Morgunblaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 26
26 UmræðanBRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2008
Ég er bjartsýn
ÞEGAR ég flutti
heim frá Danmörku
fyrir ellefu árum voru
Danirnir að hvetja mig
til að búa þar áfram og
spurðu mig af hverju í
ósköpunum ég væri að
flytja aftur til Íslands.
Ég svaraði þeim til að
mér líkaði mjög vel í
Danaveldi en landið mitt kallaði svo
sterkt á mig heim, að ég yrði að
fara. Fósturjörðin mín væri svo
tengd mér, bæði andlega og lík-
amlega, fólkið mitt, fallegu börnin
þar og íslenska þjóðarsálin, hreina
loftið, fjöllin, fossarnir, vötnin og
heiðarnar, grasið græna, blái tæri
himinninn, rokið og hressandi rign-
ingin, saklausa villta náttúran og
bara allt sem væri íslenskt togaði í
mig heim. Þeir skildu þetta ekki og
sögðust ekki vera svona nátengdir
landinu sínu og hálfpartinn öfund-
uðu mig fyrir svona mikla ættjarð-
arást.
Fyrir ellefu árum hafði Ísland
saklausara yfirbragð en nú, eitur-
lyfjaneysla var mun minni, skemmt-
analífið var meinlausara, næturlífið
var öruggara, manngildið réð meira
ríkjum, álverin voru færri og hús-
eignir voru á eðlilegu verði. Í dag er
Ísland, sem sumir segja að heiti í
raun ekki land ísa heldur land Ísaks
eða land Guðs, dálítið mikið breytt
frá því sem var, það verður að segj-
ast eins og er. Vorum við svona?
Undanfarin ár átti alls staðar að
græða, notfæra sér fólk og ástandið,
sumir hefðu selt ömmu sína hefðu
þeir komið henni í verð. Sömu fyr-
irtækin voru stofnuð aftur með nýju
nafni, fólki sagt upp, starfsmenn
einskis metnir, bara hagnaðurinn
skipti máli.
Afdalabóndi með rollurnar sínar
rólegur úti í haga fékk allt í einu
kauptilboð upp á
hundruð milljóna fyrir
landið sitt. Maður sem
aldrei hafði haft áhuga
á peningum var nú tek-
inn upp í græðgislest-
ina sem rúllaði hratt
áfram, tunguliprir
menn tóku allt sem á
vegi þeirra varð, augun
skutu gneistum af
græðgi. Afdalabóndinn
eignaðist fullt af pen-
ingum en tapaði land-
inu sínu, andleg verð-
mæti bóndans voru þurrkuð út,
farin.
Það átti að græða feitt og verða
rík, álver var reist. Útlendir verka-
menn fluttir inn, íslenskir karlar
eins og útspýtt hundsskinn, allir á
kafi í yfirvinnu, stressaðir, fúlir og
dauðþreyttir. Prestur einn talaði um
aukningu á hjónaskilnuðum vegna
vinnuálagsins í landinu undanfarin
ár. Karlarnir væru svo þreyttir í lok
vinnudags að þeir hefðu ekkert að
gefa þegar heim væri komið, hrytu
bara fram á imbakassann.
Vorum við virkilega ánægð svona?
Nýir tímar kalla á breytta hugsun.
Ég veit um iðnaðarmenn sem vilja
fá aftur eðlilegt vinnuálag eins og
var fyrir nokkrum árum. Hvernig
væri nú að hægja á vinnuæðinu,
eignast minna af dauðum hlutum og
fá fleiri gleðistundir? Hvað með mun
styttri vinnudag fyrir iðnaðarmenn
hér eins og í Danmörku og Noregi
eða frá kl. 7 til 15? Hvað með styttri
vinnudag fyrir alla?Við þurfum ekki
að vera hrædd við ástandið núna,
þetta fer allt vel. Það er vakað yfir
okkur núna eins og svo oft áður. Við
þurfum bara að breyta um stefnu.
