Morgunblaðið - 07.11.2008, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 07.11.2008, Qupperneq 19
SÞ leita lausna á átökunum í A-Kongó UPPREISNARMENN í Austur- Kongó hafa bundið enda á vopnahlé sem leiðtogi þeirra, Laurent Nkunda, lýsti yfir í síðustu viku. Síð- degis í gær staðfesti talsmaður frið- argæslu SÞ að uppreisnarmenn und- ir stjórn Nkunda, hefðu náð yfirráðum í tveimur þorpum á af- skekktu landsvæði í A-Kongó sem yf- irvöld og friðargæsluliðar hafa ár- angurslaust reynt að ná á sitt vald á liðnum árum. Að sögn mannréttindasamtakanna Human Rights Watch hafa uppreisn- armenn og stjórnarhermenn orðið valdir að dauða yfir 20 manna í átök- um í bænum Kiwana undanfarna tvo daga. Í gær náðu uppreisnarmenn yfirráðum í þorpi norður af Kiwanja eftir átök við stjórnaherinn. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ kallaði í gær eftir tafarlausu vopnahléi í landinu og hvatti vopnaða hópa sem hafa átt þátt í átökunum til að veita viðleitni til stjórnmálalegra lausna stuðning sinn. Ki-moon verður á fyrirhugðum fundi Afríkuríkja í Kenía í dag þar sem reynt verður að komast að frið- arsamkomulagi. Búist er við að Laur- ent Kabila, forseti A-Kongó, verði á fundinum auk forseta Rúanda, Paul Kagame sem þykir hafa nokkurt vald yfir leiðtoga Tutsi-uppreisnarmanna, Laurent Nkunda. jmv@mbl.is Stríðandi fylkingar bönuðu 20 óbreyttum borgurum í gær AP Átök Börn bíða eftir matargjöfum nálægt borginni Goma í A-Kongó. Í HNOTSKURN »Átökin í Austur-Kongó erudrifin áfram af þjóðarhatri sem enn lifir síðan árið 1994 þeg- ar hálf milljón tútsa var drepin í Rúanda. »Leiðtogi uppreisnarmanna,Laurent Nkunda, segir stjórnvöld A-Kongó ekki hafa varið tútsa sem flýðu þjóð- armorðin. »Gagnrýnendur segja Nkundastrengjabrúðu tútsa sem nú eru við völd í Rúanda. Fréttir 19ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2008 DMÍTRÍ Medvedev, forseti Rúss- lands, hefur tilkynnt að nýjum rúss- neskum eldflaugum verði komið fyrir í Kalíníngrad-héraði, sem til- heyrir Rússlandi og er milli Lithá- ens og Póllands. Medvedev segir þetta nauðsynlegt til að svara fyr- irhuguðu eldflaugavarnakerfi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu. bogi@mbl.is ;C..%H.#EHD<3D,G&,,;%,#H;30 ;6""$> $$ $I@:8$8 (> J!$:?$ "$?$ (8 $:$5@$$$$ $'':8$$2 $$85J!$:E4$:;6""$"@$(8!$*  ;6""$:" $:$5@$ $?5  70  8* +'0 %*8  93 :  ; &,&%HD<3D,G&,; $44 G!&  BH 4 '*I &*@& :D:@F"; &;';'D *HD %DB 4!C ''"DA"BD'"''" 4C"!&(  B4>4! @" @ @F"=:D:B:&*@& :D: ;&& '*"8   I/1   /   *  3+  * 0 2  7J6 <>/.,I-,, K : 8$68.,,D .'1 "$-.,D H:" 68*" 8 ; C . . D , % < &;';'D * K $44& '*L MNO   PN MQ  R  <+  /,, E 4*GD" @& :D  @DB"''" 4 '*I/1 +  * =  * 0 2 * ;:LM EBD! B H C @F" D D'&*@& :D: E4$: S '* ;"'G!&  B "4 C  !4(E4!)B Eldflaugavörnum svarað AP. Timpu | Smáríkið Bútan sem liggur í Himalaja- fjöllum fékk nýjan konung í gær eftir að beðið hafði verið eftir heillavænlegasta andartakinu í tvö ár. Klukkan 8.31 á fimmtudagsmorgun krýndi Jigme Sin- gye Wangchuck son sinn, Jibme Khesar Namgyal Wangchuck, konung með hrafnakórónunni og hlaut hann þar með titilinn Druk Gyalpo eða Drekakon- ungur. Sonurinn hefur reyndar starfað sem konungur síðastliðin tvö ár en samkvæmt ráðleggingum stjörnu- spekinga var beðið með krýninguna þar til í gær. Flestir Bútanar trúa því að konungarnir séu ástæðan fyrir því að þjóðin, sem er um 700.000 manns, hafi hald- ið fullveldi sínu og menningu þrátt fyrir að landið sé umlukt risaþjóðunum Kína og Indlandi. AP Hátíð Bútanar í þjóðlegum klæðnaði dansa fyrir framan 17. aldar virki sem er bæði aðsetur yfirvalda og klaustur. Krýningarhátíð haldin í Himalaja-fjöllunum Bútan er síðasta búddíska konungríkið með sjálfs- stjórn. Ríkið er eitt einangraðasta ríki heims en hef- ur í auknum mæli opnast umheiminum og voru fyrstu lýðræðislegu kosningarnar haldnar í mars síðastliðnum. Nútímavæðing Bútan hefur verið tek- in í hægum skrefum og var sjónvarp og net leyft ár- ið 1999. Það er yfirvöldum mikilvægt að vernda menningararfleifð, sjálfsmynd og náttúru landsins og er spornað við byltingarkenndum breytingum. Síðasta sjálfstæða konungsríkið LILIAN Osano heldur á nýfædd- um syni sínum, Barack Jeremy Obama, á sjúkrahúsinu í Kisuma í Kenía. Daginn eftir að Barack Obama var kjörinn næsti forseti Bandaríkjanna var helmingur allra nýfæddra barna á Kisumu- sjúkrahúsinu annaðhvort nefndur Barack eða Michelle Obama. Kis- umu er nálægt heimaþorpi föður Obamas þar sem Obama-hjónin eru í heiðri höfð eins og víðar í Kenía. Mæðurnar vonast til að nafngiftirnar verði börnunum hvatning til metnaðar í lífinu. jmv@mbl.is Nafnið Barack Obama hvetji til metnaðar í lífinu AP BREYTINGAR á loftslagi í sunnan- verðum Noregi valda því að vetur eru að verða rakari en áður og eru það slæm tíðindi fyrir læmingja, að sögn vefsíðu BBC. Venjulega hjara læmingjar af veturna með því að halda sig undir sterkri snjóþekju en nú vantar skjólið. Vísindamenn segja að nú séu reglulegar, þriggja til fimm ára sveiflur á stofnstærðinni hættar að mælast, nú séu þær óreglulegar. Þegar lítið rignir um veturinn get- ur þurft að nota snjóplóga til að ýta á brott fjölmörgum hræjum dauðra læmingja sem bílar hafa ekið yfir á þjóðvegum. Þá áttu dýrin til að stökkva fram af háum bökkum út í ár og vötn í ör- væntingarfullri fæðuleit, hegðun sem kom af stað þjóðsögum um að læmingjahjarðir fremdu hópsjálfs- víg. Þannig varð til hugtakið læm- ingjaárátta. Læmingjar eru mikilvæg fæða fyrir rándýr eins og refi og uglur þegar hjarðirnar eru stórar. Er talið að breytingarnar séu farnar að hafa áhrif á viðkomu umræddra tegunda. kjon@mbl.is Læmingjar í vanda vegna rigninga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.