Morgunblaðið - 07.11.2008, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2008
Á SÍÐASTA áratug hófu Norðmenn
að dæla koldíoxíði niður í vatnsleið-
arann Utsira, í því skyni að binda
það til langframa.
Með Brundtland-skýrslunni svo-
kölluðu, stefnumótunarskýrslu á
vegum Sameinuðu þjóðanna, sem
nefnd var eftir Gro Harlem Brundt-
land, fyrrverandi forsætisráðherra
Noregs, var farið að gefa meiri
gaum að loftslagshliðinni og hvernig
mætti sporna gegn frekari losun
gróðurhúsalofttegunda.
Svona rekur Erik Lindeberg, sér-
fræðingur við olíurannsóknarstofn-
unina SINTEF í Þrándheimi, upp-
haf þess að Norðmenn fóru að
undirbúa niðurdælingu koldíoxíðs til
varðveislu í þúsundir ára.
Lindeberg, sem er einn helsti sér-
fræðingur Norðmanna á þessu sviði,
segir að í upphafi hafi rannsóknirnar
verið smáar í sniðum, en að í dag sé
árlega varið um 250 milljónum
norskra króna, um 4,7 milljörðum
króna, til þróunar á þessu sviði.
Þekkingunni hafi fleygt fram og
að nú sé að finna sérfræðinga á sviði
kolefnisförgunar í Noregi.
Öryggið mjög mikilvægt
Á sama tíma og Lindeberg telur
réttlætanlegt að grípa til róttækra
aðgerða í loftslagsmálum leggur
hann þunga áherslu á mikilvægi
þess að geymsluaðferðirnar séu
öruggar. Kjarnorkuiðnaðurinn hafi
á sínum tíma brennt sig á slysum við
meðferð kjarnorkuúrgangs og að
þótt ólíku sé saman að jafna verði að
vera tryggt að koldíoxíðið leki ekki.
Neytendur muni ekki sætta sig
við hærra orkuverð vegna auka-
kostnaðar við förgun sem ekki virki.
Með samsetningu jarðlaganna í
Norðursjó í huga telur Lindeberg
aðferðina sem notast sé við á Sleipn-
issvæðinu örugga, nokkuð sem sé
lykilatriði í ljósi þess að horfa þurfi
til þúsunda ára við kolefnisförgun.
„Við verðum að geyma koldíoxíðið
í þúsundir ára til að vera viss um að
við séum ekki að ýta vandamálinu
inn í framtíðina. Lágmarkið við
hönnunina ætti að vera frá 4.000 og
upp í 10.000 ár,“ segir Lindeberg,
sem bendir þó á að við slíka geymslu
verði aldrei hægt að koma í veg fyrir
leka með 100 prósent fullvissu. „Það
er útilokað að spá fyrir um það með
fullkominni vissu að Utsira-svæðið
muni reynast svo þétt í svo langan
tíma. Það þarf því að fylgjast vel
með niðurdælingunni og geta gripið
til varaáætlunar, með aðferðum sem
þegar eru til staðar.
Eftirlit með förgunarsvæðunum
er því afar mikilvægt. Við þurfum að
geta greint minnstu breytingar á
förgunarsvæðunum, en eins og
stendur eru í undirbúningi tilraunir
á tveimur svæðum í Noregi þar sem
grannt verður fylgst með koldíox-
íðsleka úr gleypnu bergi. Fyrirtækið
Gasnova hefur stutt við þessi verk-
efni. Kolefnisförgunin er mikilvæg-
ari en ferlið við að aðskilja koldíox-
íðið.“
Eins og aftur að ísöldinni
Tíu þúsund ár eru langur tími,
mjög langur tími, eða um það bil sá
tími sem liðinn er frá síðustu ísöld.
Inntur eftir því hvers vegna hann
horfi til svo langs tíma í líkönum sín-
um segist Lindeberg ráðgera að
mannkynið muni halda áfram að
brenna jarðefnaeldsneyti í minnst
500 ár til viðbótar.
Olían sem orkugjafi muni renna
sitt skeið á enda á þessari öld, líkt og
eigi við um jarðgasið, en hinar gríð-
armiklu kolabirgðir duga í aldir.
Verði öllum þessum kolum brennt
segir Lindeberg að ráðgera megi að
hlutfall koldíoxíðs í andrúmsloftinu
muni fara úr hátt í 400 milljónustu
hlutum nú, í um 1.550 milljónustu
hluta, sem aftur muni hafa þær af-
Stóriðnaður
í pípunum
Kolefnisförgunin verður að duga í
þúsundir ára til að hafa tilætluð áhrif
Hugsjónamaður Erik Lindeberg.
Í HNOTSKURN
»Lindeberg telur hefð-bundnar gasleiðslur munu
nýtast afar vel við niðurdæl-
ingu koldíoxíðs í jarðlögin.