Nú þegar vinnan minnkar fá menn
tækifæri til að gera eitthvað nýtt,
hafa meiri orku til að skapa og loks
meiri tíma fyrir fjölskylduna. Sumir
þurfa núna t.d. að læra að slaka á.
Við lærum að vera nægjusöm aftur
og að eyða peningum í það sem
byggir okkur upp andlega og gefur
fleiri gleðistundir. Núna eigum við
nefnilega að vera dugleg að byggja
upp andlegan auð. Vökva gleðina
okkar. Veraldlegur auður er eins og
fiskur sem rennur manni úr greipum
hvenær sem er.
Lítil dæmisaga um lífsánægjuna:
Maður nokkur var staddur við
höfn í litlu sjávarþorpi. Hann sá lít-
inn bát fullan af fiski koma að landi
og spurði fiskimanninn hversu lengi
hann hefði verið að veiða þetta
magn. „Smástund,“ svaraði fiski-
maðurinn. „Hva, af hverju veiddirðu
þá ekki meira?“ spurði maðurinn.
„Ég þarf ekki meira, þetta nægir
fjölskyldunni vel.“ „Hvað gerirðu þá
við tímann þinn?“ spurði maðurinn.
„Ég lifi góðu lífi, ég sef fram eftir,
fiska dálítið, leik mér við börnin mín,
hvíli mig og kela við konuna mína,
rölti út á kvöldin, hitti fólk og spjalla,
gríp í gítarinn og syng með þeim.“
Aðkomumaðurinn vildi gefa þessum
einfalda manni góð ráð og hvatti
hann til að vera lengur úti á sjó,
veiða meira, kaupa fleiri báta, setja
upp verksmiðjur, flytja til borg-
arinnar og græða miklu meira.
„Þetta tekur þig svona 20-25 ár. „En
hvað svo?“ spurði fiskimaðurinn. „Þá
breytirðu fyrirtækinu í hlutafélag og
ferð á verðbréfamarkað, selur og
stendur uppi moldríkur!“ „Já, en
hvað svo?“ spurði fiskimaðurinn.
„Nú þá geturðu flutt aftur í litla bæ-
inn þinn, sofið fram eftir á morgn-
ana, fiskað dálítið, leikið við barna-
börnin, hvílt þig með konunni og
kelað við hana, rölt niður í bæ á
kvöldin, hitt fólk og spjallað, leikið á
gítarinn og sungið með fólkinu.“
Marta Eiríksdóttir
skrifar um hina
raunverulegu lífs-
fyllingu
Marta Eiríksdóttir
» Það er vakað yfir
okkur núna eins og
svo oft áður. Við þurfum
bara að breyta um
stefnu.
Höfundur er kennari www.pulsinn.is
SEM foreldrar
könnumst við vel við þá
tilfinningu að við vitum
ekki alveg hvað er að
gerast í heimi
barnanna okkar og
sama hvað við reynum
þá heltumst við fljót-
lega úr lestinni. Þegar við náum loks-
ins að skilja styttingar á msn- og sms-
flóðinu þá koma nýjar styttingar, þeg-
ar við höfum loksins lært einn texta
hjá einum rappara þá er hann kominn
úr tísku og við höfum ekki einu sinni
vogað okkur inn á hinar órannsökuðu
brautir netsins! Hvað getum við gert?
Tölvuveröldin er heimur unga fólks-
ins og besta leiðin til að kynnast
þeirra heimi er að uppfæra sig, með
því að hella sér út í þennan óend-
anlega heim þekkingar, fróðleiks og
félagsnetssíðna og því fyrr því betra.
Meðalaldur íslenskra barna þegar
þau fara á netið í fyrsta skipti er 7,7
ár og því er mikilvægt að við séum bú-
in að kynna okkur og kenna þeim
hvað er að gerast á netinu.
