Morgunblaðið - 07.11.2008, Side 22
22 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2008
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
En hvað skyldi taka við hjáhonum? Jú, hann ætlar ánæstu mánuðum og árumað ljúka rannsóknum og
skýrslugerð, sem tengjast ævistarf-
inu. Miltisbruni, lamba- og kálfa-
dauði og riðuveiki koma þar við sögu,
enda ævistarfið og áhugamálin sam-
ofin. Sjálfsagt fær hann líka aukinn
tíma til að kveða rímur með félögum
sínum í Iðunni og grúska í þjóðlegum
fróðleik.
Hef lítið gert af því
að taka frí um dagana
Sigurður hóf störf sem dýralæknir
á Tilraunastöðinni á Keldum árið
1963 og var lengst hjá Sauð-
fjárveikivörnum og sauðfjár-
sjúkdómanefnd. Síðan sérfræðingur
á Keldum samhliða rannsóknum á
sauðfjár- og nautgripasjúkdómum.
Fyrir tveimur árum fluttist starf Sig-
urðar undir Matvælastofnun og flutti
hann þá með stofnuninni til Selfoss
þar sem Sigurður hefur búið síðustu
ár ásamt sambýliskonu sinni, Ólöfu
Erlu Halldórsdóttur frá Búrfelli í
Grímsnesi.
„Ég er búinn að segja upp störfum
en það er erfitt að hætta því vinnan
hefur gefið mér svo mikið. Þar sem
ég hef lítið gert af því að taka frí um
dagana, er ég í leyfi núna og verð
næstu vikurnar. Ég er þó að vinna í
ýmsum vanrækslusyndum þessa
dagana,“ segir Sigurður.
„Það er talsvert af verkefnum á
borðinu mínu sem þyrfti að vinna og
kannski eiga fáir aðrir en ég auðvelt
með að fara inn í þetta. Þessi gögn
tengjast aðallega baráttunni gegn
sauðfjársjúkdómunm. Saga sauð-
fjárveikivarna er í skjaladóti, kössum
og myndabunkum í mínum fórum.
Þetta hefur safnast saman og fylgt
mér lengi. Mér tókst reyndar í tví-
gang að forða því að þessir kassar
lentu á öskuhaugunum.
Ég er með rannsóknarverkefni í
gangi um kálfa- og lambadauða og
þarf að gera upp ýmislegt frá liðnum
árum sem ekki hefur verið tími til að
sinna. Þá er ég langt kominn með að
vinna skýrslu um miltisbrunastaði
sem ég hef verið að mæla upp.
Við höfum upplýsingar um miltis-
brand á um hundrað stöðum og erum
langt komnir með að merkja þessa
staði. Ég hef haft það að leiðarljósi að
betra sé að merkja fleiri staði en
færri, því þetta virðist lifa endalaust.
Hér á landi höfum við dæmi um
virkni miltisbrands eftir 130 ár og í
Skotlandi er dæmi um að hann verði
500 ára.
Ég hef engar áhyggjur af því að
hafa ekki nóg fyrir stafni og vil helst
geta gert grein fyrir ýmsu sem ég
hef verið að vinna að. Svo er aftur
spurning hvort nokkrir peningar
verða til þess í þessu hallæri sem nú
er.“
Stefnir í óefni ef
farið er ógætilega
Riðuveiki hefur ítrekað skotið upp
kollinum á liðnum áratugum og hefur
Sigurður yfirleitt verið kallaður til
þegar sjúkdómurinn hefur minnt á
sig. Við starfslok sér hann ýmis
hættumerki og óttast að menn séu
farnir að gefa eftir í baráttunni.
„Árið 1978 var byrjað á aðgerðum
gegn riðunni, sem þá var komin lang-
leiðina með að leggja landið undir
sig. Núna er staðan hins vegar þann-
ig að við erum komin vel á veg með
að útrýma henni.
Það eru þó blikur á lofti og ég ótt-
ast að farið verði að slaka á vörnum.
Það má alls ekki gera of snemma
þegar svona sjúkdómar eiga í hlut.
