurnýi umboð sitt
þegar um hægist
Ellert B. Schram
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
RÁÐUNEYTI hafa gripið til aðgerða
til að draga úr kostnaði á síðustu vik-
um, eftir að efnahagskreppan dundi
yfir. M.a. hefur
verið dregið úr ut-
anlandsferðum
eins og kostur er.
Helgi Már
Arthursson, upp-
lýsingafulltrúi
heilbrigðisráðu-
neytisins, segir að
gefin hafi verið út
almenn sparnað-
artilmæli í ráðuneytinu og m.a. verið
dregið úr utanlandsferðum á vegum
ráðuneytisins. „Það er að vísu stutt
síðan en ég veit að í einhverjum til-
fellum hefur fólk hætt við að fara á
fundi og ráðstefnur.“
Gripið til hagræðingar
Svipaða sögu hefur Pétur Ásgeirs-
son, skrifstofustjóri í utanríkisráðu-
neytinu, að segja. Tekin hafi verið sú
ákvörðun fyrir tveimur vikum að skera
niður ferðalög eins og hægt er. „Línan
er sú að við förum núna eingöngu í þær
ferðir sem teljast vera óhjákvæmi-
legar og sömu fyrirmælum hefur verið
beint til sendiskrifstofanna.“ Þannig sé
í hverri viku hætt við ferðir sem áður
voru áformaðar. „Auk þess höfum við
sent sendiskrifstofunum fyrirmæli um
að grípa til allra mögulegra hagræð-
ingaraðgerða í rekstri og höfum stopp-
að allar framkvæmdir, viðhald og
stofnkostnað.“
Jóhannes Tómasson, upplýsinga-
fulltrúi samgönguráðuneytisins, segir
að á dögunum hafi samgönguráð-
herra fundað með forstöðumönnum
stofnana ráðuneytisins og brýnt fyrir
þeim að fara í saumana á öllum kostn-
aði og hið sama hafi verið gert innan
ráðuneytisins sjálfs. „Menn hafa m.a.
verið beðnir um að draga úr ferðum
og það hefur beinlínis verið hætt við
þátttöku í fundum og ráðstefnum eft-
ir þetta.“
Dregið úr
ferðum
ráðuneyta
Hætt við ferðir til
útlanda í hverri viku