Morgunblaðið - 07.11.2008, Side 17

Morgunblaðið - 07.11.2008, Side 17
Fréttir 17VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2008 Í HNOTSKURN » Seðlabankinn spáir26,5% samdrætti í einka- neyslu á næsta ári. Það yrði langmesti samdráttur sem mælst hefur. » Í spánni er gert ráð fyr-ir meira en 40% raun- lækkun íbúðaverðs 2007- 2011. Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is BANKASTJÓRN Seðlabankans ákvað í gær að breyta ekki stýrivöxt- um bankans og verða þeir því áfram 18%. Í tilkynningu frá bankanum segir að sem kunnugt er mótist stefnan í efnahagsmálum á næstunni í samvinnu við alþjóðagjaldeyris- sjóðinn. Búist sé við að endanleg ákvörðun liggi brátt fyrir og að að- gerðaráætlun birtist í kjölfarið. Seðlabankinn spáir því í ársfjórð- ungsriti sínu, Peningamálum, sem gefið var út í gær, að mikill sam- dráttur verði í efnahagslífinu hér á landi á næstunni, einkum einka- neyslu. Áætlar bankinn að atvinnu- leysi muni aukast og verða mest um 10% vinnuafls í lok næsta árs. Bank- inn gerir einnig ráð fyrir að verð- bólgan muni aukast á komandi mán- uðum og ná hámarki í um 23% í byrjun næsta árs. Framhaldið í þeim efnum sé mjög óvíst og ráðist að miklu leyti af gengisþróun krónunn- ar en bankinn áætlar að verðbólgan verði komin í um 5,5% á síðasta fjórðungi næsta árs. Markmiðið hefur beðið hnekki „Verðbólgumarkmið Seðlabank- ans hefur beðið hnekki og tæpast verður haldið áfram á grundvelli þess eins á næstu mánuðum,“ segir í Peningamálum Seðlabankans. „Tak- ist hins vegar að ná markmiði um stöðugt og hærra gengi en verið hef- ur undanfarnar vikur eru horfur á að verðbólga geti hjaðnað tiltölulega hratt og vextir í kjölfarið, einkum ef samningar takast um óbreytta kjarasamninga.“ Seðlabankinn segir að þótt gengi krónunnar fái tímabundið aukið vægi við vaxtaákvarðanir sé einhliða fastgengisstefna ekki á döfinni. Að óbreyttu verði verðbólgumarkmiðið á ný grundvöllur stefnunnar í pen- ingamálum þegar tekist hefur að koma á stöðugleika í gengismálum. Framundan eru miklir erfiðleikar Seðlabankinn spáir 10% atvinnuleysi og yfir 20% verðbólgu ! %  %       !! &"'( &  !$ )$*+  ,  " 9  :   9  :   9  :   9  :           ;  ;  ;  < 7   ;  ;  =; = =;        8 88 $" $" $" $"              >1? >1?  !" #!$ #!$% 8 8 >1? / *? &  #!$& # $ 8 8 6&@ A& B  C & ! #$! #%$& 8 8 DE F 6G? &   #"$& #!$ 8 8 >1? 0; >1? % !! !' #$ #!$' 8 8 , 12 "               !""# 34*56$"5" * G- H '-% G#&  3 &$ '-% *  , 3 &$ '-% F4 # '-% -% F $ -I     JH   3 &$ '-% 0 $K *  '-% 1  '-% LM>B #  7* " D" -% % '-% N  '-% 7 48(, $" $ G# #H G @ + G# #H L# & LOD F *  DP &+ *  BQ'  '-% <  #,  '-% 3" % 1(9"$: R# + G R&% * 3  '-%  $   '-%  "' $2   %$'" $"" $ $! $%% %$% ( &"$ $' &$ '$ !$ $ $ "$ $" $" &""$ ( (             < $#    E & ! &    0 $  9%; %% 7  %:%: 7 9%9;% 7 7 %9%:; 7 7 7 :9%9 7 7 %9% 7 7 2; 2; 2 7 2 2 7 9;2 7 7 :2 9;2 7 7 2 ;2 7 9;;2 7 7 2:; 7 7 7 7 2 7 92 7 7 :2 7 2 7 ;2 7 7 92 7 7 D,  $# 7 ;  7   7  7 7  7 7 7  7 7 ; 7 7 6  #  %  %% %% %% %% %% %% 7 %% %% %% %% %% %% ;%% %% ;%% %% %% %% 9%% GE GE GE GE GE GE GE LÁRUS Weld- ing, forstjóri gamla Glitnis, er um þessar mundir að leysa út orlof sem hann átti inni hjá bankanum og er auk þess skilanefnd bank- ans innan hand- ar. „Ég átti inni orlof og að beiðni skilanefndar er ég henni til ráðgjafar í fríinu,“ segir Lár- us. Hann segist munu aðstoða eft- ir fremsta megni við að „loka bankanum“. Ráðningarsamningur hans er samt sem áður enn virk- ur og hann þiggur laun. Hann segist samt engar skyldur hafa gagnvart Nýja Glitni. Halldór J. Kristjánsson, fyrr- verandi bankastjóri Landsbank- ans, segist hafa gengið frá starfs- lokum við gamla bankann en vill ekki gefa upp í hverju starfsloka- kjörin fólust. Hann segist ætla að aðstoða eftir fremsta megni skila- nefnd bankans og mun ekki þiggja laun fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá skilanefnd Landsbankans er Sig- urjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri, skilanefndinni innan handar með ýmis mál en hann þiggur ekki lengur laun. Gengið var frá starfslokum hans á sama tíma og gengið var frá starfs- lokum Halldórs. Hvorki náðist í Hreiðar Má Sigurðsson né skila- nefnd Kaupþings í gær. thorbjorn@mbl.is Lárus Welding Lárus enn á launum hjá Glitni ÞVÍ lengur sem stjórnvöld bíða með aðgerðir til þess að stemma stigu við vítahring gjaldþrota fyrirtækja og heimila, þeim mun verra verður ástandið. Þetta segja hagfræðing- arnir Gylfi Zoëga og Jón Daníelsson í grein í Morgunblaðinu í gær, en það er önnur grein þeirra félaga á rúmri viku þar sem þeir greina frá hug- myndum sínum um leiðir til að bjarga heimilum og fyrirtækjum. Samkvæmt upplýsingum frá Hrannari B. Arnarssyni, aðstoðar- manni félags- og tryggingamálaráð- herra, eru þessi mál til skoðunar í ráðuneytinu. Hann segir ekki liggja fyrir á þessu stigi hvenær þeirri skoðun ljúki. Gylfi hefur verið boðaður á fund efnahags- og skattanefndar Alþingis í dag. Hugmyndir þeirra Gylfa og Jóns varðandi aðstoð við heimilin eru í fyrsta lagi að vernda þau fyrir ágangi kröfuhafa. Í annan stað verði gefinn kostur á greiðsluaðlögun, svo sem í formi greiðslufrests, lengingar lána og gjaldmiðilsbreytingar. Í þriðja lagi verði boðið upp á færslu húsnæðislána í Íbúðalánasjóð. Þess- ar hugmyndir eru á svipuðum nótum og stjórnvöld hafa verið að vinna að. Í fjórða lagi leggja Gylfi og Jón til að boðið verði upp á umbreytingu lána í eignarhlut húsnæðislánveit- anda í fasteignum. Þetta er ný hug- mynd og svipar til þeirrar aðstoðar sem stjórnvöld gripu til fyrir tveim- ur áratugum síðan, þegar mörg sjáv- arútvegsfyrirtæki hér á landi voru í miklum erfiðleikum. gretar@mbl.is Hvetja til aðgerða strax Gylfi Zoëga og Jón Daníelsson leggja mikla áherslu á að gripið verði til aðgerða til aðstoðar heimilum og fyrirtækjum Gylfi Zoëga Jón Daníelsson SEÐLABANKI Evrópu lækkaði stýrivexti sína í gær úr 3,75% í 3,25%. Hafa ýmsir lýst yfir vonbrigðum með að vaxtalækkunin skyldi ekki vera meiri og telja sérfræð- ingar líklegt að bankinn muni lækka vexti enn frekar í næsta mánuði. Englandsbanki lækkaði einnig stýrivexti í gær úr 4,5% niður í 3%. Kom ákvörðun bankans nokkuð á óvart, að því er fram kemur á vef Financial Times. Skýringin sem var gefin fyrir lækkuninni var „hnignun heima fyrir í mestu sundrung í alþjóðlegu bankakerfi í næstum heila öld.