Menn mega ekki fara ógætilega, þá
stefnir í óefni. Ef varnargirðingar
verða lagðar niður of fljótt og flutn-
ingar leyfðir fram og aftur um landið
þá verður fjandinn laus. Við
erum komin vel á veg með að
uppræta veikina og ég vil
ekki upplifa það að ár-
angurinn sem náðst
hefur með mikilli vinnu og fórnum
verði að engu.“
Sérvitur ágætlega og vitur
Lengst af bjó Sigurður með eig-
inkonu sinni, Halldóru Einarsdóttur,
og fjórum börnum í gamla húsinu í
Grafarholti. Þarna var í eina tíð höf-
uðbýli og ræktarleg túnin teygðu sig
í átt að Keldum. Nú hefur verið
þrengt að þessu húsi, Vesturlands-
vegurinn við húsgaflinn og byggðin á
næsta leiti.
„Ég á enn húsið í Grafarholti og
hef haft þar innhlaup þegar ég er í
bænum. Undanfarið hef ég velt því
fyrir mér að selja því ekki fer ég með
það yfirum. Húsið er utan skipulags,
en það er meira en hundrað ára gam-
alt svo það er ekki hlaupið að því fyr-
ir yfirvöld að ryðja því í burtu og ekki
má rífa það nema með sérstökum til-
færingum.
Þarna bjó fyrst Björn Bjarnarson,
merkur maður á sinni tíð. Hann var
meðal annars hreppstjóri í Mosfells-
sveit og þingmaður um tíma, sérvitur
ágætlega og vitur. Björn umskrifaði
gjarnan ljóð góðskáldanna og hafði
margt við þau að athuga.
Grafarholt var höfuðból og við-
komustaður manna sem voru að
koma í kaupstaðinn. Þarna áðu menn
og það var í nógu að snúast.“
Börn Sigurðar hafa gert garðinn
frægan í ýmsum íþróttagreinum og
eru margfaldir meistarar; Sigurður
og Sölvi í hestamennsku, Ragnhildur
í golfi og Einar Sverrir í
því sem nefnist á ís-
lensku þolreið á mót-
orhjólum. Ekki
gefur Sigurður
mikið fyrir
Ævistarfið og
áhugamálin
samofin
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kvæðamenn Sigurður Sigurðarson dýralæknir og Steindór Andersen kveða rímur af Ströndum á fundi í Iðunni í
kvöld. „Ég hef alltaf haft gaman af fornum fróðleik íslenskum og skrýtnum hlutum,“ segir Sigurður.
Sigurður dundar sér við kveðskap,
en segist þó hafa meira gaman af
góðum vísum eftir aðra. Hann rifj-
aði upp gamla vísu eftir Egil Jón-
asson á Húsavík og segir hana hafa
komið í hugann þegar fjár-
málakreppan skall á.
Í morgun bað ég Guð af gæsku sinni,
að greiða ykkur þetta sem mér ber.
Hann sagði byrstur þú átt ekkert inni
í ávísanareikningi hjá mér.
Sigurður hefur oft á afmælum og
öðrum tyllidögum kastað fram vís-
um. Eftirfarandi er ort til afa-
stráks, sem átti fjögurra ára af-
mæli:
Sá er varla einn einn,
sem á þig litli sveinn sveinn.
Fínni ekki finnst neinn,
fjögra ára gimsteinn.
Loks nýleg vísa úr ferð á vegum
Bædaferða suður á Ítalíu, þar sem
yndislegt umhverfið við Garda-vatn
var meðal annars skoðað.
Ástarþrá og ljúfust lög,
lífga karla stóra og smáa.
Hröð eru kvenna hjartaslög,
hér við Garda-vatnið bláa.
Þú átt ekkert inni að hann snúi sér að þessum greinumþegar hægist um og þegar hann er
spurður hvort árangur sé genatengd-
ur, segir hann svo ekki vera. „Þetta
er spurning um áhuga og nenning.
Ég fór aldrei í golfið sjálfur svo
heitið geti þó svo að golfvöllurinn sé
rétt hjá húsinu mínu í Grafarholti.