»Statoil sér um reksturSleipnissvæðisins, en með-
eigendur að vinnslunni eru
Exxon, BP (British Petroleum)
og franska orkufyrirtækið
Total.
Ljósmynd/Dag Myrestrand
Yfir öldunum Frá Utsira-svæðinu.
Ljósmynd/Baldur Arnarson
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þ
egar hilla fer undir lok
olíuvinnslunnar í Noregi
gæti nýr og jafnvel verð-
mætari iðnaður tekið
við, iðnaðurinn í kring-
um niðurdælingu og varðveislu kol-
díoxíðs í jarðlögum undir hafsbotni.
Norðmenn hafa um tólf ára skeið
dælt niður yfir tíu milljónum tonna
af koldíoxíði í gleypin sandsvæði á
Utsira, hafsvæði
um 250 km vestur
af Noregi, eða
sem nemur rúm-
lega tvöfaldri árs-
losun Íslendinga.
Gangi bjartsýn-
ustu spár eftir
mun umfang nið-
urdælingarinnar
margfaldast á
næstu áratugum
og heildartekjur
af iðnaðinum nema 120.000 millj-
örðum norskra króna, að mati Erik
Lindeberg, sérfræðings við SIN-
TEF olíurannsóknarstofnunina í
Þrándheimi.
Norðmenn bera sem olíuvinnslu-
þjóð ábyrgð á mikilli losun koldíoxíðs
í andrúmsloftið, innan lands sem ut-
an, og er það mat Lindeberg (sjá
greinina að neðan), að Norðmönnum
beri siðferðisleg skylda til að þróa
aðferðafræðina við kolefnisförgun, í
því skyni að sporna gegn neikvæðum
áhrifum frekari losunar.
Að hans mati er niðurdæling af
þessu tagi ódýrasta og raunhæfasta
leiðin til að sporna gegn loftslags-
breytingum til langframa og að af
þeirri einföldu ástæðu muni hún
verða ofan á. Hugmyndin sé að flytja
koldíoxíðið í fljótandi formi í pípum,
einsog þeim sem nú flytji gas, alla
leið frá landi og að förgunarstöð-
unum. Skilyrðið fyrir því að þessi
iðnaður geti orðið að veruleika sé að
fyrir hendi sé einhverskonar fjár-
hagsleg sekt eða aukagjald fyrir los-
un koldíoxíðs út í andrúmsloftið.
Af nauðsyn, ekki hugsjón
Til að byrja með hafði niðurdæl-
ingin í Utsira ekkert með loftslags-
mál að gera. Umrætt svæði er vatns-
leiðari á um 1.000-1.200 metra dýpi,
um 1.400 metra fyrir ofan jarðgas-
forðann á Sleipnissvæðinu, næst-
mesta gasvinnslusvæðinu í Norð-
ursjó á eftir Trollsvæðinu.
Miðað við núverandi gengi nema
tekjur af gasvinnslunni á Sleipn-
issvæðinu hátt í 1,5 milljónum ís-
lenskra króna á mínútu og því ekki
að undra að í upphafi skuli allt kapp
hafa verið lagt á að koma magni kol-
díoxíðs í jarðgasinu niður í það horf
sem gerð er krafa um, úr 9% í 2,5%.
Það réð úrslitum í þessu samhengi
að Statoil (síðar StatoilHydro) þurfti
frá árinu 1991 að borga 78 norska
aura fyrir hvern rúmmetra af kol-
díoxíði sem losað var í andrúmsloftið,
gjald sem þýddi að það borgaði sig
að dæla koldíoxíðinu ofan í Utsira
(sjá umfjöllun til hliðar). Það gjald
var hátt á þeim tíma, eða um það bil
jarðgasverðið í Evrópu um það leyti,
og hugmyndin sú að það yrði hvati
fyrir fyrirtæki til að draga úr losun
sinni. Nær skatturinn nú til um 68%
af heildarkoldíoxíðslosun Norð-
manna.
Til að vinna bug á þessu vandamáli
Undir hafbreiðuna
Tekjur af förgun koldíoxíðs undan Noregsströndum gætu orðið 120.000 milljarðar norskra króna
Utsira-svæðið gæti bundið sem svarar núverandi koldíoxíðslosun Evrópusambandsins í 600 ár
Ljósmynd/Statoil/Alligator film/BUG
Jarðlögin Meginleiðslurnar frá Sleipni A liggja niður í gasforðabúrið.
Ljósmynd/Statoil/Øyvind Hagen
Yfir Utsira Hreinsibúnaðurinn er á palli, hér í vari á bak við Sleipni A.
Ljósmynd/Statoil/Harald Pettersen
Á opnu hafi Gasvinnslupallurinn Sleipnir A er tengdur við þrjár einingar.
Jón Steinar
Guðmundsson
Ljósmynd/Statoil/Alligator film/BUG
Til geymslu Leiðslan efst til hægri liggur í geymslusvæði fyrir koldíoxíð.
Ný staða í norðri