Morgunblaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 18
18 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2008
ReutersTogstreita Vopnabræður McCains og Palin voru engir perluvinir.
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
MIKIL togstreita var milli aðstoð-
armanna Johns McCain og Söru Pal-
in síðustu vikurnar fyrir forseta-
kosningarnar í Bandaríkjunum.
Repúblikanar reyndu að leyna deil-
um aðstoðarmannanna en þær hafa
nú gosið upp á yfirborðið eftir ósigur
repúblikana.
Aðstoðarmenn McCains og Palin
hafa nú rætt deilurnar opinskátt við
fréttamenn í skjóli nafnleyndar. Þeir
hafa m.a. leyst frá skjóðunni um um-
deild kaup á fötum handa Palin og
fjölskyldu hennar á kostnað Repúbl-
ikanaflokksins sem greiddi alls
150.000 dollara, sem svarar rúmum
19 milljónum króna, fyrir fatnaðinn.
Dagblaðið Los Angeles Times
hafði eftir ráðgjöfum McCains að
komið hefði í ljós að aðstoðarmenn
Palin hefðu keypt föt fyrir allt að
30.000 dollara, 3,8 milljónir króna, til
viðbótar og ætlað að láta flokkinn
greiða fyrir þau. Lögfræðingur
flokksins yrði sendur til Alaska til að
sækja föt sem Palin hefði ekki skilað.
Aðstoðarmenn Palin segja að hún
hafi ekki vitað hvað fötin kostuðu og
henni hafi blöskrað bruðlið.
Fréttastofa Fox-sjónvarpsins
skýrði frá því að þekkingarskortur
Palin á nokkrum sviðum hefði einnig
valdið titringi. Carl Cameron, frétta-
maður stöðvarinnar, hafði eftir að-
stoðarmönnum McCains að Palin
hefði ekki viljað aðstoð við að und-
irbúa viðtal við Katie Couric í kvöld-
fréttatíma CBS-sjónvarpsins. Að-
stoðarmenn McCains hefðu m.a.
komist að því í kosningabaráttunni
að Palin hefði ekki gert sér grein fyr-
ir því að Afríka væri álfa (en ekki
land) og ekki vitað hvaða lönd ættu
aðild að NAFTA, fríverslunarsamn-
ingi Norður-Ameríku (Bandaríkj-
anna, Mexíkó og Kanada).
Hermt er að aðstoðarmönnum
McCains hafi einnig gramist það að
Palin hafi reynt að notfæra sér stöðu
sína sem varaforsetaefni til að vinna
að því að hún verði forsetaefni repú-
blikana eftir fjögur ár. Hún hafi
t.a.m. ætlað að flytja ræðu á undan
McCain þegar hann játaði sig sigr-
aðan en nánasti ráðgjafi McCains
hafi tekið fyrir það og sagt að ekki sé
venja að varaforsetaefni flytji ræðu
kosninganóttina.
Aðstoðarmenn McCains hafa
einnig ýjað að því að ráðgjafi Palin
hafi lekið skaðlegum upplýsingum í
fjölmiðla um kosningabaráttu
repúblikana.
Hulunni svipt af innbyrðis deilum
Aðstoðarmenn Johns McCain og Palin leysa frá skjóðunni um mikla togstreitu á milli þeirra
í kosningabaráttunni Ráðgjafar McCains gagnrýna Palin fyrir bruðl og þekkingarskort
Reuters
Segirðu já? Barack Obama, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, ræðir við Rahm Emanuel, fulltrúadeildarþingmann
frá Illinois, en þeir eru gamlir vinir. Obama bað í gær Emanuel að gegna embætti skrifstofustjóra í Hvíta húsinu en
það er eitt af valdamestu embættum landsins og svarar til embættis forsætisráðherra í mörgum Evrópulöndum.
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
VÆNTANLEGUR forseti Banda-
ríkjanna, Barack Obama, hefur þegar
skipað fólk í undirbúningsnefnd
vegna valdaskiptanna 20. janúar.
Fyrir henni fara John Podesta,
skrifstofustjóri Hvíta hússins í tíð
Bills Clinton, og tveir nánir sam-
starfsmenn Obama, Valerie Jarrett
og Pete Rose. Ljóst þykir að gamlir
Clinton-liðar verði margir í nýrri
stjórn sem gæti auðveldað Obama að
láta valdaskiptin ganga vel og snurðu-
laust fyrir sig.
Að venju má búast við að skipt
verði um fólk í allt að 4.000 embættum
þegar nýr flokkur tekur við og mun
öldungadeildin þurfa að samþykkja
um eitt þúsund af þessum skipunum.
Rætt er um að Lawrence Sum-
mers, fjármálaráðherra í tíð Clintons,
taki aftur við því embætti en fleiri
nöfn eru nefnd. John Kerry, forseta-
efni demókrata 2004, er sagður líkleg-
ur utanríkisráðherra og tveir fyrrum
Clinton-menn, James Steinberg og
Gregory Craig, eru sagðir líklegir í
embætti þjóðaröryggisráðgjafa.
Obama hefur þegar beðið fulltrúa-
deildarþingmanninn Rahm Emanuel
frá Illinois um að taka við embætti
skrifstofustjóra í Hvíta húsinu en því
er oft jafnað við embætti forsætisráð-
herra.