Ég labbaði stundum með konunni
minni og dró kerruna fyrir hana, hún
var virk í Golfklúbbi Reykjavíkur,
hún Halldóra mín blessuð.“
Gefur mér mikið
Þjóðlegur fróðleikur hefur alltaf
verið mikið áhugamál Sigurðar og
hann hefur grúskað í ýmsu um dag-
ana. „Ég hef alltaf haft gaman af
fornum fróðleik íslenskum og skrýtn-
um hlutum. Það hefur líka veitt mér
mikla gleði hversu mörgu skrýtnu
fólki ég hef kynnst í lífinu. Það er
sjálfsagt vegna þess hversu skrýtinn
ég er sjálfur.“
Sigurður hefur í tæp tuttugu ár
verið meðlimur í Kvæðamannafélag-
inu Iðunni. Kveðskapur og rímur eru
mikið áhugamál Sigurðar og á fundi í
félaginu í kvöld kveða hann, Steindór
Andersen og fleiri íslensk kvæðalög.
„Þetta gefur mér mikið. Við kom-
um saman mánaðarlega, æfum og
lærum kvæðalög. Þarna eru ekki
bara skrýtnir, gamlir karlar. Á þess-
um æfingum er fólk af báðum kynj-
um og á öllum aldri, allt niður í
kornabörn sem láta í sér heyra.
Við hittumst einmitt í kvöld, föstu-
dag, klukkan 20 í Gerðubergi. Þá ætl-
um við að kveða rímur af Ströndum
með kvæðalögum Strandamanna.
Þú ættir að líta inn,“ segir Sig-
urður að lokum við blaðamann.
„Ertu ekki hálfskrýtinn eins
og fleiri?“
Nafn Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis hefur í ára-
tugi verið tengt baráttu gegn sauðfjársjúkdómum og
riðuveiki í sauðfé kemur þá fyrst í hugann. Nú er
komið að tímamótum hjá Sigurði og fyrr í vikunni
voru honum þökkuð góð störf við starfslok.
Viltu njóta efri áranna til fullnustu? Þá erum að gera að temja sér jákvætt við-horf, halda streitunni í lágmarki, reykja
ekki en drekka eitt vínglas öðru hverju. Og já,
hafðu góðar tekjur og forðastu króníska sjúk-
dóma.
Þannig er uppskrift að farsælu ævikvöldi
samkvæmt könnun sem kynnt er í nýjasta hefti
tímaritsins Journal of Gerontology: Medical
Sciences. Þó að ráðin séu flest einföld virðast
alltof fáir fylgja þeim. Rannsóknin, sem fram-
kvæmd var af Portland-háskólanum auk ann-
arra stofnanna, spannar heilan áratug þar sem
fylgst var náið með tæplega 2.500 kanadískum
eldri borgurum. „Á marga þá þætti sem spila
inn í er hægt að hafa áhrif á unga aldri og fram
á miðjan aldur,“ segir David Feeny, einn rann-
sakendanna sem starfar við Keiser-heilsu-
stofnunina. „Þó að þessar niðurstöður gefi að
margra mati auga leið erum við engu að síður
búin að fá vísindalegar sannanir fyrir því
hvaða þættir það eru sem hafa mest áhrif á
góða heilsu á efri árum.“ Um 8% þátttakenda í
rannsókninni voru við hestaheilsu þegar henni
lauk. Um 47% nutu ekki jafnmikilla lífsgæða.
36% létust á rannsóknartímabilinu og 9% voru
komin á stofnun að henni lokinni.
„Þó að rannsóknin hafi eingöngu verið
framkvæmd á Kanadamönnum má yfirfæra
niðurstöður hennar til allra íbúa hins iðn-
vædda heims,“ segir Bentson McFarland öldr-
unarlæknir.
Uppskrift að farsælu ævikvöldi
Morgunblaðið/ÞÖK
Mikilvægt Jákvæðni skiptir öllu máli vilji eldra fólk halda líkamlegri jafnt sem andlegri heilsu.