Móðir kom til mín um daginn og
sagði mér frá fimm ára dóttur sinni
sem er á góðri leið með að verða
„tölvunörd“. Hún kann reyndar
hvorki að skrifa né lesa en er greini-
lega búin að læra upp á sitt eindæmi
orð sem fleyta henni áfram á netinu.
Eitt sinn var amman í heimsókn og sú
stutta átti sinn tölvutíma. Þær sátu
inni í eldhúsi þegar sú fimm ára fer að
biðja ömmu sína um að stafa nafnið
sitt sem amma gerði náttúrlega sam-
viskusamlega. Sú litla pikkaði inn
stafina en allt í einu fóru að renna á
móðurina tvær grímur. Hvað var hún
eiginlega að gera? Hún lagði frá sér
kaffibollann og fór til hennar og viti
menn, hún var að sækja um Garfield
greiðslukort í gegnum MasterCard í
Kanada í nafni ömmu sinnar!
Einn vinsælasti vettvangur unga
fólksins eru hinar ýmsu félagsnetsíð-
ur og eru Myspace og Facebook vin-
sælastar hér á landi. Þegar unglingar
eru spurðir hvers vegna þeir nota
þessar síður þá er al-
gengasta svarið að vera
í sambandi við vini.
Þessu svari eiga for-
eldrar stundum erfitt
með að kyngja og spyrja
hvers vegna þau fari þá
ekki út að hitta vinina,
en við skulum líka muna
eftir því þegar við lágum
tímunum saman í sím-
anum að tala við vini
sem við vorum nýbúin
að kveðja.
Staðreyndin er sú að hver kynslóð
hefur sína tækni. Góð leið til að auka
samskipti foreldra og barna á netinu
er að hafa þau sem vini á t.d. Facebo-
ok. Þar geta foreldrar séð hverjir vin-
irnir eru, hvernig samskiptin eru og
hvað þau eru að bralla dagsdaglega.
Sem dæmi má nefna foreldra sem
tóku eftir því hjá unglingsdóttur sinni
að staða hennar á facebook hafði
breyst úr „single“ í „in a relations-
hip“, foreldrarnir hafa eflaust getað
notað tækifærið og spurt hverra
manna strákurinn væri!
Ef við tökum þátt í þessum heimi
barnanna okkar þá erum við betur í
stakk búin til að takast á við vanda-
mál sem upp koma og kannski ekki
síður að taka þátt í gleði og upplif-
unum eins og það að kynnast strák
eða stelpu sem gæti orðið síðar hluti
af fjölskyldunni.
Eftir stendur að mikilvægi sam-
skipta fjölskyldumeðlima er óbreytt
en samskiptaleiðirnar eru fjölbreytt-
ari og oft og tíðum, fyrir okkur full-
orðna, flóknari.
SAFT og Síminn munu halda ráð-
stefnu um netnotkun barna og ung-
linga og ábyrgð foreldra laugardag-
inn 8. nóvember kl. 10.30-14.00 á
Háskólatorgi HT102 í Háskóla Ís-
lands og hvetjum við alla sem hafa
áhuga á þessu málefni að fjölmenna.
Hlíf Böðvarsdóttir
fjallar um mikil-
vægi þess að for-
eldrar kynni sér
netnotkun barna
sinna
Hlíf Böðvarsdóttir
» Tölvuveröldin er
heimur unga fólks-
ins og besta leiðin til að
kynnast þeirra heimi er
að uppfæra sig …
Höfundur er verkefnastjóri SAFT.
Hvernig heimur
er heimur
barnsins þíns?
ÉG UNDIRRITAÐUR er einn af
þeim sem stóðu að opnum
borgarafundi í Iðnó mánudaginn
27. okt. síðastliðinn. Ég vil þakka
þeim alþingismönnum sem þangað
lögðu leið sína og reyndu að svara
þeim spurningum sem upp voru
bornar, jafnvel þó þeir í raun
hefðu ekki nein svör frekar en aðr-
ir. Þeir gerðu þó heiðarlega tilraun
til að verja sína flokka og þeirra
gerðir í þeim hildarleik sem nú á
sér stað í íslensku samfélagi. Sum-
ir alþingismenn gerðu að vísu þau
leiðu mistök að reyna að nýta sér
fundinn til atkvæðaveiða sem mér
finnst frekar lélegt og lýsa í raun
hve orðatiltækið hver er sjálfum
sér næstur virðist eiga vel við.