Emanuel er 48 ára, hann var einn
af ráðgjöfum Clintons 1993-1998 og
er nú einn af valdamestu mönnum
fulltrúadeildarinnar. Hann er sagður
miðjumaður í stjórnmálum en ein-
staklega harður í horn að taka og hef-
ur oft velgt repúblikönum undir ugg-
um. Eitt sinn hefndi hann sín á
pólitískum andstæðingi í hálfgerðum
mafíustíl með því að senda honum
dauðan fisk í kassa, segir í The Los
Angeles Times. Hætt er við að sumir
repúblikanar líti ekki á valið á Em-
anuel sem sáttahönd af hálfu Obama.
Gates áfram með varnarmálin?
Hugsanlegt er talið að repúblikan-
inn Robert Gates verði áfram varn-
armálaráðherra. Gates þykir óum-
deildur en ekki er vitað hvort hann
muni þiggja slíkt boð.
Obama verður að feta þröngan stíg
í þessum efnum. Maðurinn sem bauð
sig fram til að koma á langþráðum
breytingum verður gagnrýndur af
mörgum dyggum stuðningsmönnum
ef yfirbragð nýju stjórnarinnar þykir
vera of hefðbundið. En jafnframt er
ljóst að á jafn erfiðum tímum og nú
fara í hönd vill hann nýta sér reynslu-
boltana. Fréttaskýrandinn Peter
Baker segir í International Herald
Tribune að Obama verði að koma í
veg fyrir að nýja stjórnin líkist ein-
hverju sem nefna mætti „þriðja kjör-
tímabil Bills Clinton“.
Obama velur fólk
í nýja forystusveit
Notfærir sér krafta fyrrverandi liðsmanna Bills Clinton og
líklegt að repúblikaninn Gates verði áfram með varnarmálin
Í HNOTSKURN
»Obama hyggst hafa aðmestu aðsetur í Chicago
næstu vikurnar. Óljóst er
hvort hann sækir efnahags-
málafund stórveldanna um
miðjan mánuðinn.
»Obama vill að þingið sam-þykki á næstu vikum að
veita 100 milljörðum dollara
til opinberra framkvæmda og
til að aðstoða fjölskyldur,
borgir og sambandsríki. Svo
gæti farið að samþykkt verði
lægri fjárveiting, um 61 millj-
arður.
;
<
<
;
;
;
;
;
;
;
;
;
;
;
;
;
;
;
;
<
;
<
;
;
;
<
;
<
;
;
<
;
;
<
;
;
<
;
;
<
;
<
;
;
<
<
;
<
<
<
<
<
<
<
;
<
;
<
<
;
;
<
<
<
<
<
<
<
;
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
;
$$=/ $$ "48" $ > 5"*
"(? @:$ ?5$ "$5
5@"1$8$"8$" ('6 $$
:!$ $5"("5 " ($
! "# $
%"&'
( ) * + # ,,-.- */ &000 ,- %1 2 3 ,4- 0 530 ,-'
$%&'()% *+,%*',-.
$$=/ $$
!"
A1B=-$
#$%&" '"
6 *
C;.D0E3F;;0#/.%0%&,9DF#0D;9#AGB
! "
#
$ %
&
'
()&*"() ''
+,- +,./,,,+01+0/20..
34&"!
5
5
/2
2
6
7
6
2
2
2/
/
6
.
,8-
/,,-
) !!
/,,.9
:': 3A7D<0#A7;B,%%,
% '*4;"':=>4?'*;=&:!@ &&"A"B@()&* () '' C" 8
A@'"'D:!E' "''() ''8
F"&;"
C"
!@!"
Verður Sarah Palin næsta
forsetaefni repúblikana?
Palin er á meðal fimm eða sex
manna sem þegar eru taldir líklegir
til að sækjast eftir því að verða for-
setaefni repúblikana eftir fjögur ár.
Þeirra á meðal er Mitt Romney, fyrr-
verandi ríkisstjóri Massachusetts
sem beið ósigur í síðustu forkosn-
ingum. Rick Perry, ríkisstjóri Texas,
Newt Gingrich, fyrrv. forseti fulltrú-
deildar þingsins, og Bobby Jindal,
ríkisstjóri Louisiana, eru einnig sagð-
ir hafa sett stefnuna á Hvíta húsið.
S&S
GEORGE W. Bush forseti óskaði í
gær Barack Obama til hamingju
og fór hlýjum orðum um demó-
kratann sem hefði brotið blað í
sögu þjóðarinnar. Hét Bush því að
valdaskiptin í janúar myndu
ganga vel fyrir sig.
Heimildarmenn segja að Obama
muni gæta þess vel að fara ekki
inn á valdsvið Bush þær vikur
sem eftir eru af starfstíma hans,
gæta verði þess vandlega að ekki
séu tveir menn að reyna að gegna
forsetaembættinu samtímis. En
jafnframt vill Obama tryggja að
honum verði ekki kennt um að-
gerðir sem Bush stendur fyrir.
Þess vegna vill hann gott samráð
en innan hóflegra marka.
kjon@mbl.is
Bush heitir samráði