“ Það er nokkur vísbending um hversu miklum efnahags- legum samdrætti Englandsbanki býst við að bankinn kvað þessa fordæmalausu ákvörðun nauðsynlega til þess að halda verðbólgu undir tveggja prósenta markmiðum. Að því er fram kemur á vef Financial Times gefur ákvörðun Englandsbanka til kynna að ársfjórðungsleg verðbólguspá bankans, sem verður kynnt í næstu viku, muni sýna að án vaxtalækkana yrði veruleg hætta á verð- hjöðnun. Svissneski seðlabankinn og sá tékkneski tilkynntu einnig um vaxtalækkanir í gær. thorbjorn@mbl.is Englandsbanki og Seðla- banki Evrópu lækka vexti Veruleg hætta á verðhjöðnun án vaxtalækkunar í Bretlandi ● Nú blasir það við að bankarnir geta ekki staðið í skilum við lán- ardrottna vegna verðfalls á eignum, segir Stefán Svavarsson, endur- skoðandi, í grein í Morgunblaðinu í gær. Að sögn Stefáns liggur ekki fyrir hvort verðfallið stafi alfarið af lausa- fjárkreppu eða hvort eignasafnið hafi í raun ekki verið nægjanlega traust til að vera grundvöllur áframhaldandi rekstrar. Stefán segir að úr því verði að skera, því miklu skipti að upplýst verði hvort undirliggjandi rekstur þeirra sem lánað var til hafi staðið fyrir sínu eða ekki. Ef sá rekstur hafi staðið á brauðfótum megi segja að mælireglur bókhaldsins og regluverk eftirlitsaðilanna hafi brugðist. thorbjorn@mbl.is Regluverk eftirlits- aðilanna brást ● LÖGREGLUYFIRVÖLD og fjármála- eftirlitið í Svíþjóð munu ekki rann- saka sölu sænska félagsins Mod- erna Finance á 7,5% hlut í sænska fjárfestingabankanum Carnegie í síð- asta mánuði sem hugsanleg inn- herjasvik. Þetta kemur fram í frétt á vefmiðli sænska dagblaðsins, SvD. Moderna Finance er dótturfélag ís- lenska fjárfestingafélagsins Mile- stone sem er í eigu Karls Werners- sonar og fjölskyldu. Moderna seldi hlutinn í Carnegie þar sem bréfin höfðu verið gefin sem veð vegna lántöku hjá skoskum banka. gretar@mbl.is Ekki grunur um inn- herjasvik Moderna ● Þýski bankinn KfW Group, sem er þróunarbanki í eigu ríkisins, hefur lagt til hliðar 98 milljónir evra vegna mögulegs taps sem er tengt fjár- festingum á Íslandi. Bankinn vonast til þess að endurheimta stóran hluta af 288 milljónum evra sem hann á inni hjá íslenskum bönkum. Í viðtali við Bloomberg segir tals- maður bankans, Nathalie Druecke, að inni í þeirri fjárhæð sé 150 millj- ón evra lán til Glitnis sem var notað til þess að styðja við bakið á litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Auk þess sé um að ræða 138 milljónir evra í skuldabréfum frá íslenskum bönkum. Þýskir bankar áttu úti- standandi kröfur á íslensk fyrirtæki upp á 21 milljarð evra í lok júní, sam- kvæmt Bloomberg. Bankarnir skulda Þjóðverjum mikið ● ÚRVALSVÍSITALAN í Kauphöllinni lækkaði um 0,16% í gær og endaði í 646,33 stigum. Viðskipti með hluta- bréf námu samtals rúmum 24 millj- ónum króna. Mest voru viðskiptin með hlutabréf í Marel, eða fyrir um 17,7 milljónir. Hlutabréf í Atorku hækkuðu mest í gær, um 10%, og hlutabréf í Føroya Bank hækkuðu um 2,47%. Bréf í Bakkavör lækkuðu mest, eða um 2,86%, og bréf í Marel um 1,44%. thorbjorn@mbl.is Atorka hækkaði mest FITCH lánshæfismatsfyrirtækið til- kynnti í fyrradag um breytingar á lánshæfiseinkunnum Straums. Langtímaeinkunn bankans var lækkuð í B úr BB- og horfum breytt í „neikvæðar“ frá „í athugun“. Skammtímaeinkunn bankans er B samkvæmt nýju mati og horfum breytt í neikvæðar. Stuðnings- einkunn var staðfest sem 5 og stuðningseinkunnargólfi breytt í „ekkert gólf“. Óháð einkunn var lækkuð í D/E úr D og horfum breytt í „neikvæð- ar“ frá „í athugun“. Almenn lán voru lækkuð í B úr BB- og horfum breytt í „neikvæðar“ frá „í athug- un“. Víkjandi lán voru lækkuð í CCC+ úr B og horfum breytt í „nei- kvæðar“ frá „í athugun“. thorbjorn@mbl.is Lækkað lánshæfi Straums ÞETTA HELST …

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.