Við sem að þessum fundi stóðum
erum ekki að biðja um byltingu,
nýja flokka eða annað fólk til að
kjósa á þessari stundu. Það verður
að bíða betri tíma. Að sjálfsögðu
er innan okkar raða fólk með þær
skoðanir enda er þessi vettvangur
ætlaður öllu fólki og gerir sem
slíkur ekki upp á milli sjónarmiða.
Við viljum að þeir sem eru á þingi
eða í stjórn axli ábyrgð og setji
fólk í forgang þegar verið er að
ræða leiðir til úrbóta. Að sjálf-
sögðu gerum við þá kröfu til ráða-
manna, hvort sem er í ríkisstjórn,
Seðlabanka eða stjórnarandstöðu,
að taka ábyrgð á sinni vinnu. Ef
þeir geta ekki unnið sitt starf með
það að leiðarljósi að hafa velferð
fólks í fyrirrúmi en ekki eigin
flokka, þá vinsamlegast stígið til
hliðar og fáið inn fólk sem getur
unnið þessi störf og hefur bæði
þekkingu og heilindi til þess. Það
er sjálfsögð krafa fólks að fá að
fylgjast með þegar verið er að
semja um framtíð þess svo ekki sé
nú talað um þegar er verið að
skuldsetja fjölskyldur landsins.
Ágætu ráðamenn, það er ekkert
sem heitir trúnaðarmál þegar
þjóðin á í hlut. Þið verið að sýna
fólki traust og virðingu á þessum
tímum og vera ærleg í framkomu
og tali.
Hættið að tala til okkar og talið
við okkur. Ykkur hefur verið sent
fundarboð á opinn borgarafund
laugardaginn 8. nóvember kl. 13 í
Iðnó. Sýnið nú dug, mætið og ræð-
ið við fólk. Við erum ekki bara
mótmælendur. Við erum viðmæl-
endur og það er alveg hægt að
tala við okkur.
Hvet alla til að mæta á fundinn,
sýnum samstöðu, höfum áhrif.
GUNNAR SIGURÐSSON,
leikstjóri.
Við erum viðmælendur
Frá Gunnari Sigurðssyni
SEINT í september
var boðað til Jafnrétt-
isþings sem haldið
skal annað hvert ár í
samræmi við lög um
jafna stöðu og jafnan
rétt kvenna og karla.
Að óbreyttu hefði
þingið átt að vera í
dag. Í millitíðinni dundu þau ósköp
yfir þjóðina sem ekki þarf að fjöl-
yrða um hér en leiddu til þess að
ég ákvað að fresta jafnrétt-
isþinginu um tvo mánuði. Jafnrétt-
isþingið verður haldið 16. janúar
2009.
Samkvæmt áður boðaðri dag-
skrá jafnréttisþings verður þar
fjallað um fjölmargar hliðar jafn-
réttisbaráttunnar, svo sem launa-
jafnrétti kynja, kynbundið ofbeldi,
jafnrétti í atvinnulífi og jafnrétt-
isstarf í skólum. Auk þess verða
drög að framkvæmdaáætlun rík-
isstjórnarinnar í jafnréttismálum
kynnt á þinginu. Tilgangur þess er
að gefa almenningi og fulltrúum
stofnana, fyrirtækja og fé-
lagasamtaka kost á að skila inn
hugmyndum og ábendingum vegna
framkvæmdaáætlunarinnar.
Vandaður undirbúningur
mikilvægur
Jafnréttisþing verður ekki hald-
ið svo vel sé án vandaðs undirbún-
ings. Vegna gjörbreyttra aðstæðna
í samfélaginu, þar sem fjöldi fyr-
irtækja berst fyrir tilveru sinni og
fjöldi fólks missir atvinnu sína dag
hvern, þar sem stjórnvöld, stjórn-
endur sveitarfélaga,
ráðuneyti og stofnanir
stjórnsýslunnar vinna
nótt sem nýtan dag að
því að móta og hrinda
í framkvæmd aðgerð-
um til að bregðast við
og draga úr áhrifum
efnahagsþrenging-
anna tók ég ákvörðun
um að fresta jafnrétt-
isþinginu.
Ég veit að við þess-
ar aðstæður getur
jafnréttisþing ekki
orðið sá vettvangur samræðu sem
því er ætlað með nýsettum lögum
um jafna stöðu og jafnan rétt
kvenna og karla. Þá á ég ekki við
innbyrðis samræður þeirra sem
hvað virkastir eru í jafnréttisbar-
áttunni heldur samræðu með þátt-
töku sem allra flestra forsvars-
manna samtaka á vinnumarkaði,
fyrirtækja og stofnana sem og
stjórnmálamanna og ekki síst al-
mennings.
Konur til aukinnar ábyrgðar
Ég tel óhjákvæmilegt að þau
umfjöllunarefni jafnréttisþings
sem áður höfðu verið boðuð verði
endurskoðuð í ljósi ástandsins. Ég
tel líka algjörlega nauðsynlegt að
við gerð framkvæmdaáætlunar rík-
isstjórnarinnar verði tekið sér-
stakt mið af breyttum aðstæðum í
samfélaginu þannig að kynja- og
jafnréttissjónarmið verði fléttuð
inn í þá enduruppbyggingu sam-
félagsins sem framundan er og
tekið á því sérstaklega hvernig rík-
isvaldið getur beitt stjórntækjum
sínum til þess að tryggja jafna
stöðu og jafnan rétt karla og
kvenna til framtíðar. Tryggja þarf
fullan þátt kvenna í uppbygging-
arstarfinu og að þær taki meðal
annars sæti í ábyrgðarstöðum til
jafns við karla þannig að sam-
félagið fái notið krafta þeirra til
fulls. Endurskoðuð dagskrá jafn-
réttisþingsins þarf að taka mið af
þessu.
Jafnrétti í brennidepli
Þótt jafnréttisþingi hafi verið
frestað um tvo mánuði hefur starfi
að jafnréttismálum ekki verið
skotið á frest. Félags- og trygg-
ingamálaráðuneytið og Jafnrétt-
isstofa halda vöku sinni og unnið
er af krafti í nefndum sem skip-
aðar hafa verið til að gera tillögur
um leiðir til úrbóta í ýmsum mál-
um sem lúta að jafnrétti kynja. Á
næstu vikum eru væntanlegar
stöðuskýrslur þessara nefnda.
Ég hef miklar væntingar til jafn-
réttisþingsins og ætlast til að það
skili árangri. Ég tel jafnframt að
ný jafnréttislög hafi fært okkur
öflugri stjórntæki til að beita í bar-
áttunni fyrir jafnri stöðu og jöfn-
um rétti kvenna og karla. Hvernig
við eigum að beita þessum tækjum
með sem mestum árangri verður
eitt af umfjöllunarefnum jafnrétt-
isþingsins. Ég treysti því að sem
flestir mæti til þingsins í janúar,
reiðubúnir að leggja sitt af mörk-
um til þess að byggja upp réttlátt
og gott samfélag fyrir alla.
Jafnréttisþing 16. janúar
Jóhanna Sigurð-
ardóttir segir frá
því að jafnrétt-
isþingi hafi verið
frestað
»Ég hef miklar vænt-
ingar til jafnrétt-
isþingsins og ætlast til
að það skili árangri.
Jóhanna Sigurðardóttir
Höfundur er félags- og trygginga-
málaráðherra.